Morgunblaðið - 05.11.1987, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1987
45
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í gömlu orðtaki íslensku segir:
— Hvör sem lítið hefur,
hann þó hefur,
hvör sem mikið hefur,
mikils stundum krefur. —
— sígilt sannmæli —
Eðli manna hefur lítið breyst í
aldanna rás, en það hefur smekkur
þeirra fyrir mat aftur á móti gert.
Því læt ég fylgja hér uppskrift af
fiskrétti í sérflokki. Hann er ekki
síður fyrir þá sem mikils krefjast.
Bakaður karfi
m/kryddtoppi
í paprikusósu
800 g karfi,
1 matsk. Dijon sinnep,
25 g smjörlíki,
V2 rauð paprika,
V2 gul paprika,
1 tsk. parsley eða
1 grein fersk, söxuð steinselja,
2 tsk. chives eða saxaður graslaukur,
4 matsk. brauðmylsna.
Sósan:
V2 rauð paprika,
V2 gul paprika,
1 meðalstór púrra,
1 lítill laukur,
1 lárviðarlauf,
1 bolli vatn,
1 ten. fiskikraftur,
1 tsk. kartöflumjöl,
salt og malaður pipar.
1. Best er að undirbúa sósuna
fyrst. Hálfar paprikumar eru hreins-.
aðar, skomar í strimla og saxaðar
smátt. Aðeins ljósi hluti púirunnar
er notaður. Hann er skorinn sundur
eftir endilöngu, þveginn vel og skor-
inn smátt. Laukurinn er einnig
saxaður smátt.
2. Vatn er sett í pott ásamt niður-
skomu grænmetinu, fiskikrafti,
lárviðarlaufí og lítið eitt af salti.
Suðan er látin koma upp og er græn-
metið látið krauma í fiskisoðinu í
15 mínútur. Lokið er haft á pottinum
á suðutíma.
Á meðan sósuefnið er að sjóða
er fiskurinn undirbúinn.
1. Karfaflökin em roðflett og öll
bein fjarlægð. Ef flökin em lítil þá
er þau höfð heil annars em þau
skorin í tvennt. Eldfastur diskur er
smurður með feiti og er fiskstykkj-
unum raðað þar á hann með roð-
hliðina niður. Dijon sinnepi er síðan
smurt á fiskstykkin.
2. Hálfar paprikumar em skomar
í strimla og saxaðar smátt. Smjörlík-
ið (eða matarolía) er hitað á pönnu
og em saxaðar paprikumar látnar
mýkjast upp í heitri feitinni smá
stund. Kryddinu og brauðmylsnunni
er síðan bætt út í og blandað vel.
3. Kryddblöndunni er því næst
komið fyrir ofan á fiskstykkjunum.
Þau em síðan bökuð í 200° í ofni í
15 mínútur.
Sósan er fullgerð á meðan fiskur-
inn er að bakast. Sósuefnið;
grænmetið og vökvinn er sett í mix-
ara, (eða í food prossor), eða unnið
í gegnum sigti. Kartöflumjöli er
bætt út í og þeytt vel. Salti er bætt
við ef þarf. Suðan er látin koma upp
á meðan sósan er að þykkna.
Sósan er sett á fat og er fisk-
stykkjunum raðað þar á. Fiskréttur-
inn er borinn fram með soðnum
kartöflum.
Verð á hráefni:
800gkarfaflök
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 púrra
Kr. 160.00
69.00
39.00
13.00
Kr. 281.00
Þetta sigurstranglega lið sem á heima í Dúfnahólum, efndi þar til
hlutaveltu og söfnuðu til Blindrafélagsins 1350 kr. Krakkamir heita:
Ásta Björasdóttir, Kristveig Björasdóttir, Ásgeir Björnsson, Svava
Ottarsdóttir, Þorsteinn Araórsson og Guðrún Ósk Amórsdóttir.
Ekki gátu verið við myndatökuna: Elín Hartmannsdóttir, Svanhvít
Elva Einarsdóttir og Guðrún Ósk en þær höfðu tekið þátt í hlutavel-
tunni.
Suður í Garðabæ, i Hauksnesi, efndu þessar vinstúlkur til hlutaveltu
til ágóða fyrir Krabbameinsfélag íslands og söfnuðu þær 3.000 krón-
um. Þær heita Sólveig Alda Halldórsdóttir og Hulda Guðný Kjartans-
dóttir.
Upplýsingar og innritun i síma 10004/21655/11109
w m
■ÁNANAUSTUM 151
MAlAákOM
áWÁftASKtkí
í erfiðleikum með
tungumál eða stærðfræði?
5 vikna námskeið hjá Mími
gefa þér tækifæri til að
bæta árangurinn. Skólinn
verður skemmtilegri og
prófin engin hindrun.
9. nóv. — 10. des.
tvisvar í viku.
Megas í
Utopiu
MEGAS verður með tónleika í
veitingahúsinu Utopia að Suður-
landsbraut 26 föstudagskvöidið
6. nóvember.
Á tónleikunum kynnir Megas lög
af væntalegri hljómplötu sem kem-
ur út í næstu viku. Platan ber
nafnið Leyndarmálið.
Auk Megasar kynnir Gaui lög
af hljómplötu sinni.
Tónleikamir hefjast kl. 23.00.
Háskólabíó:
Riddari götunnar
SÝNINGAR eru hafnar í Há-
skólabíói á kvikmyndinni Riddari
götunnar(Robocop).
Með aðalhlutverk í myndinni fara
Peter Weller, Nancy Allen, Ronny
Cox og Daniel OHerlihy. Myndin
fjallar um lögreglumann sem slas-
ast alvarlega, en er lífgaður og er
eftir það líkari vélmenni en manni.
Leikstjóri Riddara götunnar er
Hollendingurinn Paul Verhoeven
sem á að baki myndimar „Hitcher"
og „Flesh and Blood". Verhoeven
þykir umdeildur vegna þess hve
mikið ofbeldi hann sýnir í myndum
sínum. Myndin er bönnuð bömum
innan 16 ára og verður krafist
skilríkja við innganginn ef þörf
krefur, segir í fréttatilkynningu frá
Háskólabíói.
II
I
LAUGAVEGUR 26, 4. hæð
O 621313, 621301
f/
i
J
I
I
FALKON
rfa&hionfycmen.
Dönsku
fötin
komin
Verð aðeins
kr. 8*750
GElSiB
H