Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 V estmannaeyjar; Teikningar að helm- ingi stærri ferju TEIKNINGAR að nýixi Vest- mannaeyjaferju liggja fyrir stjórn Herjólfs hf og samkvæmt þeim verður nýja skipið 2000 tonn, en Herjólfur, sem nú ferjar milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar, er um 1000 tonn. Gert er ráð fyrir að nýja skipið verði 79 metrar að iengd og 14,40 að breidd, en lengd núverandi Heij- ólfs er 60,35 metrar og breidd 12,01. Samkvæmt teikningunni jrrðu klefar og sæti fyrir 530 farþega. Flutnings- geta skipsins yrði helmingi meiri en Heijólfs og í því eiga að rúmast 90 fólksbflar í stað 34 og 7 flutnings- vagnar f stað 4 í Heijólfi. Þá yrðu klefar fyrir 70 farþega í nýju feij- unni í stað 34 og rými fyrir 50 til 60 svefnpokagesti ef af framkvæmd- um verður. VEÐURHORFUR í DAG, 5.11.87 YFIRLIT á hádagl f g»r: Yfir Bretlandseyjum var 1040 mb hæð og 1022 mb Isagð yfir Grœnlandi. Á sunnanverðu Grœnlandahafi var 988 mb lægð á hreyfingu norður. Hlýtt verður áfram. SPÁ: í dag verður suðlæg átt á landinu og hlýtt áfram. Dálítil rign- ing eða súld verður vestanlands og austur með suðurströndinni en þurrt norð-austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR; Suðlæg eða suðaustlæg átt og hlýtt í veðri. Súld eða rignlng öðru hverju um sunnan- og veatan- vert landið en lengst af þurrt norðaustanlands. TÁKN: o <4k * Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vlndstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * / * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * # * ■\0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V 9 ,5 oo 4 K w VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hhl vaAur Akurayri 11 tkýlaA Raykiavfk 9 úrkoma Bargan 1 þoka Hslalnki 7 •kýjað Jan Mayan ♦4 akýiaó Kaupmannah. 7 þokumóóa Naraaaraauag +6 lóttakýjað Nuuk *4 lóttakýjað Oaló 1 þoka Stokkhólmur S akýjað Þórahöfn 9 þoka Algarva 19 skýjað Amsterdam 10 mlatur Aþena 12 •lakýjað Uarcelona 20 helðakfrt Bartfn 9 •kýjaó Chlcago 14 hólfakýjað Fsneyjar 13 helðakfrt Frankfurt 9 lóttakýjað Glaagow 10 miatur Hamborg 10 •kýjað Laa Palmaa 24 akýjað London 12 •kýjað LoaAngalea 1S •kúr Lúxemborg S helðakfrt Madrld 18 •kýW Malaga 18 rtgnlng MaUorca 20 alakýjað Montraal 12 þokumóða NewYork 14 mlatur Parfa 10 helðakfrt Róm 18 Mttakýjað Vln 8 *kýj»ó Waahlngton 11 þokumóða Winnlpeg 1 helðakfrt Valencla 18 rignlng 130 milljónir þorska gefa 380.000 tonn Sami fjöldi þorska gaf af sér 538.000 tonn árið 1955 Hafrannaóknastofnun áætlar að í ár verði veidd 380.000 tonn af þorski, samtals 130 milljónir fiska. Stjórnendur stofnunarinn- ar hafa af því verulegar áhyggj- ur hvemig þorskstofninn er nýttur, en uppistaða þorskaflans er þriggja, fjögurra og fimm ára þorskur, að mestu ókynþroska og smár, tæplega þijú kOó að þyngd að meðaltali. Árið 1955 veiddust 130 milljónir þorska, en þá varð heildaraflinn 538.000 tonn. Þá vom um 25 milljónir þorska 10 ára og eldri en nú aðeins tvær til þijár milljónir. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, á aðal- fundi LÍÚ. Þar sagði hann meðal annars: „í skýrslu okkar er gert ráð fyrir því að meðalþyngd þorsksins á þessu ári sé tæp þrjú kíló. Það þýðir að við þurfum að veiða um 130 milljónir þorska til að ná 380.000 tonna afla. A undanfömum árum hef ég oft rætt við ykkur um nauðsyn þess að nýta þorskstofninn á annan hátt en gert hefur verið til þessa. Hingað til fínnst mér ég ekki hafa haft erindi sem erfíði. Hafi útskýringar mínar á nauð- syn þess að breyta nýtingu þorsk- stofnsins verið of flóknar, skulu nú tekin nokkur einfaldari dæmi þessu til skýringar. Ég nefndi hér áðan að í ár þyrftum við að veiða um 130 milljónir þorska til að ná 380.000 tonna afla. Árið 1980 voru veiddar 118 milljónir þorska og árið 1981 124 milljónir. Hver var svo aflinn þessi tvö ár? Var hann 380.000 tonn hvort ár? Nei, ekki aldeilis, góðir fundarmenn. Árið 1980 varð þorskaflinn á íslandsmið- um yfír 430.000 tonn og árið 1981 varð hann 465.000 tonn. Við verð- um að fara aftur til daga fyrstu svörtu skýrslunnar, til ársins 1976 til að fínna álíka nýtingu þorsk- stofnsins og við stefnum nú að. Það ár veiddum við um 120 milljónir þorska, sem gaf okkur 346.000 tonna afla. Það er að segja á verstu dögum smáfískadráps Breta fór meðalþyngdin aðeins niður fyrir það, sem við stöndum frammi fyrir nú. Sé þetta hins vegar athugað lengra aftur í tímann, komum við að árinu 1955. Þá veiddust um 130 milljónir þorska, það er að segja nákvæmlega jafnmargir og gert er ráð fyrir að veiðist í ár. Var aflinn þá 380.000 tonn, eins og hann verð- ur væntanlega í ár? Nei, góðir fundarmenn, hann var 538.000 tonn. Fyrir rúmum áratug eyddum við ekki svo litlu púðri í að sannfæra umheiminn um rányrkju Breta á íslandsmiðum. Við á Hafrannsókn skrifuðum ófáar greinar og skýrslur um smáfískadráp Bretans. Og þeg- ar maður stendur frammi fyrir hlut eins og nýtingu þorskstofnsins í dag, kemst maður ekki hjá því að spyija sjálfan sig: Til hvers var allt okkar erfiði, til hvers eyddum við öllu þessu púðri á Bretann? Hver er árangur af okkar starfí í þessum málum? Eða hvað er til bóta?“ Útgerð og fisk- vinnsla rekin með nokkrum hagnaði ÞJÓÐHAGSSTOFNUN metur rekstur útgerðar miðað við stöð- una í október í ár skila 3% til 6% hagnaði miðað við tekjur eft- ir þvi hvort miðað er við 3% eða 6% ávöxtun stofnfjár. Á sama hátt er það mat stofnunarinnar að botnfiskvinnslan sé á sama tíma rekin með 4% til 5% hagn- aði af tekjum, frysting með 1% hagnaði og söltun með 9% hagn- aði. í niðurstöðum þessum er nokkur óvissa um raunverulegt fiskverð, sem gæti þýtt betri stöðu útgerðar en lakari stöðu vinnslunnar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, fór yfir þessa stöðu á aðalfundi LÍÚ. Hann sagði þar meðal annars: „Afli hefur aukizt um 45% á siðustu þremur árum. Þannig jókst hann á föstu verðlagi um 14% 1985, 17,5% 1986 og í ár stefnir í um 8% aukningu. Þótt þessi aukning skiptist misjafnlega á físktegundir, munar langmest um aukningu þorskafla og rækjuafla. Sjávarvöruframleiðslan jókst á þessu tímabili um 28%. Afkoma í sjávarútvegi hefur far- ið batnadi á síðustu þremur árum, einkum hefur afkoma útgerðar batnað. Þótt afkoma botnfiskveiða árið 1985 hafí verið betri en síðustu árin þar á undan, var engu að síður tæplega 4% tap í hlutfalli við tekj- ur. Talsvert minna tap var á fískveiðum í heild vegna góðrar afkomu loðnuveiða. Áætlanir Þjóð- hagsstofnunar benda hins vegar til þess, að á sfðasta ári hafí afkoma I fiskveiðum snúizt til betri vegar. Rekstraryfírlit yfír botnfískveiðar fyrir árið 1986 sýnir hreinan hagn- að nálægt 2% af tekjum miðað við 3% ávöxtun stofnflár, sem er reikn- uð stærð og tæplea 1% miðað við 6% ávöxtun stofnfjár. Mat á stöðu sömu útgerðargreina miðað við okt- óberskilyrði í ár sýnir enn betri afkomu. Þannig sýndi rekstraráætl- un botnfískveiða í október 1987 tæplega 6% hreinan hagnað af tekj- um miðað við 3% ávöxtun og 3% miðað við 6% ávöxtun. Þessar tölur gætu verið nokkuð vanáætlaðar, þar sem líklega er reiknað með of lágu fískverði eins og komið verður að, þegar afkoma fískvinnslunnar verður rædd. Nefna má í þessu sambandi, að 10% hækkun botnfís- kverðs þýðir um 5 til 6% í betri afkomu útgerðar. Afkoma botnfískvinnslunnar hef- ur einnig farið batnandi á síðustu þremur árum. Árið 1985 var 2% tap í hlutfalli við tekjur miðað við 3% ávöxtun. Árið 1986 er áætlað að botnfískvinnslan hafí veri rekin með 2,8% hreinum hagnaði miðað við 3% ávöxtun og 1,6% miðað við 6% ávöxtun. Rekstur botnfískvinnsl- unnar í októberbyijun á þessu ári var metinn í tengslum við við um- ræður um fískverð á þeim tíma. Hreinn hagnaður á sömu mæli- kvarða, sem fyrr var getið var annars vegar um 5% og 4%. Sam- kvæmt þessum áætlunum var hagur frystingar nánast í jámum eða um 1% í hagnað, en á móti var afkoma góð f söltun eða rúmlega 9%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.