Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 H Franskur leikari og og leikstjóri leiðbeinir íslensku leikhúsfólki FRANSKUR leikari og leikstjóri, Maurice Benichou, er væntanleg- ur hingað til lands um helgina. Benichou verður með námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk og heldur fyrirlestur um starf sitt. Maurice Benichou sem hefur ver- ið samstarfsmaður Peter Brook síðan 1974 hóf leikaraferil sinn hjá Marcel Maréchal árið 1965. Hann lék hjá Peter Brook m.a. í Tímon frá Aþenu, Bubba kóng og nú síðast aðalhlutverkið (Krishna) í Mahab- harata. Einnig er hann aðstoðar- leikstjóri Brook á Kirsuberjagarðin- um eftir Tsjekhov og á óperunni Carmen. Hann hefur sjálfur m.a. leikstýrt Don Juan eftir Moliére. Námskeiðið sem Benichou verður með fyrir íslenskt leikhúsfólk stend- ur frá mánudeginum 30. nóvember til laugardagsins 5. desember. Einnig heldur hann fyrirlestur um starf sitt og Peter Brook mánu- daginn 30. nóvember. Fyrirlestur- inn sem er opinn almenningi verður í Lindarbæ og hefst kl. 20.30. Maurice Benichou í hlutverki Krishna er fyrir miðju á myndinni. M //íárn —úí „HVAÐ HAFA KEYPT í EYMUNDSSON FYRIR JÓIIN1887?” Langafi hennar Nönnu hét Hannes Hafstein. Hann var ráðherra íslands og var fastur viðskiptavinur hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar á árum áður. Heilii öld síðar á fjöldi manns enn erindi i verslun okkar, allan ársins hring. Ekki síst fyrir jólin. Við bjóðum allar fáanlegar íslenskarbækurog pú finnurhvergimeira úrval af eldri bókum. Höfum einstakt úrvai erlendra bóka á hagstæðu verði. Vandaðar og skemmtilegar bækur sem hæfa vel til gjafa 0G AUÐVITAÐ FÁST ALLAR JÓLABÆKURNAR HJÁ OKKUR. BÓKSALARíÆrÁR Austurstræti 18 • Nýjabæ, Eidistorgi 11 ■ Flugstöd Leifs Eiríkssonar Félag til stuðnings Palestínu- mönnum STOFNFUNDUR félagsins „ís- land-Palestína“ verður haldinn á veitingahúsinu Lækjarbrekku á sunnudag kl. 17.00, en þann dag hefur Allsheijarþing Sameinuðu Þjóðanna lýst samstöðudag með Palestínuþjóðinni. Markmið félagsins er m.a. að efla vináttu íslendinga við þjóðimar í Palestínu, að kynna baráttu Pa- lestínumanna gegn hemámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti, og að stuðla að því að íslendingar leggi sitt af mörkunum til að réttlát og friðsam- leg lausn fínnist á deilu þjóðanna beggja sem gera tilkall til Pa- lestínu, að því að segir í fréttatil- kjmningu frá aðstandendum félagsins. Þessum markmiðum hyggst fé- lagið ná með kynningar- og útgáfu- starfsemi, menningarstarfsemi, og með heimsóknum og öðrum sam- skiptum. Jólakort sem Kvenfélag Lang- holtssóknar gefur út og selt er í safnaðarheimilinu við Sólheima og víðar. Aðventuhá- tíð í Lang- holtskirkju KIRKJUDAGUR Langholtssafn- aðar er á morgun, sunnudaginn 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, upphaf nýs kirkjuárs. Verður þessa minnst með guðs- þjónustum, tónleikum og sér- stakri kvöldhátíð á fyrsta aðventukvöldi. Hátíðin hefst með guðsþjónustu bamanna, Óskastundinni, sem eins og fyrr verður í umsjá Þórhalls Heimissonar, guðfræðinema, og Jóns Stefánssonar, organista. Há- tíðarguðsþjónusta hefst síðan kl. 14. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son prédidkar og þjónar fyrir altari. Kór Langholtskirkju syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngkona syngur einsöng í messunni. Eins og undanfarin þtjú ár, eftir vígslu Langholtskirkju, heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika, sem heQast kl. 17.00. Stjómandi er Róbert Darling. Lokahátíðin verður svo í kirkj- unni kl. 20:30 að kvöldi hins fyrsta sunnudags í aðventunni. Hefst hún með ávarpi formanns sóknamefnd- ar, sem stjórnar hátíðarsamkom- unni. Því næst verður Lúsíuleikur þarna úr Óskastundinni undir stjórn Þórhalls Heimissonar. Ræðumaður' kvöldsins verður Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og fyrrver- andi kirkjumálaráðherra. Kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar syngur á undan og eftir ræðu ráðherrans. Samkomunni í kirkjunni lýkur síðan með stuttri helgistund í um- sjá sr. Sigurðar Hauks Guðjónsson- ar. Að lokinni hátíðinni i kirkjunni selur Kvenfélag safnaðarins kaffí í safnaðarheimilinu, þeim sem þess óska. Sóknamefnd Langholtssafnaðar hvetur sóknarböm til að gera sér hátíðlega daga í upphafí aðventunn- ar og að sjálfsögðu eru einnig allir aðrir velkomnir. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.