Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 28.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 55 Lögbrot landbúnaðarráðherra á sauðfjárbændum: Rakalaus mismunun á fram- leiðslurétti milli landshluta Augljóst lögbrol er verið að fremja á stórum hluta sauðfjár- bænda í landinu með nýrri reglu- gerð um fullvirðisrétt og fram- leiðslu sauðíjárafurða fyrir verðlagsárið 1988—1989 og það er ekki nóg með að lögbrot sé framið heldur er verið að skapa fordæmi sem er stórhættulegt fyrir land- búnaðinn í heild og opnar allar gáttir fyrir geðþóttaákvarðanir í málum bænda. Til slíks er óbjörgu- legt að horfa þegra hætta er á að framsóknarmennskan kollríði öllu sem heitir skynsamleg vinnubrögð. Lögbrotið er ákvörðun land- búnaðarráðherra að mismuna landshlutum og svæðum í fram- leiðslurétti. Það er farið varlega í sakimar í fyrstu lotu, en með for- dæminu er málið komið í hurðalaust helvíti og hið mesta óöryggi sem hægt er að hugsa sér. Landbúnað- arráðherra leyfír sér að skerða framleiðsluna um 0,3% hjá sumum, 0,6% hjá öðrum og 0,9% hjá þeim þriðju svo sem í Árnessýslu, Rang- árvallasýslu og Eyjafirði. Næst getur skerðingin á þennan hátt þess vegna orðið 10% hjá einum, 30% hjá öðrum og svo framvegis. Ef skerðingin næði jafnt yfir alla má segja að hún sé lögmæt, en í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI með þessu lögbroti, ef það nær fram að ganga, er kominn grundvöllur til þess fyrir stjómvöld með einföldu reglugerðarákvæði að leggja heilu svæðin í auðn, atvinnulega séð. í Sauðfjárskýrslunni sem nýlega var lokið við og fjallað er um stöðu og stefnu sauðfjárbúskapar til árs- ins 2000, er landinu skipt upp í svæði, en þrátt fyrir þá skiptingu sem þar er sett 'fram sem hugmynd er gert ráð fyrir því að mörg þess- ara svæða verði áfram sauðfjár- ræktarsvæði og jafnvel sé ástæða til að ganga svo langt í málum að skoða einstakar jarðir til þess að ná fram sem mestri hagræðingu. Það má nefna mörg dæmi um vitleysuna í þessari skerðingarað- ferð fyrir utan lögleysuna. Undir Eyjafjöllum, á jörðinni Ytri-Skóg- um, er mikill fallþungi fjár, góður hagi, góð nýting og búrekstur á allan hátt. Þessi jörð fær nú 0,9% skerðingu. Á jörð í Dalasýslu, sem hefur um 600 fjár, er haginn eins konar frímerki fyrir þennan bústofn og hann leitar um allar trissur bændum og búaliði til leiðinda. Jörðin er einfaldlega of lítil fyrir bústofninn. Þessi jörð fær 0,3% skerðingu. Það er einnig skylt að nefna í lokin að mismunun á kvótaaf- greiðslu til sauðfjárbænda víða um land, mismunun sem liggur ljós fyrir að er af pólitískum toga og með geðþóttaákvörðunum en ekki rökum og réttlæti í garð allra bænda, hefur skapað vaxandi tor- tryggni, sölu framhjá kerfinu og sitthvað fleira sem er ekki til þess að styrkja stöðu landbúnaðarins á íslandi. Þegar einn og einn bóndi fær aukinn kvóta rétt fyrir kosning- ar án þess að sá sem býr við sömu aðstæður fái nokkuð, þá er verið að hlaða undir spillingu Og siðleysi, sem er svo sem alveg í sama dúr og sú mismunun sem landbúnaðar- ráðherra, Jón Helgason, leyfir sér nú að dengja yfir sunnlenska bænd- ur og bændur víðar um landið. Það er vitnað til þess af ráðamönnum að lagastoðir standi fyrir þessari mismunun, en þær stoðir er hvergi að finna. Skera þarf upp herör gegn þessum vinnubrögðum. Hártoppar - Hártoppar Nýr hártoppur frá TRENDMAN fyrir þá, sem aðeins vilja það besta. Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristó- kratanum í síma 687961. Opið á laugardögum. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsin Skrifstofan opnuð TýríKópavogi Naestkomandi laugardag, þann 28. nóvember kl. 17.00, opnar Týr, FUS, í Kópavogi skrifstofu sína í Hamraborg 1, 3. haeð. Stjórn félagsins býður unga sjálfstaeðismenn og aðra velunnara fé- lagsins hjartanlega velkomna. Stjórn Týs. §Sjálfstæðismenn í Kópavogi Týr og stjórn fulltrúaráðsins Týr og fulltrúaróö sjálfstaaðisfólaganna í Kópavogi halda eitt af sinum geysivinsælu skemmtihófum nk. laugardag í Hamraborg 1, 3. hæð. Mæting kl. 21.00. Sjálfstæðismenn fjölmennið og eflið fólagsandann. Týr og stjórn fulltrúaráðsins. Akranes - aðalfundur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu viö Heiðargerði mánudaginn 30. nóvember nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Almennar umræður. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. HEIMDALim F U ■ S Breyttirtímar í húsnæðismálum Selfoss - Selfoss Aðalfundur sjálfstæðisfólagsins Óðins verður haldinn á Tryggvagötu 8 mánudag- inn 30. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. _ .. . Stjórnm. Sjálfstæðisfólk í Rangárvallasýslu Sjálfstæðisfélögin boða til fundar i Hellubíói miðvikudaginn 2. des. nk. kl. 21.00. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæöisflokksins og Eggert Hauk- dal, alþingismaöur, ræða flokksstarfið og stjórnmálaviðhorfið. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Stjórn sjálfstæðisfélaganna. Aðalfundur Aðalfundur Heimis, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Keflavík, verður haldinn sunnu- daginn 6. desember kl. 14.00 í Sjálfstæðis- húsinu Keflavik. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, formaður Sambands ungra sjálfstæöis- manna. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Sunnudaginn 29. nóvember heldur Heimdallur FUS fund um húsnæðis- málin með þeim Geir Haarde alþing- ismanni og Þórhalli Jósepssyni for- manni verkefna- stjórnar SUS um húsnæöismál. Þeir munu ræða leiðir til úrbóta á núverandi vanda og kynntar verða hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um framtíðarskipan húsnæðis- mála. Fundurinn hefst kl. 15.30. Kaffi og kleinuhringir á boðstólum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.