Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 47

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 47 Minning: Solveig Sigurðar■ dóttir, Gerðakoti Um móðurina og litla bamið hafði Tagore þetta að segja: „Ef bamið aðeins vildi, gæti það flogið til him- ins á þessari stundu. En bamið veit sínu viti og yfirgefur okkur ekki. Sælt hvílir það við bijóst móður sinnar og má ekki af henni sjá. Og bamið kann ótal vísdómsorð sem fáir í þessum heimi geta skilið. Það er ekki að ófyrirsynju að bamið hef- ur enga löngun til að tala. Hið eina sem það þráir er að læra orð móður- innar af vömm hennar. Þess vegna er það svona saklaust á svip. Barnið átti dýran sjóð af gulli og perlum, en samt kom það eins og betlari inn í þennan heim. Barnið veit hvers vegna það kom í þessum dularklæðum. Þessi yndislegi litli nakti betlari lætur sem hann sé hjálparvana svo að hann geti beðið um ríkulega ást móður sinnar. Litla bamið var svo óháð öllum fjötrum í landi hins litla vaxandi mána. En það vissi sínu viti þegar það fómaði frelsi sínu. Það veit að í litlum afk- ima í hjarta móðurinnar er rúm fyrir takmarkalausa gleði, og að vera fað- maður og vafinn mjúkum örmum er unaðslegra en frelsið. Litla bamið þurfti aldrei að gráta. Það bjó í landi hinnar fullkomnu hamingju. En það vissi hvað það gerði þegar það ákvað að fella tár. Þótt bros hins litla ljúfa andlits dragi til sín hjarta móðurinnar, tengir þó grátur þess yfir stundarhryggð móð- ur og bam tvöföldum böndum umhyggju og ástar.“ Solveig Sigurðardóttir fæddist á Vötnum í Ölfusi 1. október 1898. Moðir hennar var Ragnheiður Bjömsdóttir og faðir hennar Sigurð- ur Eyjólfsson. Bjuggu þau fyrst á Vötnum en síðar á Þúfum. (Sjá Bergsætt 1.) Börn þeirra vom Eyj- ólfur, Guðný, Solveig, Bjöm, Ragnar og Guðbjörg en Guðbjörg er ein á lífi þeirra systkina. Solveig giftist Hermanni Eyjólfs- syni, fæddum í Króki í Hjallahverfi 1. júlí 1893, sem var bóndi og kenn- ari í Gerðakoti, Ölfusi, og hreppstjóri og oddviti Ölfushrepps. Böm þeirra eru Eyjólfur, Ragnar Sigurður, Her- mann, Ársæll, Guðbjörg Rósa, Marta Sigríður og Sigurður. Hermann var ættleiddur af Helga föðurbróður sínum og Guðbjörgu móðursystur sinni. Solveig og Hermann bjuggu fyrst á Ytri-Grímslæk þar sem þrír elstu synimir fæddust, og síðar í Gerða- koti. Eftir lát Hermanns 17. mars 1973 bjó Sigurður yngsti sonurinn með móður sinni í Gerðakoti en hann tók þá við búinu. Eftir áfall sem hún fékk fyrir nokkmm ámm bjó hún hjá Mörtu Sigríði dóttur sinni og hennar fjöl- skyldu í tvö ár. En þær vom mjög nánar og er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að Marta hafí verið hennar hægri hönd. Eftir annað áfall fékk hún inni á Kumbaravogi, því yndis- lega heimili, og leið henni þar sem heima væri og má því glöggt sjá hve frábært heimilið er og allt starfsfólk þess og sjúkralið. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun, þar til yfir lauk. Solveig las mikið um dagana og pijónaði á öll bömin og bamabömin. Hún pijónaði og las fram á þetta ár þótt hún fyllti 89. árið 1. október sl. Hún þurfti ekki alltaf að segja mikið því augun og handtakið bám vott um allt sem segja þurfti. Enginn nema sá sem hefur stórt heimili, fullt af bömum, skepnum og bónda, sem ýmist var að kenna eða sinna öðmm skyldustörfum, veit hve mikið álag það er einni konu sem orðið hafði fyrir barðinu á lömunar- veikinni aðeins 12 ára gömul, að sinna öllum störfum og gera það af slíkri þrýði og einurð. Hún var hetja sem aldrei kvartaði. Trúin hefur fleytt mörgum gegn- um brimskafla erfíðleikanna. Andleg vitræn þróun mun ekki síður líkleg til auðnu en hin efniskennda. Menn myndu telja það stærsta ósigur, sem hent gæti íslensku þjóðina ef hún hætti að lyfta huganum til hæða og glataði trúnni á mátt bænarinnar, því margur mun hafa orðið þess var, einhvem tíma í lífí sínu, hve erfitt það er að vera þess ekki megn- ugur að komast í snertingu við æðri mátt á, örlagastund. Ungir og aldnir leita hamingju. En án trúar á góðan Guð er engin sönn hamingja til. Sú hamingja í lífínu sem mönnum finnst að þeir njóti án guðstrúar, er blekking, ímyndun frá hinum ytri efniskennda heimi. Það er skaðræði vegvilltu mannkyni, ef guðstrú og andleg göfgi visnar á meðan og á sama tíma sem vísindi og kjamorka ryðja sér til rúms í heiminum. Og hvað er svo meiri sannleikur en sá, er skáldið sagði forðum, að sú þjóð sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa. Allt var best hjá ömmu og afa í sveitinni. Maturinn, kökumar henn- ar og allt atlæti. Og bömin hennar og tengdaböm, barnaböm og bamabamaböm, sem um hveija helgi heimsóttu afa og ömmu í sveitinni, eða vom þar sum- arlangt eins og flest þau fengu að njóta á æskuárunum, þakka nú allt að allt með Dýrðarsöngnum eftir Bortnianzky, en hann söng hún oft: Þegar ég leystur verð þrautunum frá Þegar ég sólfagra landinu á. Lifi og verð mínum Lausnara hji Það verður dásamleg dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt. Indælan stað mér á himni’ hefur veitt. Svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leht Það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, er unni ég hér. Árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði Frelsari, brosið frá þér. Það verður dásamleg dýrð handa mér. (LH. þýddi.) Tengdadætur Nú málum viöjólin PECKERSBUDIN IBQRGARTÚNI BRUAR BIUÐMILU GOÐS VERÐS OGGÆÐA Nú geta allir drifið í að mála hjá sér fyrir jólin, því Beckersbúðin býður gæða málningu - á góðu verði. Einnig fæst úrvals spartl frá Dalaspack og auðvitað allt sem þarf við málningarvinnu. Veitum sérfræðilega ráðgjöf og blöndum á staðnum þá liti sem þú velur. Leigjum sandspartlvélar og útvegum vana menn í spartl- og málningarvinnu. Vegg og gólfflísar í úrvali. Vikuna 18.-24. nóv. verður danskur sérfræðingur í endurmálun eldri húsa staddur hjá okkur. Erik Michelsen mun veita viðskiptavinum okkar ókeypis ráðgjöf. OPIÐ í DAG KL. 0800-1600. BECKERSBUÐIN BÆJARPRÝÐI BORGARTÚNI 31, SÍMI: 623999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.