Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 „Landið helga“ — vetrarkoma Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjó. Þannig lýsti skáld Islandi fyrir meira en hundr- að árum. Og í þeirri lýsingu hefur enginn stafkrókur breytzt. Samt er allt i heiminum og hefur verið á hverfanda hveli síðan. Fáar þjóðir, kannske engin, hefur litið og lifað meiri breyting- ar og byltingar, þótt hönd Sólar- föður lífsins hafi haldið vopnum og blóðbaði í fjarlægð, og allt fanð vel. ísland er ísland en ekki síður Eldland, frón myrkurdjúps um skammdegisskeið og um Jóns- messuleytið „nóttlaus voraldar- veröld þar sem víðsýnið skín". Heimur andstæðnanna, þar sem fjölbreytnin hefur hvarvetna hin æðstu tök. í margar aldir og ef til vill ein- hvers staðar enn var því trúað, að hér væru hlið helvítis. En hver mun sá sonur og dóttir kyrrlátra dala og blikandi sunda, að ekki hafi fundið hér dyr himnaríkis líkt og hann, sem sagði: „Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd skreyta fossar og íjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjærst í eilífðarútsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldarveröld, þar sem víðsýnií skín." Þannig er þetta á öllum sviðum andstæðnanna, heimur, fagur og ógnlegur í senn. Heimur fylltur blíðgeislum morguns við angan frá ljósbera og fjólu, smára og lambagrasi, svalandi blæ í öllu sínu skínandi veldi sumarkvölds. En þá líka og ekki síður þrunginn ógnandi dunum eldspúandi fjalla, þar sem ósýnilegar örlaganomir eða þá skapendur í gervi Heklu og Kötlu eira engu, sem lífsanda dregur. Hvort mundi slíkt land ekki vel til þess fallið að ala upp hrausta og vitra sonu og mildar og ástríkar dætur? Er þetta ekki einmitt land, sem Guð hefur gert til að fæða og móta spámenn og sjáendur, skáld og spekinga, sem gætu metið og elskað mannkyn allt með allri þess endalausu fjölbreytni? Ættum við að bera það saman við land pflagrímana í austri? Það vill svo til að fyrir vináttu safnaðar mfns hér í Reykjavík, hef ég litið það land allt, „Landið helga". Þótt margt sé svo ólíkt, sem mest gæti orðið, miðað við fjarlægð og hnattstöðu, þá er samt margt svo líkt að unnt er að falla í stafi af undrun. Fjöll og sléttur, heiðar og strendur, auðnir og fijómold, jöklar og vötn, en þó eitt mest: Það land hefur legið á krossgötum, verið miðdep- ill í milli stórvelda og heimsálfa, austurs og vesturs, öld eftir öld. En ísland hinsvegar ávallt neytt sinnar fjærstöðu. En nú hafa örlög þess og aðstaða öll orðið hin sama á þessu sviði. Fjærstað- an horfin. Landið okkar, lítið land, en þó auðugt á sinn hátt, í allri sinni fátækt eða smæð, fagurt og ógurlegt í senn er þó ennþá mitt á milli austurs og vesturs. Það gæti því orðið stökkbretti stór- þjóðanna, brennidepill landabréfs- ins í augum og hugsunum stórvelda heimsins, áður en nokk- um varir. Gæti nokkuð vakið dýpri og stærri athuganir og rann- sóknir? Hér gildir því fyrir böm þessa íslands og eldlands aðeins eitt: Að vera eða ekki að vera. Hér verða andstæðumar að móta gullið, skapa hinn gullna meðal- veg, sem raunar hefur öldum saman verið bent á sem hinn æðsta kjama og eftirsóknarverð- ustu heillabraut í þessum heimi. Það er vegur vízku og kærleika, þar sem fylgt væri áminningu, sem hljóðar svo: „Lít hvorki til hægri né vinstri, en haltu fæti þínum frá hinu illa“, hveiju nafni sem það nefnist. Hatur og hefnd- ir og vegum hins ósýnilega, sprengjur og eitur í hinum áþreifanlega heimi. Einnig mætti nefna aðra leið- sögn, þótt hún virðist andstæðu- kennd: „Verið slægir sem höggormar, en falslausir sem dúf- ur.“ Hér skal einnig minnt á það, sem skáldspekingurinn Einar Benediktsson hefur í huga, þegar hann telur það allt, sem hér gnæfi hæst sé mótað af Líbanonshæðum á Öræfatindinn. Þar er margt skyldara en nokkur hyggur og flestum dettur í hug. Andans skrúð íslendings er oft fremur en hann hyggur skorið og mótað við strendur Hörpuvatns- ins, Genesaretvatns eða í hlíðum Hermonfjalla, þar sem jöklamir eru lífsuppsprettur Landsins helga, sem án þeirra væri það líklega algjör auðn, eyðimörk. Þama er þó einn af helztu þáttum íslenzkrar menningar, sem við megum aldrei gleyma, ef við ætl- um að varðveita Island sem „hið heilaga land" í orðsins dýpstu merkinu. Það getum við á engan hátt fremur en með því að nota hvem dag, bæði sumar og vetur, til að gerast sönn og trú böm landsins með eld þess í æðum, víðsýni þess í augum og hugsun, tign þess í svip og sái, sem birtist í drengskap og dáðum sannrar manngöfgi. Þar kemur landið sjálft til aðstoðar og „agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel“. Þar minnir ekkert fremur en koma vetrar eða vors á uppeld- ið hveiju sinni. Látum aldrei til hugar kóma, að fæð og smæð þjóðarinnar og hijóstur landsins sé né verði nein afsökun til upp- gjafar eða undirlægjuháttar og aumingjaskapar hvað sem örlög kunna að færa að höndum. Sé litið til sögu mannkyns frá upphafi og gegnum aldir, þá em það einmitt litlar þjóðir í hálend- um, harðbýlum löndum, sem valdið hafa öðrum fremur alda- hvörfum, tekið að sér forystu og sett sinn svip á framþróun mann- kyns þroska og þroska. Þar hef ég nú þegar með upphaf vetrarins í huga bent á „Landið helga", ísrael. En það mætti einnig minna á Hellena og Rómveija því máli til stuðnings. Þær töldu naumast meira en í þúsundum en báru þó af í listum, vísindum, tækni, íþróttum og stjómspeki og síðar bókmenntum og andlegri auðlegð á sviði trúar og hugsjóna. Þar var oft einn spekingur og snillingur, sem jafnaðist við eða tók langt fram milljónum stórþjóðanna. Og sé þetta athugað í dag og frádregnar framfarir, ef hægt er að nota það orð um þetta, sem oft birtist í herbúnaði og dráps- tækjum, sem ógna öllu lífi hnatt- arins, þá eru það enn smáþjóðir kaldra og fámennra heiðríkju- landa, sem eiga og varðveita vaxtarbrodd sannrar menningar í einu og öllu. Þar mætti benda á Norðurlönd, sem tákn. Landið okkar, ísland, hefur því öll skilyrði til að vera hið heilaga land meðal þjóðanna. En heilagur þýðir frátekinn, settur ofar hinu hversdagslega. Ofar að heilindum og sönnum manndómi. Það er sérstakt og sérstætt frá hönd al- föður. Það er í raun og vem í fæðingji við sköpunaröfl elds og ísa, lofts og lagar daglega að verki. Það er einnig í deiglu aust- urs og vesturs, lífs og dauða, frelsis og kúgunar. Og einmitt í Landinu helga, við botn Miðjarð- arhafs, var mér á algjörlega ógleymanlegan hátt, sem of langt yrði hér að tjá, bent á, að fyrir þjóðimar þar væri það „stjaman í norðri“ sjálft óskanna land frið- ar, frelsis, bræðralags og mannréttinda, sem kennt væri um í skólum, sem einstakt og öllu æðra. Þar væm engin vopn og hergögn, enginn skyldugur til að læra herþjónustu og mann- dráp, enginn herkostnaður o.s.frv. sem of langt er hér um að ræða. En hvað ber þá að gjöra til að ■ vemda þennan andlega og menn- ingarlega gróður og gróanda gegn vetrarhretum haturs, hefnda og hemaðar, hinu sjálfsagða böli mannkyns á 20. öld og komandi tímum? Einn af stórmennum Breta er sagður hafa orðað fyrsta boðorðið þar á þessa leið í þessum efnum: „Bretland ætlast til að hver einstaklingur þjóðarinnar geri skyldu sína.“ En hér er nú aðeins einn á móti tugþúsundum eða ætti að segja milljónum. Hér verður því að taka miklu Iengra spor, bæði vetur og sumar, í verki og leik og segja: ísland verður að ætl- ast til að sérhvert barn þess geri meira en skyldu sína. Hér skal því einn á móti tugþúsundum að dugnaði, þekkingu, hugsun, trúmennsku, drenglund og dáð- um, sannleiksást og kærleika. Með þetta í huga er hægt að ætlast til að ísland eignist forystu- hlutverk mannkyns á vegum friðar, frelsis og framkvæmda. Á það skulu fyöll þess og dalir, útsær og djúp, björk og lind benda á óumbreytanlegan hátt staðfestu sinnar. Hið sama má læra af orku elds og vatns, íss og jökla, sem eru bakhjarl og uppsprettur ljóss og lífs þjóðar, þegar auðlindir ann- arra gætu verið orðnar eitraðar og þrotnar í höndum hersveita dauðans, með atómsprengjum og eiturgas öllum vetrarhríðum verri. Hatursvetur mannkyns og styrj aldarvafstur ætti fyrir for- ystu „Landsins helga“ í norðri og snertingu Sólarföður að breytast í varma og gróandi lífsþrótt, von- ir og vaknandi vor. Þannig gæti ísland, land andstæðnanna, orðið í sannleika Landið helga, stjarn- an í norðri, orðið eyjan mikla Eldey og Snæland í senn, þar sem hin beitta sveifla milli vetrar og sumars, myrkurs og ljóss, veitir hverri leitandi og lifandi sál snert- ingu til hins æðsta þroska, sem náð verður á jörð, ef vel og rétt er að verki staðið. Að lokum vil ég enn minna á einn þátt í gulli íslenskrar menn- ingar. En þeim þætti er einmitt lýst í ljóði eftir Einar Benedikts- son, sem raunar er aðeins eitt erindi, líkt og allt annað hafí horf- ið í skuggann. Þetta ljóð heitir einmitt „Landið helga" og er um hlutverk, æðsta þáttinn í hlutverki íslenzku móðurinnar. Það var unnið í dimmustu myrkrum íslenzkra vetrarins í torfbæjum sveitanna, baðstofunni í gamla daga. Sú „stofa" er að týnast í aldanna djúp, hvergi lengur til í starfi samfélagsins á íslandi. En hlutverk móður og ömmu í þess- ari heimiliskirkju aldanna má samt aldrei gleymast né týnast. Ljóð Einars Benediktssonar „Landið helga" er á þessa leið. Þótt allir knerrir berist fram á bárum „til brots við einu og sömu klettaströnd. Ein minning fylgir mér frá yngstu árum, þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið“. Svo segjum við öll við upphaf vetrar: Hver á sér fegra föðurland, með fyöll og dal og bláan sand „með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð. Með friðsæl býli ljós og Ijóð svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, Drottinn, okkar dýra land er duna jarðar stríð.“ (Hulda) Fyrsta vetrardag, 24.10. 1987 Árelíus Níelsson. Bjóddu vetrinum byrginn með JmuuesTunE undir bílnum! Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 7. nóvember verða til viðtals Júiíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamannanefndar og stjórnarmaður í Dagvistun barna og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningar- málanefndar. ÍR-ingar í búningum merktum Kaupstað í Mjódd. Kaupstaður styður ÍR NÝ sérvöruverslun opnaði á annarri hæð í Kaupstað í Mjódd þann 15. október. Af því tilefni var endurnýjaður samningur milli Kaup- staðar og Handknattleiksdeildar íþróttafélags Reykjavíkur, þess efnis að Kaupstaður sjái öllum flokkum Handknattleiksdeildar ÍR fyrir keppnisbúningum, merktum Kaupstað, á næsta keppnistímabili. IR-ingar afla sér einnig fy'ár með rituðu þeir Ólafur St. Sveinsson, því að aðstoða viðskiptavini Kaup- staðar um helgar við að setja vörur í poka við búðarkassa. Þá styrkir Kaupstaður ÍR einnig á annan hátt. Samning Kaupstaðar og ÍR undir- kaupfélagsstjóri, og Bjami Hákon- arson, formaður Handknattleiks- deildar ÍR. Fréttatilkynning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.