Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 61 illkynjuðum sjúkdómi, sem hún lést af, og var hún ýmist á spítalá, heima hjá sér eða til skipts hjá bömunum, sem önnuðust hana af mikilli um- hyggju meðan hægt var. Nú hefur systir mín elskuleg fengið hvfldina, blessuð sé minning hennar. Ég og fjölskylda mín sendum bömum hennar og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. J.I. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni." Vegna andláts tengdamóður minnar, Clöru Guðrúnar Isebam, langar mig að leiðarlokum með nokkrum orðum að færa henni þakkir. Þegar ég kynntist eigin- manni mínum, syni hennar, Bimi H. Halldórssyni, tókst strax vinátta með okkur Clöru sem aldrei féll skuggi á allt til leiðarloka. Hún tók mér strax vel og sýndi mér um- hyggju og ástúð og sama gilti um bömin mín tvö sem vom henni óskyld. Eftir því sem árin liðu varð samband okkar nánara og síðasta hálfa annað árið vomm við ná- grannar. Eftir að hún missti heils- una og hætti að vinna urðu samverustundir okkar fleiri en áð- ur, hún dvaldi hjá okkur tíma og tíma og þá lærði ég að kynnast henni meir og betur. Af kynnum mínum' við hana komst ég að raun um hvem mann hún hafði að geyma. Að mörgu leyti átti hún erfitt líf og þurfti að heyja harða lífsbaráttu. Eftir að hún og eigin- maður hennar, Halldór Ari Bjöms- son, slitu samvistir árið 1956 þurfti hún að ala upp þijú böm og standa á eigin fótum. Með mikilli þraut- seigju og útsjónarsemi tókst henni að sjá sér og börnum sínum far- borða. Fyrir nokkmm ámm eignað- ist hún eigin íbúð og hafði unun af að búa heimili sitt fallegum hlut- um, þar undi hún sér vel. Clara var mjög listræn og naut þess að vera í fallegu umhverfi. Sem ung stúlka lærði hún matargerð og píanóleik og hafði mikið yndi af tónlist. Að upplagi var hún létt í lund og sá björtu hliðamar á tilvemnni, jafnvel þó erfíðleikar steðjuðu að. Hún var mér vingjamleg og hlý í viðmóti og skyldurækin bæði gagnvart sínum skyldmennum og í öllum störfum sem hún innti af hendi. Að leiðarlokum vil ég þakka ást- kærri tengdamóður minni fyrir vináttu og umhyggju sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ólöf B. Ásgeirsdóttir Það sem einkenndi Clöm var létt skap og þegar vel lá á henni gat hún verið skemmtilega spaugsöm. Það tíðkaðist hjá ungu fólki í Reykjavík upp úr 1925 að ganga á kvöldin eftir rúntinum, sem svo var kallaður, en það vom aðallega göt- umar Austurstræti, Aðalstræti, Kirkjustræti og Lækjargata. Það var skemmtileg ganga og fylgdi ljör og gleðskapur. Þegar um ferm- ingaraldur tifaði Clara þama með vinkonum sínum, Stínu, Lám og fleimm. Þar mun margt hafa verið talað og mikið hlegið, því skapið var létt. Líklega var þó ekki spáð í æviferil eða að honum kynni að ljúka nú um sextíu ámm sfðar. Tæplega tvítug fór Clara til Kaupmannahafnar að læra mat- reiðslu og að setja upp veisluborð og „aldrei sáum við jafn fallega dekkað borð og hjá henni og má segja að ekki setti hún svo skál með tvíbökum á borð að ekki staf- aði af því mýkt og listfengi. Ung giftist Clara Halldóri Bjömssyni múrarameistara og átti með honum þrjú böm, Elínu, Margréti og Bjöm. Fljótlega kom í ljós að Clara var ein þeirra mæðra, sem fóma sér algjörlega fyrir böm- in. Samstaða hennar með bömum, og síðar tengdabörnum, var eins og best verður á kosti og kom það vel í ljós hin síðari ár þegar veik- indi voru farin að hijá Clöru að bömin mundu móðurumhyggju hennar og önnuðust hana frábær- lega vel. Clara sleit samvistum við mann sinn fyrir tuttugu og níu ámm og þar með hófst seinna æviskeið hennar. Bömin lentu í hennar um- sjá og var það vissulega mikið þrekvirki fyrir konu að ala önn fyr- ir fjögurra manna fjölskyldu, fá íbúð á leigu, fæða og mennta þenn- an hóp, en með dugnaði og giftu tókst það. Nokkrum ámm seinna, þegar bömin vom komin upp og farin að heiman, tókst Clara á við það verk- efni að kaupa sér eigin íbúð og einnig þetta tókst henni með sama dugnaði og samviskusemi í starfi og kom hún sér nú upp fallegu heimili í annað sinn. Margir komu í heimsókn til Clöm í afmæli og við hin ýmsu tækifæri, böm, tengdaböm og bamaböm. Einu sinni á vetri hvetjum hafði Clara boð inni fyrir sína nánustu, stundum um tuttugu og fimm manns. Þá var margt talað og skrafað og stundum spilað á spil. Veitingar vom hinar bestu sem völ var á og var reisn yfir og þá naut hún þess í upphafi veislunnar að bjóða gestum, sem vildu, upp á kokkteil, en slíkur var háttur henn- Nú, þegar leiðin er gengin, er ánægjulegt fyrir böm og ættingja að minnast móður, sem var með afbrigðum fómfús og vildi öllum gott gera. Eftir stendur að lokum hin ævar- andi spurning: Hvert og hvað svo? Ósk og Ingólfur. Þessar ungu dömur eiga heima í Seljahverfi í Breiðholti, en þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða Krossins og söfnuðu 1600 kr. Dömurnar heita: Kristin, Annetta, Eva og Halldóra. monza renmlegur oi s-gíra ?Po rtbíll Hagstæðustu bílakaupin I 1988 eru í Chevrolet Monza. Með nýjum árgerðum eykst úrvalið af hinum glæsilegu Chevrolet Monza bílum, og margar skemmtilegar endurbætur og nýjungar koma fram. m Verð frá kr. 536.000 &FYRSTU SENDINGAR Wk VÆNTANLEGAR || FLJÓTLEGA. BÍLVANGUR s/= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.