Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 20

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 20
VJS/9 08x W X 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Þátttakendur á starfsfræðslunámskeiði Sóknar við námskeiðsslitin. Starfsfræðslunámskeið fyrir Sóknarfólk: Hólmfriður Aradóttir, Linda Andrésdóttir og Eyvindur Steinarsson. Þátttaka í námskeiði þýð- ir hækkun um launaflokk Níu hundruð þátttakendur á árinu UNDANFARIÐ hefur staðið yfir starfsfræðslunámskeið á vegum Starfsmannafélagsins Sóknar fyrir ófagiært starfsfólk á dagheimilum og síðastliðinn miðvikudag voru útskrifaðir 123 þátttakendur af námskeið- inu. Það eru Námsflokkar Reykjavíkur sem sjá um nám- skeiðshaldið, og í ræðu Guðrúnar Halldórsdóttur skólastjóra, við slit námskeiðsins kom fram, að JQöldi þátttakenda á námskeiðum af þessu tagi á árinu yrði 900 manns. Að sögn Þórunnar Sveinbjöms- dóttur.Formanns Sóknar, sem hefur umsjón með námskeiðahald- inu fyrir hönd félaga, þá hafa verið haldin samskonar námskeið á veg- um félagsins allt frá árinu 1976, en þá voru gerðir um það kjara- samningar að slík námskeið skyldu haldin. Samkvæmt þessum kjara- samningum eru það Námsflokkar Reykjavíkur sem annast fram- kvæmd námskeiðanna, en atvinnu- rekendur bera af þeim allan kostnað. Starfsmannafélagið Sókn sér hins vegar um allan undirbún- ing „I upphafi var einungis um að ræða námskeið fyrir starfsfólk á bamaheimilum og þá sem sáu um umönnun aldraðra," sagði Þórunn. „Síðan hafa mál þróast á þann veg að við eigum nú rétt á starfs- fræðslu fyrir alla aðila í Sókn, og má geta þess að á næstunni út- skrifast hópur frá öllum öðrum stofnunum sem félagsmenn okkar starfa á. Það má segja að þetta sé ákveðið innlegg í kjarabaráttu, þar sem mikil þátttaka í þessu námskeiði jafngildir eins launa- flokks hækkun. Námskeiðið sem nú er afstaðið getum við kallað kjama, en í febrúar gefst kostur á öðru námskeiði, sem veitir tveggja launaflokka hækkun. Það námskeið er sérhæfðara og miðast við ákveðnar atvinnugreinar." Þórunn sagði að kjamanám- skeiðið miðaði fyrst og fremst að því að byggja upp starfsmanninn á vinnustað sínum frá félagslegu sjónarmiði, og ennfremur að veita honum öryggi með aukinni þekk- ingu. Á námskeiðinu, sem er 60 klukkustundir, fá þátttakendur upplýsingar frá félaginu sjálfu og um almannatryggingar, auk þess sem meðal annars er fjallað um sálfræði, heilbrigðisfræði og sið- fræði. Þá er einnig fjallað um brunavamir og hjálp í viðlögum. „Flest okkar starfsfólk vinnur á stofnunum þar sem alltaf er fyrir hendi að upp geti komið aðstæður þar sem þekking á þessum sviðum kemur að miklu gagni, og þá er nauðsynlegt að kunna að bregðast rétt við,“ sagði Þórunn. „Nú í haust er vandi þessarar starfsstéttar það mikill, að við verðum að drífa þær umsóknir sem berast um námskeið eins hratt í gegn og mögulegt er, en til dæmis fyrir þremur árum síðan þá fékk fólk með eins árs starfsaldur ekki aðgang að námskeiðum. í dag vill helst enginn vinna þessi láglauna- störf og sótt er í fólkið af hinum almenna vinnumarkaði. Markmiðið að stórum hluta er að fá menntun fyrir Sóknarfólk til dæmis á Kópa- vogshæli og á ýmsum geðdeildum, þar sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru ekki í þessum störf- um. Auk þess byggja mjög margar öldrunarstofnanir á starfi okkar fólks. Segja má að störf þessi beinlínis krefjist þess að fólk fái einhvern stuðning til þess hrein- lega að geta sinnt þeim,“ sagði Þórunn að lokum. Eftir að þátttakendur á nám- skeiðinu höfðu veitt viðtöku skírteinum sínum voru nokkrir þeirra teknir tali, og spurðir álits á námskeiðinu. Hólmfríður Aradóttir, sem starf- Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar. ar á skóladagheimilinu Brekku- koti, sagðist hafa haft mjög mikið gagn af námskeiðinu. „Námskeiðið var vel upp byggt, en þó tel ég að það hefði mátt vera betur skipu- lagt. Það er þó fjöldamargt sem fram kom á þessu námskeiði sem ég tel að komi mér til góða í starfi. Ég vil sérstaklega taka fram að kennslan í skyndihjálp var mjög góð, og vildi ég hvetja alla til að sækja slíkt námskeið." Linda Andrésdóttir starfar á leikskólanum Drafnarborg. „Ég tel mig öruggari eftir að hafa tekið þátt í námskeiðinu, og finnst ég hafa lært margt á því, til dæmis í sambandi við samskipti við for- eldra bamanna. Ég hélt þó að námskeiðið myndi fjalla nánar um starfið sjálft inni á bamaheimilun- um, en er samt ánægð með það í heild." Eyvindur Steinarsson var eini karlmaðurinn sem þátt tók í þessu námskeiði_ en hann starfar á Lauf- ásborg. „Ég tel að svona námskeið þjappi fólki saman og það eykur víðsýni manns. Ég get þó ekki sagt að ég hafi lært mikið á því varðandi starfíð sjálft, en ég hef áður starfað sem gæslumaður og sem ófaglærður kennari þroska- heftra í Noregi. Þetta skilar sér þó í auknum launum." Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, af- hendir þátttakendum viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku á námskeiðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.