Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Iðnaðarráðherra í Brussel: Styrktaraðgerðir EB tefja fyrir því að Islendingar opni sitt efnahagslíf Nýtt álver í Straumsvík rætt FRIÐRIK Sophusson, iðnaðaráð- herra, átti í gær fund með Karl- Heinz Narjes, sem er einn af varaforsetum Evrópubandalags- ins og fer með markaðs- og iðnaðarmál. Á fundinum voru einnig þeir Einar Benediktsson, sendiherra í Brussel, Valur Vals- son, bankastjóri og Halldór Kristjánsson, lögfræðingur. Á fundinum var m.a. rætt um bygg- ingu nýs álvers í Straumsvik og sagði iðnaðaráðherra að Narjes hefði sýnt málinu áhuga og þáði hann boð um að koma til íslands um mitt næsta ár. Á fundinum var líka kynnt það viðhorf íslendinga að styrktaraðgerðir EB tefðu fyr- ir því að hægt væri að opna efnahagslíf íslendinga. „Tilgangur þessa fundar var að kynna Evrópubandalaginu stefnu ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar í VEÐUR iðnaðar- og Qárfestingarmálum," sagði Friðrik Sophusson í samtali við Morgunblaðið. „Á fundinum fengum við líka upplýsingar um stefnu bandalagsins og aðgerðir í náinni framtíð. Við ræddum einnig einstök viðfangsefni svo sem hugsanlega byggingu nýs álvers í Straumsvík. Það er ljóst að eftir nokkur ár sjá mörg álfyrirtæki í Evrópu fram á að þurfa að loka verksmiðjum af mengunarástæðum, þar sem þær nota rafmagn framleitt úr koli, og eins má búast við vaxandi andstöðu við byggingu nýrra kjamorkuvera. Samtímis er fyrirsjáanlegt að þörf fyrir hráál muni fara vaxandi og við teljum að ísland geti átt möguleika á að koma inn í myndina og verða samkeppnisfært við lönd utan banda- lagsins sem bjóða upp á hagstætt orkuverð." Sagði iðnaðarráðherra að Naijes hefði sýnt viðhorfum íslend- inga varðandi nýtt álver talsverðan áhuga og þegið boð um að koma til íslands um mitt næsta ár. Jafnframt var samþykkt að koma á fastara sambandi milli embættismanna ráðu- neytisins og bandalagsins. „Ég skýrði einnig frá þeirri stefnu ríkisstjómarinnar að við hefðum áhuga á að laða hingað erlent fjár- festingarmagn í atvinnulífíð. Við styddum heilshugar hugmyndir og aðgerðir til að ryðja úr vegi hindmn- um, bæði tæknilegum og viðskipta- legum milli Evrópulanda. Sérstak- lega tókum við þó fram að allar styrktaraðgerðir væm einungis til þessfallnar að tefja fyrir þeirri þróun að íslendingar opnuðu sitt efna- hagslíf. Iðnaðarráðherra sagðist ennfrem- ur hafa kynnt fyrir Narjes samþykkt ríkisstjómarinnar um aðild að Vest- ur-Evrópsku stöðlunarsamböndun- um, CEN og CENELEC. Aðild að þessum stöðlunarsamböndum væri mjög mikilvæg þar sem íslendingar myndu þá freista þess að fá pró- fanir, bæði á gæðum og tækni, viðurkenndar í Evrópulöndunum. Hingað til hefði þetta eftirlit þurft að fara fram í viðkomandi löndum I/EÐURHORFUR I DAG, 28.11.87 YFIRLIT á hádegi í gœr: Um 500 km suð-vestur af landinu er 983 millibara lægð sem þokast norð-austur og dýpkar heldur, en 1012 millibara hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. SPÁ: Suð-vestanátt, víðast kaldi. Skúrir með vesturströndinni, él vestanlands en léttir smóm saman tii austanlands. Hitiö verður um og yfir frostmarki austanlands, en eins til fjögurra stiga frost vestanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR: Suð-vestanátt með éljum suð-vestanlands en bjart verður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki við suður- og vesturströndina en annars vægt frost. MÁNUDAGUR: Vindur verður suðlægari og aftur hlýnandi veöur. Skúrir eða slydduól um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norð-austanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Æ Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * f # # * * * * * Snjókoma * # * ----------1----------- ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir # V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur -j- Skafrenningur Þrumuveður ■ ■ 1 xm. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhi veftur Akureyri 7 skúr Reykjavlk 6 rigning Bergen 1 skýjað Helsinki +1 frostúði Jan Mayen +3 snjókoma Kaupmannah. 6 þokumóöoa Narssarssuaq +12 skýjað Nuuk +4 skafrenningur Osló 1 skýjað Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 7 skýjað Algarve 15 heiðskfrt Amsterdam 8 rigning Aþena 19 skýjað Barcelona 10 heiðskfrt Berifn 4 þokumóða Chicago Feneyjar 5 alskýjað rignlng Frankfurt 4 alskýjað Glasgow 6 reykur Hamborg 4 skýjað Las Palmas 22 hálfskýjað London 7 téttskýjað LosAngeles 11 heiðskfrt Lúxemborg 2 þokumóða Madríd 7 mistur Malaga 15 helðskfrt Mallorca 13 lóttskýjað Montreal NewYork +9 léttskýjað vantar Parfs 7 skýjað Róm 14 skýjað Vín 4 rignlng Washington 6 alskýjað Wlnnlpeg +1 alskýjað Valencia 13 léttskýjað sem hefði verið mjög kostnaðarsamt. „Þó aðild að Evrópubandalaginu sé ekki á náinni dagskrá þurfum við að haga málum með þeim hætti að við getum í framtíðinni gengið til nánara samstarfs. Þegar ríki banda- lagsins mynda einn sameiginlegan markað 1992 verður þar um ræða einn stærsta markað í heimi sem ekki verður hjá komist að taka tillit til.“ Ljóðabók eftir Sigfús Daðason IÐUNN hefur gefið út nýja ljóða- bók eftir Sigfús Daðason. Nefnist hún Utlínur bakvið minnið og er fjórða ljóðabók skáldsins. Útgefandi kynnir efni þessarar nýju ljóðabókar með svofelldum orðum: „Ljóðin eru að því leyti útlín- ur að þau eru einatt sparlega dregin: í meitluðum ljóðmyndum skyggir skáldið jafnt ytri heim sem innri vitund. Skáldskapur Sigfúsar Daðasonar á djúpar rætur í klassískum menntum og hann ber samtíðina sífellt upp að ljósi sög- unnar. Í ýmsum ljóðum hér er fólgið kaldranalegt spott um sjálfumgleði og þembing tíðarinnar, svo sem „síðustu bjartsýnisljóðum" þar sem háðið er beittara en nokkru sinni fyrr. Annars staðar er kyrrara yfir, til dæmis í hinum fögru elegíum þar sem sársauki minninganna og vitund hverfulleikans er líkt og dul- inn grunur. Áhrifamátt sinn fá þessi ljóð, eins og mikill skáldskapur yfír- leitt, af vandlæti skáldsins á inn- stæður orðanna, sannleiksgildi hugmyndanna." Kápumynd bókarinnar gerði Hallgrímur Helgason. Ljósmyndavörum fyr- ir 700 þúsund stolið Ljósmyndavélum, linsum og fleiri tækjum, að verðmæti um 700 þúsund krónur, var í gær stolið úr bifreið í Hafnarstræti í Reykjavík. Ungur piltur, 14-15 ára gamall, sást með ljósmynda- tösku á ferð í Hafnarstrætinu um svipað leyti og eru þeir sem geta veitt nánari upplýsingar beðnir um að snúa sér til rann- sóknarlögreglu ríkisins. Ljósmyndavörur þessar voru í stórri áltösku, sem ung kona skildi eftir í bifreið sinni, á meðan hún brá sér frá, um kl. 11 í gær. Þegar konan kom aftur að bifreiðinni, sem stóð við Hafnarstræti 4, var taskan horfm. í henni voru meðal annars tvær myndavélar, af gerðinni Hass- elblad og Canon T 90, auk linsa, flassa og fleiri hluta. Ungur piltur, 14-15 ára gamall, sást með ljósmyndatösku úr áli á ferð í Hafnarstrætinu um svipað leyti og töskunni var stolið. Hann er beðinn um að hafa samband við rannsóknarlögregluna, svo og þeir sem veitt gætu einhvetjar upplýs- ingar um hvarf töskunnar. Ljósmyndavél af gerðinni Hass- elblad, svipuð þeirri sem hér sést, var meðal annarra hluta i tös- kunni, sem var stolið úr bifreið í Hafnarstræti í gær. Lést í um- ferðarslysi í Kanada TVÍTUG stúlka, Gunnhildur Sif Gylfadóttir, lést í umferðarslysi í Nova Scotia í Kanada á fimmtu- dag. Gunnhildur Sif fæddist þann 30. ágúst árið 1967, dóttir hjónanna Gylfa Baldurssonar, talmeina- og heymarfræðings og Þuríðar Jóns- dóttur, sálfræðings. Undanfarin þrjú ár bjó hún með foreldrum sínum í Nova Scotia og lagði stund á nám í læknisfræði við Acadia University. Gunnhildur Sif var mikil íþrótta- kona og var síðustu tvö ár mark- hæsti leikmaðurinn í kvennaknatt- spymu i Austur-Kanada og lið hennar vann háskólakeppni í ár. Þá var henni veitt sérstök undan- þága til að vera í landsliði Kanada Gunnhildur Sif Gylfadóttir þátt í Olympíuleikunum í Seoul og átti að leika með liðinu í Taiwan í desember. Hér á landi keppti hún í kvennaknattspyrnu, sem tekur með kvennaiiði Víkings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.