Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 13 Drengur og íkorni Iðunn Steinsdóttir Iðunn kann vel fyrir sér í sagna- gerð. Stíll hennar leiftrar af fjöri og blátt áfram knýr eldri lesendur til áhuga og hjálpar þeim yngri þegar alvarlega atburði úr heimi fullorð- inna ber að höndum. Gott dæmi um það er þegar þeir hjá borginni vildu kaupa jörðina af Bárði gamla. Persónur sínar umgengst Iðunn af varfæmi og næmi. Hún hikar ekki við að leiða fram ljótorðar persónur eins og Skálda, misindis- menn eins og Lubba og Kobba. En frásögn hennar af þeim stað- reyndum að til er bæði gott og illt í henni veröld er svo hreinskilin og opin að ungum lesendum verð- ur fullkomlega ljóst hvað það er sem gerir mannlíf fagurt. Hún tengir ævintýrið og veruleikann sterkt með sambandi Ollu við hest- inn Rauð og samræðum þeirra í milli. Með þessari sögu hefur Iðunn náð áfanga á rithöfundaferli sínum, sem vekur þá hugsun hjá mér að þama eygjum við bráðum okkar íslensku Astrid Lindgren — en tíminn einn mun leiða það í ljós. Myndimar þykja mér skemmtileg- ar og frágangur á bókinni er góður. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gyrðir Elíasson: GANGANDI ÍKORNI. Mál og menning 1987. Gangandi íkomi er fyrsta skáld- saga Gyrðis Elíassonar og að öllum líkindum ekki sú síðasta. Með ein- hvetjum hætti kallar þessi stutta saga á framhald, en það getur líka verið misskilningur. Söguefni eru þó óþijótandi þegar hugkvæmur höfundur er á ferð. Gangandi íkomi er tvískipt saga. Hún gerist í senn í mannheimi og heimi dýra. Fyrst kynnumst við óvenjulegum dreng í sveit og þorpi, síðan tekur íkominn við, en hann er vissulega eins konar drengur. Sem áhugasamir lesendur eigum við að hverfa inn i veröld sem dreng- urinn er að lesa um og teikna, ferðast með honum um ævintýra- lönd sem jafnframt eru það hvers- dagsumhverfi sem lætur söguna/ sögumar gerast á mörkum draums og veruleika. Líkt og í ljóðum sínum iðkar Gyrðir í Gangandi íkoma stíl sem minnir á flóð og ber með sér marg- víslegar myndir. Þær virðast ekki alltaf samstæðar, en í þeim er engu að síður visst samhengi. Það er stígandi í stílnum þótt ,hann geti stundum verið ansi nálægt því að minna á upptalningu. Þótt Gang- andi íkorni sé ekki löng saga er það furðumargt sem ber á góma í henni, víða er komið við. Drengur sögunnar er sagður sér- vitur. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Stundum minna gerðir hans á íkoma: „Beina kaflann að beygjunni og steinbrúnni hleyp ég í óteljandi rykkjum og skrykkjum milli veg- kanta. Brúin er með háu handriði. Ég læt Björgu ganga dálítinn spöl á undan til að geta framkvæmt ótruflaður eftirlætisatriði mitt á þessari leið. Ég stekk kattlipurt útfyrir handriðið, sný mér í loftinu, næ á síðustu stundu föstu gripi báðum höndum um sívalan kaldan málminn svo hnykkir óþyrmilega á axlar- og úlnliðum. Læt mig hanga góða stund og horfi ofan í skyggð- an bláma hylsins, stöplamir fram- lengjast á vatnsborðinu fyrir tilstilli sólar. Fætumir dingla yfir hyldýp- inu, að sleppa eða sleppa ekki, en fötin má ekki bleyta. Eg veg mig upp með talsverðum erfiðismunum. Seyðingur í tönninni." Sé þetta ekki frásagnargleði átta ég mig ekki á því orði. Það sem góðu heilli einkennir Gangandi íkoma er hve markvisst er dvalið við hið myndræna. Þetta má kalla aðferð ljóð.skálds við sagnagerð án þess þó að sagan verði ljóðræn um of. En það má lesa sumar máls- greinar án beinna tengsla við meginmál. Að því leyti minna þær á ljóð án þess að vera ljóð: „Glerið í útidyrahurðinni sindraði í ótal litbrigðum, eftirlíking af steindum kirkjuglugga, nema helgi- blær víðsfjarri; kolsvartur buffall sem sat einsog maður, uppsveigð hornin, hann virtist vera að messa yfir fáeinum undarlegum hræðum sem ýmist vora með skuplur eða barðaslútandi hatta. Kúptur kvöld- himinn í baksýn." Sá huliðshjálmur sem drengurinn bregður yfir sig til þess að hverfa sjónum manna og verða íkorni skiptir sögunni í tvennt eins og fyrr segir, lætur hugarflugið ná völdum. Um leið tekur við annað umhverfí. Um það má deila hvort sagan græðir á þessu, en svona er hún. Þótt þessi háttur sé ekki með öllu ókunnur í sagnaskáldskap er Gyrð- ir Elíasson að mínu viti ekki að herma eftir neinum öðram höfundi. Það er þá helst að hann sé að stæla ljóðskáldið nafna sinn. Frásagnargleði Gangandi íkorna nægir ein sér til að vekja áhuga lesandans, en ekki sakar að lesa þessa sögu vandlega, helst oftar en einu sinni eigi hún að ljúka upp ævintýráheimi sínum og spegla hversdagsleikann um leið. Því að hér er komin saga um raunveraleg- an dreng sem ekki er eins og aðrir drengir. Það er sjaldan ástæða til að minnast sérstaklega á bókarkápu, en skal gert að þessu sinni. Kápu- mynd Guðjóns Ketilssonar er óvenju lifandi og í anda sögunnar. Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Gillian Cross Þýðandi: Guðlaugur Bergmunds- son Kápumynd: Böðvar Leós Setning: G.B. Umbrot: Prentsmiðjan Oddi hf Prentverk: Nörhaven bogtryk- keri, Viborg Útgefandi: Mál og menning „Atakamikil og spennandi saga úr breska rokkheiminum eftir Gilli- an Cross, einn fremsta rithöfund Breta, þeirra sem nú skrifa fyrir ungt fólk,“ stendur aftan á kilj- unni. „Sínum augum lítur hver á silfrið", kom mér í hug við lestur- inn, því að annarri eins þynnku hef ég ekki kynnst lengi, skil hreinlega ekki, hvaða erindi hún á á prent. Stelpa, Janis Finch, 16 ára, gefst upp í skóla, flýr að heiman til Lund- úna, kemst þar í slagtog við stráka í hljómsveitinni Kelp, og fyrr en Gyrðir Elíasson varir er hún orðin söngkona, ásamt höfuðpaumum Christie. Nauðugri, viljugri breytir hann henni í Finku, og með röddum sínum beijast þau um sviðið. Eins og oftast hjá slíkum hópum, þá getur tónlistin ekki náð til áheyrenda ein og óstudd, þau verða því að læra fettur og skak hjá austurlenzkum meistara. En Christie gerir kröfur um að þau séu meir en aðeins: „Ég pant spila á gítar,“ heimtar af krökkunum vinnu við æfingar, og þar kemur, að æp- andi krakkaskari hyllir þau. Þau era orðin fræg. Víst þekki ég, úr starfi mínu, margt rekaldið úr þeim heimi, sem höfundur er að reyna að lýsa, og það má þó Cross eiga sér t il máls- bóta, að hún heldur þessum hópi sínum frá eiturlyfjum. Auðvitað era þeir til, sem taka slíkri bók fagn- andi, telja hana sjálfsagt merka og góða, era á líku þroskaskeiði og sögupersónumar sjálfar. En hefði þá ekki verið nærgætnislegra við þennan hóp að hafa letrið stærra, svo auðveldara verði stautið? Gillian Cross Á TOPPINN HONDA IVýjar vélar Ný fjöðrun Nýjar línur Nýir litir ARGERÐ 1988 CIVIC 3JA DYRA CIVIC 4RA DYRA ACCORD 4RA DYRA PRELUDE BÍLASÝNING ídag kl. 13-17 og einnig í Njarðvík kl. 13-17. HONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGARÐAR 24, S: 689900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.