Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Níræð á mánudag: Guðrún Valdimars dóttir ljósmóðir Guðrún Valdimarsdóttir, ljós- móðir, verður níræð mánudaginn 16. nóvember, en ætlar að halda upp á það í dag, laugardag. Ég var búinn að nefna það við hana að skrifa nokkur orð í tilefni dagsins og hún var búin að samþykkja það, ef ég gæti haft það stutt og lag- gott, því að það var nefnilega tekið við hana langt viðtal fyrir nokkrum árum, og það fínnst henni alveg nóg um sitt lífshlaup. Hún verður þó að lúta því, að aðrir líti silfrið öðrum augum, en þó er það ekki meining mín, að rita hér neitt í hátíðlegum afmælis- eða minning- argreinastíl, enda konan hress og á mörgum verkefnum ólokið og slíkar greinar bíða þess tíma að hægt sé að setja aftan við þær punkt, og sá tími engan veginn í sjónmáli. Guðrún, föðursystir mín, er fædd 16. nóvember 1897 á Strandseljum í Ögurhreppi. Foreldrar hennar voru Valdimar Jónsson, bóndi ogsjómað- ur þar og víðar, hreinræktaður Strandamaður að ætt og uppruna, frá Melum í Trékyllisvík, og kona hans, Elín Hanniþalsdóttir frá Tungu í Langadal. A Strandseljum gerðu þau stuttan stans, fluttu það- an til Fremri-Amardals í Skutuis- fírði, þar sem yngri systkinin voru fædd, þaðan til Amarfjarðar, þar sem þau dvöldu f fímm ár, og það- an aftur að Djúpi. Á Amarfjarðarárunum dvaldi Guðrún um tfma á Þingeyri hjá frænku sinni, Margréti Magnús- dóttur, sem þar var ijósmóðir. Eftir það átti Guðrún þann draum að verða ljósmóðir og þar kom að hún fékk tækifæri til að læra til þess starfs fyrir umdæmið í Auðkúlu- hreppi við norðanverðan Amar- §örð. Árin 1919—20 lærði hún fræðin hjá Þórunni Bjömsdóttur og Guðmundi Bjömssyni landlækni og sneri um hæl vestur til starfa í umdæmi sínu. í Amarfírði var þá, eins og nú, samankomið mikið mannval og þó sýnu fjölmennara í þá daga. Þaðan voru skútumar mannaðar um allt land, Amfírðingamir mínir, sagði Geir gamli Zoega, og þaðan fór mikið lið til Reykjavíkur á togarana og sköpuðu auðinn til að byggja þessa borg, sem fyrir löngu hefur teygt sig út fyrir takmörk alls vel- sæmis, meðan Auðkúluhreppur hefur verið að veslast upp og honum að hnigna. Þama voru semsagt táp og fjör og frískir menn og bráðir til bameigna, svo að Guðrún hafði nóg að gera, en lítið fór fyrir efnun- um þegar kom að því að launa ljósmóðurinni viðvikið eða útvega henni húsnæði við hæfí og fór þar sem oftar, að menn þekktu ekki sinn vitjunartíma og Guðrún fór eftir árið vestur að Djúpi og tók við Eyrarhreppsumdæmi, sem var Hnífsdalur og byggðin innan við ísafjarðarkaupstað. Þetta var erfítt umdæmi og tekjurýrt, enda ljós- móðurlaunum ekki ætlað á þeim tíma að verða neinum lifíbrauð, en vegalengdir miklar og stundum volksamt í þeim ferðum. Þama brosti gæfan við Guðrúnu. Hún kynntist og giftist vöskum sjó- manni, Kjartani Helgasyni, og eignuðust þau soninn Valdimar árið 1923. En hamingjan stóð stutt við því að árið eftir fórst Kiartan með vélbátnum Rask frá Isafírði og Guðrún stóð ein uppi með soninn unga. Arið 1925 var Guðrúnu veitt Bolungarvíkurumdæmi og festi hún kaup á litlum fúahjalli, sem varla stóð uppi af eigin rammleik. Þá voru engir peningar og engin lán, svo að menn urðu að snúa svolítið á forsjónina með því að bretta upp ermamar og gera bara sjálfír það, sem menn höfðu engin efni á að gera. Hannibal, bróðir hennar, var nú orðinn kennari og átti langt sumarfrí og varði þvf til að dytta að húskofanum og gera hann upp og þar bjó Guðrún næstu sex árin. En hún gekk ekki heil til skógar og átti erfítt með að ná endum saman þótt saumavélin væri knúin svo sem heilsan leyfði, en það er heimanfylgja Guðrúnar, að henni leikur allt í höndum, sem hún snert- ir. En nú ágerðust veikindin og hún varð að fara á spítalann á ísafírði, og þaðan að Reykjum í Ölfusi og hverfa af starfsvettvangi um tveggja ára skeið. En þá bauðst henni að gerast stöðvarstjóri land- símastöðvarinnar í Hveragerði og gegndi hún því í 10 ár frá 1934—44. Það virðist kynfylgja þeirrar kyn- slóðar, sem nú er sem óðast að hverfa af starfsvettvangi, að það er eins og það hafí ekkert háð henni að hún fékk ekki siggróna rassa á skólabekkjum í bemsku og æsku. Menn tóku bara þá vinnu, sem í boði var, og öfluðu sér þeirrar þekk- ingar, sem til þurfti, þegar þörfin reis og ásettu sér að vinna sín störf óaðfinnanlega og helst dálítið betur. En nú flutti Guðrún sig um set til Reykjavíkur og praktíseraði þar sem ljósmóðir næstu þijú árin. Fæðingardeild Landspítalans var þá alltof lítil og meiri hluti fæðinga átti sér stað í heimahúsum. Og Guðrún hlaut náin kynni af eymdar- kjörum fátæklinga í höfuðborginni. Þúsundir höfðu hrist af sér klafa kreppuáranna og þyrpst til Reykjavíkur í setuliðsvinnuna og fyllt hvem krók og kima í bænum og flæddu svo inn í braggana jafn- óðum og setuliðið rýmdi þá. Þegar stríðsgróðavíman rann af fólki mnnu upp „normaltímar" á ný með stopula atvinnu og bág kjör. Guðrún kynntist heimilum, þar sem ekki var rúm fyrir sængurkonu að liggja á meðan á fæðingu stóð og öðmm þar sem ekki vom til rúmföt til skiptanna og engin pjatla utan á nýfæddan gríslinginn. Af þeirri næmu réttlætiskennd, sem Guðrún og hennar fólki öllu er í blóð borin, ákvað hún að grípa til sinna ráða. En Guðrún er ekki þeirr- ar gerðar að rísa upp og segja: Sængurkonur Reykjavíkur samein- ist og heimtið alminlega stofnun tiF að fæða bömin ykkar í. Hún fór bara út í bæ og setti upp svona stofnun sjálf og rak hana frá 1947—61, fyrst við Barmahlíðina og síðan í Stórholti 39. Og þar var nóg að gera, stundum yfír 100 fæðingar á ári, og engir sunnudag- ar til í dagatalinu lengur og stundum ekki sofíð nokkrar nætur í röð. Aldrei sótti Guðrún um né fékk opinberan styrk, en hún fékk styrk frá Guði og hann entist henni furðanlega og betur en Magnúsi sálarháska hér um árið. Eitt af bömunum, Brynhildur Kristjánsdóttir, varð eftir hjá Guð- rúnu og ól hún hana upp að öllu leyti. Þegar atvikin höguðu því svo að hún varð að fara til Noregs til dvalar var náttúrlega ekkert sjálf- sagðara en að Guðrún færi þangað út líka og gengi þar í hjúkmnar- störf um rúmlega þriggja ára skeið, 1961—64. Smáatriði eins og það, að til þess þyrfti hún, sextug kon- an, að tileinka sér nýtt tungumál, var hún ekkert að láta vefjast fyrir sér, frekar en þegar hún keypti bílinn um fímmtugt og varð þá eðli- lega að taka bílpróf til að hann kæmi að notkun. n/iiKiÐ ÚRVAL HUÓMTÆKJA Skipholti 21 (Nóatúnsmegin), sími 623890. OplAtll kl. 14.00 laugardag Eftir að Guðrún kom heim starf- aði hún enn við hjúkmnarstörf á Elliheimilinu Gmnd og síðan Hrafn- istu allt til 1974, en þá fór hún að kenna sjúkleika, sem ágerðist, svo að hún varð að hafa nokkm hæg- ara um sig um nokkurra ára skeið. Vegna fjarveru minnar úr bænum um áratugs skeið gat ég lítið fylgst með Guðrúnu, hafði ávæning af að hún þjáðist af astma og væri komin í öndunarvélar eða einhvers konar græjur, sem hún varð að draga með sér og drógu nokkuð úr ferðafrelsi hennar, þótt hún léti þær ekki aftra sér stórlega, þætti henni mikið liggja við. En svo frétti ég, að enn hefði Guðrún velt af sér klafanum, ég man ekki hvort það urðu ein- hverjar framfarir í læknavísindum eða Guðrún lærði nýjar öndunaræf- ingar — mér er nær að halda hið síðartalda — nema Guðrún losaði sig við græjur þessar og fór eftir það sinna ferða eins og kötturinn. Ég lagði svona hæfilegan trúnað á þetta og brosti í kampinn, þegar við ræddum saman nokkmm sinn- um í síma í sumar og sólin skein og það var blíðan dag eftir dag og hlýtt og notalegt og Guðrún var alltaf að klifa á því hvað sig lang- aði til ísafjarðar til berja. Svo heimsótti ég hana um daginn og hvað fékk ég nema vöfflur með aðalblábeijasultu, sem hún hafði tínt með eigin höndum í Tungudals- skógi, hafði bara drifíð sig vestur með flugi og gist hjá Nonna bróður og bömunum hans og þau ekið inn í skóg með hana og á bemskuslóð- imar í Amardal, en hún hafði svo sem tínt ósköp lítið, komst ekki nógu hátt í hlíðina í bestu beijastað- ina og hún var svolítið sár yfír að vera ekki lengur eins og hind á fjalli. Já, þannig er Guðrún Valdimars- dóttir, heiðursfélagi í Ljósmæðrafé- lagi Islands, og ljósa eitt eða tvö þúsund íslendinga. Hún hefur nú um árabil dvalið í góðu yfirlæti á Dvalarheimili aldraðra við Dalbraut og ekki aideilis setið auðum hönd- um. Þegar um hægðist í veraldar- vafstrinu fór hún að stunda listsaum svo að um munaði. Líklega veit enginn, hvað hún er búin að sauma af sessum og púðum og alt- arisdúkum um ævina og síst hún sjálf, en alltaf halda áfram að streyma frá henni listaverkin og engin verkalok enn í augsýn. Og þá er að geta þess, að sonur Guðrúnar, Valdimar rennismiður og vélstjóri og heimshomaflakkari á farskipum á yngri ámm, kvæntist hinni ágætustu konu, Christinu Grashoff, hollenskri að ætt og þau tóku að sér að sanna að hið mjúka Holland og hið hijúfa ísland gera góða blöndu. Þeirra böm eru þau Guðrún og Kjartan, Jóhann og Am- ór og langömmubömin orðin þijú, allt hið ágætasta og efnilegasta fólk. Valdimar lést langt um aldur fram fyrir 12 ámm, en ég er illa svikinn, ef eitthvað af þeim eigin- leikum sem ég hef verið að reyna að lýsa hér að ofan; æðmleysi, óbugandi viljastyrkur, sjálfsagi og ósérplægni eiga ekki eftir að lifa í þeim kynstofni enn um langa hríð. Þá er ekki annað eftir en að óska Guðrúnu allrar blessunar og að hún megi halda hegurð þeirri og hand- styrk, sem stytt hefur henni stundir á ævikvöldum og glatt augu okkar hinna, sem álengdar stöndum og virðum fyrir okkur afraksturinn. Lifðu heil til lokadags. Ólafur Hannibalsson MASTER LEÐURSOFASETT IMÝ SEWPIMG FJÖLBREYTT ÚRVAL - GOTT VERÐ VERÐ FRA 98.100 stgr. BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. Kvennadeild Rauða krossins heldur sinn árlega basar í félagsheimili Fóst- bræðra, Langholtsvegi 109, sunnudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Þar verður á boöstólum allskonar handavinna, heimabakaðar kökur, jólakort og margt fleira. Allur ágóði rennur til bóka- kaupa fyrir sjúklingabókasöfn kvennadeildar RKI í fimm sjúkrahúsum borgarinnar. Basarnefnd. Rauði Krosslslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.