Morgunblaðið - 14.11.1987, Page 14

Morgunblaðið - 14.11.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Um úrsögn og eftirAuði Auðuns Það varð líklega ekki hjá því komist að úrsögn mín úr sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt í Reykjavík yrði að ijölmiðlamáli, en ég vil strax taka það fram, að átök á aðalfundi félagsins voru ekki um persónur heldur um hvort haldin skyldu lög félagsins og skipulagsreglur flokks- ins. í 5. gr. félagslaga Hvatar segir: „Inngöngu í félagið geta þær konur fengið, sem náð hafa 16 ára aldri, fylgja Sjálfstæðisflokknum að mál- um og eru búsettar í Reykjavík." í 35. gr. skipulagsreglna Sjálf- stæðisflokksins segin „Flokks- bundinn sjálfstæðismaður er hver sá, sem gerist félagsmaður í sjálf- staeðisfélagi á því félagssvæði, þar sem hann er búsettur, enda hafi stjóm félagsins samþykkt inngöngu hans í félagið." Þessi ákvæði eru ótvíræð, og ber hveiju félagi að fylgja settum skipu- iagsreglum. Allir sjálfstæðismenn vita, eða ættu a.m.k. að vita, að grundvöllur skipulags Sjálfstæðis- flokksins er l^ördæmaskiptingin, skýr landfræðileg mörk, þar sem hvert kjördæmi er einrátt um sín eigin mál. í grein í Morgunblaðinu í gær (13. nóv.) vitnar hinn, ég leyfi mér að segja, ólöglega kjömi formaður Hvatar til áralangrar hefðar á lög- brotum í félaginu. Þau brot hófust það ég best veit fyrir vinsemd þeg- ar Hvatarkonur, trúlega fáar fyrstu árin, voru látnar standa áfram á félagaskrá, þó þær flyttu út fyrir bæjarmörkin. En eins og oft vili verða, þegar byijað er á undan- slætti, vatt þetta upp á sig, varð að vandamáíi, m.a. með inntöku kvenna úr öðmm kjördæmum, og endaði loks í stórhneyksli, þegar svo var komið á aðalfundi Hvatar í fyrra, að þriðjungur stjómarinnar vom utanbæjarkonur og þar með formaðurinn sem auk þess hafði aldrei átt lögheimili í Reykjavík. Þá var ekki lengur hægt að þegja við ósköpunum og mótmælti ég harðlega þessum aðfömm og fékk litlar þakkir fyrir. Ég kvartaði síðan við þá sem eiga skv. skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins að ábyrgjast að flokkskerfi í viðkomandi kjördæmi sé í samræmi við reglumar, og var því heitiö að því yrði komið í lag fyrir aðalfund féiagsins í haust, en sú varð ekki raunin. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar Auður Auðuns „Þessari lögleysu mót- mæli ég eindregið og krefst þess að reykvísk- ir sjálfstæðismenn fái einir að ráða sínum flokksmálum í eigin kjördæmi. Þvi hefur verið lofað, að þessu verði kippt í lag fyrir næsta haust. Vonandi verður staðið við það í þetta sinn.“ hinn ólöglega kosni formaður var með aðferðum, sem ég skal ekki rekja hér, kominn í sjálfa kjömefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar, ut- anbæjarkona, sem aldrei hafði átt hér iögheimili!! Að vísu var veran þar stutt, því hún brá sér á próf- kjörelista, og varð þá að víkja úr kjömefnd. Þessu og öðm eins býður aðhaldsleysið auðvitað heim. Svona í leiðinni vil ég spyija ykkur, góðir lesendur, hvemig þið haldið að upplitið yrði á sjálfstæðis- mönnum í Hafnarfirði eða Kópa- vogi, ef ætti að troða Reykvíkingi í formennsku í flokksfélög þar? Þegar komið var á aðalfund Hvatar 11. þ.m. var sýnt að stefnt var að í 3. sinn ólöglegri kosningu sömu utanbæjarkonu til for- „hefð“ mennsku í félaginu. Þá ofbauð mér og sagði mig úr félaginu, þar sem ég fann að ég átti þar ekki lengur heima. Mér var ekki sársaukalaust að yfirgefa Hvöt, þar sem ég hef starfað í meira en 40 ár. En sárara væri þó að horfa upp á þá niðurlæg- ingu, sem slík vinnubrögð yllu, sem gengju þvert á lög og reglur félags- ins. Þeim fjölmörgu félögum mínum í Hvöt, fyrr og síðar, sem höfðu sýnt mér vináttu og trúnað og m.a. vottað mér þá virðingu að gera mig að heiðursfélaga, þakkaði ég þeirra hug í minn garð, og mun ég af- henda heiðureskjalið í hendur löglega kjörins formanns, þegar þar að lcemur. Ég vék síðan af fundi og fylgdu mér út tveir fyrrverandi formenn Hvatar, þær Björg Einarsdóttir og Bessý Jóhannsdóttir, sem vildu þannig lýsa sig samþykkar sjónar- miðum mínum. Þennan greinarstúf tel ég mig skulda þeim 95% Hvatarkvenna, sem ekki sóttu umræddan aðalfund, til frekari upplýsinga um það, sem þar fór fram. Nú er manni tjáð að ca. 1.600 utanbæjarmenn, konur og karlar, séu í flokksfélögum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Þetta fólk situr fundi í félögum og líklega í fulltrúaráði einnig, eins ogþað hefði full félagsréttindi, kýs t.d. fulltrúa á landsfundi og í flokksráð fyrir Reykjavík, kýs (trúnaðarstöður inn- an félaganna, nefndir og stjómir, þótt fyrst hafí orðið stórhneyksli í Hvöt af þesum sökum. Þessari lögleysu mótmæli ég ein- dregið og krefst þess að reykvískir sjálfstæðismenn fái einir að ráða sínum flokksmálum ( eigin kjör- dæmi. Því hefur verið iofað, að þessu verði kippt í lag fyrir næsta haust. Vonandi verður staðið við það í þetta sinn. Allt það fólk, sem þá hyrfi af félagaskrám, er áfram samheijar okkar og vinir. Ávallt hafa flokks- félagar úr öðrum byggðarlögum verið velkomnir gestir á félagsfundi okkar Reykvíkinga og gaman hefur verið að fræðast um mál í heima- högum þeirra. Loks tel ég að það mætti vera meira um gagnkvæmar heimsóknir sjálfstæðisfélaga úr nærliggjandi lqördæmum, slíkt eyk- ur kynni manna á milli og eykur baráttuhug. Höfundur er fyrrverandi aiþingis■ maður og ráðherra. GAMLI MIÐRÆRINN JÓLALJÓS Reykjavíkurborg og Rafmagnsveitan hafa nú ákveðið að sjá um jólaskreytingar við eftirtaldar götur í borg- inni: Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Skólavörðustíg. Sett verða upp þverbönd með greni og Ijósakeðjur auk ýmiss annars skrauts eins og færi gefst til. Þessi framkvæmd er mjög ánægjuleg og ber að þakka þessum aðilum. Á undanförnum árum hafa kaupmenn sjálfir staðið fyrir skreytingum og sumum svæðum tekist vel upp, en enginn heildar- svipur hefur náðst fram, eins og líklegt er að verði nú. Áætlað er að uppsetningu verði lokið um mán- aðamótin nóv.—des. og að kveikt verði á öllum Ijósunum í einu ef hægt verður. Það eru því eindreg- in tilmæli samtakanna að allir þjónustuaðilar á miðbæjarsvæðinu verði tímanlega á ferðinni með jólaskreytingar og leggi sig fram um að vanda vel allan undirbúning. Aukin samkeppni kallar á vand- aðri gluggaskreytingar, meiri Ijós og líf í miðbæinn, en umfram allt góða þjónustu. Góð þjónusta og lífleg er okkar sterkasta vopn. Við skulum því öll vera samtaka og undirstrika enn einu sinni að miðbærinn er stærsti stórmarkaður landsins með um 800 þjón- ustuaðila og það keppir enginn við okkur hvað það snertir. Við erum þess fullviss að mikill fjöldi fólks er þeirrar skoðunar, að hluti af jólaundirbúningnum sé að fara „í bæinn“ og gera sín jólainnkaup. Þá er það okkar hlutverk að vera tilbúin. Sigurþór Jakobsson sýnir í Gallerí 61 í TENGSLUM við opnun nýs gallerís, Gallerf 61, að Víðimel 61 í Reykjavík, sýnir Sigurþór Jakobsson 20 oliumálverk sem unnin hafa verið á síðustu tveim árum. Sýningin hefst í dag, laug- ardag, og er sjöunda einka- sýning Sigurþórs. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-19.00. Lokað er á mánudögum. Sigurþór Jakobsson AÐALFUNDUR Sl. fimmtudagskvöld var aðalfundur samtakanna haldinn á Hótel Borg. Þrátt fyrir að fundarsókn hefði mátt vera betri, staðfesti skýrsla formanns að sam- tökin eru á réttri leið í starfi sínu. Fjölmörg verkefni eru framundan og mikill einhugur félagsmanna. Ný stjórn var kosin og skiptir hún með sér verkum á fyrsta fundi. Eftirtaldir aðilar voru kosnir: Gunnar Hauksson, Guðlaugur Bergmann, Edda Ólafsdóttir, Guðni Pálsson, Erla Hallgrímsdóttir, Jón Hjaltason, Ásgeir H. Eiríksson, Sigurður E. Haralds- son, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Logi Helgason, Skúli Hansen, Guðmundur Blöndal, Þórir Óskarsson, Jón Sigurjónsson, Sigurður Steinþórsson. Varastjórn: Skúli Jóhannesson Bolli Kristinsson Helga Bachmann Gunnar Guðjónsson ÁsgeirÁsgeirsson Skrifstofa samtakann er á Laugavegi 66 og síminn er 621170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.