Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Kevln Keegan tll Akureyrar? I JÓN Ármann Héðinsson, stjómarmaður í ÍSÍ, var kosinn í stjóm Alþjóðasamtaka íþrótta- hreyfinga á ráðstefnu sem fór fram í Singapore á dögunum. I HLYNUR Stefánsson, knatt- spymumaður frá Vestmannaeyjum, hefur gengið til liðs við 1. deiidar- liðs Víkings. Guðmundur Hreið- arsson, markvörður úr Val, er byijaður að æfa með Víkingum á fullum krafti. ■ TERRY Venables, nýji fram- kvæmdastjórinn hjá Tottenham, mun stjórna Tottenham i fyrsta skipti i dag - í sjónvarpsleiknum gegn Liverpool í London. Það eru liðin 19 ár síðan Venables hefur verið í eða stjómað liði til sigurs gegn Liverpool. Hann lék með Tott- enham þegar félagið lagði Liverpool að velli, 2:1, 19. október 1968. ■ JUAN Antonio Samaranch, forseti alþjóðlegu Olympíunefndar- innar, sagði í Tokío í Japan í gær, að bann yrði sett á þær þjóðir sem mættu ekki til leiks í Seoul. Þær þjóðir sem kæmu ekki til leiks í Seoul fá ekki að taka þátt í OL í Barcelona 1992. ■ STEFÁN Gunnlaugsson, sem hefur unnið mikið og gott starf sem formaður knattspymudeildar KA, og félagar hans voru allir end- urkjömir á aðalfundi deildarinnar. Þeir sem em í sjóm með honum, em Gestur Jónsson, Gunnar Kárason, Ólafur Ólafsson, Magn- ús Magnússon, Sveinn Brynjólfs- son og Örlygur ívarsson. I KEVIN Keegan til Akur- eyrar? Þannig hljómar fyrirsögn í Degi á Akureyri á fimmtudaginn. Blaðið segir frá því að töluverðar líkur séu á því að knattspymukapp- inn Kevin Keegan, fyrmrn leik- maður Liverpool, Hamburger SV, Southampton og Newcastle, komi til Akureyrar næsta sumar á vegum KA - til að leiðbeina á knattspym- unámskeiði. KA-menn hafa haft samband við Keegan, sem hefur sýnt jákvæð viðbrög. Keegan, sem er mikill golfáhugamaður, mun þá hugsanlega taka þátt í Aretic open, sem fer fram á Jaðarsvellinum. ■ ATVINNUMENNSKAN heldur áfram innreið sinni í Olympíuleikana og eftir að ákveðið var að bæta tennisíþróttinni við keppnisgreinamar, tilkynntu þau Steffi Graf og Boris Becker að þau ætluðu sér að keppa um olympíugull í Seoul á næsta ári. Hin 19 ára gamla Steffi Graf er talin besta tenniskona veraldar í dag og landi hennar, Vestur Þjóð- veijinn Boris Beckerer einnig í hópi bestu tennisleikara heims. ■ FYRRUM franskur landsliðs- maður í knattspymu, Fleury Di Nallo, var gómaður fyrir krítar- kortamisferli í Lyon í vikunni. Níu manns til viðbótar, þ.á.m. eiginkona Fleury voru einnig nöppuð. Þeim var gefið að sök að hafa vísvitað leyft fólki að versla í sportvöruversl- un sinni með stolnum krítarkortum. Di Nallo var mikil hetja hjá Lyon á árunum 1963 til 1971 og kallaður prinsinn af Gerland, en heimavöll- ur Lyon heitir Gerland-stadium. Lék hann m.a. tíu landsleiki fyrir Frakk- land og gerðist síðar tækniráðgjafi Lyon. SKIÐI / HEIMSBIKARINN HANDBOLTI Bjami og Valdimarfara til IMoregs Bogdan, landsliðsþjálfari ís- lands í handknattleik, hefur valið þá Bjarna Guðmundsson, Wanne-Eicken og Valdimar Grímsson, Val, til að leika með landsliðinu í Lottó Polar Cup í Noregi. Þeir taka sæti Þorbergs Aðalsteinssonar, sem fékk ekki frí frá störfum í Svíþjóð og Karls Þráinssonar, Víking, sem meiddist í leik gegn Aftureld- ingu. Fyrsti sigur Alberto Tomba ÍTALSKI skíðamaðurinn Al- bertoTomba sigraði ífyrstu grein heimsbikarsins í alpa- greinum karla á þessum vetri, á heimavelli sínum, í Sestriere á Ítalíu í gær. Þetta var jafn- framt fyrsti sigur hans í heimsbikarnum. Aður hafði Tomba náð best öðru sæti í stórsvigi, í Alta Badia í fyrra. Sigur hins 20 ára gamla Itala kom mjög á óvart, en fögnuð- ur áhorfenda var að sama skapi mikill. „Ég átti ekki von á því að sigra hér því mér urðu k mistök í byijun seinni ferðar. En ég keyrði eins og ég gat síðari hlutann og það nægði mér,“ sagði Tomba eftir sigurinn. Tomba vakti fyrst athygli fyrir tveimur árum og á æfingum í haust hefur hann sýnt stöðugar framfarir og ávallt náð bestum tíma ítalanna. „Nú er ég sannfærður um að ég fæ gullverðlaun á Ólympíuleikun- um,“ sagði Tomba eftir keppnina, en samanlagður tími hans var 1:44.96 (53.2J og 51.68). Jonas Nilsson frá Svíþjóð varð ann- ar tæpri sekúndu á eftir Tomba. Guenther Mader frá Austurríki varð þriðji einni sekúndu á eftir Nilsson. Paul Frommelt frá Lichtenstein, sem gekk illa í fyrra, varð fjórði á 1:47.10 og Austurríkismaðurinn Roland Pfeifer hafnaði í fimmta sæti. Ingemar Stenmark frá Svíþjóð og Joel Gaspoz frá Sviss féllu báður út í fyrri umferð. Heimsbikarhafinn frá í fyrra Pirmin Ziirbriggen varð í sjöunda sæti og Bojan Krizaj frá Júgóslavíu, sem sigraði í svigkeppn- inni samanlagt í fyrra, varð aðeins í 10. sæti eftir slaka fyrri ferð. Konumar keppa í risastórsvigi í dag og karlamir í stórsvigi á morgun. Ásgeir og félagar leika í Homborg Reuter Alberto Tomba sést hér, fyrir miðju, fagna ásamt Jonas Nilsson, Svíþjóð og Guenther, Austurríki. Ásgeir Sigurvinsson gegnrýnir ieik Stuttgart gegn Mannheim í nýjasta hefti Kicker - segir eins og hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í vikunni, að alla yfirvegun hafi vantað í leik Stuttgart gegn Mannheim. „Við verðum að gera betur gegn Homburg,11 sagði Ásgeir. Við getum ekki mætt og sigur- vissir til leiks í Homborg. Þar máttum við þola tap, 1:2, á sl. keppnistímabili. Þá má geta þess að Homborg varð fyrst liða til að leggja Bayem að velli í vetur, sagði Asgeir. Atli Eðvarðsson er ekki í leik- mannahópi Uerdingen sem heldur til Núrnberg í dag. Atli er ekki í náðinni hjá Horst Köppel, þjálfara, sem er ekki vinsælasti maðurinn hjá Uerdingen. Markvörðurinn Wemer Vollack var t.d. rekinn' frá félaginu á dögunum, eftir að hann sagði að Köppel væri ómöglegur þjálfari. Matthias Herget leikur ekki með Uerdingen - er í leik- banni. Frá Jóhannilnga Gunnarssyni Frankfurt, sem hefur ekki tapað þremur síðustu leikjum sínum, eða síðan Uli Stein fór í markið, fær Kaiserslautem í heimsókn. Láms Guðmundsson er ekki í leikmanna- hópi Kaiserslautern, sem hefur ekki unnið leik á útivelli í vetur. Wolfram Wuttke leikur ekki næstu leiki með félaginu. Hann er með slitin liðbönd í hné. Það er furðulegustu hlutir að ger- ast hjá Kasierslautem. Nú vilja menn þar gera Hannes Bongartz, sem var rekinn sem þjálfari á dög- unum, að framkvæmdastjóra! Willy Reimann, nýji þjálfarinn hjá Hamburger, mun ekki stjóma liði sínu gegn Schalke í dag. Hann ligg- ur á spítala - er að jafna sig eftir uppskurð. Danski þjálfarinn, Júrg- en Wahling, hjá Hannover er einnig á spítala. Hann var skorinn upp vegna nýrnarsteina, sem vom of stórir. Hannover fær Werder Brem- en í heimsókn. Gladbach leikur gegn Bochum. Pól- veijinn Andrzej Ivan leikur að öllum líkindum með Bochum. Þær fréttir hafa borist frá Gladbach að v-þýski landsliðsmaðurinn Uwe Rahn þurfi ekki að fara undir hnífínn vegna meiðsla í liðþófa í hné. Atll EAvarAsson. Alberto Tomba sést hér á fullri ferð í svigkeppninni í gær. FRJÁLSAR Pétur nálgast olympíu- lágmarkið Pétur Guðmundsson.kúiu- varparinn efiiilegi í UMSK setti nýtt persónulegt met á kastmóti á Valbjarnarvelii í gærdag. Varpaði hannkúlunni 19.31 m og er óhætt að segja að framfarimar séu örar, því í síðustu viku setti hann einnig persónulegt met, en þá kastaði hann 18.78 m. Pétur nálgast nú óðfluga olympíulágmarkið í kúluvarpi. Það er 20.20 m og hefur Pétur dijúgan tíma til að ná því, eða fram á næsta sumar. A Pétur ekki langt í lágmarkið og er því spáð að hann fari létt með að ná því, að minnsta kosti miðað við þær framfarir sem hann hefur sýnt síðustu misseri. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND KNATTSPYRNA Jólamót FH Jólamót FH í innanhússknatt- spymu verður haldið laugardag- inn 19. desember í íþróttahúsinu við Strandgötu. Öllum er heimil þátttaka, fimalið- um, old boys-liðum, bæjarstjómum, ríkisstjórnum og kennarahópum. Leiktími er 2 * 7 mínútur og verður lekið í riðlum. Þátttaka tilkynnist I síma 622940 á vinnutíma og 53953 utan vinnu- tíma fyrir 5. desember. KARFA ÍR og Haukar EINN leikur verður í úrvals- deildinni í körfuknattleik í dag. ÍR og Haukar leika í (þróttahúsi Seljaskóla og hefst viðureignin klukkan 14. Atli og Lárus eru enn úti í kuldanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.