Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Hamrahlíðarkór- inn tuttugn ára eftir Gylfa Þ. Gíslason Síðast liðinn sunnudag átti sér stað merkisatburður í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Kór skólans, Hamrahlíðarkórinn, hélt upp á tutt- ugu ára afmæli sitt. Þrír kórar sungu undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Einn var skipaður núverandi nemendum skólans. Síðan söng Hamrahlíðarkórinn, skipaður núverandi og fyrrverandi nemendum. Loks bættust í hópinn fjölmargir gamlir kórfélagar, þann- ig að hátt á annað hundrað söng- fólks hefur verið á söngpallinum. Núverandi nemandi, Ólafur Kjartan Sigurðarson, söng einsöng í fomum gyðingasöngvum. Fyrrverandi kór- félagi, Egill Ólafsson, söng einsöng í negrasálmum. Annar fyrrverandi kórfélagi, Kristinn Sigmundsson, söng einsöng í fyrsta laginu, sem hann söng einsöng í með kómum á skólaárum sínum, „í Thule trúr í lundu“ eftir Zelter og Goethe, auk þess sem hann söng einsöng við undirleik Catherine Williams. Meðal verkefna Hamrahlíðarkórsins vom lög, sem Þorkell Sigurbjömsson og Hafliði Hallgrímsson sömdu sér- staklega fyrir kórinn. Hér var sannarlega um merkisat- burð að ræða, bæði í skólastarfi og tónlistarlífi. Hamrahlíðarkórinn er fyrir löngu orðinn vandað, hljóm- fagurt og hámákvæmt hljóðfæri og hefur veitt íslenzkum hlustendum ómælda ánægju og borið hróður íslenzkrar tónmenntar víða um lönd. í sjálfu sér er það alltaf ánægjulegt og athyglisvert, þegar tónlist er vel flutt. En þegar kór verður til með þeim hætti, sem Hamrahlíðarkórinn hefur orðið til, er það sérstakt og umtalsvert fyrir- bæri. Snjöllum kennara og stjóm- anda hefur tekizt að byggja upp skólakór, sem stenzt fyllstu kröfur. Enn hef ég samt ekki sagt það, sem knúði mig til þess að skrifa þessar línur. Á undanfömum árum hefur verið skrifað svo mikið og svo vel um Hamrahlíðarkórinn og söng hans, að þar var ekki þörf á neinni viðbót frá mér. Það, sem mig lang- aði til þess að leggja áherzlu á, er, hversu mikils virði það er skóla og nemendum hans, að þar skuli kenndur söngur með þeim hætti, sem átt hefur sér stað í Hamrahlíð- arskólanum undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Við það að hlusta á söng nemendanna heyrðist, hvílíkt vald þeir höfðu öðlazt á verkefni sínu. Og við það að horfa á þá syngja, sást, hversu mikla gleði þeir höfðu af söngnum. Ég hef ein- hvem tíma sagt það áður, að eitt bezta ráðið til þess að kenna ungu fólki hæversku og háttprýði sé að kenna því að meta góða tónlist. En til þess að flytja vandaða tónlist jafnvel og þetta skólafólk gerir, þarf meira en háttprýði, það þarf mikinn sjálfsaga. Og hversu mikils virði er það ekki ungu fólki að læra að stjóma sjálfu sér, hafa vald á verkefni sínu? Manna síðastur mun ég verða til þess að vanmeta gildi þess að læra málfræði og stærð- fræði í skóla, bæði vegna þekking- arinnar, sem það færir, og vegna þroskans, sem það veitir. En þroska á einnig öðlast með öðmm hætti, t.d. með því að læra að meta góða tónlist og þá ekki síður með því að flytja hana. Og þegar það jafnframt veitir gleði, er þá ekki augljóst, að verið er að vinna mannbætandi verk? Ymislegt getur farið aflaga í skólastarfi, og eflaust má margt gera betur á því sviði en nú er gert. Þá er ekki heldur þagað um það, svo sem rétt og nauðsynlegt er. En einmitt þess vegna er þeim mun meiri ástæða til þess, að ekki ríki þögn um það, sem afburða vel er gert. Starf Þorgerðar Ingólfsdóttur að söngmálum Hamrahlíðarskólans hefur verið frábært og tvímælalaust stuðlað að auknum þroska allra þeirra nemenda, sem tekið hafa þátt í því, að ekki sé talað um þá ánægju, sem það getur fært þeim og áheyrendum þeirra. Hið sama má sem betur fer segja um tónlist- arkennslu og tónlistariðkun í fjölmörgum öðrum skólum, en á þessu sviði hafa orðið ótrúlegar framfarir á undanförnum árum. Starf þeirra, sem að þessu hafa unnið, hefur ekki enn verið fullmet- Gylfi Þ. Gíslason „Það, sem mig langaði til þess að leggja áherzlu á, er, hversu mikils virði það er skóla og nemendum hans, að þar skuli kenndur söng- ur með þeim hætti, sem átt hefur sér stað í Hamrahlíðarskólanum undir stjórn Þorgerðar Ingólf sdóttur. “ ið, en það verður, því að nemend- umir hafa orðið að betri og ánægðari mönnum. Höfundur er fyrrverandi ráð- herra. Þjóðleikhúsið: Sýning á bún- ingateikning- um Sigrúnar Úlfarsdóttur SIGRÚN Úlfarsdóttir, tískuteikn- ari og búningahönnuður, sem hannaði búninga á Islenska dans- flokkinn fyrir sýninguna Á milli þagna eftir Hlíf Svafarsdóttur, verður með sölusýningu í Krist- alssal Þjóðleikhússins meðan á sýningum Flaksandi falda stend- ur. Sýningin verður opin í dag, laugardag, og á morgun frá klukkan 17 til 19 og fyrir leikhús- gesti yfir helgina. Síðasta sýning á Flaksandi földum er í kvöld. Sigrún Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1979 til 1981. Árin 1981 til 1983 var hún við nám í rússnesku og búningateiknun í Moskvu og frá 1983 til 1987 lærði hún tískuhönnun og búningagerð við Esmod-skólann í París. Á milli þagna er frumraun Sigrúnar sem búningahönnuðar, en hún vann einnig við útfærslu búning- anna í Villihunang eftir Chekov sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1985. Kökubasar hjá KR-konum KR-KONUR verða með sinn árlega jóla-kökubasar í KR-húsinu við Frostaskjól, sunnudaginn 29. nóv- ember nk. kl. 14.00. Eins og undanfarin ár verða þar á boðstólum gómsætar kökur á góðu verði. Tekið verður á móti kökum á basarinn frá kl. 11.30 á sunnudaginn. — mm EIRIABYRGÐ! 10.000 króna tékkaábyrgð, gegn framvísun bankakorts. 1115 0000 0003 3081 717S 9955-2006 12i053-519 JÓkíKA JÓHAHVSCÓTT1R UíXKiúr o I/S9 Notkun bankakorta eykur öryggi allra í tékkaviðskiptum. Við ábyrgjumst tékka að upphæð allt að 10.000 krónum - sé banka- korti framvísað. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1. Rithandarsýnishorn. 2. Númer bankakortsins. Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! < Q O Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.