Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.11.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Minning: Guðmundur Jóns- son frá Asparvík Fæddur 8.júlí 1904 Dáiim 6. nóvember 1987 Guðmundur Bjarni Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hans, Guð- rún Guðmundsdóttir og Jón Kjart- ansson, bjuggu þá á Svanshóli, en fluttust að Asparvík í sömu sveit árið 1915. Bjami, bróðir Guðmund- ar, mun hafa tekið við búsforráðum í Asparvík ásamt Laufeyju, konu sinni, á 4. áratugnum, en Bjami fluttist ásamt flölskyldu sinni og foreldrum að Bjamarhöfn í Helga- fellssveit árið 1951 og þar dvöldust þau Jón og Guðrún til dauðadags. Gröf þeirra Asparvíkurhjóna er í kirkjugarðinu í Bjamarhöfn og þar kaus Guðmundur, sonur þeirra, einnig hinsta hvílustað. Útför hans verður gerð frá Bjamarhafnar- kirkju laugardaginn 14. nóvember. Guðmundur var næstelstur fímmtán alsystkina, en hálfsystkini átti hann tvö frá fyrra hjónabandi föður hans, en Jón missti fyrri konu sína unga að ámm. Það liggur í augum uppi að nokkuð hefur þurft til að framfleyta svo stórri fjöl- skyldu, enda reynt að virkja hveija hönd til vinnu svo fljótt sem verða mátti og aldur lejrfði. Guðmundur kynntist því snemma starfí og lífsbaráttu þeirra tíma er unnið var hörðum höndum í orðsins fyllstu merkingu. Guðmundur fór ungur úr föðurhúsum og dvaldist um all- langt skeið á æsku- og unglingsár- unum hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Kjartanssyni á Hafnar- hóimi í Nessveit. Síðar lá leið hans til annarra landshluta í atvinnuleit og meðal annars vann hann um skeið ásamt Jóhannesi heitnum bróður sínum að brúargerð yfír Héraðsvötn í Skagafírði. Á vertíð- um reri hann m.a. frá Bolungarvík og víða á Ströndum. Trillu sína „Bjöminn" gerði hann út í nokkur ár frá Hafnarhólmi, þar sem hann bjó ásamt Jóhannesi, bróður sínum. Einnig sigldi hann um tíma á stríðs- árunum á mb. Jökli frá Hafnarfírði. Á árunum 1950—1958 stundaði hann siglingar á norskum tankskip- um og gerði víðreist í fjórum heimsálfum og munu fáir íslending- ar hafa verið honum víðförulli. M.a. fluttu skipin olíu til norska hval- veiðiflotans í suðuríshafínu og fermdu hvallýsi til baka. Eftir að Guðmundur hætti siglingum erlend- is stundaði hann um skeið eigin útgerð frá Patreksfírði, Bíldudal og Norðurfírði, en fluttist að því búnu suður og settist að í Höfnum á Reykjanesi, þar sem hann keypti sér hús og bjó um árabil. Skömmu eftir að hann settist að í Höfnum hóf hann störf hjá ís- lenskum aðalverktökum á Keflavík- urflugvelli og vann þar einkum að iagerstörfum, óslitið allt til ársins 1984 er hann hætti störfum áttræð- ur að aldri. Áður hafði hann selt hús sitt í Höfnum og leigt sér hús- næði í Keflavík nokkur síðustu árin. Eftir langa starfsævi fluttist hann síðan á Hrafnistu í Hafnarfírði þar sem hann dvaldist fram til hins síðasta en andaðist í Vífílsstaðaspít- ala hinn 6. nóvember síðastliðinn. Framanskráðar línur eru fátæk- leg samantekt á lífshlaupi Guð- mundar, frænda míns, sem í lítillæti sínu við dagleg störf átti sér í raun viðburðarríka ævi, þótt hann geymdi það að mestu með sjálfum sér. Þó átti hann það til að riQa upp liðna atburði úr heimsreisum sínum yfír góðum kaffibolla og þá jafnan af þeirri einstöku hógværð sem einkenndi allt hans æði. Mátti þá stundum greina duldan glampa í augum hans sem hlýjaði manni um hjartarætur. En efst í huga mér og áreiðanlega allra annarra sem kynntust honum er minningin um manninn sjálfan, ljúfmennið og tryggðatröllið, sem rétti svó mörg- um hjálparhönd og mátti aldrei vamm sitt vita í neinu. Meðan hann sigldi um heimshöfín sýndi hann foreidrum sínum og systkinum jafn- an þá ræktarsemi og nærgætni að skrifa þeim og láta vita af sér reglu- lega. I sumarleyfum sínum hafði hann yndi af að heimsækja ætt- ingja og vini úti á landi, enda var hann hvarvetna aufúsugestur. í Noregi eignaðist hann góða vini á útivistarárunum, og eftir að hann sneri heim skrifaði hann þeim jafn- an og sendi jólakveðjur. Einnig brá hann sér nokkrum sinnum í heim- sókn til Noregs, síðast sumarið 1986. Ég hef grun um að þá hafí hann kvatt vini sína norska í full- vissu þess að þar væri um síðasta hlýja handtakið að ræða, því sjálfur taldi hann sig vita með vissu hve- nær honum væri ætlað að kveðja þessa jarðnesku tilvist og talaði um það af sama æðruleysinu og ein- kenndi hann í öllum greinum. Þetta hefur nú gengið eftir. Nú er þessi aufúsugestur á heim- ili okkar Margrétar og fjölda annarra horfínn til fegri heima að loknu löngu og farsælu starfí. Við söknum í einlægri þökk og virðingu um leið og við fögnum því að hafa notið vináttu sem aldrei brást og verður okkur sá fjársjóður sem mölur og ryð fær ekki grandað. Ingi K. Jóhannesson t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir, sonur, bróðir og afi, SVANUR ÁGÚSTSSON, matreiðslumeistari, Espigerði 2, andaðist 12. nóvember í Landspítalnum. Stella Þorvaldsdóttir, Ágúst Svansson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Svandís Svansdóttir, Oddur Vilmundarson, Þorvaldur Svansson, Valgerður Tómasdóttir, Björg Ágústsdóttir, og barnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir, ERLENDUR PÁLL GRÍMSSON, Selsvöllum 14, Grindavlk, andaðist í Landakotsspítala 12. nóvember. Kolbrún Einarsdóttir, Grímur Helgi Pálsson, Helga Valtýsdóttir, Grfmur Pálsson, Valtýr Grfmsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar og bróður, JÓNS BRAGA ÁSGRÍMSSONAR, Svalbarði, Borgarfirði. Ásta Magnúsdóttir, Magnús Björn Ásgrímsson, Kári BorgarÁsgrímsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför EBBU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hofslundi 9, Garðabæ. Bárður Auðunsson, Steinunn Bárðardóttir, ísak Möller, Herjólfur Bárðarson, Ragnhildur Mikaelsdóttir, Auður Bárðardóttir, Elínborg Bárðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ásta Bárðardóttir, Páll Kolka isberg, barnabörn og systkini hinnar látnu. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ODDSÞÓRÐARSONAR frá Eilífsdal, Álfheimum 46. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og fjölskyldur. Minning: Ingvi R. Einars- son, Götuhúsi Mikill harmur er að okkur kveð- inn. Hann Ingvi Rafn er dáinn. Þessi stóri, sterklegi og lífsglaði maður. Ingvi átti stóra fjölskyldu og Qölskyldan og heimilið var hon- um allt, ekki hvað síst eftir að bilandi heilsa meinaði honum að vinna. Ingvi hafði eignast fimm böm, einn son og fjórar dætur, en ein þeirra lést á unga aldri, þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þorbjörgu Katarínusardóttur. Þor- björg átti fímm dætur frá fyrra hjónabandi og saman eignuðust þau Ingvi og Þorbjörg tvo syni. Fjöl- skyldan var því stór og marga munna var að metta. Ingvi var góður fjölskyldufaðir og fósturdætur hans kunnu vel að meta þennan dálítið hijúfa en jafn- framt ljúfa mann. Þær litu á hann sem föður, elskuðu hann og böm þeirra héldu mikið upp á afa sinn enda var hann þeim góður og vildi allt fyrir þau gera. Er hann guð- faðir nokkurra bama fósturdætra sinna sem sýnir kannski betur en margt annað það traust og þá hlýju sem ríkti á milli Ingva og fóstur- dætranna. Ingvi Rafn var feikilega mikill vinnuþjarkur. Lengst af vann hann til sjós en fyrir rúmum tíu ámm fór heilsu hans að hraka. I rúman ára- tug barðist hann við illskeyttan sjúkdóm sem að lokum varð honum að fjörtjóni. Eftir að hann hætti að hafa heilsu til að vinna á sjónum fór hann að vinna í landi, meðal annars í fiski. Sjómennskan var honum þó ævinlega ofarlega í huga og fáir sunnudagar liðu án þess að hann liti við í höfninni á Eyrar- bakka. Eftir að Ingvi fór að vinna í landi var hann sami þjarkurinn og viljinn til að sjá heimili sínu farborða var ætíð hinn sami. Síðustu árin hrakk- aði heilsu hans þó svo mikið að hann gat ekki unnið úti. Hann gafst þó ekki upp heldur reyndi að afla heimilinu tekna með því að pijóna lopapeysur en þær var hægt að selja. Fram á síðasta dag hafði Ingvi þungar áhyggjur af heimilishaldinu og hvemig fjölskyldunni reiddi af þó svo hann kæmist orðið varla úr húsi og þyrfti að vera rúmliggjandi langtímum saman. Það er erfítt fyrir okkur að kveðja Ingva Rafn, afa okkar, fósturföður og tengdapabba sem þannig var numinn brott úr lífí okkar. Minning- in um hann mun þó lifa með okkur og biðjum við þess að sú minning muni styrkja Þorbjörgu, eftirlifandi eiginkonu hans, syni þeirra Kat- arínus Grím og Einar Bjöm og aðra sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls hans. Það er þó huggun harmi gegn að Ingvi fékk að eyða síðustu andartökum sínum heima, í Götuhúsi á Eyrarbakka. Eftir að honum varð ljóst að hveiju stefndi var það hans einlæga ósk að mega deyja heima, og það fékk hann. Við biðjum þess að Ingvi Rafn fái að hvfla í friði og að Guð huggi og styrki eiginkonu hans, böm og aðra sem harmur hefur nú verið kveðinn að. Guðbjörg, Júlíus og Axel Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsiits á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. t ÁRNI SÆVAR GUNNLAUGSSON, bifreiöastjóri, Öldugranda 3, lést í Borgarspítalanum 13. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlfna Skaptadóttir, Gunnlaugur Árnason, og börn hins látna. Blóma- og skreytingaþjónusta Cj hvert sem tilefniÖ er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför GUNNARS GÍSLASONAR. Karólína Gunnarsdóttir, Gfsli Sigurður Gislason, Fríöur Jóhannesdóttir, Unnur Gröndal, Gunnar Jóhannsson, Gfsli Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.