Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
Pólýfónkómum boðið áalþjóð-
lega tónlistarhátíð á Italíu
Giuseppe Juhar hljómsveitarstjóri og listrænn forstjóri tónlistarhátíðarinnar í Assisi á ítaliu og
Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi Pólýfónkórsins. Myndin er tekin árið 1985, þegar Pólýfónkróinn
flutti H-molI messu Bachs á hátíðinni.
„FLUTNINGUR Pólýfónkórs-
ins frá Reykjavík og íslensku
hljómsveitarinnar á H-moll
messu Bachs á ári tónlistarinn-
ar 1985 er eitt það fegursta og
eftirminnilegasta frá sögu hátí-
ðarinnar hér. Þess vegna
langar mig að bjóða kórnum
að koma aftur og taka þátt i
10. alþjóðlegu tónlistarhátíð-
inni, „10. Festa Musica Pro“,
hér í Assisi í júlí 1988,“ sagði
Giuseppe Juhar hljómsveitar-
stjóri og listrænn forstjóri
tónlistarhátiðarinnar í Assisi á
Ítalíu, er hann bauð Pólýfón-
kórnum að taka þátt i hátíðinni
á næsta ári, sem mjög verður
vandað til vegna 10 ára af-
mælisins. Ingólfur Guðbrands-
son stjórnandi kórsins sagði í
samtali við Morgunbiaðið, að
boðið væri mikil alþjóðleg við-
urkenning því að á nátíðinni
kæmu fram fjöldi heimsfrægra
listamanna og heiðursforseti
hátíðarinnar væri Antal Dorati,
einn virtasti hljómsveitarstjóri
heims af eldri kynslóðinni.
Ingólfur sagði að Giuseppe Ju-
har hefði stungið upp á að
Pólýfónkórinn flytti „Sköpunina"
eftir Haydn, eða ef til vill verk
eftir Stravinski, Poulenc eðajafn-
vel oratoríuna Messías eftir
Hándel, sem hann kvaðst þekkja
af hljómplötu að Pólýfónkórinn
hefði flutt mjög vel.
Aðspurður um hvort kórinn
myndi þiggja boðið sagði Ingólf-
ur: „Vissulega yrði það gaman,
ef fjárhagurinn leyfir. Hvergi er
jafn gaman að flytja góða tónlist
og á Ítalíu, hvergi önnur eins
stemning. Þess verða félagar Pó-
lýfónkórsins, sem tekið hafa þátt
í tónleikaferðum, minnugir æfi-
langt. Ég held að hljómléikaferðir
okkar hafi verið góð landkynning
og ódýr fyrir þjóðina, en dýr fyrir
mig persónulega. Þetta tilstand,
sem margir hafa átt erfitt með
að viðurkenna eða sætta sig við,
hefur nú staðið í 30 ár. Allan
þann tíma hefur Pólýfónkórinn
verið sjálfstæð, óháð menningar-
stofnun, sem hefur kostað þjóðar-
búið nánast ekki neitt. Fyrir
dyrum stendur að halda tvenna
afmælistónleika, endurflytja
Messías í Hallgrímskirkju í des-
ember og halda stórhljómleika í
Háskólabíói í apríl og þarf kórinn
að leigja hljómsveit til í bæði
skiptin. Sá kostnaðarliður einn
mun nema um einni milljón króna
og vandséð verður hvernig kórinn
fái fjármagnað dýra utanlands-
ferð með hljómsveit að auki. Hins
vegar er boðið út af fyrir sig mik-
il alþjóðleg viðurkenning hvort
sem við getum þegið það eða ekki.
Líklega verðum við bara að
treysta á að fá stóra vinninginn
í Lottóinu svo að hægt verði að
ljúka þessum 30 ára ferli með
viðeigandi hætti."
Varðandi 30 ára afmæli kórsins
sagði Ingólfur að nú væri í Bret-
landi verið að vinna að heildarútg-
áfu oratoríunnar Messías á
tveimur geisladiskum í flutningi
Pólýfónkórsins, Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og einsöngvara.
„Tónlistarmenn og tæknimenn
bera mikið lof á flutninginn, en
hann var hljóðritaður með staf-
rænni tækni, svokallaðri digital,
á hljómleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar og Pólýfónkórsins í
Hallgrímskirkju í desember í
fyrra,“ sagði Ingólfur. „Þetta er
í annað sinn sem kórinn gefur
Messías út á hljómplötu, en út-
gáfan sem gerð var fyrir 10 árum
er gersamlega uppseld. Tóngæðin
nú eru mun betri, en vegna þess
að ekki eiga allir þessi lasertæki
ætlum við líka að gefa verkið út
stytt, á einni breiðskjfu með vin-
sælustu köflunum. Ég vona að
útgáfan verði vinsæl jólagjöf í ár
ásamt vönduðu 30 ára afmælisriti
þar sem saga kórsins er rakin í
máli og myndum. Meðal efnis er
útdráttur úr umsögnum íslenskra
og erlendra blaða og þar kennir
margra grasa, bæði lof og last,“
sagði Ingólfur.
Morgunblaðið/ Ámi Sæberg
Forsvarsmenn Útvegsbankans h/f. Frá hægri: Kristín Steinsen fulltrúi bankastjórnar, Guðmundur Hauks-
son bankastjóri, Jakob Armannsson flulltrúi bankastjórnar og (oks Sigurður Geirsson forstöðumaður
markaðssviðs.
Útvegsbankinn:
Tugmilljóna hagnaður
HAGNAÐUR af rekstri Útvegs-
bankans h/f frá því að hlutafé-
lagið tók til starfa, þann 1. maí
síðastliðinn, nemur tugum millj-
óna að því er kom fram á
blaðamannafundi sem banka-
stjórnin hélt til að kynna skipu-
lagsbreytingar á starfsemi
bankans. Guðmundur Hauksson
bankastjóri kvaðst ekki enn geta
sagt til nákvæmlega til um hver
hagnaðurinn væri, enn væri eftir
að leggja endanlegt mat á suma
eignaþætti efnahagsreiknings,
en þó væri ljóst að hann skipti
nokkrum tugum milljóna.
Á fundinum kom einnig fram að
innlánsfé í Utvegsbankanum hefur
úo
Útvegsbanki Islands hf
Nýtt merki Útvegsbankans h/f,
hannað af Erlingi Páli Ingvars-
og Sigríði Bragadóttur hjá
SA.
á þessu ári aukist um 26,3%, fram
til 1. september, og er það að sögn
forráðamanna bankans meira en í
nokkrum öðrum banka hérlendis.
Nú síðustu mánuði ársins gengur í
gildi nýtt starfskipulag í bankanum
og verður bankastjóri aðeins einn í
stað þriggja.
Næstir bankastjóra verða 2 full-
trúar bankastjórnar og hafa Jakob
Ármannsson og Krístín Steinsen
verið ráðin til þeirra starfa. Þá ger-
ir nýtt skipulag ráð fyrir að útibú-
stjórar fái meiri völd en nú er, útibú
verði sjálfstæðar einingar sem skili
hagnaði og uppfylli skyldur gagn-
vart Seðlabankanum hvert fyrir sig.
Liður í þessu er að skilið verður
milli daglegs rekstrar afgreiðslu
aðalbankans við Lækjartorg og
yfirstjómar Útvegsbankans h/f og
verður fljótlega ráðinn sérstakur
útibústjóri að „aðalútibúinu".
Hæstiréttur:
Flutt mál vegna
nauðgunar barns
MÁL manns, sem var dæmdur
fyrr á árinu fyrir að hafa nauðg-
að 3ja ára stjúpdóttur sinni árið
1984, verður flutt í Hæstarétti i
lok þessa mánaðar.
Maðurinn, sem er þrítugur, var
í sambúð með móður bamsins árið
1984. í ágústmánuði það ár mun
maðurinn hafa framið verknaðinn,
þegar hann var einn með baminu
á meðan móðirin ók samferðafólki
hans heim eftir dansleik. Daginn
eftir sáust áverkar á ’oaminu og
var það flutt á sjúkrahús til rann-
sóknar. Rúmri viku síðar var
maðurinn úrskurðaður í gæsluvarð-
hald, grunaður um að hafa nauðgað
stúlkubarninu.
Þann 10. mars síðastliðinn var
maðurinn dæmdur í Sakadómi
Hafnarfjarðar til þriggja og hálfs
árs fangelsisvistar. Nú er mál hans
komið til Hæstaréttar og hefur
málflutningur verið ákveðinn þann
30. nóvember.
Njarðvik:
Alþjóðlegt skák-
mót haldið í Stapa
ALÞJÓÐLEGT skákmót verður
haldið í félagsheimilinu Stapa í
Njarðvík dagana 7-20. nóvember
og er þetta mót það 8. í röðinni
sem tímaritið Skák neldur í sam-
vinnu við sveitarfélög víða um
land. Mótinu er aðallega ætlað
að hjálpa ungum skákmönnum
til að ná í áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli í skák.
Tveir íslenskir stórmeistarar
verða meðal þátttakenda, þeir Guð-
mundur Sigutjónsson og Helgi
Ólafsson. Fjórir erlendir skákmenn
taka síðan þátt, þeir Antti Pyhala
frá Finnlandi sem varð í öðru sæti
á Austfjarðamótinu í vor, Byron
Jakobs frá Bretlandi, Charles Wel-
don frá Bandaríkjunum og senni-
lega David Norwood frá Bretlandi
sem var heimsmeistari sveina á
síðasta ári. Aðrir þátttakendur
verða Þröstur Þórhallsson, sem
vantar einn áfanga til alþjóðlegs
titils, Björgvin Jónsson, Davíð 01-
afsson, Hannes Hlífar Stefánsson,
Jóhannes Ágústsson og Sigurður
Daði Sigfússon.
Mótið er í 5. styrkleikaflokki
FIDE og þarf 7 vinninga af 11 til
að ná titiláfanga. Fyrsta umferð
verður í Stapa sunnudaginn 8. nóv-
ember. Keppendur hafa 2 tíma til
að ljúka 40 leikjum og síðan klukk-
utíma til að ljúka 20 leikjum til
viðbótar. Umferðir á virkjum dög-
um hefjast klukkan 16 en um helgar
heQast umferðir klukkan 14.
Mótið er haldið í samvinnu tíma-
ritsins Skákar, Keflavíkurbæjar og
Njarðvíkurbæjar. Framkvæmda-
stjóri mótsins er Sigurður Gunnars-
son.