Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987 Mataræði og hjartasjúkdómar: Nýjar rannsóknir j ákvæð- ar fyrir mjólkuriðnaðinn eftir Jeanne Soehlen Grein sú sem hér birtist er eftir Jeanne Soehlen, sem starfar við matvæla- og næringafræði- deild háskólans í Ohio i Banda- ríkjunum. Hún er lauslega þýdd af Olafi Sigurðssyni, matvæla- fræðingi, sem ritar jafnframt nokkur lokaorð. Mjólkuriðnaðurinn hefur oft mátt þola óverðskuldaðar árásir af hönd- um þeirra sem telja að minnka eigi neyslu matvæla sem innihalda mettaða fitu og kólestról eða snið- ganga þau með öllu. Ýmis samtök og stofnanir erlendis eins og t.d. Bandaríska heilsufarsstofnunin NIH (National Institute of Health) og samtök um hjartavemd AHA (American Heart Association) hafa gefið út manneldismarkmið fyrir Bandaríkjamenn. Þetta eru eins- konar leiðbeiningar um „hollt mataræði" (prudent diet) sem geng- ur m.a. út á að fítuneysla eigi ekki að nema meir en 30% af daglegri orkuþörf. Þar af ætti mettuð fita ekki að vera meir en 10%. Vegna þess íjölda sem deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum, hefur þótt ríða á að finna orsök þeirra og leiðir til lækninga. Þessar kröfur um auknar rannsóknir ogjafnframt niðurstöður, hafa leitt til útbreidds misskilnings af ýmsu tagi og valdið miklum deilum meðal fræðimanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Mjög erfitt er að komast að nið- urstöðu hvað varðar rétt mataræði og kólestrólmagn. Hægt er að lesa heilu ritsöfnin um þessi mál án þess að fá skýr svör um hvað sé rétt mataræði og hollt eða hvað muni minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Margir þættir virð- ast hafa áhrif þar á og jafnframt hvor á annan. Manneldismarkmið þeirra sem fylgt hafa svonefndri fitukenningu eru einungis leiðbeiningar en ekki trygging fyrir betra og lengra lífi. Þessar leiðbeiningar eru líklega það besta sem stofnanir, sem sinna næringarráðgjöf, geta gert fyrir áhyggjufullan almenning. Þó hafa þessar stofnanir og fylgjendur fitu- kenningarinnar gefíð ráðleggingar sem ætlaðar eru öllum almenningi þrátt fyrir að þær geti aðeins gagn- að hluta hans. Jafnvel Nóbelsverðlaunahafamir í læknisfræðum 1985 benda á að þótt hátt kólestrólinnihald í fæðu geti haft á hrif á hjarta- og æða- sjúkdóma eru til einstaklingar sem æðakölkun mýndast ekki hjá, þrátt fyrir mikla fítuneyslu og hátt hlut- fall neikvæðs blóðkólestróls (LDL). Vegna þess hve enn er mikið óvitað í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum erí raun verið að afvegaleiða almenning þegar lögð er áhersla á að takmarka neyslu ýmissa matvæla (t.d. smjör, mjólk og kjöt jórturdýra o.fl.). Ymsir trúa því að breyting á fituneyslu muni gefa þeim heilbrigðara hjarta. Al- menningur verður að gera sér ljóst, að ýmsir aðrir þættir hafa mikil áhrif þar á t.d. háþiýstingur, hreyf- ingarleysi, offita og einnig þættir sem ekki verður við ráðið eins og aldur, kyn og erfðaþættir. Niðurstöður rannsókna koma á óvart Rannsóknir á mikilvægi fítusýru- hormóna og sérstaklega á fjöló- mettuðum fítusýrum úr fiskfítu hafa einnig sýnt fram á nýja og mikilvæga áhrifaþætti. Niðurstöður rannsókna á neyslu Omega-3 fitu- sýra úr fiskmeti eða lýsi hafa sýnt fram á verulega lækkun blóðfitu. Fræg er niðurstaða hollenskra vísindamanna sem sýndi fram á 50% lægri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim sem neyttu a.m.k. 30 gramma af fiski að meðaltali á dag samanborið við þá sem borðuðu engan fisk. Rann- sókn þessi stóð yfir í 20 ár og tóku 850 manns þátt í henni. Dr. B.E. Phillipson sem starfar í Portland-háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum rannsakaði áhrif fiskfitu á sjúklinga með of hátt blóðkólestról (hypercholesterol- emia). Fiskfitan lækkaði blóðkólest- ról um 27% og blóðfitu (þríglys- eríða) um 64%. Einnig voru rannsakaðir sjúklingar með of háa blóðfitu (hypertriglyceridemia), sem er erfðagalli og lýsir sér í því að blóðfítumagn er um fimmfalt meir en eðlilegt getur talist. í þess- um sjúklingum lækkaði fita og kólestról marktækt við neyslu físk- fitu. En þegar fískfítu var skipt út fyrir fjölómettaða plöntuolíu, hækk- aði blóðfita aftur þar til uppruna- lega gildi var náð, eða eins og það var fyrir neyslu fiskfitunnar. Lækk- un blóðfitu á sér einnig stað hjá heilbrigðum einstaklingum sem neyta fiskfitu ef þeir hafa ekki gert það áður. Þó að rannsóknir sem þessar sýni ekki fram á hvað nákvæmlega er að gerast í líkamanum við neyslu Omega-3 fítusýra úr fiskfitu eða Omega-6 fitusýra úr plöntuolíum, þá sýna niðurstöðumar framá hversu takmörkuð núverandi þekk- „Því telur greinar- höfundur að þeir ein- staklingar sem mælast með of hátt blóðkólest- ról ættu einir að þurfa að breyta um fæðuvenj- ur og leita læknisað- stoðar. Einnig' ítrekar greinarhöfundur þær skoðanir ýmissa fræði- manna að það sé ekki rétt að gefa út mann- eldisleiðbeiningar sem ætlaðar eru öllum al- menningi. Slíkt gæti haft aðrar og alvarlegri afleiðingar en til var ætlast.“ ing fræðimanna er á þessum málum, eins og þeir reyndar segja frá sjálfir. Samt er það nú svo að manneldismarkmið eru byggð á þessari takmörkuðu vitneskju. Manneldismarkmiðum mótmælt! Ýmsir fræðimenn hafa því lagt áherslu á einstaklingsbundna með- ferð, þ.e. að hver og einn geri sér grein fyrir áhættuþáttunum og bregðist við þeim á viðeigandi hátt. Leiðbeiningar um „rétt mataræði" eru sjálfsagt fullstrangar fyrir suma, en aðrir þurfa jafnvel strang- ari kúr. Dr. Robert E. Olson sem starfar í háskólanum í New York hefur lagt til að einstaklingar sem gætu verið með ættgenga hjarta- og æðasjúkdóma láti fylgjast með sér reglulega. Olson hefur mótmælt Ieiðbeiningum Bandarísku heilsu- farsstofiiunarinnar NIH þar sem segir að allir Bandaríkjamenn yfir tveggja ára aldri ættu að neyta fítu- minna fæðis til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar eru óháðar aldri, kyni eða öðrum áhættuþáttum einstakl- inganna sem eiga að fylgja þeim eftir. Olson hefur sagt að þessháttar leiðbeiningar fyrir böm séu ekki við hæfi. Manneldismarkmið eða „rétt mataræði" fyrir heilbrigð böm var ráðlagt af bandarískum samtökum um hjartavemd (AHA) 1983. Þessu var harðlega mótmælt af samtökum Bandarískra bamalækna (The Am- erican Academy of Pediatrics) á þeirri forsendu að mataræði sem ★ TETíTÐ SJAETi'EJAIÍ GA ★ Útsölustaöir um land allt: Bensín- og olíustööin, Stykkishólmi. Póllinn hf., ísafirói. Straumrás sf., Akureyri. Bensinstööin v/Tjarnargötu, Siglufiröi. Raftækjaverslun Gríms og Árna, Húsavik. Ellingsen, Reykjavík. Shollskál- inn, Hverageröi. Olíufélagiö Skeljungur, Sauöárkróki. Olíufélagiö Skeljungur, Eskifiröi. Rafbúö Jónasar Þórs, Patreksfiröi. Vólsmiöja Hornarfjaröar, Höfn. Verslun Haralds Jóhar.nssen, Seyöis- firöi. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kaupfélag Skaftfellinga, Vík. Kjami sf, Vestmannaeyjum. Olíuverslun íslands, Selfossi. Kaupfólag Húnvetninga, Blönduósi. Oliufélagiö Skeljungur, Borgar- nesi. Bílaverkstæöi Dalvíkur, Dalvík. Olíufólagiö Skeljungur, Egilsstööum. Rafmagnsverkstæöi Björns Jónssonar, Djúpavogi. Kaupfélagiö Fram, Neskaupstaö. Það hefur hent okkur flest að gleyma Ijósum á bílnum og öll þekkjum við óþægindin sem það getur valdið, sér í lagi ef langt er í næsta síma og ef veður er slæmt. Með D-BOOSTER neyðarhleðslu- tæki er rafgeymirinn hlaðinn upþ innan úr bifreiðinni, gegnum vindl- ingakveikjarann, á 10-15 mínútum. A meðan slappar þú af inni í bifreiðinni í skjóli fyrir veðri og vindum vitandi að bifreiðin fer í gang eftir að D-BOOSTER hefur lokið hleðslunni. Eigum einnig loftdælu með inn- byggðri lugt. Dælir lofti í bíldekk, gúmmíbáta, bolta, vindsængur o.m.fl. S? /7 / /7 Borgartúni 27, s. 91-621980. væri snautt af hitaeinungum, mett- aðri fitu, kólestróli og salti, hefði ekki fengpð neina staðfestingu um að vera öruggt mataræði fyrir böm. Úr öskunni í eldinn Að auki yrði að taka tillit til þess sem mundi koma í staðinn fyrir mjólkurvörur ef þeim væri sleppt úr daglegu mataræði. Það má ekki gleymast að mjólkurvörur eru mjög góð uppspretta kalks, steinefna og ýmsa vítamína. Það gæti verið að valda ennþá verri sjúkdómum hjá bömunum en stóð til að forðast í upphafi. Dr. Olson hefur vitnað í grein eftir Dr. E.H. Ahrens frá Rockefell- er- háskólanum. Dr. Ahrens telur að ýmsum spumingum varðandi mataræði og hjarta- og æðasjúk- dóma hafi ekki verið svarað. Hann hefur einnig gert athugasemdir við manneldismarkmið NIH nefndar- innar. Hann telur að nefndin hafi um of treyst á rannsóknir byggðar á stómm hópum fólks (faraldurs- fræði) og tekið um of tillit til almenns heilsufars, heldur en að horfa meir til sjúkdómseinkenna einstaklingsins. Faraldursfræðileg- ar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli kólestrólsmagns og hjarta- og æðasjúkdóma. Áframhaldandi rannsóknir sýndu fram á að hægt væri að breyta kólestrólmagni með fituneyslu. Þetta leiddi til fitukenn- ingarinnar sem tengir lækkun hjarta- og æðasjúkdóma við lækkun blóðkólestróls. Þessi fitukenning hefur verið margprófuð í yfir 25 ár og aðeins ein rannsókn, þar sem lyf vom notuð samhliða lækkaðri fituneyslu, sýndi jákvæðar niður- stöður. Dr. Ahrens telur að nefndin (NIH) noti óraunhæfar nálganir frá áðumefndum rannsóknum sem fitukenningin byggir á (þátttakend- ur vom einungis karlmenn í áhættuflokki) til að mjmda kenn- ingar sem allur almenningur eigi svo að fylgja eftir. Hvar eiga mörkin að liggja? Nokkrar andstæðar skoðanir komu fram vegna áðumefndra manneldismarkmiða fyrir Banda- ríkjamenn þegar þrjár lykilspum- ingar vom lagðar fram: 1. Er hægt að lofa bandarískum almenningi lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma ef „rétta mataræðið" yrði almennt tekið upp? 2. Er „rétta mataræðið" ömggt fyrir alla eldri en tveggja ára? 3. Er „rétta mataræðið" besti kost- urinn af mörgum sem sýnt hafa fram á lækkun blóðkólestróls? Svarið við fyrstu spumingunni er nei. Svarið við annarri spuming- unni er að óvíst er um öryggi þess og svarið við þriðju spumingunni er ekki vitað. Meginandstaða Dr. Ahrens gegn áliti nefndarinnar byggist á því að manneldismarkmiðin væm ekki byggð á því sem þekkt væri og það sem væri óþekkt yrði þá að rann- sakað nánar í framtíðinni. Með þvf að lofa bata þegar slíkt væri órök- stutt, væri nefndin að draga úr vægi þess sem væri óþekkt og þyrfti að rannsaka frekar. Dr. Olson hefur einnig fjaliað um þau hámörk blóðkólestróls sem nefndin setti tilteknum aldurshóp- um. Nefndin ákvað eftirfarandi hámörk áður en viðkomandi kæmist í áhættuhóp. 2-19 ára 170 mg/dl 20-29 ára 200 mg/dl 30—39 ára 220 mg/dl eldri en 40 ára 240 mg/dl Dr. Olson dró í efa þessi mörk. Þijár rannsóknir vom framkvæmd- ar til að meta áhættu vegna hjarta- og æðasjúkdóma í tengslum við blóðkólestrólmagn. Þær rannsóknir sýndu að enginn munur væri á sjúk- dómatíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá einstaklingumm með bloðkól- estról á bilinu 194—240 mg/dl. Flestir ekki í áhættuhóp Það kom á óvart að þeir sem höfðu lægra blóðkólestról en 194 mg/dl höfðu 18% hærri sjúkdóma- tíðni en þeir sem væm í 194—240 mg/dl hópnum. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hækkaði ört einungis hjá þeim sem vom með blóðkólest- ról yfir 240 mg/dl. Önnur rannsókn sem var fram- kvæmd í Evrópu sýndi einnig fram á að tengsl milli blóðkólestróls og hjarta- og æðasjúkdóma væri ekki fyrir hendi ef blóðkólestról væri minna en 240—240 mg/dl. Hvemig á svo að túlka þessar niðurstöður fyrir almenning? Dr. Olson heldur því fram að þeir sem hafa lægra bóðkólestról en 210 mg/dl (þ.e. 50% bandarískra karlmanna, flestar konur undir fer- tugu og næstum öll böm fyrir kynþroskaaldur) séu ekki í áhættu- flokki. Hann leggur einnig til að hver og einn láti mæla í sér blóð- kólestrólmagnið og fylgist þannig með stöðu sinni og að það sé raun- hæfara en að ætla að breyta mataræði almennings með ijöldaað- gerðum. Því telur greinarhöfundur að þeir einstaklingar sem mælast með of hátt blóðkólestról ættu einir að þurfa að breyta um fæðuvenjur og leita læknisaðstoðar. Einnig ítrekar greinarhöfundur þær skoðanir ýmissa fræðimanna að það sé ekki rétt að gefa út manneldisleiðbein- ingar sem ætlaðar em öllum almenningi. Slíkt gæti haft aðrar og alvarlegri afleiðingar en til var ætlast. Mælingar á blóðkólestról- magni í einstaklingum er orðinn vemleiki í dag og má telja þær mælingar mun betri viðmiðun fyrir einstaklinginn en meðaltalsgildi til- tekinna þjóðfélagshópa. Þetta em vissulega góðar fréttir fyrir mjólku- riðnaðinn sem gæti auglýst vömr sfnar til hinna fjölmörgu einstakl- inga sem ekki em í áhættuhópnum, og gætu því áhyggjulaust neytt mjólkurvara af ýmsu tagi. Lokaorö Grein þessi er ein af fjölmörgum sem skrifaðar em í erlend tímarit um nýjar kenningar í fítuefnafræð- um. Þessar greinar skýra frá mismunandi viðhorfum fræði- manna. Hér er því aðeins greint frá einni hlið málsins. Hins vegar er sameiginlegt mörgum þessara greina gagnrýni á eldri viðhorf. Þá má geta þess að lokum að umræðan um jákvæð áhrif fiskfitu og lýsis er mjög áberandi bæði í greinar- skrifum og á vísindaráðstefnum um næringar- og fituefnafræði. Fjallað var um manneldisstefnu á íslandi á ráðstefnu sem manneldisfélag Islands hélt helgina 31/10—1/11. Samband íslenskra bankamanna; Pólitískri ráðningu bankastjóra mótmælt STJÓRN Sambands íslenkra bankamanna mótmælir harðlega að bankastjórar séu pólítfskt ráðnir eftir ákvörðun stjóm- málaflokka og tekur heilshugar undir þá kröfu starfsmanna Landsbanka íslands að banka- stjórar verði skipaðir úr röðum bankamanna. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma á fundi stjómar og vara- stjómar sambandsins 29. október. Tilefnið er umræður um eftirmann Jónasar Haralz bankastjóra Lands- bankans sem láta mun af störfjim á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.