Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
Morgunblaðið/Sverrir
Eggert Magnússon við nokkur verka sinna af einkasýningu hans á
Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð á laugardag.
Kjarvalsstaðir:
Sýning á verkum
Eggerts Magnússonar
EGGERT Magnússon heldur
fimmtu einkasýningu sina á mál-
verkum að Kjarvalsstöðum
dagana 28. nóvember til 13. des-
ember. Á sýningnnni eru 41
olfumálverk, unnin á tfmabilinu
1985-1987.
Eggert Magnússon er Reyk-
víkingur, og hefur lengst starfað
sem vélstjóri, en er nú kominn á
eftirlaun. Þetta er fimmta einkasýn-
ing Eggerts, en hann hefur einnig
tekið þátt í þremur samsýningum
hérlendis, auk samsýningar í Malmö
Konsthall.
Eggert sagði f samtali við Morg-
unblaðið að hann sækti helst
myndefni sitt í eigin reynslu til sjós,
en hann er sjálfmenntaður í mynd-
listinni og hefur málað f um það
bii aldarfjórðung.
Ath! Nýtt heimilisfang
Hef flutt skrifstofu mína að Garðatorgi 5,
Garðabæ. Sími 656688.
Klemenz Eggertsson,
héraðsdómslögmaður.
Jólavörurnar komnar
Aðventuljósin vinsælu, 9 mismunandi gerðir.
Jólatré, 70 sentimetra, með öllu skrauti og seríu.
Jóla-„glöggsett“ keramik.
Jólatrésfætur með patent festingu (nýjung).
Lampar í barnaherbergi, (ótrúlega skemmtilegir).
Barnaleikspil, 11 mismunandi gerðir.
Barnahárskraut, 15 mismunandi gerðir.
Snyrtisett, hárspennur, tindagreiður.
Tískuskartgripir, gott úrval.
Ferðatöskur, (3 í setti) eða stakar.
Skólatöskur (skjalatöskuútfærslan) stórgott verð.
Ferðagrill.
Gasgrill.
Rafmagnsgrill.
Grillvagnar (rafmagns), einfaldir og tvöfaldir.
Grillofnar.
Vöfflujárn með og án teflons, einföld og einnig
tvöföld.
Pottar og pönnur, hnífar og skæri, hitabrúsar og
könnur.
Úrval leikfanga.
Gjörið svo vel og hafið samband og/eða lítið inn.
Alltaf næg bílastæði og engir stöðumælar.
LEIMKÓ HF.,
umboAs- og heildverslun,
Smiðjuvegi 1,200 Kópavogi, sfmi 46365.
Skammdegis-
hugarfar
allt árið — árum saman
eftírJón Gauta
Jónsson
Þær eru kaldar kveðjumar, sem
þjónustugreinar sjávarútvegsins fá,
í setningarræðu formanns LÍÚ, á
landsþingi samtakanna í byijun
mánaðarins. Þar segir að „talið sé“
að þjónusta viðgerðarverkstæða og
skipasmiðja hafi hækkað um 75%
á einu ári en hafi átt að hækka um
20%. Þessi stutta umfjöllun um
þennan mikilvæga þátt sjávarút-
vegs endar svo á hótun til þjónustu-
greinanna og um leið hvatningu til
útgerðarmanna, um að viðgerðar-
þjónusta verði sótt í enn ríkara
mæli til annarra landa. Nú er ég
svo nýbyrjaður að starfa að þessum
málum að mér er ekki kunnugt um
hvað formaður LÍÚ á sökótt við
iðngrein þessa og þá sem að henni
vinna. Þó svo að ég þekki ekki or-
sökina þá eru mér ljósar þær
hrikalegu afleiðingar sem óvandað-
ur málflutningur sem þessi getur
haft í for með sér fyrir útvegs-
menn, skipasmiðjur og þjóðina i
heild.
Óvandaður mál-
flutningur
Málflutning sem þennan kalla ég
óvandaðan vegna þess að þjóðin á
því að venjast að formaðurinn birt-
ist í fjölmiðlum með munninn fullan
af meðaltölum (oftast um tap). Er
þá ekki eðlilegt að ætla að fólk trúi
því að þessi 75% hækkun á þjón-
ustu sé meðalhækkun? Jú einmitt
og það er ekki ótrúlegt að sá sé
einmitt tilgangurinn. Eg læt mér
ekki detta í hug að formaður svo
merkra samtaka sem LÍÚ eru, vogi
sér að nefna svoha tölu án þess að
hafa staðfestingu á henni í fórum
sínum þó svo ég finni ekkert sam-
bærilegt hjá þeim skipasmíðastöðv-
um sem ég hafði samband við af
þessu tilefni. Sjálfsagt eru til
minni fyrirtæki sem hafa að-
stöðu til þess að selja þjónustu
sína mun hærra verði en almennt
gerist, svona svipað og þegar
skip selur afla á markaði þar sem
framboð af fiski er litið en eftir-
spurnin mikil. Mér telst til að
meðalhækkun útseldrar vinnu
þeirra átta skipasmíðastöðva sem
ég hafði samband við sé um 44% á
einu ári. Þær smiðjur sem sýndu
hækkun sem var meiri en meðaltal-
ið og virkuðu til hækkunar á því,
höfðu gert s.k. fyrirtækjasamning
á þessu ári þar sem samið var um
verulega lengingu á virkum vinnu-
tíma með breyttu tímaskráningar-
kerfi og niðurfellingu kaffítíma
(sumstaðar metið allt að 20%). Með
því er viðskiptavininum tryggð
meiri vinna á skemmri tíma og þess
vegna ekki sanngjamt að meta það
einskis í samanburði. En nóg um
óvandaðan málflutning. Nú skulum
við huga að því sem ég kalla hrika-
legar afleiðingar.
Hrikalegar afleiðingar
Hvaða afleiðingar hefur svona
málflutningur, þar sem útvegs-
mönnum er beinlínis sagt að
nauðsynlegt sé að leita til annarra
landa eftir þjónustu? Með linnulaus-
Málþing um nátt-
úruspeki Newtons
300 ár frá útgáfu
Stærðfræðilög-
máls náttúru-
spekinnar
EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands og
Félag áhugamanna um heim-
speki minnast i sameiningu 300
ára afmælis fyrstu útgáfu Stærð-
fræðilögmáls náttúruspekinnar
eftir Isaac Newton með málþingi
i Norræna húsinu á morgun,
sunnudag, frá klukkan 11 til 17.
Stærðfræðilögmál náttúruspek-
innar, eða Philosophiae Naturalis
Principia Mathematica eins og
frumútgáfan nefnist, kom út í Lon-
don árið 1687. Ritið hefur verið
talið eitt merkasta vísindarit allra
tíma, en í því setti Newton meðal
annars fram undirstöðulögmál afl-
fræðinnar og kenningar um
þyngdarkraftinn og göngu himin-
tungla. Kenningar Newtons voru
ekki endurbættar fyrr en með af-
stæðiskenningu Einsteins á þessari
öld.
Á málþinginu í Norræna húsinu
á morgun verða flutt fjögur erindi.
Mikael Karlsson heimspekingur
flytur erindi sem hann nefnir
„Þungir þankar um aflfræði Aris-
totelesar", Þorsteinn Vilhjálmsson
eðlisfræðingur ræðir náttúruspeki
Newtons í ljósi sögunnar, Robert
Magnus stærðfræðingur nefnir sitt
erindi „Is the Solar System
Stable?", og Einar Guðmundsson
stjameðlisfræðingur veltir því fyrir
sér hvernig stjömukerfin hafí
myndast. Á eftir erindunum verða
frjálsar umræður. Málþingið er öll-
um opið.
Jón Gauti Jónsson
„Mér telst til að meðal-
hækkun útseldrar
vinnu þeirra átta skipa-
smíðastöðva sem ég
hafði samband við sé
um 44% á einu ári. Þær
smiðjur sem sýndu
hækkun sem var meiri
en meðaltalið og virk-
uðu til hækkunar á þvi,
höfðu gert s.k. fyrir-
tækjasamning á þessu
ári þar sem samið var
um verulega lengingu á
virkum vinnutíma með
breyttu tímaskráning-
arkerfi og niðurfell-
ingu kaffitíma
(sumstaðar metið allt
að 20%). Með því er við-
skiptavininum tryggð
meiri vinna á skemmri
tíma og þess vegna ekki
sanngjarnt að meta það
einskis í samanburði.“
um áróðri í þessa átt fara menn
að leita eftir þjónustu til útlanda
án þess að kanna hvað hún kostar
hér innanlands. Þannig eru menn
nú að flytja inn skip sem kosta
fullbúin um eða yfir kr. 80 millj. á
samð tlma og íslensk skipasmfða-
stöð afhendir kaupendum hér
sambærilegt skip fyrir kr. 66 millj.
Á sama tíma má nefna skip sem
hafa farið í endumýjun erlendis og
koma svo heim og þurfa meirihátt-
ar lagfæringar við hér heima vegna
vanefnda erlendra aðila og ýmissa
mistaka þeirra. Um þetta er lítið
talað.
Þegar svo við þetta ástand bæt-
ast handahófskenndar aðgerðir og
aðgerðaleysi stjómvalda, þannig,
að ýmist er bannað að smíða skip,
og þar með ekkert endumýjað, eða
þá að heimild er gefin til smíða
nokkurra tuga skipa á stuttum
tíma, þá magnast afleiðingar þessa
ástands með heilu margfeldi. Það
er ekki einungis að þjóðin safni
erlendum skuldum í óhófí heldur
koma í ljós, þegar til lengri tíma
er litið, alvarlegustu afleiðingamar.
Skipasmiðum og málmiðnaðar-
mönnum fækkar. Þeim fækkar
vegna þess að stór hluti þeirra
flytur úr landi eins og gerst hef-
ur á liðnum árum og nýir menn
Silki- og bómullar- \.í .T.T.E. I.Á.T.».»
1#/l# I # I • H#ll#ll#|j#/I || • ^^TÍZKAN
11 J1 1 1 Mm fM V MJ IM. MW Laugavegi 71 II hæð Slmi 10770