Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 29 Sonartorrek heitir þessi stórfenglega mynd Ásmundar Sveinssonar sem stendur að Borg á Mýrum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Magnús Magnússon nútímamenn hafí að þeim greiðari aðgang en áður og geti þá ef til vill af þeim lært. Eg reyni líka að varpa nýju ljósi á ýmsar persónur úr sögunni með því að tengja þær frásagnir af þeim sem til eru. Með þessari aðferð koma fram á sjónar- sviðið manneskjur sem stinga kannski í stúf við þá mynd sem menn hafa yfírleitt gert sér af þeirri." „Dæmi um þetta er Þorgerður Egilsdóttir Skallagrímssonar. í Eglu kemur hún fram sem yfirve- guð og notaleg manneskja sem ein er fær um að tjónka við föður sinn þegar hann er að bugaður af harmi eftir Böðvar. í Landnámu lætur hún sannarlega að sér kveða þegar hún eggjar syni sína og Ólafs pá að ganga milli bols og höfuðs á Bolla og það þótt Helgi Harðbeinsson hafí þegar rekið hann i gegn með spjóti sínu. Þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum sem fyrir koma í Landinu, sögunni og sögunum, en það nægir til að sýna að þetta við- fangsefni býður upp á endalausar athuganir og vangaveltur um þau atriði sem koma í ljós þegar að er gáð. Og sá er líka tilgangur minn með því að skrifa þetta verk, - að fá lesendum í hendur nýjan lykil að sínum eigin fjársjóði svo þeir megi njóta hans enn betur en hing- að til.“ „Þú gerír því semsé skóna að það þurfi að kynna sjálfa bóka- þjóðina fyrir sjálfum þjóðararf- inum?“ „Já, því ekki það. Kannski á ég betra með það en þeir sem lifa og hrærast í íslenzku þjóðfélagi. Ég er íslendingur og þekki land og þjóð mjög vel enda þótt ég sé alinn upp í Bretlandi og hafi átt þar heima alla tíð. Það er sagt að glöggt sé gests augað og það er einmitt vel mögulegt að ég eigi hægara með það en margir aðrir að setja söguna í samhngi og tengja hana nútíðinni af þeirri ástæðu. Ég held því til dæmis fram að eftir fjögurra alda efnahagslega stöðnun hafí fram- farir á Islandi fyrst orðið á þessari öld. Ég tel skýringuna vera þá að á meðan bændur stjómuðu útgerð var ekkert svigrúm fyrir frjálst framtak í sambandi við sjávarúveg. Það voru bændur sem áttu land að strandlengjunni og stjómuðu þar af leiðandi öllu athafnalífí þar. Þeir vildu ekki missa vinnukraftinn úr landbúnaði í sjósókn, og því varð engu um þokað í atvinnulífí lands- manna allan þennan tíma.“ En ég vil að bókaþjóðin átti sig á því að íslendingasögur em ekki bara eitthvað sem fer vel í bókahill- um. Sögfuna er ekki síður að fínna á þeim stöðum þar sem hún gerð- ist. Það sér sá sem ferðast um landið og talar við það fólk sem þar býr. Mér er til dæmis minnisstætt atvik frá í sumar þegar ég var að viða að mér efni. Þá kom ég að Orlygsstöðum og bóndinn var að girða. Ég tók eftir því að á einum stað var girðingin ekki bein heldur var á henni skrýtið útskot. Ég spurði bónda hveiju þetta sætti og hann sagði mér þá frá því að eina nóttina eftir að girðingarvinnan byrjaðj hefði sig dreymt Sigfús sem bjó á Örlygsstöðum og féll í Örlygs- staðabardaga. Hann hefði farið fram á það í draumnum að girðing- in færi ekki yfir þennan tiltekna blett því að þama hefði hann látið lífíð. Ég spurði bónda hvemig Sigf- ús hefði verið í draumnum, -mér datt í hug að hann hefði verið yggld- ur á brún - en hann kvað svo ekki vera. Þetta hefði verið hinn alúðleg- asti maður og ekki farið fram á þetta með neinu offorsi. Og auðvit- að gerði bóndi eins og Sigfús vildi. Svona er sagan enn að gerast út um allt land og þetta er hreint og beint heillandi. Óg styrkur íslend- ingasagna er ekki bara fólginn í því sem öraggar heimildir era til um - hann er fólginn í því sem höfðar til hvers einstaklings, á hvaða tíma sem hann lifir. Sannan- imar kom’a frá hjartanu en ekki skynseminni, fínnst mér. ÖBBnRANDSTÆKl ^sdlBasp'^baB ÚLPUR BUXUR SKYRTUR FRAKKAR íflestum bestu herra- fatabúðum landsins. ■ ■ IVIIXM Ert þú í húsgagnaleit? Leðursófasett, verð aðeins kr. 108-000 stgr. Nýjar sendingar af vönduðum leðursófasettum og hornsófum í miklu úrvali. Hægstætt verð. Opið til kl. 16.00 ídag. VALHUSGÖGN ÁRMÚLA 8. SÍMI 82275. FIBER SEAL HREINSIKERFIÐ FYRIR STIGAGANGINN Fiber Seal hreinsikerfið er fyrir teppin á stiga- ganginn. Fiber Seal hreinsikerfið auðveldar þrif og tjöru- bletti og skóstrik er auðvelt að hreinsa, sé það notað. Með Fiber Seal líta teppin út sem ný lengur og ending þeirra verður allt að 50% meiri. Við bjóðum húsfélögum einnig teppahreinsunar- samninga þar sem fagleg vinnubrögð og öflugar vélar tryggja góðan árangur og þekking okkar í faginu kemur viðskiptavinum okkartil góða. SKULD H.F. Pósthólf 7088 127 Reykjavík Sími: 1.54.14 og 2.57.72 Bításími 985-2.57.73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.