Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
27
Ráðhúsið og Tjömin
eftirSæmund
Kjartansson
Nú hefur verið ákveðið að byggja
ráðhús í Reykjavík út í svokallaða
Tj'öm sem er að vísu landfræðilega
séð aðeins smádrullupollur í miðri
Reykjavík, en samt þykir sumum
Reykvíkingum vænt um Tjömina
sína, eins og Vestmanneyingum um
Vilpu, sem lengi var skítugt vatns-
ból Eyjamanna, en nú komið undir
hraun, og virðist enginn sakna þeirr-
ar tjamar. Hún gerði samt töluvert
gagn því að hún brynnti beljunum
afa míns og ömmu, en þá voru Vest-
manneyingar sjálfum sér nægir um
mjólk og reyndar kjöt líka. Tjömin
í Reykjavík hefur aldrei höfðað sér-
staklega til mín, mér fínnst hún
ekkert sérstök hvað þá perla, höfuð-
prýði hennar finnst mér gosbrunnur-
inn, sem amerískur sendiherra gaf
okkur, enda þola kommúnistar ekki
gosbrunninn, en hafa ekki átt nógu
sterk orð til að lýsa fegurð gos-
brunna Stalíns í USSR. Það er
raunar ósköp þægilegt fyrir sunnu-
dagspabba að skreppa niður að Tjöm
með afkvæmum sínum, kannski úr
mörgum hjónaböndum, til að gefa
foglunum eitthvað dmllubjakk, eins
ónáttúrlegt fóður og hugsast getur,
og hlusta á bömin sín og endumar
syngja bra-bra, í staðinn fyrir að
fara uppá Hvalíjarðarströnd eða
suður í Leim og þurfa kannski að
leggja það á sig á laugardagskvöldi
að fletta uppí Bjama Sæm., Áma
Friðrikssyni og Guðmundi Gígju til
þess að læra nöfn á ígulkeijum,
sprettfiskum, skeljum og þömngum.
Það er gagnslaust og jafnvel lítil-
mannlegt að gagnrýna, hafi maður
engar tillögur til úrbóta, svo að það
skal ekki henda mig. í fyrsta lagi
hef ég kynnt mér það, að Þjóðveij-
ar, sem alltaf hafa' metið Islendinga
mikils, munu vera þess reiðubúnir
og albúnir að gefa okkur allar teikn-
ingar Alberts Speers af Ríkiskansl-
arahöllinni í Berlín, sem reist var á
mettíma á árinu 1935, og fór kostn-
aður ekki einu marki fram úr áætlun,
en þegar Hitler ætlaði að stríða Al-
bert vini sínum í febrúarbyijun 1936
og spurði hvenær höllin yrði tilbúin,
þá sagði arkitektinn; Mein Puhrer,
hún var tilbúin í nóvember, teppi,
skrifborð, símar o.s.frv., ekkert sleif-
arlag á hlutunum þar og ekki 1 klst.
í yfirvinnu, aðeins þýsk skipulagpi-
ing. Þetta var virkilega virðulegt
hús, 100 sinnum stærra en þessi
gróðurskálaómynd, sem reisa á í
smáskoti í norðvesturhomi Tjamar-
innar. Kanslarahöllin myndi bera
slíka reisn, að slaga myndi hátt uppí
óperuhöll í Sydney, sem er nú allt í
einu orðin ein fegursta bygging í
heimi, það hefur borgarstjóri
ákvarðað, og þarf nú enginn að
velkjast í vafa lengur um hvort bygg-
ing er falleg eða ljót, bara eitt símtal
til Davíðs, ætti ekki að taka nema
20 sekúndur. Líklega kemur Seðla-
bankahúsið næst, verst að engir litlir
sætir bretabraggar skuli vera eftir
nema þar sem djöflaeyjan rís, þeir
hefðu líklega lent í 3ja sæti, enda
gróðurhúsið með braggaþaki.
Það sakar ekki að geta þess að
ánamaðkurinn andar með húðinni
sagði kunnur menntaskólakennari,
og bjargaði sér fyrir hom, en e.t.v.
mætti rifja upp að fegursta bygging
heims að mati borgarstjóra varð eitt
stærsta byggingahneyksli í sögu
Astralíu, sem er að mig minnir eftir
teikningum úr Morgunblaðinu, sem
fylgt hafa ágætum þáttum um þessa
fjarlægu heimsálfu, ca. 70 (sjötíu)
sinnum stærra en Island. Lá nærri
að það setti borgina á hausinn, og
fjárhagur borgarinnar varla borið
sitt barr síðan ca. 20 árum eftir að
húsið var byggt, nákvæmlega á
sömu forsendum og Tjarnarráðhús-
ið, það vantaði semsagt eitthvert
monttákn fyrir borgina í metingi
gagnvart einhverri annarri borg.
Kannski veit Davíð það ekki að Syd-
ney er ekki höfuðborg Ástralíu, og
á það eitt sameiginlegt með
Reykjavík, að þær em næstúm
jafngamlar sem borgir, með því að
sú fyrmefnda á 200 ára afmæli á
næsta ári, og verður Davíð þá von-
andi boðið sem einum einlægasta
aðdáanda þessa skripahúss í Sydney,
og getur sennilega gefið góð ráð um
það hvemig á að koma fjármálum
þess á réttan kjöl, t.d. benda Áströl-
um á að fara að selja rollukjöt, húðir
og ull á íslenskum prís á heimsmark-
aði.
Kanslarahöllin þýska í Tjöminni
myndi leysa margvíslegan vanda
okkar um ókomnar tíðir, hún myndi
ná frá Vonarstræti að norðan lang-
leiðina að Norræna húsinu að
sunnan og ég held ekki alveg fylla
útí breidd Tjamarinnar. Auk „reisn-
arinnar" þá myndum við fá tvær
Tjamir, austari Tjöm (kommatjöm)
og vestari Tjöm (íhaldstjöm). Ynnist
tvennt, í fyrsta lagi 1000-ára-ríkis-
ráðhús plús tvær tjamir, sem sagt
a.m.k. 100—200 sinnum stærra
pláss og helmingi fleiri tjamir. Mætti
jafnvel leigja Alþingi íslendinga
smápláss í norðurendanum, (innan-
gengt neðanjarðar frá Alþingishús-
inu eins og á Mayo-klínikkinni,
þægilegt fyrir þingmenn í norðan-
garranum) og nægja myndi, jafnvel
þótt fjölga þyrfti þingmönnum uppí
ca. eitt hundrað, en slíkt er algjört
lágmark í bili til þess að niggaram-
ir á Suðumesjum gerist hálfdrætt-
ingar á við Vestfjarðagoðana, hvað
lýðræði snertir. Þar með er það fast-
mótað og ákveðið, eins og Hermann
Hesse Nóbelsverðlaunaskáld myndi
sagt hafa, en hann er mest seldi
útlendi rithöfundurinn í Banda-
ríkjunum, og hefði náð ennbá meiri
Sæmundur Kjartansson
söiu hefði hann afþakkað „heiður-
inn“ frá Svíum, sem leggja sig í líma
við að svívirða Bandaríkjamenn í
tíma og ótíma.
Kannski muna jafnaldrar mínir
58 ára og eldri, að þeir meinuðu
Bretum og Frökkum að koma Finn-
um til hjálpar í vetrarstríðinu
1939—40, til þess þurftu þeir að fá
að fara gegnum Svíþjóð, en Svíar
höfðu veðjað á nasista í seinni heims-
styrjöldinni. Að sjálfsögðu hefur
hámenningarþjóðinni við norður-
heimskautsbaug ekki dottið í hug,
eða þótt taka því að þýða Hesse á
íslensku, ef frá er talin frábær fram-
haldssaga í Ríkisútvarpinu fyrir ca.
4—6 árum. Hermann Hesse hefði
hvort eð er ekki roð við Morgan
Cane, Tígulgosanum né Bósa enda
tveir þeir síðasttöldu ólöglegjr sam-
kvæmt hegningarlögunum vegna
kláms. Stolnir hnífar bíta best, og
kommúnistinn, sem dæmdur var
sekur fyrir klám og guðlast, fékk
ekki fangelsi heldur stórfé í skaða-
bætur, eftir að hafa ákallað Þórð
frænda sinn, ákaft og mörgum sinn-
um, mikið að ritverkið skyldi ekki
verða sent í samkeppni til Norður-
landaráðs, með gæðastimpli
íslenskra dómstóla.
Til þess að ráðhúsið verði nú vel
við hæfi og sómi sér vel sem ráð-
hús, næst þegar e.t.v. kommúnisti
verður borgarstjóri eftir næstu kosn-
ingar, þá legg ég eindregið til að
öll klósett, pisserí og kranar verði
úr 18 karata gulli.
Mikið er ég feginn að þurfa ekki
að velkjast í vafa lengur um það,
hvort kirkjur eru ljótar eða fallegar
eftir að borgsrstjórinn ákvað í sjón-
varpinu 12. nóv. sl. að Hallgríms-
kirkja væri öllum þóknanleg hvað
fegurð snertir. Ég er nú orðinn syfl-
aður svo að ég held að ég hafí þetta
ekki lengra, í bili.
Áfram með ráðhúsið, skítt með
gamalmennin og öryrkjana.
Höfundur er læknir í Reykjavík.
Myndbanda-
skáparnir vinsælu
komnir.
Fjórar gerðir.
VALHÚSGÖGN
Ármula 8. limir 8227B
900
9000
fil afgreiðsl" strax
OPIÐ UM HELGINA
ídag frá kl. 1-5
Sunnudag kl. 1-5
G/obusp
Lágmúla 5 128 Reykjavík