Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir John Owen-Davies Ozal vill að Tyrkir taki fieiri stórstökk fram á við ÞINGKOSNINGAR verða í Tyrklandi á morgun, sunnudag, og samkvæmt skoðanakönnunum má fastlega gera ráð fyrir þvi að Föðurlandsfylking Turguts Ozal, forsætisráðherra, hljóti örugg- an meirihluta á þingi. Sjö flokkar bjóða fram en kosið er til 450 þingsæta í stað 400 árið 1983. Ozal þykir hafa tekið mikið forskot á stjómarandstöð- una með líflegri kosningabaráttu. Slagorð hans, „stokkið yflr tíma- bil“, hefur fallið í góðan jarðveg, en það er einmitt það sem Ozal segir Tyrki hafa gert síðan hann komst til valda árið 1983. Vel- megun sé miklu meiri og lands- menn hafi nú meiri áhuga á samskiptum við umheiminn og aðra menn, dvelji ekki lengur í eigin hugarheimi, eins og verið hefði fyrir kosningamar 1983. Ozal hefur beitt sér fyrir opn- aðra hagkerfi á grundvelli markaðslögmálanna og fyrir aðild að Evrópubandalaginu, en tii þess að það verði að raunveruleika verði Tyrkir að halda áfram að stökkva yfír tímaskeið. Stjómarandstaðan hefur reynt að snúa slagorði Ozals gegn hon- um sjálfum. Hefur hún sagt að þar sem landsmenn glími við 40% verðbólgu geti hann ekki tekið annað stökk, en það sem þurfi sippuband til. Hafa flokkamir reynt að koma með hnyttin slag- orð til mótvægis við velheppnað slagorð Föðurlandsfylkingarinn- ar. Helzti flokkur stjómarand- stöðunnar, Sósíaldemókrataflokk- urinn (SDPP) hefur til dæmis hampað slagorðinu: „Dugar þér kraftur til að vera kreistur eins og sítróna í fimm ár til viðbótar?" að undanfömu. Segja andstæð- ingar Ozals að landsmenn eigi eftir að borga efnahagslegar um- bætur dým verði því erlendar skuldir nemi 32 milljörðum dollara og fari vaxandi og flárlagahallinn aukist með ári hveiju. Stöðugleiki Pólitískur stöðugleiki hefur ríkt í Tyrklandi frá því Ozal kom til valda og má fastlega gera ráð fyrir að landsmenn telji honum það til tekna þegar þeir ganga að kjörborðinu á morgun. Þeir voru búnir að fá nóg af óróleika, en á árunum 1960 til 1980 hrifs- aði herinn þrisvar sinnum til sín völd. Turgut Ozal er kunnur fyrir aðdáun sína á Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands. Hefur hann tileinkað sér mörg af stefnumálum Thatchers og meðal annars ákveðið að selja illa rekin og óarðbær ríkisfyrirtæki. Framfarirnar með ólíkindum Stuðningsmenn Ozals halda því fram að hvert sem litið sé megi sjá merki mikilla framfara, tlma- bilastökk, á öllum sviðum. Samgöngum hafi fleygt fram og vöruúrval sé mikið, en í tyrknesk- um verzlunum hafi algengar og vinsælar vestrænar vörur ekki sézt fyrr en eftir herbyltinguna 1980. Erlendir bankar hafi sett upp útibú, erlend fyrirtæki bíði í biðröð eftir að geta fjárfest i fram- leiðslufyrirtækjum í landinu og ferðamenn flaeði nú yfír landið. Tyrkir smíði nú fullkomnar orr- Suleyman Demirel ustuþotur, F-16, í samvinnu við Bandaríkjamenn, bygging þriðju brúarinnar yfír Hellusund sé í undirbúningi svo og gerð risa- stórrar stíflu í Efrat. Á undan- fömum árum hafi 18.600 þorp verið rafvædd. Virtur bandarískur hagfræð- ingur hefur sagt að uppgangurinn og framfarimar í Tyrklandi séu með ólíkindum og sé að mestu að þakka tæknikrötum, menntuð- um á Vesturlöndum, sem Ozal setti í lykilstöður, og millistigs- stjómendum fyrirtækja. Sums staðar virðist þó nokkuð vanta á að Tyrkir geti með réttu sagt að þeir hafi stigið risaskref fram á við, hoppað yfir heilu tíma- bilin, og í efnahagsmálum standa þeir flestum Evrópuríkjum tals- vert að baki. Víða í austur- og suðausturhluta landsins virðist timinn hafa staðið í stað í ára- tugi. Þar um slóðir stinga sjón- varpsloftnet, sem standa uppúr kofabyggingum, óneitanlega í stúf. Þar heyja fulltrúar stjóm- málaflokkanna kosningabarátt- una á snjósleðum. Flokki Ozals spáð 40% fylgi Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Föðurlandsfylking Ozals 40% fylgis, sem mun duga til þess að ná meirihluta á þingi. Sósíaldemókrötum (SDPP), sem Erdal Inonu, sonur Ismet Inonu, fyrrum forseta, veitir forstöðu, nýtur 18% fylgis, Réttlætisflokkur (TPP) Suleymans Demirel, sem gegnt hefur starfí forsætisráð- herra ijórum sinnum, hefur 16% fylgi, og Vinstri lýðræðisflokkur- inn (DLP) 6%. Tveir aðrir flokkar bjóða fram, Þjóðemisflokkur Alp- arslan Turkes (NWP), sem er flokkur öfgasinnaðra hægri- manna, og flokkur strangtrúaðra múhameðstrúarmanna, Velmeg- unarflokkurinn (PP). Til þess að vinna þingsæti verður flokkur að hafa 10% fylgi á landsvísu og af þeim sökum em litlar líkur á að flokkamir þrír, sem síðast vom nefndir, vinni þingsæti í kosning- unum á morgun. Bulent Ecevit Turgut Ozal Þingstyrkur flokkanna á því kjörtímabili, sem nú er lokið, var sá að Föðurlandsfylkingin hafði 251 sæti, SDPP 53, TPP 46 og DFP 26. Búist er við að þing- mannatala SDPP tvöfaldist en að flokkur Demirels (TPP) tapi sæt- um. Allt bendir til að Vinstri lýðræðisflokkurinn hverfi af þingi eftir misheppnaða kosningabar- áttu. Bulent Ecevit, sem gegnt hefur starfi forsætisráðherra þrisvar sinnum, veitir flokknum forstöðu. Kosningaþreyta? Tyrkir ganga nú að kjörborðinu í sjötta sinn á fimm ámm og kann því að vera komin I þá kosninga- þreyta. Kjörtímabil Ozals átti í raun og vem ekki að ljúka fyrr en næsta haust, en hann ákvað að taka áhættuna eftir góða út- komu úr bæjar- og sveitarstjóma- kosningum og efna til kosninga ári fyrr en ella. Að sögn stjóm- málaskýrenda hefur stjómarand- stöðunni mistekizt að sýna fram á trúverðugan valkost við efna- hagsstefnu og áform Ozals. Af þeim sökum muni kjósendur veita Föðurlandsfylkingu Turguts Ozal stjómarumboð til næstu fimm ára. Höfundur er fréttamað- ur hjá jReuíer-fréttastof- unni. Gervifarsími: Ódýrt stöðutákn FARSÍMAR hafa notið gífur- legra vinsælda hér á landi og segja sumir að S margra höndum séu þeir raunar leikföng og stöðutákn. Og víst er um það — eftirspurnin er gífurleg — jafn- vel þó að fjöldinn sé orðinn slíkur að fjarskiptakerfi Pósts og síma anni ekki öllum símtölunum. Vandi margra liggur þó í því að þeir þurfa að punga út ríflega 100.000 krónum fyrir dýrgripinn. Nú er það ekki lengur nauðsynlegt, því fyrirtæki nokkurt á Bretlandi, Status Systems, hefur sett á mark- að mun ódýrara tæki. Helsti kostnaðarliður farsíma er vitaskuld fólginn í hinum flókna rafeindabúnaði tækisins. Sýndar- gildi símans er hins vegar talsvert hvort sem hann nú virkar eða ekki. Það vafðist því ekki fyrir hönnuðum Status System hvemig framleiða mætti ódýrari farsíma og ákváðu þeir því að sleppa rafeindabúnaðin- um algerlega. Sú ráðstöfun lækkar farsímann ekki bara í verði heldur hefur hún ýmislegt fleira í för með sér. í fyrsta lagi verða engir símreikning- ar af slíkum síma, hann tryggir það að ekki er hægt að ná í mann og svo truflar hann bílstjórann ekki við aksturinn. Fyrirtækið selur „farsímann" á fsrael: Símlikið er mjög sannfærandi stöðutákn. jafngildi 700 íslenskra króna og fylgir sérstakt gerviloftnet með í kaupunum. Tekið er fram að ísetn- ingarkostnaður sé enginn, því að á baki tækisins er límband og er hægðarleikur að festa símlíkið við mælaborðið. Fréttamenn hætta 50 daga verkfalli Tel Aviv, Reuter ÚTSENDINGAR áttu að hefjast að nýju i hljóðvarps- og sjón- varpsstöðvum ríkisútvarpsins i ísrael, eftir 50 daga verkfall fréttamanna. Seint á fimmtudagskvöld sam- þykktu fréttamennimir að skjóta deilunni til gerðardóms. Féllust þeir á tilmæli Uri Porat, útvarpsstjóra, sem hvatti þá til þess að snúa aftur til vinnu til þess að skýra þjóðinni frá flugdrekaárás arabískra hryðju- verkamanna á herstöð í norðurhluta ísraels í fyrrakvöld. Aðeins var skýrt frá árásinni í útvarpi hersins og í blöðum daginn eftir. Fréttamennimir hafa krafizt 20% launahækkunar og betri starfsskil- yrða. Pólland: Pólitískar umbæt- ur lagðar undir dóm almennings Jaruzelski mætir víðtækri andstöðu Varsjá, Reuter. LEIÐTOGI Póllands, Wojciech Jaruzelski, leitar á morgun til þjóðarinnar um stuðning við pólitískar umbætur sínar. En hann mætir andstöðu almennings og flokksbræðra að sögn vestrænna stjómarerindreka f Póllandi. Leið- toginn býður augljósar pólitfskar umbætur en mönnum finnst hann þar með ekki hafa réttlætt nægi- lega harkalegar efnahagsaðgerð- ir sem birtast nú þegar f miklum verðhækkunum. „Enginn trúir á umbætumar né kerfið sem stendur þar að baki,“ segir sérfræðingur I máiefnum Pól- lands sem þekktur er fyrir yfirvegað- ar skoðanir. Á undanfömu ári hefur Jaruzelski komið á fót óformlegri ráðgjafanefnd sem í eiga sæti óháðir menntamenn og yfirlýstir andstæð- ingar stjómvalda. Skipaður hefur verið opinber embættismaður sem fjallar um kvartanir almennings og á morgun verður efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um pólitísku umbæ- tumar. Slíkar ráðstafanir sem hafa það að markmiði að auka almennan stuðning við kommúnistaflokkinn væru óhugsandi í öðrum austan- tjaldslöndum. Fyrir Pólveijum eru þær hins vegar veikt bergmál fyrstu ára þessa áratugar þegar leiðtogar Samstöðu rökræddu við fulltrúa stjómarinnar í sjónvarpi. Ráðgjafa- nefndin virðist vera lítið annað en umræðuhópur. Fæstum er kunnugt um að þeir geti leitað með kvartanir sína til sérstaks embættismanns og þjóðaratkvæðagreiðslan er álitin vera hrokafull tilraun til að beygja þjóð- ina. En Jaruzeiski á einnig í höggi við harðlínumenn innan flokksins. Þeir misstu völd á veigengnisárum Sam- stöðu en fengu þau aftur í hendur þegar herlög voru sett. Nú óttast þeir að umbætumar muni koma nið- ur á þeim sjálfum. í kerfi þar sem vald þýðir forréttindi er þeim hagur í óbreyttu ástandi. Heitar umræður Heitar umræður hafa verið innan flokksins síðan stjómmáiaráðið .æðsta valdastofnun landsins, lagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.