Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 „FORM ÁN INNIHALDS"? eftirAuði Bjamadóttur Það er augljós staðreynd þeim sem fylgst hafa með starfsemi íslenska dansflokksins í gegnum tíðina að þar hefur gætt margra grasa, bæði hvað varðar verkefni og gæði. Það er heldur ekki lítið lagt á herðar litlum flokki að standa svo'til einsamall í forsvari fyrir danslist hér á þessu landi. Af metnaði og bestu getu hefur verið reynt að koma fyrir í verk- efnaskránni verkum hinna ólík- ustu tegunda, bæði hvað snertir stíl og leikfærslu. Eftir árangur síðustu ára, jafnt í gæðum sýn- inga sem aðsókn (sem ekki þurfa endilega að fara saman), hefði maður haldið að betur yrði hlúð að ræktinni. Bráðum á dansflokkurinn af- mæli. í fimmtán ár hefur hann þá sýnt að hann hefur staðið von- um framar undir hlutverki sínu. í upphafi voru uppfærslur flokks- ins tvær á ári í Þjóðleikhúsinu, að viðbættum sjónvarpsverkefn- um og öðrum. í dag fær flokkur- inn sama fjölda uppsetninga í húsinu. Hvers á hann að gjalda? Lengi vel var talað um að dans- flokkurinn hefði nú „sannað tilverurétt sinn“. En hversu lengi á það að vera hlutverk hans og barátta? Er ekki tími til kominn að þetta fólk fái einhveija umbun síns þolgæðis og ráðamenn fari að sinna þessari list af einhveijum metnaði? Tilefni þessara skrifa minna var þó upphaflega ekki að velta vöng- um yfír stöðu og hlutverki Is- lenska dansflokksins. Og þó! Þann 24.11. birtist í Morgunblaðinu dómur Kristínar Bjamadóttur um nýjustu uppfærslu flokksins, „Flaksandi faldar". Oft hefur und- irritaðri þótt ergilegt að lesa dansdóma hér á landi en lítið að gert. En að þessu sinni langar mig að leggja nokkur orð í belg, enda á ég engan þátt að um- ræddri sýningu nema þann að vera áhorfandi hennar. Allir verða að fá að hafa sínar skoðanir. En svo virðist sem okk- ur Kristínu greini ekki einungis á um verkin á umræddri sýningu dansflokksins, heldur sömuleiðis um stefnumótun hans, og máski um hlutverk danslistarinnar yfir- leitt. Kristín virðist vera í forsvari fyrrir viðhorf til dansirts sem ég vil kalla staðnað viðhorf, og hún er alls ekkert ein um það. Af þekk- ingu get ég ekki talað um aðrar listgreinar en dansinn, en ærið' oft finnst mér gengið að honum með augnablöðkum, með fyrir- fram ákveðinni mynd af því hvað eigi að sjást, hvemig eigi að gera, hvað sé dans o.s.frv. „Ef listin á að vera lif- andi, hlýtur hún að sækja næringn sína í mannlífið, ogþar verðum við víst að við- urkenna að gætir fleiri litbrigða en bal- lettbleikrar fegnrð- ar.“ Til að njóta lífs og lista verðum við að vera tilbúin að skoða hlut- ina stöðugt upp á nýtt, vera opin fyrir nýjum tjáningarmáta og leið- um. Sjálf hef ég starfað við dansflokka, þar sem hefðbundinn stfll er gninnurinn í öllu verk- efnavali. Ég hef ekkert á móti klassík. En hún má ekki setja hömlur á nýsköpun, gera að verk- um að fagfólk og áhorfendur stefni ekki að öðm en „fullkomn- un í formi". Ef listin á að vera lifandi, hlýtur hún að sækja nær- ingu sína í mannlíflð, og þar verðum við víst að viðurkenna að gætir fleiri litbrigða en ballett- bleikrar fegurðar. „Flaksandi faldar" er tvö verk. Hið fyrrá þeirra er eftir Hlíf Svav- arsdóttur. Hún kallar verk sitt „Á milli þagna", og notar þar þagn-- imar á mijli píanóvalsa eftir ýmsa höfunda. Á mjúkan hátt gefur hún strax til kynna, að hún hefur snú- ið baki við þeirri sjálfgefnu væntingu að dans eigi ævinlega að elta tónlist. Þótt verkið hafi yfírbragð ljóðræns stíls og fágaðr- ar skynjunar á formi og rými, ólga undir niðri allskyns tilfínn- ingar, svo sem samkennd, ein- semd, hlýja og ótti eða óöryggi o.s.frv. Kristín talar um að verk Hlífar „byggist algerlega á formi dans- ins sjálfs, án sérstakrar skírskot- unar til tilfinningasambands við áhorfendur, þ.e. verkið er ekki dramatískt". En ég spyr: Hvað er dramatík? Er verk aðeins dramatískt, þegar við getum tengt dansarana ákveðnum persónum með ákveðinni söguframvindu? í mínum huga er verk dramatískt, þegar ég fínn fyrir tilfinninga- og hughrifum, burtséð frá því hvort verkið hefur form einhverskonar raunsæiseftirmyndar eða ekki, hvort það styðst við form klassík- ur eða nútímadans. Formið er því leið að einhveiju sem höfundinum liggur á hjarta en enginn tilgang- ur í sjálfu sér. Hlíf er hér greini- lega mikið niðri fyrir, þótt hún fari vel með það. En vel formuð list án innihalds er dauð list. Áfram talar Kristín um að formið hafí fengið að njóta sín þar sem það var nógu vel dansað. Svo gefur hún okkur mynd af því hvemig dansarar „þurfa að vera vaxnir, alveg frá hvirfli ofan í tær“, gefur okkur meira að segja fyrirmyndir. Væri ekki ráð að fá útbúin form til að setja dansara í, ja nógu snemma til að geta skilið að þá „réttu“ og „röngu“? Fyrir seinna verkið, „Kvenna- hjal“, var fenginn höfundur frá Hollandi, Angela Linsen. Hún virðist nálgast dansflokkinn á eilí- tið annan hátt en Hlíf. Á sviðinu birtast stúlkumar í flokknum smámasandi, á háum hælum og í samkvæmiskjólum. HÖfundur sem utan að kominn gestur, lætur verkið vaxa fram útfrá áhrifum sínum af dönsumnum, í hárri túlkun en með sterkri tilfinningu fyrir rytma og rými. Verkið er fijótt, fullt af gáska og allt fullt af sjálfsháði, sem er hreint ekki of algengt í danslist- inni. Og hér er heldur ekkert verið að fela skort dansflokksins á karl- dönsurum; þvert á móti er fjöl- skrúðugum kvenkostinum hampað, sýnt að konumar rísi fyllilega undir innihaldi heillar sýningar. Oft er hrífandi að fá að sjá þessar konur í flokknum njóta sín sem persónur með svo makalaust ólíkum séreinkennum. Það yrði hér of langt mál að deila við Kristínu um gamla kjóla, háhælaða skó, að stúlkumar skuli dansa sitjandi, á ijórum fótum o.s.frv. Kristín segir: „Markmiðið virðist vera að gera dansarana eins óaðlaðandi og nokkur vegur er.“ Má ég bara vitna í Doris Humphrey, einn af frumkvöðlum nútímadanslistar, úr bók hennar The Art of Making Dances, þar sem hún segir: Skyndilega ákváðu dansarar að vera ekki fallegir, þokkafullir eða rómantískir, en sögðu, í hreyfing- um sínum: „Við heymm til tuttug- ustu öldinni; við höfum sittþvað að leiða í ljós um hana útfrá reynslu dagsins; dansinn er hreint eins víðtæk listgrein og bók- menntimar og getur greint frá nútímamanninum rétt eins og rit- höfundar og skáld. Við neitum því að vera bundin við rómantík og fegurð eingöngu." Nei, má ég þá heldur biðja um heilt verk á fjómm fótum með sál, en físléttar meyjar svífandi langt fyrir ofan allt og alla i al- gleymi fegurðar sinnar. I kvöld er síðasta sýning dans- flokksins og hvet ég alla til að sjá hana. Höfundur er dansari. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar: lólapakkasalan um helgina iLIONSKLÚBBUR Hafnarfjarð- ar verður með sína árlegu .ólapakkasölu nú um helgina, augardag og sunnudag. Kiúbb- félagar munu ganga í hús og bjóða pakkana og vonast til að móttökur Hafníirðinga verði góðar nú sem endranær. Ágóða er varið til góðgerðarstarfsemi. í pakkanum em 4 rúllur af jóla- pappír, svo og bönd, límbönd og merkispjöld. Klúbbfélagar undirbúa jólapakkasöluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.