Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
Sarah lælur ekki deigan síga þó emb-
ætti og skyldur hlaðist á hana.
KÓNGAFÓLK
Sarah
er söm við sig
Sarah Ferguson, hertogaynja af York situr aldeilis ekki að-
gerðarlaus milli þess sem hún flengist á milli opinberra
athafna með eiginmanni sínum. Hún hefur tekið að sér að koma
á framfæri nýútgefinni bók um Westminster-höllina, aðsetur
breska þingsins. En gefum henni sjálfri orðið: „Starfið er svo
hressandi og það heldur mér í sambandi við umheiminn. Ég
vinn 25 tíma á sólarhring en samt tekst mér alltaf að finna
mér tíma til að sinna skyldustörfunum. Þegar Andrew kemur
heim, þá hef ég gert eitthvað, ég hef ekki aðeins setið og hugs-
að um í hvetju ég eigi nú að vera á morgun. Mig langar til
að halda áfram að vinna að útgáfustarfsemi eins og ég gerði
áður en ég giftist Andrew." Og um eiginmann sinn hefur Sarah
rauðhaus ekkert nema gott eitt að segja ,„Hann lítur feiknalega
vel út, hann styður mig og er mín hægri hönd.“
Popptónlist
Hver er Matthew?
Peir sem fylgjast vel
með því hvað vinsælt
er í heimi popptónlistarinn-
ar kannast sjálfsagt vel við
sönginn bráðsmellna „Hey
Matthew" (Heyrðu mig
Mattías), sem Karel Fialka
syngur. Hann er um lítinn
dreng, Mattías, sem hefur
ákaflega gaman af því að
horfa á sjónvarp og tekur
sér sjónvarpshetjumar til
stakrar fyrirmyndar, ekki
síst köngulóarmanninn
sem hann segir geta allt.
En hverra manna er Mattí-
as? Karel vill sem allra
minnst láta hafa eftir sér
en segir þó að hann líti á
hann sem sinn eigin son.
Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir vill hann ekkert
meira um málið segja og
verða aðdáendur hans því
að geta sér til um afgang-
inn.
Matthew og Karel eru mestu mátar.
Jóhanna Linnet er ung og upp-
rennandi söngkona sem hefur
vakið athygli fyrir söng sinn með-
al annars í sýningu íslenska
dansflokksins, Eg dansa við þig
og í Söngvakeppni Sjónvarpsins
1987. Morgunblaðinu lék forvitni
á að kynnast henni nánar og
spjallaði við hana um sönginn og
hana sjálfa.
„Ég er fædd í mars 1960 í
Reykjavík og er því í fiskunum.
Ég hef alla tíð haft áhuga á tón-
list og byrjaði sem bam að syngja
í kómm, var í bamakór í Dóm-
kirkjunni og söng þar í fyrsta
skipti einsöng þegar ég var níu
ára. Þegar ég var fimmtán ára,
fór ég í Oratoríukór Dómkirkjunn-
ar. Þar var raddþjálfun sem
Sigurveig Hjaltested var með og
ég fór nokkra söngtíma til hennar
þegar ég 18 eða 19 ára. Svo var
ég í Tónlistarskólanum í
Reykjavík til 1984 að læra
kiassískan söng og lauk þaðan
7. stigi. Eftir það fór ég til Holl-
ands og var þar í tvö ár hjá
bandarískum hjónum að læra
áfram klassískan söng. í Hollandi
gerði ég ekkert annað en að
syngja og tók meðal annars þátt
í uppfærslu hjá ópemstúdíói sem
var í tengslum við hollensku óper-
una. Söng þar í La Boheme.
Nú svo kom ég heim 1986 og
byijaði að læra söng hjá Sigurði
Demetz og er þar enn.
- Hvað hefur þú verið að gera
síðan?
„Það var nú frekar lítið þar til
ég fór að syngja ásamt Agli Ólafs-
syni í Þjóðleikhúsinu með íslenska
dansflokknum í Ég dansa við þig.
Söngurinn þar er ekki háklassísk-
ur, hann er sambland úr klassísk-
um söng og slögumrn. Þetta
byggir auðvitað allt á sama
gmnninum en ég syng þetta með
mínu nefi. Þá syng ég einnig í
Yermu, í Hringekjunni á Sögu og
svo hef ég verið að syngja um
hveija einustu helgi á árshátíðum
og í brúðkaupum. Auk þess að
syngja, vinn ég á bókasafni á
Landakoti."
- Finnst þér mikill munur á að
syngja í þessum sýningum og í
ópemm?
„Já, mér finnst nú dálítill mun-
ur tónlistarlegs eðlis, klassísk
tónlist gerir mun meiri kröfur um
ögun þú syngur það sem stendur
skrifað, en í dægurlagatónlist þá
getur þú sungið meira eftir tilfinn-
ingunni, klassíkin er meira
bindandi."
JÓHANNA LINNET
Hef ekki lært
klassískan söng
til að syngja dægurlög
Jóhanna Linnet.
Morgunblaðið/BAR
— Ætlar þú að halda áfram að
syngja dægurlög?
„Ætli það ekki. Ég ætla aðeins
að þreifa fyrir mér með þessa
hluti, mér finnst betra að syngja
eitthvað en að syngja ekkert. Það
er erfítt að fá vinnu við söng,
markaðurinn er svo lítill héma
heima. Það er frekar að fá vinnu
við dægurlagasöng en auðvitað
fer þetta mest eftir þvi hvað fólk
vill heyra. Ég kýs helst að syngja
klassík."
— Tókstu eftir því að fólk þekkti
þig á götu eftir að þú söngst í
Söngvakeppninni í vor, og að það
hafi hjálpað þér að fá vinnu?
Veistu, ég er svo nærsýn, að
ég tek hreinlega ekki eftir því
hvort fólk er að horfa á mig eða
ekki og ég hef enga trú á því.
Það getur aftur á móti vel verið
að það hafi hjálpað mér að fá
hlutverk að ég söng í keppninni
því mér em yfirleitt boðin verk-
efni.“
- Hvað með önnur áhugamál en
tónlist?
„Þar kemur vel á vondan, tón-
listin er náttúmlega ekki það eina
sem skiptir máli, en ég lifí og
hrærist í henni. Það fer allt mitt
í hana, mestallur minn tími og
áhugi. Ég hlusta mjög mikið á
tónlist, mest klassík en þó ekki
eingöngu. Uppáhöldin em nú svo
mörg; Mozart, Puccini, Beethoven
og Verdi.
Nú, svo fínnst mér mjög gaman
að lesa og er heimakær. Mér
fínnst óskaplega gott að vera
heima með fólkinu mínu.“
- Áttu þér eftirlætis hlutverk?
„Ég held að nánast hver einasta
sópransöngkona sem er spurð að
þessu svari Mímí úr La Boheme,
ég segi Músetta í La Boheme.
Mér finnst þetta hlutverk mjög
skemmtilegt, Músetta er ólík
Mímí, hún er sjálf söngkona og
er ærslafull og heilbrigð en Mímí
er döpur vegna veikinda sinna.
Þessi ópera er svo yndisleg, öll
einsöngvarahlutverkin em hreint
frábær.“
- Hvað finnst þér um íslenskt
tónlistarlíf, er það staðnað?
„Nei, það er alls ekki stöðnun í
söngnum í dag, ekki hér heima.
Það hefur verið mikil og góð þró-
un hér síðustu ár og það kannski
ekki síst með tilkomu íslensku
ópemnnar. Það er mjög mikið af
ungu og góðu söngfólki sem er í
námi. Hitt er annað mál að meðal-
mennskan blómstrar hér eins og
annars staðar."
- Hvað langar þig að gera í fram-
tíðinni?
„Ég ætla að halda áfram mínu
námi hjá Sigurði Demetz, ég
stefni að því að þreifa fyrir mér
í ópemsöng, hvar sem er. Ég hef
lært klassískan söng í níu ár og
það ekki eingöngu til að syngja
slagara þó það sé líka gaman.
Ég held að það geti ekki allir
klassískt menntaðir söngvarar
sungið slagara."
- Getur þú sungið slagara?
„Ég held það, en um það verða
aðrir að dæma. Ég hef látið fólk
hafa mig til þess en finnst nú nóg
komið af dægurlagasöng í bili.
Maður verður að passa sig í þessu
eins og öðm að festast ekki í ein-
hveiju, að fólk fái ekki hugmyndir
um mann eins og „þessi syngur
nú bara slagara" eða eitthvað
álíka. Mér finnst til að mynda
gaman að syngja nútímatónlist,
en ég hef sungið dægurlög þar
sem hefur borið á og því þekkja
flestir mig eingöngu af þeim
söng."
- Ertu orðin þreytt á því að hafa
svona mikið að gera?
„Það fer að koma að því að
mig langi í smáfrí, ég hef ekki
átt frí síðan í byijun mars. Mér
líkar mjög vel að hafa svona mik-
ið að gera, þetta er ýmist of eða
van, stundum kvartar maður yfir
því að hafa ekkert að gera, og
svo yfir því að hafa of mikið að
gera."