Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 271. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Prentsmíðja Morgunblaðsins Embætti framkvæmdasljóra NATO: Wömer heitið stuðn- ingi Bandaríkjanna Brilssel, Bonn, Reuter. BANDARÍKJAMENN hafa lýst yfir stuðningi við framboð Manfreds Wörner, varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, til embættis fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Að sögn ónefndra sendi- manna í höfuðstöðvum bandalagsins í BrUssel hafa tíu ríki heitið Wörner stuðningi. Þijú ríki, ísland, Danmörk og Grikkland, hafa heitið Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs, stuðningi sínum auk Norðmanna sjálfra. Bandarískur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði á blaðamannafundi í Briissel í gær að Bandaríkjastjóm hefði ákveðið að styðja Wörner og hefði öðrum ríkjum bandalagsins verið tilkynnt um þetta. Vitað er að Bret- ar og Frakkar hafa heitið stuðningi við framboði hans en Hollendingar og Kanadabúar hafa enn ekki gert upp hug sinn. Manfred Wömer Grænland: Alnæmi greinist í fyrsta sinn Nuuk. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Landlæknisembættið á Græn- landi hefur staðfest að tveir menn hafi greinst með alnæmi þar í landi. Grænlenski landlæknirinn, Jens Misfeldt, sendi grænlenskum yfir- völdum tilkynningu þess efnis í gær, að tveir menn hefðu greinst með alnæmi. Annar þeirra, sem alnæmisveiran greindist hjá, er orð- inn veikur og liggur á sjúkrahúsinu í Nuuk til frekari læknisrannsóknar. Margir hafa óttast afleiðingar þess að alnæmi bærist til Græn- lands, þar sem vitað er að fólk þar skiptir oft um rekkjunauta. Því er hætta á að sjúkdómurinn breiðist hratt út á Grænlandi. sagði í viðtali í gær að hann bygg- ist við því að ákvörðun um eftir- mann Carringtons lávarðar, núverandi framkvæmdastjóra, yrði tekin á fundi utanríkisráðherra að- ildarríkjanna í Briissel þann 11. til 12. desember. Norðmenn hafa gagnrýnt Vest- ur-Þjóðveija fyrir að hafa beitt óeðlilegnm aðferðum til að tryggja kjör Wömers. Sögðu heimildar- menn í höfuðstöðvunum að norska ríkisstjórnin hygðist ekki draga framboð Willochs til baka. Hefur verið leitt að því getum að þriðja framboðið komi fram, en það hefur enn ekki gerst. Helmut Kohl, kanzlari Vestur- Þýskalands, mun eiga viðræður við Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, er ráðamenn ríkja Evrópubandalagsins koma saman til fundar í Kaupmannahöfn næsta föstudag. Verður varnarsamvinna Frakka og Vestur-Þjóðverja helsta umræðuefnið, en Thatcher lýsti yfir því nýlega í blaðaviðtali að slík sam- vinna mætti ekki verða til þess að grafa undan Atlantshafsbandalag- inu. Giovanni Goria, forsætisráð- herra Italíu, hefur einnig látið í ljós efasemdir um að samvinna þessi þjóni hagsmunum bandalagsins. Hyggst Kohl nota tækifærið og skýra sjónarmið ríkjanna tveggja auk þess sem Manfred Wömer mun á mánudag skýra vamarmálaráð- hermm NATO frá hugmyndum þessum. Þykir þetta sýna að ráða- menn í Vestur-Þýskalandi hafi áhyggjur af því að gagnrýni þessi taki að verða almenn á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Reutor Aðkoman eftir að misindismennirnir höfðu myrt kristna fjölskyldu í Zimbabwe aðfaranótt fimmtudags. Sextán hvítir menn myrtir í Zimbabwe Deilur um beitilönd talin ástæða fyrir morðunum Bulawayo i Zimbabwe, Reuter. SVARTIR uppreisnarmenn myrtu 16 hvíta menn í Zimbabwe að- faranótt fimmtudags. Meðal hinna myrtu var sex vikna gamalt barn. Talið er að morðin hafi verið framin vegna ágreinings um beitarrétt í Matabele-héraði. Tveir hinna myrtu voru bandarískir, einn breskur og 13 innfæddir. Hinir myrtu voru kristnir bændur og fjölskyldur þeirra sem bjuggu á tveim samliggjandi bæjum 100 km suður af bænum Bulawayo. Innanríkisráðherra Zimbabwe, Enos Nkala, sagði á blaðamanna- fundi í gær að uppreisnarmennimir, sem myrtu fólkið, hefðu verið ráðn- ir til verksins af svörtum bændum, sem töldu sig eiga beitarland það sem fjölskyldurnar sem myrtar voru nytjuðu. Sagði ráðherra að um 20 menn undir forystu manns að nafni Gayigusu, hefðu myrt fólkið. Gayig- usu er stigamaður, sem öryggis- sveitir Zimbabwe hafa leitað mánuðum saman. Ódæðismennimir myrtu fólkið, með sveðjum, en þeir voru einnig vopnaðir byssum. Lögðu þeir eld að líkunum. Tvö böm komust und- an. Þýið skildi eftir bréf, skrifað á lélegri ensku, þar sem vestrænir mönnum er sagt að hypja sig úr landi. Nkala sagði vandræði vegna beit- arréttar hafa verið vandamál í Zimbawbe frá því hvítir menn námu bestu landsvæðin á 19. öld og ráku innfædda á brott. Þurrkar í Mata- bele-héraði á þessu ári hafa magnað deilur á milli svartra og hvítra um beitiland. Robert Mugabe forsætisráð- herra, fordæmdi morðin á fólkin í gær og sagði verknaðinn „hroðalegt ódæðisverk". Bandaríkja- dollar lækkar enn London, Reuter. Gengi Bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum S gær og hlutabréf lækkuðu víða lítillega i verði. Að sögn sérfræðinga virðist svo sem samkomulag, sem fulltrúar beggja þingflokka og stjórnar Ronalds Reagan náðu nýlega um leiðir til að draga úr fjár- lagahalla í Bandaríkjunum, hafi ekki skilað tilætluðum ár- angri á fjármálamörkuðum heims. Starfsmaður Westminster- bankans í London dró fána Bandaríkjanna í hálfa stöng er hann fylgdist með lækkun doll- arsins, en fyrir hann fengust 1,808 sterlingspund í gær og hafði gengi hans gangvart pundinu ekki verið lægra í rúm fimm ár. Reuter Bangladesh: Lýst yf ir neyðar- ástandi í landinu Dhaka í Bangladesh, Reuter. FORSETI Bangladesh, Hossain Mohammad Ershad, lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu i gær og bannaði verkföll og mótmælaaðgerðir gegn stjórn landsins. Sagði forsetinn i yfirlýsingu í rikissjónvarpinu að hann væri neyddur tU að grípa til neyðarlaga vegna þess óörygg- is sem ríkti í innanlands- og efnahagsmálum. Ershad lýsti yfir neyðarástandi til að binda endi á mótmæli gegn honum og stjóm hans, sem miða að því að koma honum frá völdum. Jafnframt því að lýst var yfir neyð- arástandi í landinu fyrirskipaði stjóm landsins 36 klukkustunda útgöngubann í höfuðborginni, Dhaka, og ijórum öðrum borgum. Ershad lýsti yfír að öll þegnrétt- indi væm afnumin í landinu og að hver sá sem bryti lögin yrði hand- tekinn og dæmdur í allt að þriggja ára fangelsi. Talið er að forsetinn sé með þessu að koma í veg fyrir 72 klukkustunda allsheijarverkfall í landinu sem hefjast átti á sunnu- dag. Það em stjórnarandstöðu- flokkar landsins sem boðuðu til verkfallsins. Öll iðnfyrirtæki og skrifstofur í landinu verða lokuð meðan út- göngubann er í gildi. Ríkisútvarpið og sjónvarpið senda ekki út á með- an á því stendur. Háskólar og menntaskólar verða lokaðir til 4. desember segir í tilkynningu inn- anríkisráðuneytisins. Forsetinn mun ávarpa þjóðina í ríkissjón- varpinu á laugardag. Að sögn talsmanna stjórnarand- stæðinga handtók lögreglan nokkra stjórnmálaleiðtoga skömmu eftir að tilkynnt var að neyðarástandslög ríktu í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.