Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 31

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 31 Yeltsin verður ekki gleymt Meðal stuðningsmanna Gorbac- hevs reyndist það vera Boris Yeltsin, sem lengst vildi sýnast ganga í „frjálsræðisátt", og áður en yfir lauk varð það honum að falli — a.m.k. í bili. Hann kann vel að koma fram á sjónarsviðið að nýju. Það er þó bamalegt að álíta, eins og margir vestrænir fréttský- rendur, að Yelsin sé skapbráður í meira lagi og að hann hafi látið skapsmunina hlaupa með sig á gön- ur þegar hann réðist á þá Gorbac- hev og Ligachev báða. Menn sem em þannig skapi famir komast ein- faldlega ekki svo langt upp met- orðastigann." Hvað vakti þá fyrir Yeltsin? „Yeltsin er maður framagjam og honum var í mun að sýna að hann væri ekki enn einn húskarlinn hjá Gorbachev, sem einu sinni á ári fengi að veifa lýðnum ofan af Kremlarmúmm. Yeltsin hefur alltaf verið lýðskmmari, samanber það þegar hann fór í neðanjarðarlestina, talaði við fólk í biðröðum og hvað ekki. Hann lét hátt um það i blöðum stofan frá sér annað skeyti, þar sem þeim tilmælum var komið á fram- færi að fréttin um Yeltsin ætti ekki að birtast." Þetta var því slys? „Slys og ekki slys — þetta var slys, sem Lukyanov var valdur af. Hann sýndi þama að hann er óhræddur við að bjóða Gorbachev byrginn og menn skyldu hafa hugf- ast að Yelstin hafði ekkert við t stefnu Gorbachevs og pólitík að athuga; gagnrýnin beindist að per- sónu Sovétleiðtogans og fjölskyldu hans.“ Gorbachev er hræddur „Allt þetta ber að sama bmnni: Gorbachev á í vandræðum. Kerfís- hlunkar eins og Lukyanov þora að ganga þvert á óskir hans, hann er gagnrýndur fyrir að stuðla að per- sónudýrkun og hann hefur ekki ömggan meirihluta í stjórnmálaráð- inu. Líkt og andstæðingum hans eykst hugrekki er Gorbachev orðinn hræddur, eins og kom glögglega í ljós í hátíðarræðu hans á byltingar- afmælinu á dögunum. Það var engin tímamótaræða, heldur gamla stalínistatuggan á ferðinni. Lygam- ar ráða enn. Gorbachev veit betur, en hann veit líka að hann þarf að friða „íhatdsmennina" svokölluðu — valdahlutföllin em viðkvæm og hann þarf að gæta sín eigi hann að halda velli. Vilt þú eitthvað alveg nýtt? Vilt þú eitthvað mjög fallegt en samt öðruvísi? Ef svo er líttu þá við í nýju versluninni Barcelona Top merki franskra og spænskra fatahönnuða. Eitt er víst, ferðin til okkar verður öðruvísi fyrir þig. 91 29903 Upphlaup Yeltsin var slys - en Gorbachev er hræddur Rætt við Michael Voslensky, prófessor „GORBACHEV er hræddur.“ Þetta var meðal þess, sem pró- fessorinn Michael Voslensky hafði að segja í viðtali við Morg- unblaðið í gær, þegar blaðamað- ur æskti álits hans á stöðu mála í Sovétríkjunum. Voslensky er landflótta Rússi og þekkir manna gerst til sovésks stjómkerfis, enda var hann þar innanbúðar- maður um langt skeið og hæst- setti valdamaður Sovétríkjanna, sem hefur flúð til Vesturlanda. Voslensky sagði að Gorbachev væri síður en svo traustur í sessi, en varaði menn jafnframt við að telja hræringar innan Kremlar- múra pólitísk átök í vestrænum skilningi þess hugtaks; þar mætt- ust stálin stinn, en deilurnar stæðu fyrst og fremst um völd og áhrif frekar en hugsjónir og stefnur. Voslensky, sem nú er forstöðu- maður Sovétrannsóknastofnunar- innar í Miinchen, er staddur hér á landi í boði Samtaka um vestræna samvinnu, Varðbergs og heimspeki- deildar Háskóla íslands í því skyni að flytja fýrirlestra um ástandið eystra. í dag kl. 12.00 verður hald- inn hádegisverðarfundur SVS og Varðbergs í Átthagasal Hótel Sögu og á sunnudag kl. 15.00 mun hann halda fyrirlestur í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Fyrst var Voslensky spurður um þær hræringar, sem átt hefðu sér stað í Moskvu að undanfömu. „Til þess að skilja ,Yeltsin-slysið‘ þarf maður að skilja valdahlutföll í Kreml. Gorbavhev er síður en svo einvaldur eða traustur í sessi. Stjómmálaráðið er í raun æðsta valdastofnunin og þar fer valdabar- áttan fram. Nú er hægt að skipta því í þijá hópa. í fyrsta lagi er um að ræða Gorbachev og hans menn. Þeir vilja engar meiriháttar kerfis- breytingar en aðalstefnumálið er að gera kerfið skilvirkara. í öðm lagi eru andstæðingar Gorbachevs, sem vilja halda fast í fortíðina. Fremstur þar í flokki er Ligachev, sem er helsti hugmyndafræðingur flokksins og helsti stuðningsmaður hans er Chebrikov, yfírmaður ör- yggislögreglunnar KGB. Það sem eftir er af gömlu Brezhnev-klíkunni er þama líka. í þriðja lagi em miðju- mennimir, sem í raun og vem em samansafn tæknikrata, sem hafa orðið undir í valdabaráttunni. í stjómmálaráðinu er enginn starf- andi meirihluti. Miðjumennimir rokka á milli og það gera þeir ekki samstíga, svo það er ekki hægt að ganga neinu vísu þegar mál koma til kasta ráðsins. hvað hann ynni þrotlaust starf fyr- ir alþýðuna, svæfí ekki nema fímm tíma á sólarhring og í glugga hans mátti alltaf sjá ljós. Þegar hann hóf þetta uppsteyt sitt á dögunum var það bara enn einn liðurinn í þessu — að sýna að þarna væri maður, sem þyrði að standa uppi í hárinu á bæði Gorbachev og Ligachev. Hefði það verið hugsjónaeldurinn, sem brann honum fyrir bijósti, hefði það verið hægur leikur fyrir hann að mótmæla á fundi stjómmála- ráðsins þar sem orðum hans hefði vafalaust verið gefínn betri gaumur án nokkurra eftirmála. Það gerði hann ekki, heldur beið hann eftir því að haldinn yrði allsheijarfundur miðstjómarinnar — vitandi að full- trúamir þar ættu eftir að vera framarlega í flokki kommúnista næstu áratugina. Umbætumar era í raun aukaatriði fyrir Yeltsin en framinn allt." Hann tók sumsé áhættu og tap- aði? „Hann var rekinn, en hann öðlað- Michael Voslensky. ist heimsfrægð fyrir. í Sovétríkjun- um er meira um hann talað en nokkum annan. Honum verður ekki gleymt. Tíminn einn getur leitt í ljós hvort áhættan var þess virði." „Yeltsin-slysið“ En hvað gerðist í raun og veru? Nú er þetta mál orðið miklu viða- meira en efni stóðu raunar til. „Við vitum ekki upp á hár hvað Yeltsin sagði, en hann mun m.a. hafa sakað Gorbachev um að setja persónu sína ofar háleitum mark- miðum kommúnismans og stuðla að persónudýrkun, sem út af fyrir sig er hárrétt, og mér hefur einnig borist njósn af því að hann hafí verið harðorður í garð Raisu fyrir að berast of mikið á. Hið næsta sem gerist er að vestrænir fréttaritarar og stjómarerindrekar fara að heyra orðróm um ræðuna, en hann var án nokkurs vafa kominn frá KGB að skipun Chebrikovs. Það hefði svo sem ekki átt að koma mönnum um of á óvart, en þegar Lukyanov, formaður miðstjómarinnar lék sama leikinn var mönnum bragðið. Fram að þessu hefur ekki borið mikið á honum, en hann kom frétt- um af fundinum til TASS, sem tók við þeim í góðri trú um samþykki flokksins og sendi skeyti út um all- ar trissur. 90 mínútum síðar sendi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.