Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 42

Morgunblaðið - 05.11.1987, Page 42
Hannes Arnar Gunnarsson Morgunblaðið/GSV Milljón til 14 ára Grímseyings FJÓRTÁN ára gamall Grímseyingur, Hannes Arnar með „strætó“ FARGJÖLD með strætisvögn- um Akureyrar hækkuðu þann 1. nóvember sl. Einstök fargjöld fyrir fullorðna hækkuðu úr 28 krónum í 35 krón- ur. Einstök fargjöld fyrir böm eru nú 10 krónur. 20 miða kort kostar fyrir fullorðna 550 krónur og fyrir böm 130 krónur. Kort fyrir aldr- aða með 2 miðum kostar nú 275 krónur. Gunnarsson, hreppti einn af hæstu vinningunum i lottóinu sl. laugardagskvöld, tæpa millj- ón, og er þetta í fyrsta skipti sem svo stór lottóupphæð lend- ir í Grímsey. Eins og fram hefur komið í fréttum var Grímseyingum gefinn lottó- kassi fyrir skömmu og taka eyjarskeggar virkan þátt í leiknum, að sögn kunnugra. Hannes Amar er í gmnnskóla á Dalvík en fer stundum heim í helgarfrí og vildi þannig til um síðustu helgi. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið ætla að leggja fyrir eitthvað af peningun- um, en fyrir afganginn færi fjöl- skyldan að öllum líkindum til útlanda næsta sumar. Fargjöld hækka Nauðsyn að hækka dagvistargj öldin „EF LAUN fóstra yrðu hækkuð jafnmikið og þær fara fram á, eða um 5 til 6 launaflokka, þá er ég hræddur um að aðrir starfsmenn bæjarins kæmu á eftir með sömu kröfur,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- stjórnarfulltrúi á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið, en launakjör fóstra eru mjög í brennidepli hjá bæjarfulltrúum um þessar mundir. Aðeins eru níu fóstrur eftir á Akureyri sem ekki hafa sagt störfum sínum lausum, en alls munu 37 fóstrumenntaðar konur búa í bænum. Fóstrur hafa farið fram á 33% launahækkun. Tillaga kom fram á fundi bæjar- stjómar sl. þriðjudag frá fulltrúum Framsóknarflokks um að félags- málaráði yrði falið að skipa þriggja manna nefnd til að vinna að úr- lausn fóstruvandans svokallaða á Akureyri. Meirihluti bæjarstjómar felldi tillöguna þar sem málið er til umfjöllunar í bæjarráði. Sigurð- ur sagði að það hlutfall, sem foreldrar á Akureyri greiddu í rekstur dagvistarstofnana, væri langt fyrir neðan það sem lög um dagvistir gerðu ráð fyrir. „Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði um 40% af rekstrarkostnaði dagheim- ila, en þeir greiða ekki nema 20% og foreldrum ber að greiða 60% af rekstrargjöldum leikskóla, en greiða aðeins 43%. Ein leiðin til að bæta kjör fóstra er sú að hækka laun þeirra, en óhjákvæmilegt er þá jafnframt að auka kostnaðar- hlutdeild foreldra þannig að eðli- legt hlutfall væri á milli dagvistar- gjalda foreldra og þeirra greiðslna er koma frá bænum,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að sú hugmynd hefði nokkrum sinnum verið rædd um að koma á fót fóstrudeild við Verkmenntaskólann, svo mæta megi þeim fóstmskorti sem oft ríkti á Akureyri. „Almennar fóstr- ur komast hæst í um 52.000 krónur. Þetta eru ef til vill ekkert of há laun og misjafnt í hvaða launaflokkum menn lenda. Ef fóstrumar fá hinsvegar þær launa- hækkanir sem þær eru að fara fram á, færu þær til dæmis fram úr deildarstjórum hjá bænum og ýmsum í sambærilegum stöðum.“ Tvær nýjar bækur RAUÐA SERIAN Óvænt gjöf og Blekkingarvefur (Andrea Davidson) (Patricia Rosemoor) Gerist áskrifendur, það borgar sig. Tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 550,-. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestraröð um íslenskar bókmenntír Morgunblaðið/GSV Gísli Jónsson cand. jnag. og Bárður HaUdórsson ,skrifstofustjóri Háskólans á Akureyri. HÁSKÓLINN á Akureyri stend- ur fyrir fyrirlestraröð um ís- lenskar bókmenntir næstu fjóra laugardaga að minnsta kosti. Gísli Jónsson cand.mag., fyrrver- andi menntaskólakennari, mun flytja röð fyrirlestra undir heit- inu „Trú, upplýsing, rómantík", en þar fjallar hann um bók- menntir íslands og nokkur höfuðskáld og fræðimenn frá því á 16. öld og fram á þá nítjándu. Fyrsti fyrirlesturinn verður hald- inn nk. laugardag kl. 14.00 í sal Verkmenntaskólans á Akureyri á Eyrarlandsholti. Aðrir fyrirlestrar fara jafnframt fram þar á sama tíma á komandi laugardögum. Á eftir fyrirlestrunum, sem standa í um 40 mínútur hver, verða frjálsar fyrirspumir. Gísli sagðist einkum ætla að fjalla um Hallgrím Péturs- son, aðra samtímamenn hans, aldarfar og menningarstrauma á 17. öld. „Ég veit ekki hversu mikið Hallgrímur höfðar til dæmis til al- mennings. Mörgum fínnst 17. öldin hafa verið heldur döpur öld í sög- unni, en þar leynast hinsvegar ýmsir ljósglampar í myrkrinu," sagði Gísli. Bárður Halldórsson, skrifstofu- stjóri Háskólans á Akureyri, sagði að skólinn vildi beita sér fyrir slíku fyrirlestrahaldi, sem höfðaði ekki aðeins til nemenda heldur almenn- ings einnig. Hann sagði að nefndir ynnu þessa dagana að því að búa til námsbrautir við háskólann fyrir matvælafræði og rekstrarhagfræði og nokkuð öruggt væri að kennsla hæfíst í matvælafræðinni næsta haust, þó rekstrarhagfræðin væri ekki komin eins langt á veg. Tónlistarskólastj órar: Framtíð skólanna í hættu hætti ríkið fjárstuðningi Bæjarráði Akureyrar hefur borist bréf frá Samtökum tón- listarskólastjóra þar sem heitið er á sveitarstjórnarmenn að íhuga afleiðingar þess ef rikið hættir beinum fjárhagsiegum stuðningi við tónlistarskólana. Rikið hefur til þessa greitt helming launakostnaðar tón- Iistarkennara, en með fyrir- huguðum breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga er ráðgert að sveitar- félögin taki alfarið við rekstri tónlistarskólanna frá og með 1. september 1988. Jón Hlöðver Áskelsson skóla- stjóri Tónlistarskóla Akureyrar sagði í samtali við Morgunblaðið að verði breytingamar að veru- ieika, muni tónlistarskólarnir slitna úr tengslum við hið almenna menntakerfi. „Minna má á það að samvinna tónlistarskóla og fram- haldsskóla hefur aukist á liðnum árum með því að tónlistarskólamir hafa tekið að sér tónlistarkennslu nema á tónlistarbrautum fram- haldsskólanna og meta árangur annarra sem kjósa tónlist sem valgrein." Tónlistarskólastjórar telja að fara þurfí 25 ár aftur í tímann til að finna sambærilegt ástand í tónlistaruppeldi þjóðar- innar með gildistöku nýrra laga um tónlistarskóla. Þá hafa tónlist- arskólastjórar að því áhyggjur að tónlistarkennsla muni leggjast nið- ur í fámennum sveitarfélögum og þar sem jafnvel lítil sveitarfélög hafa sameinast um rekstur tónlist- arskóla og á öðrum stöðum verði ekki hægt að standa að tónlistar- kennslu af þeim myndarskap sem tíðkast hefur. Óhjákvæmilegt yrði að hækka skólagjöld nái breyting- amar fram að ganga og þá muni jafnrétti til náms stórlega skerð- ast, en í stefnu núverandi mennta- málaráðherra segir að grundvöllur stefnu sjálfstæðisflokksins varð- andi skóla- og menntamál sé að allir einstaklingar hafi jafnan rétt til náms, óháð búsetu, uppruna, stétt eða stöðu. Jón Hlöðver sagði að engin til- laga hefði ennþá litið dagsins ljós um það hvemig námseftirliti í tón- listarskólum skuli hagað né hvaða aðili skuli hafa það með höndum miðað við þessi breyttu skil. „Hvergi er talað um að mennta- málaráðuneytið eigi að gegna samræmingarskyldu, útgáfu námsefnis eða annað í þeim dúr.“ Tekið er fram í tillögunum, sem unnar hafa verið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að breytingarnar ættu ekki að rýra starfsemi tónlistarskólanna, en fullyrðingar liggja frá einstök- um sveitarfélögum þess efnis að þau hafi bókstaflega ekki bolmagn til að standa undir tónlistar- kennslu, hætti ríkið þátttöku í launakostnaðinum til jafns við þau. Jón Hlöðver sagði að Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga væri ætlað að koma til móts við hin fámenn- ari sveitarfélög í þessu efni, en einhvern veginn væri nú málum þannig háttað að menn hefðu ótrú á að þær fullyrðingar stæðust þeg- ar á reyndi. Tónlistarskólakennarar um land allt ætla að funda um málið nk. laugardag í Reykjavík. Gluggínn gallerí: Síðasta sýn- ingarhelgi SAMSÝNING átta listamanna á Akureyri stendur nú yfir í Glugganum gaUeríi, en sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld. Nýstofnað fyrirtæki, Norður- glugginn hf., heldur sýninguna og eru listamennirnir allir hlut- hafar í fyrirtækinu. Þau sem sýpa eru: Helgi Vilberg, Guðmundur Ármann, Jón Laxdal, Margrét Jónsdóttir, Rósa Júlíus- dóttir, Kristinn G. Jóhannsson, Jónas Viðar og Haraldur Ingi. Glugginn, sem er til húsa á Glerár- götu 34, er opinn daglega frá kl. 14.00 til 20.00. Sunmihlíð 15 breytt í dagvist AKUREYRARBÆR hefur keypt íbúðarhúsnæði í Sunnuhlíð 15 undir dagvist barna. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela bæjarlögmanni að ganga frá kaupunum, sem eru upp á 6,3 milljónir króna. Kaupverð greiðist á einu ári, þar af 3,5 milljónir fyrir áramót. Fyrir dyrum standa breytingar á húsnæðinu og er ráðgert að dagheimili taki þar til starfa eigi síðar en um áramót, að sögn Sig- urðar J. Sigurðssonar, bæjar- stjómarfulltrúa. Á nýja dagheimil- inu verður hægt að vista allt að 25 böm á aldrinum 2 til 6 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.