Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Málsvöm fyrir ríkisútvarp BÆKUR Björn Bjarnason SAGNAÞULIR SAMTÍMANS Höfundur: Stefán Jón Hafstein. Útgefandi: Mál og menning. 337 bls., Reykjavík 1987. Stefán Jón Hafstein er fyrir löngu landskunnur fyrir störf sín hjá hljóðvarpi ríkisins. Hann hefur starfað þar sem fréttamaður og fréttaritari meðal annars í Banda- ríkjunum. Hann stjómar nú dægurmáladeild Rásar 2 og hefur þannig jrfirumsjón með fréttaþátt- um fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. í bókinni Sagnaþulir sam- tímans, sem ber undirtitilinn: Fjölmiðlar á öld upplýsinga, tekur Stefán Jón sér fyrir hendur að kynna viðhorf sín til fjölmiðlunar. Bókin hefst á þessum orðum til lesenda: „„Sagnaþulir samtímans" eru fjölmiðlamir sem gegnsýra líf okkar. Ég hef kosið þetta nafn til að minna á hveijir hafa tekið við hlutverki þeirra, sem skráðu íslend- ingasögumar á kálfskinn, ortu konungum dýr ljóð, styttu þjóðinni langar skammdegisstundir á bað- stofuvökum torfbæjanna um alda- raðir." Stíllinn er næsta upphafinn og sú spuming vaknar strax og raunar oftar, hvort ekki sé skotið yfir markið. Höfundur teygir oft lopann og á stundum er erfitt að átta sig á því, hvert hann er að fara. Er einkennilegt, að útvarps- maður, sem ætti að vera vanur að koma skýrri hugsun á framfæri við aðra í sem fæstum orðum skuli til- einka sér þennan stíl, þegar hann sest niður til að skrifa bók. Ef til vill veldur þessu léttirinn yfir að vera laus undan þeim skorðum, sem sekúndur og mínútur fréttatímans setja. Við lestur bókar Stefáns Jóns gat ég ekki varist þeirri hugsun, að við upphaf verks síns hefði höf- undur ekki gert sér nægilega glögga grein fyrir því, hvers konar bók hann ætlaði að skrifa. Annars vegar er um einskonar fræðilega útlistun á ýmsum gmnnþáttum i fjölmiðlun að ræða. Hins vegar er rætt ítarlega um stöðu Ríkisút- varpsins. Virðist mér sem bókin sé að öðrum þræði skólaritgerð höf- undar, rituð fyrir þá er búa við hefðir breskrar og bandarískrar fjölmiðlunar, og hins vegar tilraun til að takast fræðilega á við ýmsa þætti íslenskrar fjölmiðlunar og þá einkum útvarpsrekstur á vegum ríkisins. Höfundur gagnrýnir framkvæmd útvarpslaganna og yfirstjóm Ríkisútvarpsisns, það er útvarpsráð. Tillögur höfundar um úrbætur eru óljósar. Þar togast á tillit til valds þeirra, sem hafa „fagmannlega" getu að mati Stefáns Jóns Hafstein til að gera efni fyrir útvarp, og skírskotanir til „réttar" almennings til að vera „þjónað" af opinberum miðli, sem þó á að lúta eigin lögmál- um. Áhersla er lögð á nauðsyn þess, að ríkið láti að sér kveða í fjölmiðl- un. Varað er við hættunni af því, að markaðurinn ráði of miklu. Ríkið á að leggja mönnum til tækni til að koma því á framfæri sem þeir vilja, en þó undir einhvers konar „fagmannlegri" forsjá. Stærstur hluti bókarinnar snýst almennt um flölmiðlun og byggist á erlendum athugunum annarra en höfundar. Er margt af því, sem þar kemur fram, athyglisvert eins og til dæmis þetta, þegar rætt er um áhrifavald fjölmiðla: „í fyrsta lagi breyta fjölmiðlar sjaldan viðhorfum manna eða breytni, þeir staðfesta viðteknar skoðanir og venjur. Þetta er vegna þess að almenningur er ekki eins og hvert annað eyðublað sem fjölmiðlamir fylla út, heldur er hver einstaklingur virkur þátt- takandi sem vegur og metur út frá eigin afstöðu. Sýnt hefur verið fram á að fólk hefur mjög afstöðubundna athygli. Það velur úr efni og efnisat- riði eftir þvf hvað vekur með því ánægju eða styður eigin hugmynd- ir. Fólk kýs því fremur að fylgjast með frambjóðanda sem það styður en andstæðingi." Ef til vill ætti Morgunblaðið að prenta þessa klausu oft fyrir kosningar til að róa þá, sem halda, að allt fari á hinn versta veg, af því að andstæðingar þeirra skrifa greinar í blaðið? Þeir stjómmálamenn, sem höfða til flestra kjósenda, græða þannig mest á því að láta til sín taka í fjöl- miðlum; rödd þeirra hefur tryggðan hijómgrunn. Staða Kvennalistans hér hjá okkur og samfelldar vin- sældir hans, án þess að frambjóð- endumir séu sífellt í fjölmiðlaljósinu eða að kveðja sér hljóðs í tíma og ótíma er staðfesting á þessum orð- um. í kafla, sem ber jrfirskriftina Á valdi auglýsinganna, lýsir höfundur því, þegar Vilhjálmur Finsen, fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins, seldi blað- ið til kaupmanna í Reylq'avík. Segir Stefán Jón, að bemskusaga Morg- unblaðsins hafí einatt verið talin skýrt dæmi um hvemig auglýsend- ur geti haft bein áhrif á fjölmiðla. Vilhjálmur Finsen hafi verið beittur „nauðung" þeirra, sem réðu jrfír fjármagni. Til að rökstyðja þessa skoðun þyrfti höfundur að leita til fleiri heimildarmanna en Vilhjálms eins. Vilhjálmur seldi hlutafélaginu Árvakri blaðið 1919 og fór þaðan sjálfur 1921 og fluttist til Noregs. Síðar réðst hann til starfa í íslensku utanríkisþjónustunni, en náði ekki þar þeim frama, sem hann vildi. Það er fráleitt að halda því fram eða gefa til kjmna i bók, sem á að öðmm þræði a.m.k. að vera fræði- leg úttekt á fjölmiðlum, að auður eða aðstaða eigenda skipti sköpum um stöðu miðilsins. Staðreyndin er sú, að í fijálsum löndum ræðst vel- gengni blaða, þegar til lengri tíma er litið, af því hvemig þau standa sig almennt á markaðnum og með hvaða hætti þeim tekst að rækta samband sitt við lesendur. Þess eru mörg dæmi, að fyrir blöð, sem hafa staðið traustum fótum, hefur fljótt sigið á ógæfuhliðina. Þegar sú þró- un hefst þarf oft gífurlegt átak og ekki aðeins peninga til að rétta úr kútnum. Geymir íslensk útgáfusaga mörg dæmi um það. I þeirri §öl- miðlabyltingu, sem enn er að ganga yfir hér á landi, hefur Morgun- blaðinu tekist að halda stöðu sinni og þykir jafnvel betri auglýsinga- miðill nú en áður. Nær er að tala um að útbreiðsla þess sé tæp 50.000 eiptök en ekki rúmlega 40.000 eins og Stefán Jón gerir í bók sinni. Að ósekju hefði hann mátt stytta lýs- ingar á rekstri erlendra dagblaða og §alla þeim mun meira um hin íslensku. Höfundur sýnist hafa ofurtrú á gildi opinberra fjölmiðla. Hann seg- ir á einum stað: „Fjölmiðlar á markaði mótast af honum. Þeir eru því hvorki. óháðir né fijálsir. Þeir þjóna hvorki öllum þörfum'fólksins né alls fólksins — aðeins þeim þörf- um sem hagkvæmt er að þjóna. Þeir eru ekki lýðræðislega reknir. Opinberir Qölmiðlar eiga að bæta upp þessa vankanta. Því fylgja margvísleg vandamál fyrir ríkið og pólitfska valdið. Það er misjafnt hvemig þau eru leyst, en sjaldan hafið jrfir gagnrýni." Hér er fast að orði kveðið án fullnægjandi raka. í mínum huga eru þetta slagorð og alhæfingar. Opinber rekstur á fjöl- miðlum er á undanhaldi meðal annars vegna þess, að í skjóli hins opinbera rekstrar hafa opinberir starfsmenn þótt fara út fyrir þau mörk, sem starfsmönnum ríkis- valdsins eru sett og verður að setja. Tök fréttamanna Ríkisútvarpsins á „fréttum" um að Stefán Jóhann Stefánsson, þáv. forsætisráðherra, hafi verið í tengslum við bandarísku leyniþjónustuna eru nýlegt og gott dæmi um það, að „fagmenn" í opin- berri þjónustu geta auðveldlega gengið á hlut manna lífs og liðinna og það án haldbærra gagna og nokkurra saka. í því tilviki hefur útvarpsráð gripið í taumana og mælt fyrir um aðgerðir, sem ættu að geta hreinsað heiður Ríkisút- varpsins sem stofnunar. Er mikils- vert að vel verði staðið að þeirri rannsókn á því með hvaða hætti þetta gat gerst, sem útvarpsráð vill að útvarpsstjóri láti hlutlausan aðila gera. Raunar staðfestir þetta mál enn þá skoðun, að opinber rekstur á fréttastofum veitir sjálf- krafa enga tryggingu fyrir gæðum. Það liggur raunar síður en svo í hlutarins eðli, að ríkið standi í slíkum rekstri. Ríkisútvarpið nýtur þeirra for- réttinda eitt íslenskra fjölmiðla, að fólk verður að borga afnotagjaldið hvort sem það notar útvarpið eða ekki. Hjá Bylgjunni og Stjömunni eru engin afnotagjöld. Stöð 2 er áskriftarstöð og blöðin eru seld í áskrift eða í lausasölu. Stjómmála- mennimir eiga að gæta þess að umbjóðendum þeirra, kjósendum, sé ekki íþyngt með opinbemm álög- um. Þess vegna þurfa þeir að hafa auga með afnotagjaldi Ríkisút- varpsins. Menntamálaráðherra hefur þama lokaorðið. Þess em því miður dæmi að ráðherrar noti þetta vald að eigin geðþótta eins og þeg- ar Sverrir Hermannsson lejrfði sl. vor 68% hækkun útvarpsgjalda úr 18,70 á dag í 30 kr. Þetta dæmi sýnir, að með einu pennastriki er unnt að gjörbreyta aflcomu Ríkisút- varpsins, án þess að borgaramir fái rönd við reist. Mætti vissulega hugsa sér þá leið, að greiðsluskyld- unni yrði aflétt, en ákvörðun um afnotagjaldið flutt til útvarpsráös. Bók Stefáns Jóns Hafstein kemur út á miklu breytingaskeiði í íslenskri ijölmiðlun. Hún er því miður ekki þannig úr garði gerð, að hún auðveldi mönnum að átta sig til fulls á þessum breytingum. Bókin nær of skammmt til þess, Stefán Jón Hafstein miðast of mikið við erlendar að- stæður og er of mikið barátturit fyrir starfsemi ríkisútvarps. Sú skipan að Alþingi kjósi út- varpsráð er lýðræðisleg. Fulltrúar fólksins kjósa æðstu stjómendur þeirrar opinbem stofnunar, sem starfar í mestu návígi við fólkið. Ráðið endurspeglar á hveijum tíma valdahlutföll á Alþingi. Það endur- speglar ekki „valdahlutföll í kerf- inu" eins og Stefán Jón heldur fram. Embættismenn Ríkisútvarpsins em hins vegar hluti af kerfínu, þeir em „kerfískallar" Ríkisútvarpsins en ekki útvarpsráð. Stefán Jón segir að útvarpsráð hlutist til um „smæstu fram- kvæmdaatriði á borð við þau hveijir stjómi umræðuþáttum" og and- mælir því. Slík andmæli starfs- manns útvarpsins koma í sjalfu sér ekki á óvart, þegar jafnvel er am- ast við því, að yfírmenn taki ákvarðanir um hveijir annist gerð þátta og vilji hafa hönd í bagga um umræðuefni. Og Stefán Jón segir að fréttamenn hafi „túlkað frétta- reglur fijálslegar en fyrr eða beinlínis brotið þær í daglegum störfum". Hinn almenni borgari hlýtur að mega spyija af þessu til- efni: Hvers vegna líður útvarpsráð þetta? Og enn: Sýna ekki árásimar á Stefán Jóhann Stefánsson nauð- syn þess að Ríkisútvarpið sjái til þess að settum reglum sé fram- fylgt? Óvandaður fréttaflutningur eða órökstudd fréttaupphlaup ýta miklu frekar undir vantraust al- mennings í garð Ríkisútvarpsins en tilraunir útvarpsráðs til að sjá til þess að óhlutdrægni sé gætt. Mér finnst höfundi fipast í rök- færslu þegar hann leitast við að skýra muninn á milli ríkisstöðva og einkastöðva, með setningu eins og þessari: „Gagnvart Ríkisútvarpinu em menn borgarar, gagnvart Stöð 2 og Bylgjunni em menn nejftend- ur.“ Hjá ríkinu em fjölmiðlafag- mennimir að mati höfundar í einhvers konar upphöfnu tóma- rúmi, þar sem þeir sinna öllum þörfum almennings og „þetta er mikilvægt hlutverk og gjörólíkt því sem fagmenn á einkamiðlum verða oft að taka að sér, þar sem spum- ingin hvað selst og hvað ekki hefur áhrif á val þeirra og úrvinnslu". Hið upphafna tómarúm geta „fag- menn“ ríkisins ekki fengið nema þeir lúti hvorki sterkri jrfírstjóm né þurfi að sætta sig við fjárhagslegar skorður. Höfundur virðist vilja hafa það að engu, að Ríkisútvarpið er eign almennings en ekki þeirra, sem þar starfa. Engin ríkisstofnun á að ganga sjálfala eða hafa þau fjár- ráð, sem starfsmönnum hennar hentar hveiju sinni að leggja á allan almenning. Þetta á jafnt við um „sagnaþuli samtímans" í ríkisþjón- ustu sem aðra opinbera starfsmenn. Bók Stefáns Jóns Hafstein megnaði ekki að sannfæra mig um, að Ríkisútvarpið eigi að verða ríki í ríkinu. LIST GALLERI“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Vafalítið mun „List gallerí" vera fyrsta tilraun til þess að starfrækja sýningarsal í hinum vinalega Skeijafirði. Það er til húsa í glæsilegri byggingu af nýrri gerðinni í Einarsnesi 34, og er eigandi þess Tiyggvi Ámason, sem kunnur er fyrir myndir sínar af húsum í Reykjavík og þá eink- um af eldri gerðinni, sem búa yfir sögu, reisn og stemmningu. Jafnhliða sýningarstarfsem- inni, sem ennþá er af hóflegri tegundinni, þvi þetta er önnur í röðinni, hin fyrsta var haldin síðustu helgi aprílmánaðar og fyrstu helgina í maí sl. vor, gefur Tryggvi út kynningarrit með hverri sýningu, sem jafnframt er boðskort. Tryggvi sýndi sjálfur fyrra skiptið og kom ég á opnunina og hafði fróðleik og ánægju af. Hins vegar man ég ekki í augnablikinu hvort ég hafi þá verið virkur í starfi eðá í fríi frá skrifum, en ég kem satt að segja í fleiri til- gangi á mjmdlistarsýningar en að skrifa um þær. Á þetta er drepið hér vegna skeytis til okkar listiýn- enda í nýjasta kynningarritinu . .. Það er hin góðkunna listakona Þorbjörg Höskuldsdóttir, sem sýnir á staðnum um þessar mund- ir, nánar tiltekið um tvær helgar og er seinni helgin framundan. Myndlistarkonan sýnir 8 málverk og 9 teikningar og eru flest mynd- verkin af hóflegri stærðinni í samræmi við þokkafull húsakynn- in. Myndirnar allar eru ákaflega einkennandi fyrir þann ákveðna myndstíll sem Þorbjörg hefur markað sér og hún lagði út af fyrir margt löngu, sem er sam- bræðsla landslags og byggingar- listar. Hún beinlínis flísaleggur íslenzkt landslag á grískan máta og gerði það af lífi og sál löngu áður en það var „in“ að vera með goðfræðilega vísun í allri mynd- sköpun. Það er síst af öllu eitthvað nýtt að mála undir áhrifum af goðsög- um enda hefur slíkt verið gert öldum saman, en það er nýtt að tengja hveija pensilstroku hinum ýmsu greinum goðafræðinnar enda eru áhöld um það hvort margur heimsþekktur núlistamál- arinn viti haus né sporð í þeim merkilegu fræðum, sem er í mót- sögn við fyrri alda málara sem voru heillaðir af goðsögnum og niðursokknir í þau fræði er tengd- ust þeim og valförtuðu á sögulega staði. Ekki veit ég hið minnsta um hve glögg Þorbjörg Höskulds- dóttir er á goðafræðina, sem kemur málinu lítið við því að ofan- skráð er ekki tilvísun til hennar né þeirrar listheimspeki, sem hún hefíir tileinkað sér. Einfaldlega er ég að vekja athygli á að hún málar svona fyrir einhveija sjálf- sprottna innri þörf en ekki vegna fjarstýrðra tilmæla. En að sjálfsögðu má rekja áhrif frá einhveijum öðrum listamönn- um í þessum og fyrri verkum Þorbjargar, sem er eðlilegur lífsins gangur en það er allt annað mál. Þorbjörg Höskuldsdóttir Þetta er falleg sýning, sem komið hefur verið upp í sýningar- salnum í Einarsnesi 34, og hún kynnir ýmsar bestu hliðar Þor- bjargar Höskuldsdóttur sem mjmdlistarmanns og er fyrir það eitt heimsóknar virði. Þeim, sem eiga leið um Skeija- fjörðinn skal bent á að tilvalið er að hafa innlit í listhúsið á dag- skrá...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.