Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Endurminningar Höllu Linker IÐUNN hefur gefið út bókina Uppgjör konu — Endurminning- ar Höllu Linker. Halla Linker giftist ung banda- rískum kvikmyndaframleiðanda og flutti til Vesturheims. Þaðan ferð- uðust þau um heiminn, tóku kvikmyndir af löndum og lífshátt- um. °g gerðu þætti fyrir bandaríska sjónvarpið. Útgefandi kynnir efni bókarinnar svo: „Þessi bók er uppgjör Höllu Linker við þá ímynd sem skapaðist af henni í gegnum ijölmiðla í fjölda mörg ár. Aldrei sást annað en yfir- borðið, frægð og velgengni. En þannig var líf hennar aldrei í raun og veru. Nú lítur hún til baka yfir tuttugu og átta ár í hjónabandi með manni sem var fímmtán árum eldri en hún og stjómaði henni eins og brúðu og tók allar ákvarðanir fyrir hana. Þegar hann lést skyndilega kom að því að hún þurfti að standa ein og óstudd í fyrsta sinn, bjarga sér, læra að umgangast karlmenn, kynnast því að verða ástfangin eins og ung stúlka..." Kápa bókarinnar. Tungumál fuglanna eftir Tómas Davíðsson Bjarni Hinriksson og Hinrik Bjarnason. Þijátíu jólasöngv- ar með nótum VAKA-HELGAFELL hefur gefið út nýja jólasöngbók, Við hátíð skulum halda, með þrjátiu söng- textum Hrinriks Bjarnasonar og myndskreytingum sonar hans, Bjarna Hinrikssonar. Allir söng- textarnir eru tónsettir af Jóni Kristni Cortes og birtast nótur sem hann hefur skrifað með þeim öllum. Hinrik Bjamason hefur á undan- fömum árum samið og þýtt fjölda texta við jólasöngva frá ýmsum löndum. Meðal texta Hinriks em Jólasveinninn kemur í kvöld, Eg sá mömmu kyssa jólasvein, Snæfínnur snjókarl og Jólasveinninn minn. Fremst í bókinni er samantekt um uppmna söngvanna, höfunda þeirra og erlend heiti. Bókin er 64 bls. og unnin í Prent- tækni í Kópavogi. SVART á hvítu hefur gefið út bókina Tungumál fuglanna eftir Tómas Daviðsson sem er dul- nefni höfundar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Tómas Davíðsson er ritstjóri Helg- artíðinda. Honum berast nafnlaus bréf, sem eiga eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar. Tveir forsætisráð- herrar verða að víkja. Tungumál fuglanna er skáldsaga um fólk. Ekki lykilróman heldur skáldverk í sakamálastíl um fólk í stjómmálum, viðskiptum og §öl- miðlum, ríkt fólk, frægt fólk, venjulegt fólk; fólk um borð í fjöl- miðlahringekjunni. Um Tómas Davíðsson ritstjóra Helgartíðinda, starf hans og einkalíf, og um kon- urnar tvær í lífí hans. Sakamálasagan fjallar ekki um blóðsúthellingar heldur um pólitísk morð, mannorðsmeiðingar, baráttu Tákn gefur út Gagnnj ósnarann Ævisaga breska leyniþjónustu- mannsins Peter Wright TÁKN hefur gefið út bókina „Gagnnjósnarinn". Bókin er ævi- saga breska leyniþjónustumanns- ins Peter Wright, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra M15, skráð af Paul Greengrass. Saga Ólafs Þór- hallasonar eftir Eirík Laxdal BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hef- ur gefið út bókina Saga Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. Frágangur þessarar útgáfu á Sögu Ólafs Þórhallasonar er með nútímasniði og lýsa umsjónar- menn, Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir, söguvef með efnisyfirliti sem fylgir. Greint er frá höfundi og samtíð hans með ritgerð. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í „fyrstu íslensku skáldsögunni" sem bók þessi hefur verið kölluð, er greint frá þroskaárum titilper- sónunnar, frá ferðum Ólafs um landið og um álfheima sem mikið koma við sögu. Álögum Ólafs og ástum. Persónulýsingar eru oftast mótaðar af sálfarslegu raunsæi gagnmenntaðs manns síns tíma og til grundvallar liggur spumingin: Er ást karls og konu yfírleitt mögu- leg? Kvenlýsingar eru margar og ítarlegar og hlýtur Ólafssaga að teljast meiriháttar framlag til slíkra sagna íslenskra. Efnisföng eru m.a. sótt i þjóðsögur, sumar kunnar. Einkennilegast er nútímalegt form- skyn höfundar, sem hann hefur lagt þyngsta áherslú á samhliða kímninni, virðist allsendis óháður umvöndunartóni sinnar tíðar.“ um völd, frægð og peninga — um mannlegt eðli, um græðgi. Hún minnir óþyrmilega á atburði sem hafa gerst, en kannski enn frekar á atburði sem gætu gerst eða gætu verið að gerast." Um nafnleyndina segir að höf- undur voni að sú umræða snúist um bókmenntir og samfélag en ekki um höfundinn sjálfan og per- sónulega reynslu hans. Þess vegna kjósi hann að skrifa undir dulnefni. Á bókarkápu segir: „Fáar bækur hafa valdið jafnmiklum úlfaþyt á seinni árum og ævisaga breska leyniþjónustumannsins Peters Wright sem hér birtist undir heitinu gagnnjósnarinn. í Bretlandi hefur bókin verið bönnuð og vakið heitar pólitískar deilur. Orðið tilefni réttar- halda sem ekki sér fyrir endann á. í bókinni greinir Peter Wright undanbragðalaust frá starfsemi bresku leyniþjónustunnar, M15, um tveggja áratuga skeið, frá 1956-76. Hlífír engum sem við sögu kemur. Hann hefur mjög góða yfírsýn yfír efni sitt. Sá meðal annars um rann- sókn á þekktustu njósnamálum þessarar aldar, málum þeirra Blunts, Philbys, McLeans og Burg- ess. Jafnframt lýsir hann átökum er áttu sér stað að tjaldabaki á árum „kalda stríðsins". Gefur inn- sýn í starfsaðferðir njósnahringja og leyniþjónusta, M15, CLA og KGB. Hann flettir hulu af samsæri gegn Harold Wilson, fyrrum forsæt- isráðherra Breta. Sýnir inn í veröld meinsæra og blekkinga þar sem allt er leyfílegt. Veröld sem hingað til hefur verið almenningi hulin. Söguefni Gagnnjósnarans líkist visindaskáldskap þó að fjallað sé um atburði sem borið hefur hátt í fréttum á undanfömum áratugum. Framvindan lík og í grískum harm- leik. Sérstæðar manngerðir gæðast lífí í frásögninni: flóttamenn frá Austur-Evrópu, erkinjósnarar, ráð- herrar. Sérkennin fara ekki fram hjá þjálfuðum sjónum eins áhrifa- mesta leyniþjónustumanns á Vesturlöndum frá lokum síðari heimsstyijaldar." Bókin er 444 blaðsíður, prentuð í Odda. Þorsteinn Antonsson þýddi bókina. Vaka-Helffaf ell: Bók um Jón Olafsson ÚT ER komin hjá Vöku-Helga- felli ný bók eftir Gils Guðmunds- son sem ber titilinn Ævintýra- maður: Jón Ólafsson, ritstjóri. I henni er rakin ævi Jóns Ólafsson- ar sem var einn litríkasti íslend- ingur síðustu aldar, ritstjóri, þingmaður, Alaskafari og ævin- týramaður. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir m.a. að aðeins átján ára að aldri hafí Jón verið orðinn ritstjóri lands- málablaðsins Baldurs þar sem hann m.a. birti í þriðja árgangi þess, 19. mars 1870, kvæðið Islendingabrag sem hann hafði sjálfur kveðið. Útgáfa blaðsins var stöðvuð og ritstjórinn sóttur til saka fyrir drott- insvik, hvatningu til uppreisnar og smánarorð um konunginn. Við slíkum sökum lágu fangelsisdómar og þungar sektir. Því flúði Jón land og fluttist til Noregs. Aðfangadag jóla árið 1872 var hann kominn aftur til Reykjavíkur og þá hófst útgáfa nýs blaðs undir ritstjóm hans. Það var Göngu- Hrólfur sem ætlað var að koma út 48 sinnum á ári og beijast gegn ófrelsi, ranglæti, heimsku og fá- fræði, eins og segir í ávarpi rit- stjórans. En árið 1873 stefndi Hilmar Finsen stiftamtmaður Jóni fyrir ærumeiðandi ummæli og krafðist þyngstu sekta. Jón varð aftur að flýja land og hélt nú til Gils Guðmundsson Bandaríkjanna. Þar lenti hann í ýmsum ævintýrum. Hann fór í könnunarleiðangur til Alaska á veg- um bandaríska sjóhersins og hafði uppi áform um að stofna þar Islend- inganýlendu. Bókin er 282 bls. og í henni eru myndir sem tengjast efninu. Stein- holt hf. sá um setningu og umbrot, en Metri hf. um filmuvinnu. Bókin var prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Amarfelli hf. V erðlaunasaga Hrafnhildar í bók ÆSKAN hefur gefið út bókina Leðuijakka og spariskó eftir Hrafnhildi V algarðsdóttur, en hún hlaut hæstu verðlaun sem veitt hafa verið fyrir bama- og unglingasögur, þegar Stórstúka íslands efndi til samkeppni um unglingaskáldsögu í tilefni barnaárs 1985. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Leðuijakkar og spariskór er bráð- smellin og spennandi saga um daglegt amstur og ástaskot ungl- inga — en leikurinn æsist þegar Sindbað sæfari kemur fram á sjón- arsviðið og eftir það vofír ótrúlegur háski yfír.“ Leðuijakkar og spariskór er 154 bls. Prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Káputeikningu annaðist Al- menna auglýsingastofan hf. en Hrafnhildur Valgarðsdóttir ljósmynd á kápu tók Grímur Bjama- son.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.