Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 24

Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Jólastjarna Jólafastan fer nú í hönd. Er því ekki úr vegi í þessum þætti að vekja athygli á jólastjömunni, sem á hlut- fallslega skömmum tíma hefur hvar sem er, náð að skjóta sér upp í for- ustusætið sem lifandi hfbýlaprýði á þessum árstíma og þá ekki hvað síst um jól. Þetta á ekki aðeins við á heimilum. Notkun hennar til skreyt- ingar hefur einnig farið ört vaxandi á öðrum vettvangi, t.d. í verslunum og hjá fyrirtækjum og stofnunum. Aferð og litskrúð jólastjömunnar er mikið augnayndi. Það lífgar upp í skammdeginu jafnframt sem það boðar komu jóla. Sem dæmi um vin- sældir jólastjömunnar má t.d. geta þess, að í Noregi er nú árleg sala hennar um 3 milljónir. Þar stendur hún því vel undir nöfnum, bæði því norska, julestjeme og því latneska — pulcherrima — sem þýðir: hin und- urfagra. Jólastjaman er í raun marggreinóttur runni, þótt hún beri það ekki með sér. I heimkynnum sínum á hlýjum og rökum svæðum í SA-Mexico getur hún orðið nokkrir metrar á hæð. Hún rekur kyn sitt til hinnar fjölskrúðugu mjólkur- jurtaættar, en ýmsar tegundir hennar geyma í sér safaþykkni sem er líkt og mjótk á litinn. Seitlar safinn út ef plöntur særast. Jólastjaman á þó nokkra ættingja sem náð hafa útbreiðslu sem innigróður. Má þar nefna glithala, koparlauf, tígur- skrúð, þymikórónu og kóralvið. Sá síðastnefndi er ræktaður nokkuð til afskurðar. Einnig er um að ræða nýjar stöngulsafaplöntur sem minna mjög á kaktusa sbr. gaddhymu og rifjahnött. Sömuleiðis kannast sum- Jólastjarna ir sjálfsagt við systumar mjólkur- jurt og ostajurt sem em snotrir Qölæringar á stöku stað í görðum. Þess má einnig geta að I ætt mjólkur- jurta eru nokkrar hagnýtar plöntur. Þekktust þeirra er para-gúmmítréð öðm nafni brasilískt gúmmítré sem ræktað er mikið í SA-Asíu, t.d. á Malakkaskaga og f Indónesfu. Kassavarunni er einnig nokkuð ræktaður, en úr forðaríkum rótum hans fæst tapiokamjöl til manneldis. Einnig skal nefndur kristpálmi sem líka kallast laxeroliutré. Það var þýski náttúrufræðingurinn Humbolt sem rakst á jólastjömuna fyrir hart- nær 200 ámm, er hann var í leiðang- ursferð í heimkynnum hennar. Svipmikið yfirbragð plöntunnar og tilkomumiklar litríkar háblaðahvirf- ingar hennar urðu til þess að hann sendi plöntuanga heim. Hann varð vísirinn að ræktun hennar sem talið er að þegar hafi verið fiktað aðeins við í Berlín 1833. Lengi vel var þó jólastjarnan aðeins ræktuð til af- skurðar því framleiðendur réðu ekki við að temja vöxt hennar, auk þess stóð litskrúð hennar stutt við. Fýrir löngu hefur nú verið komist að því að jólastjaman hegðar sér þannig að vöxtur hennar stöðvast og hún fer að undirbúa blómmyndun þegar náttmyrkur nálgast 12 klst. á sólar- hring. Sé daglengd þannig rofin í 8—10 vikur blómgast hún, en jafn- framt breytist liturinn á efstu blöðunum sem sitja í þéttri stjömu allt umhverfis blómin, sem em mjög óvemleg. Ýmist verða háblöðin fag- urrauð, bleik eða hvít. Ekki er þó ýkjalangt síðan að farið var að kyn- bæta jólastjömuna í þá átt að gera hana að nothæfri pottaplöntu. Það er saga út af fyrir sig, sem hér mun samt ekki rakin, en víst er, að það hefur heppnast vel,því fáar plöntur geta staðið jafn lengi í blóma og jólastjaman, því ekki er óalgengt að hún haldi háblaðaskrúði sfnum allt fram undir aprílmánuð njóti hún góðra skilyrða og umönnunar. Umhirða: Veljið jólastjörau bjartan og hlýjan stað og umfram allt án dragsúgs. Mjög er til bóta, ef ekki er hægt að velja henni staði í glugga eða mjög nálægt honum, að efla birtuskilyrðin með gróðurlýs- ingu í mesta skammdeginu. Hag- kvæmastur hiti er á bilinu 18—22° Hærri hiti veldur J)ví að litir háblaða fölna skjótlega. Á hinn bóginn þolir jólasljama ekki öllu lægri hita en 15° þá fella þær neðstu blöðin. Vökva verður með gætni og nota ætíð ylvolgt vatn (20—25°). Þetta gildir reyndar um allan innigróður. Viðvíkjandi vökvun þarf ætíð að huga að hvar plöntur standa, hversu stórar þær em og í hvemig jarðvegi þær standa, en bent skal á að yfir- leitt nota blómaframleiðendur að mestu leyti svonefnda svarðmosa- mold við ræktun jólastjömu. Er hún þess eðlis að henni þarf ætfð að halda allrakri, en samt ekki forblautri, því sé hún að staðaldri í þannig ástandi, geta rætur fljótlega kafnað, en þá falla blöðin. Ráðlegast er að líta eft- ir vökvun daglega, og eigi sjaldnar en annan hvem dag, og sé yfirborðs- mold sýnilega að byija að lýsast, að gefa þá dágóðan vatnsdreitil. Erfítt er að mæla með undirvökvun á skál, nema því sé ömgglega fylgt eftir að flarlæga umframvatn eftir 10 mínút- ur eða svo. Eigi sér stað ofþomun, sem getur hent þar sem plöntur standa mjög hlýtt og uppgufun er hröð, skrælna blöð. Skyldi slíkt henda, má grípa til þess að setja plöntuna í fotu með volgu vatni í V2 klst. Er æskilegast að vatnsborðið nái upp undir blómstjömumar. Þetta bjargar oft plöntum. Gefið svo jóla- stjöraunni daufa áburðampplausn á 7—10 daga fresti, ella glatast hinn fagri litur laufblaðanna, þau gulna, sölna og falla neðan frá. Þegar vora tekur og litadýrð háblaða fer að blikna og þau að falla er dregið því sem næst úr vökvun um stund. Síðan má umpotta og klippa greinar niður og rækta hana áfram sem ljómandi fallegt blaðskraut sem unnt væri sfðan að myrkva þegar hausta tek- ur. Ýmsar gerðir og stærðir em af jólastjörnu, Qölgreinóttar eða aðeins einstofna, lágar ella mjög háar og krónumiklar — smækkuð mynd trjá- gróðurs. Óli Valur Hansson KYNNINGÁ GEISLASPILURUM ÍDAGFRÁKL. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.