Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 19

Morgunblaðið - 28.11.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 19 Ijósm./Snorri Snorrason Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir, sem smíðað er hjá Stálvik. Stúdentafélag Reykjavikur: Thomas Möller formaður koma ekki til starfa vegna at- vinnulegs óöryggis. Þetta ástand leiðir til þess að stærri skipa- smíðastöðvamar, þar sem framþróunin ætti að eiga sér stað, koðna niður og verða að miðlungsstórum og litlum, óhag- kvæmum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er svo skoðað í samhengi þá vænti ég þess að lesendum þessa pistils finnist ég ekki vera of stór- orður þegar ég tala um hrikalegar afleiðingar. Sjálfstæð þjóð Þýskur maður sagði við mig fyr- ir nokkrum árum að sér virtist sem íslendingar væru haldnir sterkri sjálfseyðingarhvöt. Það væri eins og íslendingar héldu að sjálfstæði sitt sýndu þeir best með því að aka á 150 tegundum bíla og að sjálf- stæðið .væri hægt að kaupa, huggulega pakkað, á erlendum vörusýningum. Hann sagði að sér virtist að sjálfstæði sitt gætu Is- lendingar best varðveitt með því að vera sjálfum sér nógir með allar lífsnauðsynjar og með því að vera öðrum þjóðum fýrirmynd á ýmsum sviðum svo sem með sérþekkingu á sjávarútvegi. Sjálfstæði lítillar þjóð- ar kostar mikla vinnu og stundum miklar fórnir. Ég hirði ekki um að tíunda frek- ar hér skoðanir þessa manns en get þeirra þó vegna þess að þær komu upp í huga minn þegar ég fór að skoða málefni þjónustugreina sjáv- arútvegsins. Er hugsanlegt að við getum talið okkur vera í hópi fremstu fiskveiðiþjóða heims ef við verðum algerlega háðir ná- grönnum okkar með viðhald á atvinnutækjum undirstöðuat- vinnuvegs þjóðarinnar? Mitt svar er NEI! Er íslenskur skipa- smíðaiðnaður sam- keppnishæfur? Þrátt fyrir dæmin hér að framan um skip keypt erlendis á hærra verði en sambærilegt skip fæst hér innanlands geri ég mér grein fyrir að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim. íslenskur skipasmíðaiðnaður hefur átt í vök að verjast vegna ríkisstyrkja t.d. í Noregi og ódýrra (?) skipa frá Póllandi svo dæmi séu nefnd. En nú er svo komið vegna verðhækkana sem orðið hafa er- lendis að ástæða er til að staldra við og meta stöðuna. Því er spáð að enn sé yfirvofandi veruleg hækkun á allri þjónustu skipa- smiðja í Evrópu vegna þess að búið er að loka svo mörgum stöðvum að jafnvægi sé að skap- ast á milli eftirspurnar eftir nýsmíði og viðhaldi og getu þeirra stöðva sem eftir eru. Jafn- vægi þetta mun siðan fljótlega raskast á hinn veginn og að þá muni verð á þessari þjónustu hækka verulega. Við erum sem sagt á tímamótum nú í þessum efnum. Og á þessum tímamótum hlýtur að koma ávarp frá þjóðinni til framsýnna og dug- andi útvegsmanna um að stuðla að eflingu íslensks skipaiðnaðar og verða þar með óháðir eða minna háðir því sem gerist úti í hinum stóra heimi. Við hljótum líka að gera þær kröfur að stjómmálamenn hafi þá víðsýni að þeir grípi nú til aðgerða sem duga til þess að gera þetta mögulegt. Mér finnast hug- myndir um auknar lánveitingar til útgerða og jafnvel aukinn kvóta til útgerða sem láta smíða skip hér innanlands, góðar og vissulega skoðunar verðar. Ef þetta gerist nú þá munu íslensk fyrirtæki i þessari iðn eflast á ný og verða innan skamms fær um að veita útgerð- inni alla þá þjónustu sem hún þarf á hagkvæmustu verðum. Nú lýk ég skrifum þessum að sinni, vongóður um að fljótlega létti því skammdegis hugarfari sem ríkt hefur í garð þessa iðnaðar árum saman og býð hér með forystu- mönnum samtaka útgerðarmanna samvinnu á öllum sviðum er varðar framþróun þessa iðnaðar. Ég tel reyndar víst að þar tali ég fyrir munn samtaka fyrirtælq'a f skipa- smíðaiðnaðinum, þau eru reiðubúin til samstarfs við útvegsmenn nú sem fyrr. Höfundur er framkvæmdastjóri Stálvíkurhf. Leðurstóll á snúningsfæti Tilboðsverð kr. 10.OOO.- staðgr. VALHÚSGÓGN Ármnla 8. liaur 88875 1.195,- Stærðir. 22-35 Litur Svart Póstsendum samdægurs 5% -■-I---f-L ..l.lfu — AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 24. september sl. og var hann vel sóttur. Fundarstjóri var Tryggvi Agnarsson, lögfræðingur. Tráfarandi formaður, Stefán FViðfinnsson, flutti skýrslu stjómar. Félagið var 116 ára á starfsárinu. A fundinum var lögð fram verk- efnaáætlun fyrir næsta ár. í henni kemur m.a. fram að: 1. Háskólasjóður verður efldur með tekjum af minningakortum. Bú- in verða til ný minningakort og auglýst rækilega. Einnig verður stuðlað að ýmiss konar tekjuöfl- un fyrir sjóðinn og er stefnt að, að efla sjóðinn um 500.000 kr. á starfsárinu. Markmið Háskóla- sjóðs er að styrkja ýmis verkefni Háskóla íslands. 2. Ákveðið var að hefja ritun um sögu félagsins og er undirbún- ingur þess verks þegar hafinn. 3. Hinn árlegi fullveldisfagnaður félagsins verður haldinn 28. nóv- ember nk. og er undirbúningi undir fagnaðinn lokið. Hann verður haldinn í Átthagasal Hót- el Sögu og hefst með borðhaldi. Ræðumaður kvöldsins verður Jón Öm Marinósson, Inga Back- mann söngkona kemur fram og fjöldasöng er stjómað af Valdi- mar Ömólfssyni. Hljómsveit hússins mun síðan leika fyrir dansi. Eftirtaldir menn vom kjömir í stjóm: Formaður Thomas Möller. Varaformaður Friðrik Pálsson. Aðrir í stjóm: Sigurður Öm Hekt- orsson, Þórður Sverrisson, Jón B. Bjamason. í varastjóm vom kosnir: Gestur Steinþórsson, Jónas Ingi Ketilsson, Stefán Friðfinnsson, Sigurbjöm Magnússon. Endurskoðendur félagsins vom kjömin Haraldur Ámason, Sigurð- ur Baldursson. „Bókaverslun Snæbjarnar í Haf narstrætinu Æk ■ ■ ■■■ ALbLI sem góð bókabúð hefur: - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu.“ Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhveríi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góðráðog upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur áfélagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4.Sími: 14281

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.