Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Um íslenskukennslu í framhaldsskólum eftirlnga Boga Bogason Fagnaðarefni? Skýrsla menntamálaráðuneytis- ins um íslensku- og stærðfræði- kennslu í framhaldsskólum birtir niðurstöður sem eru ekkert fagnað- arefni nemenda, kennurum eða öðrum þeim sem láta sig skólamál einhverju skipta. í stystu máli kem- ur þar fram að flestu er ábótavant. Höfundur skýrslunnar dregur saman helstu niðurstöður og líta þær svona út: Stafsetning: Ekki virðast núver- andi kennsluaðferðir duga til framfara í stafsetningu. Hún er of einangruð í kennslunni, og er ekki fylgt eftir í síðari áföngum og með- al kennara. Málfræði: Ekki hefur tekist að glæða áhuga nemenda á málfræði og tengja hana breyttum aðstæðum í framhaldsskólum. Samvinna við grunnskóla í þessu efni sem öðrum er allt of lítil. Bókmenntir: Nemendur fá gott yfirlit yfir íslenskar bókmenntir, fomar og nýjar, einnig innsýn bók- menntafræði. Lítið er lesið af sígild- um verkum í íslenskum þýðingum. Fyrst og fremst eru fagurbók- menntir lesnar. Ritleikni: Þrátt fyrir að nemend- ur hafa í auknum mæli þurft að skrifa ritgerðir (jafnvel stórar) í framhaldsskólum virðist þeim ekki hafa farið fram í textasmíð. Vinnsla texta virðist ekki vera undir nógu góðu eftirliti kennara, og yfírferð ónákvæm og ómárkviss með tilliti til málfárs, stfls og rökfestu. Mælt mál: Þjálfunarskortur kennara háir þeim nokkuð í að sinna því sem snertir hinn munnlega þátt kennslunnar, svo sem upplestri, eðlilegum framburði, frásögnum og rökræðum. Þetta eru dapurlegar niðurstöður og ekki hægt annað en að flokka þær með fréttum sem færa okkur hörmulegt ástand fiskistofna eða ógnvænlega offramleiðslu á land- búnaðarafurðum. Nema að hér erum við ekki að tala um áþreifan- lega hluti heldur þau verðmæti sem við hvorki teljum í íslenskum krón- um né belgískum frönkum. Við erum að tala um þann samnefnara sem við skilgreinum okkur sjálf eftir, ekki bara sem þjóð, heldur miklu frekar sem hugsandi einstakl- inga. Við erum að tala um íslenska tungu. Þessi skýrsla ætti að gera hvem íslenskukennara við framhaldsskóla heldur dapran í bragði og fýlla hann vanmáttarkennd. Þótt niðurstöður skýrslunnar séu ekkert fagnaðar- efni get ég ekki annað en sýnt smá óskammfeilni og leyft mér að fagna skýrslunni sem slikri, vegna þess að ég held að hún beri með sér ákveðinn vorblæ. Hún hreinsar burt ákveðna óvissu, get- gátur eru óþarfar, menn vita nú frekar en áður hvað felst í íslensku- kennslu við framhaldsskóla. Fyrir mitt leyti hefði ég viljað fá að sjá hvemig kennslu er háttað í einstök- um skólum. Hins vegar má vera að slíkar upplýsingar yllu meira fjaðrafoki en æskilegt væri. En fýr- ir mestu er að við vitum nú hvar við stöndum. Trúverðug skýrsla Skýrslan sýnist mér vera trúverð- ug. I henni er ekki „horft niður“ til viðfangsefnisins heldur gerir höfundur sér einmitt far um að staðsetja sig í sjálfri hringiðunni. Landsfundiir Kvennalistans 13-15. október: Staða listans rædd KVENNALISTINN heldur lands- fund sinn i Menningarmiðstöð- inni í Breiðholti dagana 13-15. nóvember. Meginviðfangsefni fundarins verða annarsvegar staða Kvennalistans og hvemig hann getur markað sér enn meiri sérstöðu innan þings og utan, og hinsvegar viðhorf kvenna til þró- unar atvinnu- og byggðamála. Landsfundurinn verður settur föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30 og mun þá gestur fundarins, Anna Guðrún Jónasdóttir, flytja erindi um konur og vald. Anna Guðrún er lekt- or í stjómmálafræðum við háskól- ann í Örebro í Svíþjóð og vinnur hún nú að doktorsritgerð við Gauta- borgarháskóla um grundvallar- kenningar um stöðu kvenna í nútíma karlveldi. í frétt frá Kennalistanum kemur fram að fundurinn er öllum opinn. Fýrir vikið er umfjöllun tætingsleg á köflum og textinn ekki alltaf sjálf- um sér samkvæmur, sem er hreint allt í lagi. Höfundur tekur nefnilega það bitastæðasta úr viðtölum sínum við íslenskukennara í ýmsum skól- um, þótt mótsagnakennt sé á köflum, og endursegir það í skýrsl- unni án þess að túlka of freklega. M.ö.o. má því segja að skýrslan sé fyrst og fremst verk íslenskukenn- aranna sjálfra, þeir hafa greinilega brugðist einarðlega við og skýrt frá ástandinu hreinskilnislega, hver í sínum skóla. Skýrslan er sjálfs- gagnrýni einnar starfsstéttar frekar en gagnrýni yfírvalds á viðkomandi starfsstétt. Ég hygg að íslenskukennarar andæfi ekki persónulegri ábyrgð á því hvemig málum er nú háttað þótt nærri þeim sé höggvið. Hér hljóta íslenskukennarar að bera nokkra sök á, eins og kemur fram í skýrslunni, en þeir eiga líka að sínu leyti heiðurinn af heiðarlegri skýrslu sem nú hefur litið dagsins ljós. Eg vil benda á tvennt sem öðru fremur hefur leitt til núver- andi ástands í íslenskukunnáttu nemenda á framhaldsskólastigi: skólayfirvöld og breytta lífshætti. * Abyrgðarlaus skólastefna Það verður að varast að binda umræðuna um íslenskukennslu í framhaldsskólum of mikið við ein- angraða þætti. Vandamál íslensku- kennslunnar eru nefnilega að minni hyggju um leið vandamál íslenska framhaldsskólakerfisins í heild. í þeim glundroða sem nefndur er íslenska menntakerfið blómstrar ýmiss konar sérviska afskipta- og eftirlitslaust. í skjóli þeirrar rétt- mætu tilhneigingar kennara og einstakra skólastofnana að fá að starfa tiltölulega fijálst hafa skóla- yfirvöld leyft sér að stunda einhvers konar „laissez-faire“-stefnu sem miklu frekar ber að telja til áhuga- og skeytingarleysis en einhvers konar frjálsræðis. Það kemur nefni- lega fram í umræddri skýrslu að margir kennarar fagna því framtaki menntamálaráðuneytisins að láta gera þessa skýrslu, að sýna þannig í verki að menntamálayfirvöld telji að sér komi það við hvað fer fram í kennslu einstakra greina í skólun- um. Og nú er bara að halda áfram að kanna einstakar greinar. Fróð- legt væri að vita hvar nám og kennsla í eðlis- og efnafræði, ensku, dönsku og þýsku eru nú á vegi stödd miðað við fyrr á tímum. An þess Ingi Bogí Bogason „Ég fæ ekki annað séð en dapurlegar niður- stöður umræddrar skýrslu séu að stórum hluta af leiðing af stefnulausu framhalds- skólakerf i eins og það hefur verið rekið und- anfarinn áratug. Síjórnvöld landsins verða að axla sína ábyrgð og marka íslenska framhalds- skólakerfinu ákveðið hlutverk strax.“ að vilja gefa mér niðurstöðumar fyrirfram kæmi mér ekki á óvart að þar væri víða pottur brotinn. Það er harla ótrúlegt að aðstæður í kennslu og námi þessara greina séu svo mjög frábrugðnar því sem er í öðrum greinum. Um það er ekkert hægt að fullyrða, það bíður mennta- málaráðuneytisins að kanna slíkt. Framhaldsskólar starfa ekki eftir neinni ákveðinni heildarlöggjöf eins og grunnskólamir. Um þetta atriði hafa verið býsna skiptar skoðanir meðal kennara, sumum fipnst þetta harla sniðugt og tala þá um lýðræð- islega_ valddreifíngu í menntakerf- inu. Ég held hins vegar að þetta sé misskilið lýðræði og megi raunar miklu frekar kallast einhvers konar anarkismi. Það er virðingarvert að flana ekki að neinu en mér finnst samt einhvem veginn að rúmur áratugur hafí verið harla rýmilegur tími fyrir alþingi að móta ákveðna stefnu fyrir íslenska framhaldsskól- ann. Það lítur helst út fyrir að þá sem kjömir eru á löggjafarsamkom- una skorti annaðhvort döngun eða nennu til að móta ákveðna skóla- stefnu sem er einmitt hlutverk þingmanna okkar að gera. Undan þeirri kvöð hafa þeir skotið sér síðasta áratug enda fyrirsjáanlegt að slfld mál ylli heitum og löngum umræðum. Einstök lagaákvæði hafa samt verið samþykkt, fyrst og fremst að því er sýnist til að skól- amir gætu haldið uppi eðlilegri starfsemi. Sérfróður rhaður um frámhalds- skólalögin hefur sagt mér að eitt hafi greinilega mótað afstöðu þing- manna til þessara einstöku laga- ákvæða: spumingin um fjárútlát. Ef lögin hafa stuðlað að lægri út- gjöldum ríkissjóðs hafa þau verið samþykkt. Þetta viðhorf eitt út af fyrir sig er virðingarvert en ef það á að ráða lögum um framhalds- skóla þá er það menningarfland- samlegt. Lög um framhaldsskóla hljóta fyrst og fremst að vera smíðuð utan um hugmyndir en ekki peninga. í slíkum lögum hlýtur að- alatriðið að vera stefna í uppfræðslu og velferð þjóðfélagsþegnsins en ekki hvort það kostar krónunni minna eða meira. Miklum fjármun- um, sem varið er í ófullkomið menntakerfí, er kastað á glæ, en mjög miklir fjármunir, sem varið er í boðlegt menntakerfí, er fjárfesting til framtíðar. Ég fæ ekki annað séð en dapur- legar niðurstöður umræddrar skýrslu séu að stórum hluta afleið- ing af stefnulausu framhaldsskóla- kerfí eins og það hefur verið rekið undanfarinn áratug. Stjómvöld landsins verða að axla sína ábyrgð og marka íslenska framhaldsskóla- kerfínu ákveðið hlutverk strax. Breyttir lífshættir Ég tel mig hafa upplifað gjör- breytta afstöðu ungs fólks til náms frá þvi ég sjálfur var í framhalds- skóla, fyrir um 15 ámm. Hugsun ungs fólks er nú sundurlausari, dreifðari og tættari en fyrir rúmum áratug, og þótti mörgum þá þegar nóg um. Það er miklu erfíðara að vera ungur um þessar mundir en þá. Ef ungt fólk vill komast hjá því að vera eins og rekald í stórsjó verður það að skipuleggja tíma sinn því það er svo miklu fleira á boðstól- um en fyrir fáeinum árum, miklu fleira en nokkur maður getur sinnt. Það getur t.a.m. gert hvem mann með stáltaugar hálfruglaðan að skipta á milli útvarpsstöða í leit að einni sem hvorki hellir yfír hlust- andann fábreyttri tónlist né hugsunarlausri þvælu. Neyslu- hyggjan gegnsýrir þjóðfélagið enda skiljanlegt að nemendur í fram- haldsskólum vilji eiga hluti: bfla, fín fot, góð hljómtæki o.s.frv., o.s.frv. Neyslufyrirmyndir em allt um kring. Én neyslan tekur sinn toll sem ekki er alltaf fyrirséður, fyrr en varir þarf nemandinn að vinna dijúgum með skóla til þess að sinna neysluþörfínni. Hann er margklof- inn milli ólíkra viðfangsefna og reynir að sinna hveijum fyrir sig af góðum vilja en veikum mætti. A endanum er mjög skiljanlegt að ekki verði neitt úr neinu: námið gengur illa, félagamir em vanrækt- ir, lítið verður úr vinnu með skóla Landið og umheimurinn, fréttir af hvorutveggja færir Sjónvarpið þér beint og milliliðalaust. Með gervihnattasambandi við allar heimsálfur er tryggt að fréttir dagsins eru alltaf splunkunýjar. Nýr fréttatími bætist nú við kl. 18.50. Það er staðreynd að fréttatímar, fréttaskýringa- og umræðuþættir Sjónvarpsins njóta vinsælda og virðingar um allt land og stöðugt er unnið að því að bæta við nýjum og áhugaverðum þáttum. Nú hefur tveimur nýjungum verið hleypt af stokkunum: Brotið til mergjar, á laugardögum kl. 19.30. Þar eru teknar fyrir fréttir vikunnar og þau mál sem hæst hefur borið. Úr sölum Alþingis, annan hvern þriðjudag kl. 19.30. Þingflokkarnir kynna þingmál sín og skora á pólitískan andstæðing til kappræðna. Fylgstu með, í Sjónvarpinu er alltaf eitthvað títt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.