Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 79 KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN íslendingar í fjórða styrk- leikafiokki þegar dregið verður í riðla í H M-keppninni íslendingar verða í fjórða styrkleikaflokki í knattspyrnu - þegar dregið verður í riðla íheimsmeistarakeppninni í knattspyrnu íZurich 12. des- ember. Islendingar eru í flokki með Júgóslavíu, Tékkósló- vakíu, Finnlandi, írlandi, Albaníu og Noregi. -Þýskaland, Frakkland, Belgía, Spánn, England, Danmörk og Rússland eru í fyrsta styrkleikaflokki. Pólland, Bulg- aría, Portugal, Ungveijaland, Skotland, Holland og N-írland eru í öðrum styrkleikaflokki og í þeim fjórða eru: A-Þýskaland, Svíþjóð, Rúmenía, Austurríki, Wales, Sviss og Grikkland. Í fímmta styrkleikaflokki koma svo Malta, Tyrkland, Kýpur og Luxemborg. KSÍ vonar að ísland leiki í fímm þjóða riðli, þannig að átta lands- leikir verða leiknir í undankeppn- inni. KÖRFUBOLTI / ÚRVALSDEILDIN Fyrstu stig Þórs ÞÓR fékk sín fyrstu stig í úr- valsdeildinni f gærkvöldi, sótti UBK heim í Digranesið og reið þaðan í brott á digrum hesti. Með stigin í farteskinu. Loka- tölur 66:55. Þetta var sann- gjarn sigur, en lengst af leiknum var þó minni munur á liðunum og var það meira fyrir klúður Þórsara heldur en slá- andi getu Blikana. Þórs-liðið var sterkara og ef sýnt þykir að annað þessara liða falli, þá eru Blikarnir sterkari kandídat- ar. Ef litið er í upplýsingarammann, sést að þetta var lengst af í jámum, en Þórsarar þó yfirleitt með forystu. Hún varð ekki afgerandi fyrr en líða tók á Guðmundur síðari hálfleik. Var Guðjónsson reyndar aldrei skrifar beinlínis afgerandi. . Einfaldlega nógu mikil. En leikurinn í heild var ekki á háu plani og endurspeglaði mikil- vægi leiksins og stöðu liðanna í deildinni. Guðmundur Bjömsson var bestur Þórsara og Eiríkur hitti vel. Hjá UBK var fátt um fína drætti, helst að Kristinn Albertsson og Guðmundur I.Stefánsson risu upp úr. UBK - Þór 55 : 66 íþróttahúsið Digranesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 27. nóvem- ber 1987. Gangur Ieiksins: 7:6, 13:10, 18:15, 18:25, 22:29, 26:31, 31:33, 36:39, 42:46, 42:51, 44:54, 52:58, 55:66 Stíg UBK: Guðmundur I. Stefánsson 13, Ólafur Adolfsson 10, Kristinn Al- bertsson 10, Kristján Rafnsson 10, Guðbrandur Lárusson 6, Sigurður Bjarnason 3, Hannes Hjálmarsson 2, Lárus Jónsson 1 stig. Stíg Þórs: Eiríkur Sigurðsson 23, Guðmundur Bjömsson 15, Bjami ös- surarson 10, Konráð H.oskarsson 6, Jóhann Sigurðsson 6, Ágúst Guð- mundsson 4, Bjöm H.Sveinsson 2 stig. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hagnaður hjá FRÍ í fyrsta sinn í áraraðir Fijálsíþróttasamband íslands heldur ársþing sitt á Akureyri um helgina og þar mun Ágúst Ás- geirsson formaður leggja fram býsna merkilega ársskýrslu. Merki- lega fyrir þær sakir að hún sýnir að FRÍ hefur í fyrsta sinn í tvo áratugi að sögn Ágústar haft veru- legar tekjur umfram skuldir. Útkoman er því jákvæð, en hefur svo oft áður verið neikvæð. ískýrslunni kemur fram, nettótekj- ur FRÍ á árinu, þegar öll gjöld og skuldir eru frá, em 784.000 krón- ur. Tekjur sambandsins á árinu voru 9.672.428 krónur. Innistæður á bankabókum nema 582.330 krón- um og útistandandi skuldir nema 264.919 krónum. „FRÍ hefur ekki staðið svona vel í að minnsta kosti tvo áratugi," sagði formaðurinn í gær. KÖRFUBOLTI / ÚRVALSDEILDIN Morgunblaðið/Bjami Valur Inglmundarson var bestur Njarðvíkinga í gærkvöldi og Tómas Hol- ton var skástur hjá Val. Á myndinni reynir Tómas að stöðva Val án árangurs. Harka í fyrirnjmi MIKIL harka einkenndi leik UMFN og Vals í gærkvöldi og máttu fjórir Valsarar og tveir Njarðvíkingar fara af leikvelli undir lokin með 5 villur. Leikur- inn var illa leikinn af báðum aðilum og þrátt fyrir lítinn mun var sigur Njarðvíkinga öruggur. Sem fyrr sagði var harka ein- kenndandi fyrir þennann leik og voru mönnum mjög mislagaðar hendur. Aldrei skapaðist spenna og virtust flestir, bæði R... áhorfendur og leik- Blöndal menn Þeirri stundu skrifar fegnastir þegar flautað var til leiks- loka. Valur Ingimundarson var áberandi bestur í liði Njarðyíkinga að þessu sinni, en Teitur Örlygsson, ísak Tómass'on og Helgi Rafnsson voru einnig góðir. Torfi Magnússon og Tómas Holton voru skástir hjá Val. Sóknarleikur liðsins var afar slakur að þessu sinni og fóru mörg góð færi forgörðum. UMFN-Valur 80:72 íþróttahúsið í Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 27. nóvem- ber 1987. Gangur leiksins: 4:4, 12:9, 26:18, 30:19, 34:23,36:31, 44:35, 51:42, 60:44, 70:55, 78:66, 80:68, 80:72. Stíg UMFN: Valur Ingimundarson 30, ísak Tómasson 12, Teitur örlygsson 11, Helgi Rafnsson 10, Jóhannes Krist- bjömsson 10, Ámi Lárusson 5, Sturla Örlygsson 1, Hreiðar Hreiðarsson 1. Stíg Vals: Torfi Magnússon 22, Tómas Holton 16, Einar Olafsson 7, Leifur Gústafsson 7, Þorvaldur Geirsson 5, Svali Björgvinsson 5, Jóhann Bjama- son 4, Kristján Ágústsson 3, Bjöm Zoega 3. Áhorfendur: 185. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Ómar Scheving. Alls dœmdu þeir 65 villur í leiknum og vom margir ósáttir við marga dóma þeirra. FRJALSIÞROTTIR Landskeppni í Skotlandi og Lúxemborg - og alþjóðamót í Laugardal á næsta ári Fijálsíþróttamenn hafa í ýmsu að snúast á næsta ári því stjóm Frjálsíþróttasambandsins hefur samið um landskeppni í Skotlandi og Lúxemborg og und- irbýr stórmót með þátttöku fjölda útlendra afreksmanna í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Fyrri Landskeppnin verður í Edin- borg í Skotlandi 9. júlí 1988 og sú seinni í Lúxemborg 3. og 4. september. í Edinborg verður keppt við Skota og íra í karla- og kvennagreinum og verða tveir keppendur í grein frá hveiju landi. Keppnin fer fram á einum degi og má reikna með að 45-50 kepp- endur verði í íslensku landsliðun- um tveimur, en það yrði langstærsti fijálsíþróttahópur, sem PRÍ hefur sent til keppni í útlöndum. í Lúxemborg verður um að ræða iandskeppni í karlagreinum og þar eru {slendingar að endurgjalda Lúxemborgurum heimsókn þeirra til íslands í sumar og keppni á afmælismóti FRÍ. Lúxemborgarar hafa fengið samþykki FRÍ fyrir því að fá þriðja aðila til keppninn- ar til þess að gera mótið sterkara. Þá hafa þeir samþykkt þá ósk FRÍ að á mótinu verði keppt í nokkrum kvennagreinum tii að gefa okkar helstu fijálsíþrótta- konum, sem ekki komast til ólympíuleikanna í Seoul, kost á góðum mótum í útlöndum í lok keppnistímilsins. JWHBBP FOLK ■ FRAMTÍÐ vestur-þýska knattspyrnuliðsins Waldhof Mann- heim er í mikilli óvissu eftir að forráðamenn félagsins lentu í rimmu við bæjaryfirvöld í Mann- heim. Félagið leikur sem kunnugt er í 1. deildinni. Samt er félagi fé- vana og hafði treyst því að bæjar- yfírvöld myndu hjálpa til að byggja upp heimavöll fyrir liðið, en sam- kvæmt reglum þýska knattsspymu- sambandsins verða lið 1. deildar öll að hafa fullkomna heimavelli. Waldhof Mannheim hefur ekki uppfyllt þessar kröfur og leikið hei- maleiki sína allar götur síðan 1983 á velli nágrannaliðsins Ludwigs- hafen sem leikur í 2. deild. Þessu vill sambandið ekki una lengur og hefur margítrekað við forráðamenn WM, að kippa málinu í liðinn. Bæj- aryfirvöld í Mannheim tóku síðan af skarið í vikunni og ákváðu að leggja fremur fé í að lappa upp á heimavöll LudwigshafeniStofnar það framtíð WM í nokkra hættu. ■ BRESKA lyfjaef tirlitið hefur gengist fyrir mörgum „dópprufum" síðustu vikur og mánuði og stundað það grimmt að mæta allt í einu og óvænt á svæðin með pissuglösin. Alls voru 164 lyfjaprufur teknar af breskum íþróttamönnum, auk þess sem 204 gestkomandi erlendir íþróttamenn voru beðnir um að spræna í glös á því tímabili sem um ræðir, en nánar tiltekið er það keppnistímabilið 1986-87. Er skemmst frá að segja, að aflinn hefur verið rýr hjá eftirlitsmönnum, þeir hafa aðeins náð einu pósitívu þvagsýni og tilheyrði það ástralskri spjótkastynju að nafni Sue How- land. Meðal þeirra sem prófaðir voru, má nefna fræg nöfn á borð við Steve Qvett og Fatima Whit- bread.Var Whitbread raunar prófuð oft á tímabilinu, stundum að eigin frumkvæði og þá einkum eftir að hún hafði unnið mikil af- rek. Átti hún þá til að grafa upp lyfjaeftirlitið og heimta að fá að spræna í glas. ■ LANGSTÖKKVARI einn á Ítalíu er búinn að fá sig fullsaddan af sögusögnum og rógi. Er það Giovanni Evangelisti, sem nældi sér í bronsverðlaun á heimsleikun- um í Róm í september síðast liðnum. Gengur fjöllum hærra, að hann hafí svindlað, mútað dómara og mælingarmanni til að falsa síðasta stökkið sitt, stökkið sem færði hon- um verðlaunin. Síðustu vikur hafa hinar ýmsu útgáfur af sögunni breiðst út um allt eins og eldur í sinu og Evangelisti er orðinn ær af bræði. íþróttayfírvöld á Ítalíu hafa viðurkennt að um útreiknings- skekkju hafí verið að ræða og sjóvarpsstöðvar hafa staðhæft að tölvur og myndbandsupptökur af langstökkskeppninni staðfesti að um vitleysu hafí verið að ræða. Er sagt að verðlaunastökk ítalans hafí verið 58 sentimetrum styttra heldur en meint lengd 8,38 metrar. Sé það rétt, þá hefði bronsið átt að falla í skaut Bandaríkjamannsins Larry Myricks. Það er því skiljanlegt að Evangelista sé gramur með alla umræðuna. ■ NÝ stjórn Fimleikasambands íslands var kjörin á aðalfundi fyrir skömmu. Birna Björnsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í form- annsembættið og var Margrét Bjarnadóttir.þá kjörin í hennar stað. Gjaldkeri var kjörinn Kristján SnædaJ, og aðrir í stjóm voru kjömir: Jónas Tryggvason, Dagný Ólafsdóttir, Anna R. Möll- er, Asta ísberg og Sigrún Hauksdóttir. ■ FYRR í þessum mánuði var stofnað nýtt íþróttafélag fatlaðra. Er það staðsett á Siglufirði og hlaut nafnið Snerpa. Fyrstu stjóm hins nýja félags skipa Margrét Sigurð- ardóttir formaður, en aðrir í stjóm eru: Viðar Jóhannsson, Díana Sigurðardóttir, Guðrún Araa- dóttir og Guðmundur Davíðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.