Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Frá undirbúningi jólabasarsins sem verður í Gerðubergi á sunnudaginn. Jólabasar í Gerðubergi FÉLAGSSTARF eldri borgara vinna og jólaföndur og má þar selt greni og efni til aðventu- í Gerðubergi gengst fyrir jóla- nefna m.a. heklaðir og ptjónaðir skreytinga ásamt mörgu fleiru. basar sunnudaginn 29. nóvem- dúkar, sokkar, vettlingar, ptjón- Basarinn í Gerðubergi hefst kl. ber. aðar peysur og ýmis handavinna 14.00. Á basarnum verður seld handa- er tengist jólunum. Einnig verður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Mótmælir auknum álögum á útflutningsatvinnuvegina Aðventuhlað- borð á Hótel Borg Hótel Borg mun í desember bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og verður hún að mestu leyti tengd jólunum, að því er segir í frétt frá hótelinu. Á dagskránni verða myndlistar- sýning, málverkauppboð, ljóðalest- ur og tónleikar, m.a. mun Bubbi Mortens halda jólatónleika á Þor- láksmessu. Þá verður boðið upp á aðventu- hlaðborð og verður það í fyrsta sinn sunnudaginn 29. nóvember og hefst klukkan 18. Meðal annars mun jóla- sveinn koma í heimsókn og leika við bömin. Ljósmyndasýn- ing á Sigluf irði Siglufirði. SÝNING á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar verður opnuð í sýningarsalnum á 2. hæð ráðhúss Siglufjarðar í dag, laugardag. Á sýningunni, sem er sölusýning eru um 100 ljósmyndir, aðallega frá Siglufirði. Sýningin stendur fram á mánu- dag. Gunnar G. Vigfússon ljós- myndari, sonur Vigfúsar, vann myndimar og setti sýninguna upp. Matthías Aðventukvöld í Kxistskirkju FÉLAG kaþólskra leikmanna efnir til aðventukvölds í Krists- kirkju, Landakoti, sunnudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Á aðventukvöldinu flytur sóknar- prestur ávarp, Úlrik Ólason kirkju- organisti leikur á orgel, Martial Nardeu leikur á flautu, Szymon Kuran á fiðlu og Guðrún Theodóra Sigurðardóttir á selló. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikkona les upp. Auk þess syngur kirkjukórinn aðventulög og jólaguðspjallið verð- ur lesið. Allir eru velkomnir. STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur samþykkt áJyktun, þar sem lýst er áhyggj- um yfir þeirri þróun, sem orðið hefur á starfsskilyrðum frystihú- sanna á síðustu mánuðum. í ályktuninni segir meðal annars: „Lækkun Bandaríkjadollars og verðlagsþróun innanlands hafa leitt til hallareksturs í frystingu og er þess ekki að vænta að erlendar verðhækkanir vegi þar á móti svo sem verið hefur undanfarin tvö ár. Þvert á móti bendir ýmislegt til að ytri aðstæður séu að snúast til hins verra og framundan kunni að vera hægari sala og meiri þrýstingur frá kaupendum um lægri verð. Þess vegna hlýtur gengisskráning að verða að taka mið af breytingum á ytri aðstæðum. Afleiðing margfalt meiri verð- bólgu hérlendis en í viðskiptalönd- um okkar er rýmandi samkeppnis- hæfni útflutningsgreina bæði innanlands við kaup á framleiðslu- þáttum og á mörkuðum erlendis. Slíkt heldur uppi falskri velmegun, stuðlar að stórkostlegri tekjutil- færslu og k}mdir undir erlendri skuldasöfnun. Stjóm SH mótmælir þeim að- gerðum stjómvalda að auka álögur á útflutningsatvinnuvegi við þessar aðstæður. Hér er sérstaklega átt við að hætt er að endurgreiða fyrir- tækjum uppsafnaðan söluskatt og fyrirætlanir um að leggja á launa- skatt. Stjóm SH telur að ekki. eigi að gera fyrirtækjum að greiða í verð- jöfnunarsjóð þegar um taprekstur RÚRÍ, formaður Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að hætta af gashylkjum sem félagar í Myndhöggvarafélaginu nota í leiguhúsnæði félagsins i kjallara er að ræða í greininni. Jafnframt ítrekar stjómin fyrri samþykktir sínar um að leggja eigi niður Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins í núverandi mynd og telur að taka beri upp þess í stað jöfnun tekju- sveiflna innan fyrirtækjanna sjálfra, þannig að þeir sem leggja til hliðar í góðæri njóti sjálfír eigna sinna þegar verr árar,“ segir í álykt- un Stjómar SH. Korpúlfsstaða sé mjög litil en skjöl Borgarskjalasafns eru m.a. geymd á hæðinni beint fyrir ofan kjallarann. „Við notum hylkin fagmannlega og förum mjög varlega með þau,“ sagði Rúrí. „Það stafar mjög lítil hætta af gashylkjum, ef rétt er með þau farið. Ég vil einnig benda á að kjallarinn er steinsteyptur í hólf og gólf og við emm ekki með önnur eldfim efni í kjallaranum en þau sem eru í hylkjunum. Og við eigum ekki timburstaflann sem er fyrir utan húsið,“ sagði Rúrí. Félag þingeyskra kvenna: Jólafundur í Holiday Inn FÉLAG þingeyskra kvenna held- ur jólafund sinn á Holiday Inn við Sigtún á morgun, sunnudag, klukkan 15. Á dagskránni verða ýmis skemmtiatriði. Fólk er hvatt til að íjölmenna og hafa með sér gesti. (Fréttatilkynning) Jólaföndur og kökusala í Seljaskóla FORELDRAFÉLAG Seijaskóla í Breiðholti verður með árlegt jólaföndur í dag, 28. nóvember. Einnig verður 7.-9. bekkur skól- ans með kökubasar. Jólaföndrið hefst kl. 11 fyrir há- degi og stendur til kl. 16. Á sama tíma verða nemendur í 7.-9. bekk með köku- og kaffísölu. Ágóði af sölu nemendanna rennur í nem- endasjóð en sá sjóður er notaður til að efla félagslíf í skólanum. Gallerí Borg: íslandsfálki á uppboði FIMMTÍU og fjögur verk verða boðin upp á Hóteli Borg á morg- un á tólfta listmunauppboðinu sem Gallerí Borg heldur í samr- áði við Listmunauppboð Sigurð- ar Benediktssonar. Á uppboðinu verða meðal annars 6 verk eftir Kjarval, stytta eftir Bertil Thor- valdsen og uppstoppaður ís- landsfálki. Meðal mynda sem upp verða boðnar eru verk eftir Karl Kvaran, Ferró, Hring Jóhannesson, Eirik Smith, Eyjólf J. Eyfells, Karen Agnete Þórarinsson, Ólaf Túbals, Jón Þorleifsson, Jóhannes Geir, ísleif Konráðsson og Ragnheiði Jónsdóttur Ream. Þá verða boðnar upp sex myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, tvær eftir Gunnlaug Schev- ing, tvær olíumyndir eftir Gunnlaug Blöndal og krítarmynd frá árinu 1952 eftir Svavar Guðnason. Enn- fremur verður boðin upp styttan Listamaðurinn og fyrirheitið eftir Bertil Thorvaldsen, sem gerð var á árunum 1880-1890 og uppstoppað- ur Islandsfálki með þanda vængi og bráð í klónum. Verkin verða sýnd í Galleríi Borg í dag, laugardag, frá klukkan 10 til 18. Uppboðið hefst síðan á morg- un klukkan 15.30 á Hóteli Borg. Mary Beth MiUer Heyrnarlaus leikkona sýn- ir í Reykjavík HEYRNARLAUSA leikkonan Mary Beth Miller sýnir í Bíósal Hótels Loftleiða í dag, laugardag, klukkan 16. Mary Beth hefur ver- ið í leikför um Norðurlönd og er ísland síðasta landið sem hún heimsækir að þessu sinni. Mary Beth starfaði í sjö ár við Þjóðleikhús heymarlausra í Banda- ríkjunum og síðan stundaði hún háskólanám í leikkennslu heymar- lausra. Að náminu loknu starfaði hún við Háskóla New York borgar við rannsóknir og kennslu heymar- lausra, en nú veitir hún Leikhúsi heymarlausra í New York forstöðu og er auk þess starfandi leikkona. Maiy Beth hefur einnig samið leik- rit og bamabækur. Þess má að lokum geta að hún kenndi William Hurt táknmál við gerð myndarinnar Guð gaf mér eyra. Á sýningunni í dag verður túlkað yfir á ensku. GENGISSKRÁNING Nr. 226. 27. nóvember 1987 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala g*ngl Dollari 36,71000 36,83000 38,12000 Sterlp. 66,31700 66.53300 64.96600 Kan. dollari 28,06500 28,15600 28,92300 Dönsk kr. 5,74540 5,76410 5,63840 Norsk kr. 5,71670 5,73540 5,84530 Sænsk kr. 6,11020 6,13020 6,10650 Fi. mark 9,01190 9,04140 8,92740 Fr. franki 6,52040 6,54170 6,46980 Belg. franki 1,06010 1,06350 1,03900 Sv. franki 26.98270 27.07090 26,32600 Holl. gyllini 19,69580 19.76720 19,25930 V-þ. mark 22,15850 22,23090 21,68060 ít. líra 0,03007 0,03017 0,02996 Austurr. sch. 3.14770 3,15800 3,08130 Port. escudo 0,27150 0.27240 0,27280 Sp. peseti 0,32850 0,32960 0,33230 Jap. yen 0.27447 0,27536 0.27151 írskt pund 58,84200 59.03500 57,80900 SDR (Sérst.) 50,01040 50.12390 50,06140 ECU, evr. m. 45,72230 45.87180 44,96060 Tollgengi fyrir nóvember er sölugengi 28. okt. Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er Flskverð á uppboðsmörkuðum 27. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Laegsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,00 20,00 43,57 53,1 2.315.006 Ýsa 63.00 31,00 53,38 7,3 390.310 Karfi 22,50 15,00 22,11 52,1 1.155.103 Ufsi 30,00 17,00 24,73 106,2 2.626.213 Steinbítur 36,00 16.00 34,13 7,654 261.194 Langa 38,00 18,00 35,59 4,6 165.543 Grálúða 50,00 46,00 48,65 23,7 1.154.179 Samtals 31,69 261,399 8.284.038 í gær var selt úr Karlsefni, Krossvík AK og Þorsteini GK. í dag verða seld 20-30 tonn af línufiski, aðallega þorski. FAXAMARKAÐUR hf í Reykjavík Ekki var boðið upp í gær. Ekki boðið upp í dag. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) vorð (kr.) Þorskur(ósL) 48,50 38,50 45,22 37,0 1.673.140 Ýsa(ósl.) 61,50 20.00 53,45 7,6 406.220 Ufsi 27,00 15,00 25,20 20,0 504.000 Keila 16,00 12,00 15,13 2,0 30.260 Annað 23,01 2,9 66.700 Samtals 38,40 69,5 2.980.350 Selt var úr dagróðrabátum. í dag verða e.t.v. seld um 10 tonn af ufsa, og selt úr dagróðrabátum ef gefur á sjó. Myndhöggvarar og Borgarskjalasafn á Korpúlfsstöðum: Lítil hætta stafar af gas- hylkjum myndhöggvara - segir Rúrí, formaöur Myndhöggvarafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.