Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 50

Morgunblaðið - 14.11.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Minning: Dagný Björk Guðmundsdóttir Fædd 30. september 1971 Dáin 4. nóvember 1987 Dagný Björk Guðmundsdóttir kom hingað út til Lundar í fyrsta skipti í maí 1986. Hún kom ásamt foreldrum sínum til að leita lækn- inga við þeim sjúkdómi sem nú í byrjun nóvember varð henni um megn. Á sólríkum maídegi var ég beðin að koma til að túlka fyrir Dagnýju á bamadeild sjúkrahússins í Lundi og var það í fyrsta skipti af mörgum sem ég var þeirra er- inda á deild 91, því Dagný var hér á ferð reglulega alveg þangað til í febrúar í ár. Þetta vor var sérstaklega milt og sólríkt og alveg í mótstöðu við þann sjúkdóm sem Dagný var að hefja baráttuna við. En henni varð eki haggað. Hún var staðráðin í að verða frísk og með óbugandi hug- rekki hélt hún sínu striki þangað til núna í haust er ljóst varð að enginn mannlegur máttur gæti heft sjúkdóminn. Og þegar sú vitneskja var komin var eins og Dagný hefði vitað hvert stefndi lengur en aðrir í kring um hana, því hún virtist strax svo vel undir það búin að kveðja þennan heim. Hún vildi vera heima í Borgamesi eins lengi og kraftar entust og það varð líka úr. Við hittumst í síðasta skiptið í sumar bæði á Landspítalanum og í Borgamesi og var sérstaklega gaman að fá að hitta Dagnýju á eigin heimili, sem hún hafði sagt okkur frá svo oft. Dætur mínar vom hjá henni sjálfar í heimsókn yfir helgi og var sú dvöl einn af hápunktum Islandsferðarinnar. Að fínna orð sem segja eiga öðr- um frá Dagnýju er mér ofaukið en gleðin yfír að hafa fengið að kynn- ast henni, þó ekki væri nema í stuttan tíma, fyllir upp hluta af þeim tómleika sem gerir vart við sig nú. Megi allar góðar vættir gæta hennar á ferð hennar nú hvar sem hún er. Öll flölskyldan hér í Harde- berga sendir Önnu, Guðmundi og systkinum Dagnýjar kveðjur með von um að minningamar geti hjálp- að til við að fylla það tómarúm sem orðið hefur. Starfsfólk á deild 91 sendir §öl- skyldunni hugheilar kveðjur. Guðrún Gísladóttir TILKYNNIN G frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1988 og endurnýj- un eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1988 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fískiðnaði: Sjóðsstjóm telur ekki þurfa aukna afkastagetu í hefð- bundnum vinnslugreinum og metur umsóknir samkvæmt því. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekk- ur til verður lánað til bygginga, véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. 2. Vegna endurbóta á fískiskipum: Lánað verður til skipta á aflvél, til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fískiskipum: Lán vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum verða eingöngu veitt ef skip sambærilegrar stærðar eru úrelt, seld úr landi eða strikuð út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Hámarkslán er 65% vegna ný- smíði innanlands, en 60% vegna nýsmíði erlendis eða innflutnings. Engin lán verða veitt vegna nýsmíði eða innflutnings báta undir 10 rúmlestum. 4. Endurnýjun umsókna: Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að end- urnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvemig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Hækkun lánsloforða: Mikilvægt er að lánsumsóknir séu nákvæmar og verk tæmandi talin. Sérstök athygli er vakin á því að láns- loforð verða ekki hækkuð vegna viðbótarfram- kvæmda, nema ljóst sé að umsækjandi hafl ekki getað séð hækkunina fyrir og hækkunin hefí verið sam- þykkt af sjóðnum áður en viðbótarframkvæmdir hófust. 6. Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur ertil 31. desember 1987. 7. Almennt: Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að sjóðurinn getur synjað lánsumsókn, þótt hún uppfylli almenn skilyrði. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóð- um utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1988 nema um sé aó ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 10. nóvember 1987, Fiskveiðasjóður íslands. Þann 4. nóvember sl. lést Dagný Björk Guðmundsdóttir. Það kom ekki á óvart, því vitað var að hverju dró. Hún var búin að ganga í gegn- um löng og erfíð veikindi. Dagný Björk var fædd 30. september 1971 og var því nýlega orðin 16 ára þeg- ar hún dó. Dagný var næstyngst fjögurra bama hjónanna Guðmund- ar Péturssonar og Önnu Jónsdóttur, Borgarvík 24 í Borgamesi. Dagný var yndisleg stúlka sem okkur þótti svo vænt um. Við sökn- um elsku Dagnýjar okkar sárt en við geymum allar góðu minningam- ar um hana, þær em margar. Foreldmm, systkinum, ömmu og öllum öðmm aðstandendum vottum við innilegustu samúð okkar. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í hóndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Baldur, Jóhanna, Anna, Brynja og Drífa. Þó að fréttin um andlát Dagnýjar hafí ekki komið á óvart á okkar heimili er alltaf erfítt að sætta sig við þegar ungt fólk er kallað burt rétt þegar lífíð er að byija með allri sinni gleði og sorg. Dagný Björk Guðmundsdóttir var fædd í Borgamesi 30. septem- ber 1971 og var því nýlega orðin 16 ára. Hún var dóttir hjónanna Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Péturssonar bifreiðastjóra og var naestyngst í hópi fjögurra systkina. í Borgamesi ól hún sína stuttu ævi við nám og leik. I fasi og fram- komu var hún ljúf og blíð og lítillát og aldrei var langt í gamansemi og góðlátlega kímni. í okkar augum var Dagný ein af hetjum hvers- dagsins. Fyrir tæpum tveimur árum fór að bera á þeim sjúkdómi er nú hef- ur lagt hana að velli. Okkur er minnisstætt þegar hún hringdi og skýrði okkur frá örlögum sínum. Það var eins og um hversdagslegan hlut væri að ræða sem ekki væri umflúinn. Með stakri ró og hug- prýði gekk hún í gegnum erfíðar aðgerðir og meðferðir sem sjúk- dómnum fylgir. Aldrei heyrðum við hana kvarta eða barma sér á nokk- um hátt. Foreldrum hennar og systkinum vottum við og fjölskylda okkar inni- lega samúð. Þau hafa ekki síður en hún sýnt mikinn styrk og staðið með henni þar til yfír lauk. Minningin um góða stúlku mun lifa. Fanney og Ingibjörg Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M.Joch.) í dag, laugardaginn 14. nóvem- ber, fer fram útför frænku minnar, Dagnýjar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún var uppalin í Borgamesi, dótt- ir hjónanna Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Péturssonar. Hún var þriðja bam þeirra hjóna af fjómm. Hin eru Guðlaug Lára, 19 ára, María Erla, 17 ára, og bróðirinn, Pétur, 12 ára. Dagný gekk í grunnskóla Borg- amess. Hún var vel gefín og átti gott með að læra. Félagslynd var hún og vinimir eru margir sem kveðja hana í dag. Dagný Björk var fallegt barn, fíngerð og ljós yfírlit- um. Ég minnist hennar ekki öðmvísi en brosandi, hæverskri og Minning: Stefán Guðmunds■ son frá Eystri-Hól Ég gisti gamlar sveitir og gæfu til þess ber að svipur þeirra, saga og söngvar fylgja mér. Ég tengi töfra þeirra við tilveru og nafn og fel í fórum mínum hið fagra myndasafn. (Davíð Stefánsson Á morgun verður til hinstu hvílu borinn Stefán Guðmundsson, fyrr- um bóndi í Eystri-Hól, Vestur- Landeyjum, en hann lést á Vífílsstöðum 5. nóvember sl. Stefán var aldamótabam, fæddur 16. maí árið 1900 í Kerlingardal í Mýrdal, sonur Guðmundar Bjama- sonar bónda þar og eiginkonu hans, Helgu Andrésdóttur. Móður sína missti Stefán er hann var 10 ára gamall, en dvaldi unglingsárin fram til tvítugs hjá föður sínum og síðari konu hans, Ólöfu Einarsdóttur. Leið Stefáns lá, sem margra ungmenna þessa tíma, til vinnu- mennsku í nálægum sveitum. Honum var sú leið auðveld vegna dugnaðar og hagleiks og þess trausts sem hann aflaði sér hvar- vetna. Lengst dvaldi Stefán sem vinnumaður á stórbýlinu Þorvalds- eyri í Austur-Eyjafjallasveit hjá Olafí Pálssyni bónda þar og eigin- konu hans, Sigríði. Minntist Stefán þeirra hjóna og dvalarinnar á Þor- valdseyri ævinlega með mikilli hlýju. Árið 1923 urðu straumhvörf í lífí Stefáns er hann réðst sem vinnu- maður að Eystri-Hól til hjónanna Þórðar Tómassonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Þrem ámm síðar gekk hann að eiga dóttur þeirra, Helgu Þórðardóttur, en hún lést 27. apríl á síðastliðnu ári. Þau Stefán og Helga tóku við búi foreldra hcnnar og bjugguu í Eystri-Hól óslitið til ársins 1979 er þau fluttu alfarin til Reykjavíkur. Þar keyptu þau sér íbúð í Dvergabakka 14 og héldu þar heimili af einstökum dugnaði, þrátt fyrir háan aldur og dvínandi heilsu. Á fyrri búskaparárum stundaði Stefán húsasmíðar í heimahéraði og nálægum sveitum og var mjög eftirsóttur í því starfi, þótti einstak- lega verkhagur og vandvirkur. Búverkin urðu þó að ganga fyrir og uppúr fímmtugu var hann nán- ast hættur húsasmíðum. En handverk leit hann smiðsaugum og naut þess sem vel var gert. Áríð 1976 vár ég svo gæfusöm að tengjast þeim Stefáni og Helgu fjölskylduböndum og dveljast í heimili með þeim síðustu búskapar- hvers manns hugljúfí. Skapgerð hennar kom best í ljós í miklum og erfíðum veikindum hennar. Þar sýndi hún aðdáunarverðan dugnað og lq'ark. Fyrir einu og hálfu ári veiktist Dagný af beinkrabba. í maí sama vor fóru foreldrar hennar með hana til læknisaðgerðar í Lundi í Svíþjóð. Enginn sá henni bregða þegar henni var tilkynnt að taka yrði af henni fótinn fyrir ofan hné. Hún vildi ekki láta vorkenna sér þessa fötlun. Hún sagði að sín fötlun væri lítil- ræði miðað við bæklun þeirra bama sem hún kynntist á sjúkrahúsinu í Lundi. Heim kom hún full vonar og bjartsýni um að það versta væri yfírstaðið, því nú hefði tekist að nema burt meinsemdina. Hún var ákveðin í að beijast og lifa eðlilegu lífí með félögum sínum, þrátt fyrir að sjúkrahúslegumar yrðu margar, bæði á Landspítalanum og í Svíþjóð. í ágúst sl. dró ský fyrir sólu, sjúk- dómurinn hafði tekið sig upp aftur. En Dagný stóð ekki ein. Allan tímann naut hún umhyggju foreldra og systkina sem önnuðust hana af stakri alúð þar til yfír lauk. Það var mikið og óeigingjamt starf sem Anna mágkona mín vann þegar hún uppfyllti þá ósk dóttur sinnar að vera heima eins lengi og hægt var. Þurfti til þess mikinn kjark og dugnað sem ekki er öllum gefínn. Andlát Dagnýjar kom engum á óvart sem til þekktu en alltaf er það svo að maður trúir og vonar að kraftaverk geti gerst. Erfítt er að skilja tilganginn með því að leggja þetta á 15 ára ungling. Er það ekki nema von að ég spyiji: Af hveiju? Hvers vegna? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Frænka mín, hún trúði á líf eftir dauðann, að allt sem hún var búin að líða og ganga í gegnum væri ekki til einskis. Hennar biði annað hlutverk. Borgames er ekki stærri bær en svo að þar þeklq'ast allir. Þegar spurðist um veikindi Dagnýjar á sl. ári stóðu allir sem einn, jafnt fé- lagasamtök sem einstaklingar, og studdu við bakið á fjölskyldunni. Sú hjálp verður seint þökkuð. Nú vitum við öll að Dagnýju okkar líður vel, baráttunni við þenn- an illræmda sjúkdóm er lokið. Elsku Anna, Gúndi, systkini og Guðlaug amma, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstundu. Minningin lifír um Dagnýju sem gaf okkur svo mikið. Kristný Pétursdóttir ár þeirra í Vestur-Landeyjum. Efst í huga mér er þakklæti fyrir um- hyggju Stefáns og hans elskulegu konu í garð okkar hjónanna og dóttur okkar, Helgu, sem var auga- steinn langafa síns og langömmu og naut einstakrar umhyggju þeirra og alúðar til hinstu stundar. Meðal sveitunga í V-Landeyjum átti Stefán marga og góða vini og aldrei rofnuðu tengsl hans við sveit- ina þótt hann kysi að eyða síðustu æviárunum í námunda við einka- dóttur sína, tengdason og böm þeirra. Við kveðjum Stefán með sökn- uði. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.