Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 51 Minning: Stefán Guðjónsson Vestmannaeyjum Fæddur 8. maí 1904 Dáinn 4. nóvember 1987 Afí fæddist á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í stórum systkinahóp. Foreldrar hans voru Guðjón Tómasson og Ingveldur Jónsdóttir. Hann missti ungur foður sinn, en móðir hans náði hárri elli. Afí fór til Vestmannaeyja ungur að árum og hóf þar sjósókn. í Vest- mannaeyjum kynntist hann ömmu, Rósu Runólfsdóttur. Þau hófu bú- skap á Skólavegi 8, eða Búðafelli, en svo nefndist húsið. Þar fæddust bömin þeirra tvö, Ingveldur, móðir okkar, og Guðjón. Seinna flytjast þau í Hólatungu. Afí missti ömmu unga, aðeins 38 ára. Þá voru bömin 12 og 15 ára. Afi bjó einn með bömum sínum í Hólatungu, þar til þau náðu full- orðinsárum. Foreldrar okkar hófu búskap sinn í Hólatungu hjá afa og þar ólumst við upp til 6 ára aldurs. Afí var mjög bamgóður og hænd- umst við þvf strax að honum. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur tvíbur- ana. Á morgnana biðum við eftir að hann snýtti sér hraustlega, eins og neftóbaksmenn gera. Þá var okkur óhætt að fara á fætur og til hans. Á þessum árum var afí farinn að vinna ( landi, í Hraðfrystistöð- inni, þar sem hann vann fram að gosi. Hann vildi hvergi annars stað- ar vera en úti ( Eyjum. Þar dvaldi hann einnig í gosinu og tók þátt í björgunar- og uppbyggingarstarfi. Eftir að gosinu lauk hóf hann störf hjá hraunhitaveitunni, þar sem hann vann allt fram á síðasta ár, þá orðinn 82 ára gamall. Hann var alla tíð vinnuglaður og vann hörðum höndum. Þrátt fyrir það var alltaf létt yfír afa og stutt í grínið. Gleði- maður var hann og ungur í anda fram á síðasta dag. Að leiðarlokum viljum við þakka afa fyrir allar gleði- og ánægju- stundimar, sem við áttum með honum, bæði sem böm og fullorðn- ir menn. Fjölskyldur okkar þakka honum einnig liðnar stundir. Blessuð sé minning hans. Bjarni og Stefán Rögnvaldssynir í dag verður til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Stefán Guðjónsson, sem andaðist á heimili s(nu, Hólatungu, þann 4. nóvember sl. Stefán eða Stebbi í Hólatungu eins og hann var alltaf kallaður í Eyjum var fæddur að Raufarfelli, A-Eyjafjöllum. Foreldr- ar hans voru Ingveldur Jónsdóttir frá Lambafelli, A-Eyjafjöllum og Guðjón Tómasson frá Selkoti í sömu sveit. Þau bjuggu að Raufarfelli og eignuðust 13 böm, en 9 komust til fullorðinsára. Hjörleifur, Guðný, Tómas, Þorbjörg og Gróa eru látin, en Anna og Ragnhildur búa undir Eyjafjöllum og Sigurjón býr í Vest- mannaeyjum. Stebbi kom fyrst til Eyja á vetr- arvertíð árið 1927 og réð sig á mb. Ófeig, og var þar í nítján ár, en það var einmitt í Eyjum að hann kynntist ungri stúlku, Rósu Run- ólfsdóttur frá Norðurvík í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, og þau giftu sig árið 1932. Þau byrjuðu sinn búskap að Búðarfelli í Vestmannaeyjum en fluttu síðan að Hólatungu, og var hjónaband þeirra alla tíð mjög gott. Þeim varð 2ja bama auðið. Þau eru Ingveldur sem er gift Rögnvaldi og búa þau í Kópavogi, og Guðjón sem er giftur Emu Tómasdóttur og búa þau í Vestmannaeyjum. Árið 1946 varð Stebbi að hætta á sjónum og fór að vinna í landi vegna veikinda konu sinnar og hófst nú sameiginleg barátta ungra hjóna við erfíðan sjúkdóm, sem sigraði að lokum og Rósa lézt þann 25. apríl 1948 aðeins 38 ára gömul. Þetta voru erfiðir tímar hjá Stebba með 2 böm, Ingveldi tæpra 16 ára og Guðjón 12 ára. Það síðasta sem þeim hjónum fór á milli áður en hún skildi við var það að halda §öl- skyldunni saman, og það gerði hann. Það hefur oft verið erfítt í Hólatungu, en Stebbi og krakkamir stilltu saman strengi sína og aldrei urðu erfíðleikamir það miklir að ekki hefðist að ráða fram úr þeim. En þannig var Stebba rétt lýst, tryggur, heiðarlegur, duglegur og mikill baráttumaður. Þegar Stebbi hætti á sjónum þá fór hann að vinna í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og vann þar í tæp 27 ár, eða fram að eldgosinu árið 1973. Eftir gos stefndi hugur hans til Eyja og um leið og byijað var að taka til hendinni þá var Stebbi mættur og vann hann ötullega við hreinsun og uppbyggingu á eyjunni sem honum var svo annt um, enda gaf Stebbi okkur ungu mönnunum ekkert eftir í vinnu. Síðan fór hann að vinna hjá Vestmannaeyjabæ við Fjarhitun Vestmannaeyja undir stjóm Högna Sigurðssonar frá Vatnsdal, og fór alveg sérstaklega vel á með þeim félögum, sem og einnig öðrum starfsmönnum þar. Stebbi hafði það mikla ánægju af því að vinna, að það var ekkert á dagskrá hjá honum að fara að hætta að vinna, þegar hann var Fæddur 10. júní 1912 Dáinn 7. nóvember 1987 Góður vinur minn, Ámi Guð- laugsson, er látinn. Þegar ég flutti hingað til Dalvíkur fyrir um ljórum árum, kynntist ég þeim frábæru hjónum Þórgunni og Árna en frá okkar fyrstu kynnum hafa þau reynst mér alveg einstaklega vel. Ef Ámi kom á minn vinnustað og sá mig ekki þá var hringt heim til mín til að athuga hvort ég væri veik, slík var umhyggja hans fyrir mér. Ámi og Þórgunnur áttu nýlega gullbrúðkaupsafmæli. Þau eignuð- ust þrjú böm, Snorra, Þorleif og Svanhildi. Báða synina misstu þau af slysförum. Ámi bar sorg stna í hljóði. Dóttir Áma, Svanhildur, hef- ur reynst foreldrum sínum einkar vel alla tíð og veit ég að Þórgunnur fær stuðning frá henni á þessum erfíðu stundum eins og áður. Bama- bömum sínum var hann frábær afí, þau hafa misst mikið. kominn á eftirlaun. Hann hætti ekki að vinna fyrr en árið 1985 þá 81 árs að aldri, og maður hafði það á tilfinningunni að honum hafí samt fundist hann hætta heldur snemma, enda vom það ekki margir vinnu- dagamir sem Stebbi var frá á sinni starfsævi. Stebba kynntist ég fyrst í gos- inu, en þá vorum við saman í vinnuhóp við hreinsun bæjarins. Síðan áttu leiðir okkar eftir að liggja meira saman, er ég giftist sonardóttur hans og frá þeim tíma hefur samband okkar verið mikið og gott, og nú er skarð fyrir skildi á Ásavegi 26, en þangað kom hann oft og það var oft gaman að glett- ast yfír kaffibolla og þá kom oft í ljós þessi „orginal týpa“ sem Stebbi var, háalvarlegar umræður urðu oft meinfyndnar á sömu mínútunni. Að leiðarlokum vilja ég og fjöl- skylda m(n þakka Stebba fyrir ánægjulegar samvemstundir. Böm- um og öðmm aðstandendum vottum við innilega samúð okkar. Guð blessi minningu hans. Guðjón Hjörleifsson í dag fer fram frá Landakirkju útför móðurafa okkar, Stefáns Guð- jónssonar. Stebbi afí í Hólatungu var ávallt kátur og heilsuhraustur fram til síðasta dags. Hann átti tvö börn, Ingveldi og Guðjón, með eiginkonu sinni, Rósu Runólfsdóttur, sem lést aðeins 38 ára gömul. Bamabömin urðu 10, bamabamabömin em orð- in 9. Heimsótti hann böm og bamaböm eins oft og hann gat því við komið. Sérstaklega hændust litlu bömin að honum og ungling- ana umgekkst hann sem jafningja. Hann vann hjá Hraunhitaveitunni frá upphafí hennar en hætti þar á siðasta ári. Átti hann þar marga góða vini og var þar ekkert kyn- slóðabil. Hann var lítið fyrir að fara af Eyjunni en þegar hann var kom- inn af stað hafði hann gaman af og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann átti mikið af skyldfólki undir Eyjafjöllum þar sem hann var fæddur og uppalinn og fór hann margar eftirminnilegar ferðir þangað, þá síðustu nú í ágúst. Sem unglingur hreifst hann af Þórsmörkinni en kom ekki þang- að eftir að hann fluttist til Eyja fyrr en hann var orðinn 81 árs og hafði þá mjög gaman af. Hann stoppaði yfirleitt stutt á fasta landinu, það átti ekki við hann að sitja auðum höndum og verkefnin biðu hans heima. Við viljum þakka afa fyrir samfylgdina og allar góðu minningamar sem við eigum um hann. Rósa og Birgir. Elsku Þórgunnur, þér samhrygg- ist ég og bið Guð að styrkja þig í sorg þinni, Svanhildi og Ninna, bamabömum Áma, systkinum og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Ása Arni Guðlaugs- son - Minning Það myndi gleðja þá 50 Skandinava og fjölda annarra frá öllum heimshornum að fá þig með til IHTTI í Luzern/Sviss i Hótelstjórnunarnám (á ensku). Næsta 3 ára nám (námskeið 88A) byrjar mánudaginn 15. febrúar 1988. Námskostnaður pr. önn eru 23.000 svissneskir frankar. Innifal- ið er fullt fæði og húsnæði. Viö bjóöum einnig uppá sérstakt 4 vikna námskeið í mars 1988: Stjórnun smárra og miðlungs stórra hótela (á ensku) (námskeið SM88/1) fyrir hóteleigendur, framkvæmdastjóra og yfirmenn á hótelum. Biðjið um bæklinga fyrir námskeið 88A eða SM88/1 hjá: IHTTI International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd., Box 95, 4006 Basel/Switzerland. Sími (61) 42 30 94, telex 965 216 TC CH. Vinsamlegast takið fram i hvaöa dagblaöi þiö sáuð auglýsinguna. Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Afturerkomið að okkarvinsælatil- boði sem allir þekkja: 24 tímar á aðeins 1800-kr.! Nýjar Perur Nrteri Ef»! Tilboðið stendur aðeins í viku. Verið velkomin Avallt heitt á könnunni Ef þér er kalt, getur þú sjálfum þér um kennt! Norsku STIL-LONGS ullarnærfötin halda á þér hita. Norsku STIL-LONGS ullarnærfötin eru hlý, þægileg og sterk, dökkblá á lit og fást á alla fjölskylduna. Verðdæmi: Bamabuxurfrá... kr. 650,- Dömubuxurfrá .. kr. 810,- Herrabuxurfrá... kr. 950,- Þér líður betur í þeim bláu. Grandagarði 2. Sími 28855. Opið frá kl 9-12 laugardögum -ms*»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.