Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Bjami Máiin rædd á þinginu. Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri, Andrés Guðjónsson, skólameistari Vélskólans og Ingólfur Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri FFS I. FFSÍ gegn hækkun á „siglingaskatti“ Lagt er til að rækjuveiðar á Dorhnbanka verði frjálsar ÞING FFSÍ samþykkti tillögur þess efnis, að í megnin dráttum verði stjórnun fiskveiða sniðin eftir frumvarpsdrögum sjávarútvegsráð- herra þó með nokkrum breytingum. Lagzt er gegn hækkun á svokölluðum siglingaskatti, rýmri heimildir til færslu úthlutaðs afla milli skipa, lagt til að veiðum smábáta verði stjórnað annars vegar með kvóta, sem miðist við aflareynslu og hins vegar sóknardögum, munur milli sóknarmarkstogara á norður og suðursvæði verði jafnað- ur með mishárri úthlutun á hámarksafla af karfa og að veiðar á rækju á Dorhnbanka verði óheftar. Af samþykktum þingsins um fi- afla. kveiðistefnuna má nefna eftirfar- andi: „Þingið skorar á stjómvöld að hverfa frá öllum áformum um hækkun á skerðingarhlutfalli afla- marks, þegar selt er á erlendum markaði. Einnig að skerðing verði eingöngu á þorsk og karfa, en ekki á aðrar tegundir. A móti komi að ákveðin yfirstjóm verði á útflutn- ingi á gámafiski, með tilliti til til þess að stefnt sé að hæsta verði hveiju sinni. Þingið leggur til að sóknar- marksskip fái að flytja til sín afla með óbreyttum sóknarmarksdögum án þess að það hafí áhrif á eigin aflareynslu eða aukingu á heildar- Þingið leggur til að þegar seldur er kvóti frá skipi þriðja árið í röð, skal sá kvóti, sem seldur er á þriðja ári skerðast um 50%. Þau 50% legg- ist síðan inn til ráðuneytis, sem aftur úthluti honum til þeirra skipa, sem stunda tilraunaveiðar svo sem á gullaxi og öðrum vannýttum teg- undum. Æingið leggur til að að um veið- ar báta undir 10 brúttólestum gildi eftirfarandi reglur: Nýir bátar fái ekki Véiðileyfí nema sambærilegir bátar hafí horfíð varanlega úr rekstri á sama hátt og gildir um skip stærri en 10 brúttólestir. tak- mörkun þessi miðist við 1, janúar 1988. Þetta ákvæði miðist við G til 10 tonna báta. Bátar, sem stunda netaveiðar skuli velja sér aflamark eða meðal- aflamark, sem miðast við afla- reynslu hópsins og hvers báts á tímabilinu 1. nóvember 1984 til 1 nóvember 1987. Bátar sem stunda línu- og hand- færaveiðar sæti almennum sóknar- takmörkunum. Þingið leggur til að rækjuveiði- svæði verði tvö. Annars vegar verði Dorhnbanki þar sem veiðar verði með öllu utan kvóta, hins vegar verði önnur svæði þar sem rækju- veiðum verði stjórnað með sóknar- marki og takmörkun á fjölda veiðiskipa. Þingið leggur til að lög um stjóm- un fískveiða gildi fyrir árin 1988 til 1991 með ákvæði um endurskoð- un ertir tvö ár.“ Guðjón A. Kristjánsson var end- urkjörinn forsetii sambandsins og Helgi Laxdal varaforseti þess. Nefnd stjórnarflokkanna um landbúnað: Meirihlutinn vill 300 millj. kr. hækkun í stað 500 millj. kr. „Samkomulag Páls og Eiðs aðför að bændum,“ segir Egill Jónsson ÞRIGGJA manna nefnd þing flokka stjómarflokkanna, til að samræma sjónarmið þeirra við afgreiðslu fjárlaga, hefur klofn- að. Páll Pétursson frá Framsókn- arflokki og Eiður Guðnason frá Alþýðuflokki hafa náð samkomu- lagi um niðurstöðu, en Egill Jónsson frá Sjálfstæðisflokki kveður samkomulag þeirra aðför að bændum í landinu. Eiður Guðnason alþingismað- ur sagði í samtali við Morgun- blaðið að samkomulag þeirra Páls fæli það í sér að tekið væri tillit tii breyttra aðstæðna varð- andi niðurskurð á fé og breyt- ingu í sambandi við útflutnings- bætur sem einnig yrðu meiri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu. Eiður sagði að fyrir iægju beiðnir frá ýmsum aðilum innan landbúnaðarkerfisins um hækkun fjárlaga sem nemur nær 500 milljónum króna. „Við Páll,“ sagði Eiður, „erum að tala um hækkun sem nemur 300 milljón- um króna, en þar af eru 208 milljónir vegna riðuniðurskurðar og bóta vegna afurðatjóns og hækkunar á útflutningsbótum. Afgangurinn varðar jarðræktar- lögin og breytingar í þeim efnum auk fleiri þátta.“ Af þeim 500 millj. kr. sem um er beðið eru 80 miiy. kr. til Áburðarverk- smiðjunnar, en þeir Eiður og Páll mæla ekki með neinum pen- ingum í það. I samtali við Morgunblaðið sagði Egill, að ekki væri nokkur leið að hans mati fyrir sjálfstæðismenn að vera aðilar að því samkomulagi sem Páll og Eiður hefðu gert með sér. „Ástæðurnar eru tvíþættar," sagði Egill, „annars vegar hefur ekki fengist lagfæring á þeim niður- skurði, sem var í málefnum land- búnaðarins í fjárlagafrumvarpinu, og er það einstæð afgreiðsla þegar litið er til afgreiðslu flárlaga, algjör- lega siglt á bændur. í öðru lagi, sem er enn alvar- legra mál, er að niðurstaða þeirra félaga, Páls og Eiðs, leiðir til mik- illa brigða af hendi ríkisvaldsins í garð bændastéttarinnar og leiðir til trúnaðarbrests ef hún nær fram að ganga. Ég vek í þessu sambandi sérstaklega athygli á að mikil sam- skipti eiga sér nú stað milli ríkis- valdsins og bænda í landinu vegna mikilla breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði. Niðurstaðan í þeim efnum hlýtur m.a. að velta á því, að sæmilegt traust ríki á milli þess- ara aðila, en þessar ákvarðanir myndu ganga í þveröfuga átt. Enn er ekki ljóst hver verður niðurstaða þessa máls á Alþingi, m.a. vegna þess að umfjöllun er ekki lokið í ríkisstjóminni og kannski vill hún losna við slagsmál í þingsölum sem eru óumflýjanleg ef ekki fæst þol- anleg niðurstaða í málinu.“ Hljómtækin lækka o g húsgögnin hækka f frétt um verðbreytingar á ýmsum innfluttum vörum sem birtist á blaðsíðu 2 i Morgun- blaðinu í gær var ranglega sagt frá áhrifum tollkerfisbreyting- arinnar á nokkrar vörutegundir og skai það leiðrétt. Hið rétta er að hljómtæki lækka í verði um 16%, sjónvörp lækka um 12% og frystiskápar og þurrk- arar lækka um 6%. Aftur á móti munu saumavélar hækka um 35% og húsgögn, kæliskápar og þvotta- vélar hækka um 17%. Alþýðuflokki og Borgara- flokki hefur haldist verst á fylgi sínu frá því í kosningunum í apríl í þjóðmálakönnun, sem Félags- visindastofnun Háskóla íslands gerði dagana 14. til 24. nóvem- ber, var gerð sérstök könnun fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokka og flæði milli flokka siðan í alþingiskosningum í apríl 1987. Umsjón með könnun- inni höfðu Stefán Ólafsson og Ólafur Þ. Harðarson. Leitað var til 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára, af öllu landinu. Alls fengust svör frá 1.004 og er það 67% svörun. Nettósvörun, þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látn- ir, veikir, erlendir ríkisborgarar og fólk sem dvelur erlendis eða er að heiman, er 72%. Úrtakið er stórt og gefur því mikla mögu- leika til greiningar á niðurstöð- um. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Því má ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, 18 til 75 ára, allvel. Helstu niður- stöður könnunarinnar eru þessar: Alþingiskosningar Taflan, sem sýnir hvað svarendur myndu kjósa ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, er byggð á svörum þeirra við tveimur spuming- um. Fyrst voru allir svarendur spurðir: Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spumingu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa? Taflan sýnir niðurstöðumar sem fengust úr þessum tveimur spumingum samanlögðum. Hvað hyggjast menn kjósa? Fjöldi Allir Kjósa flokk Kosn. % % 1987 Alþýðuflokkur 90 9,0 12,4 15,2 Framsóknarflokkur 169 16,8 23,2 18,9 Sjálfstæðisflokkur 208 20,7 28,6 27,2 Alþýðubandalag 72 7,2 9,9 13,4 Kvennalisti 126 12,5 17,3 10,1 Borgaraflokkur 47 4,7 6,5 10,9 Flokkur mannsins 5 0,5 0,7 1,6 Samt. um jafnrétti og félagsh. 1 0,1 0,1 1,2 Þjóðarflokkur 9 0,9 1,2 1,3 Verkamannaflokkur 1 0,1 0,1 Kýs ekki 59 5,9 — Skilar auðu eða ógildu 32 3,2 ' — Neitar að svara 65 6,5 — Veit ekki 120 12,0 — Samtals 1004 100% 100% Flæði milli flokka síðan í alþingiskosningnm í apríl í þjóðmálakönnuninni vom menn einnig spurðir hvaða flokk eða lista þeir hefðu kosið í síðustu alþingiskosningum. Taflan sýnir hvað kjósendur þingflokkanna frá því í apríl myndu gera ef alþingiskosningar væm haldn- ar á morgun. Hvað myndu kjósendur þingf lokkanna í apríl kjósa nú? (%) Kysu nú A B D G V S Alþýðuflokk 52 1 2 3 3 1 Framsóknarflokk 3 83 2 1 4 4 Sjálfstæðisflokk 5 2 75 3 ■ 2 16 Alþýðubandalag 1 0 0 56 2 4 Kvennalista 11 3 5 17 71 1 Borgaraflokk 2 0 0 2 0 49 Aðra flokka 1 1 1 0 0 0 Kysu ekki 4 1 5 6 1 6 Skiluðu auðu, ógildu 4 1 1 2 4 1 Neita að svara 4 1 2 4 0 1 Veit ekki 14 6 7 7 11 15 Samtals 101% 99% 100% 101% 98% 98% Fjöldi 133 163 224 105 90 73 Vegna þess að hlutfallstölumar í þessari töflu era byggðar á kjósenda- hópum flokkanna, en ekki svarendahópnum öllum, em skeklqumörkin stærri en í töflu 1. Eigi að síður má líta á tölumar sem grófar vísbendingar. Framsóknarflokkurinn heldur kjósendum sínum frá því í apríl sýnu best; 83% þeirra er kusu flokkinn þá segjast einnig myndu kjósa hann nú. Flokkurinn hefur misst fáa kjósendur til annarra flokka, en 6% kjós- enda flokksins frá því í apríl segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa nú. 75% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn f apríl myndu einnig kjósa hann nú. Flokkurinn hefur misst 10% fylgisins til annarra flokka (þar af 5% til Kvennalista) og 5% kjósenda flokksins í apríl segjast myndu sitja heima nú. 71% kjósenda Kvennalistans í aprfl segjast einnig myndu kjósa flokkinn nú, en 11% þeirra segjast ekki vita hvað þeir kysu nú. Kvennalistinn hefur misst lítilsháttar fylgi til allra flokka nema Borgaraflokksins. Alþýðubandalagið heldur fylgi 56% þeirra sem kusu flokkinn í apríl og hefur einkum misst fylgi til Kvennalistans, en 17% kjósenda flokksins í apríl segjast nú myndu kjósa Kvennalistann. Alþýðuflokki og Borgaraflokki hefur haldist verst á fylgi sínu frá því í aprfl; einungis helmingur lqósenda þessara flokka segist myndu kjósa þá nú. Alþýðuflokkur hefur einkum misst fylgi til Kvennalista (11%), en Borgaraflokkur til Sjálfstæðisflokks (16%). Hins vegar ber að hafa í huga að fleiri era óráðnir í lqósendahópum þessara tveggja flokka en hinna; 14% þeirra sem kusu Alþýðuflokkinn í apríl segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa nú og sambærileg tala fyrir Borgaraflokkinn er 15%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.