Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Ætlað að vera nýr lykill að fortíð þjóðarinnar „Það er gaman að vera orðinn nýr pabbi,“ sagði Magnús Magnússon sem kunnur er víða um lönd fyrir sjónvarpsþætti og ritstörf, en nú er komið út þjá Vöku-Helgafelli fyrra bindið af verki sem heitir Landið, sagan og sögurnar.„Þetta hefur einmitt verið níu mánaða með- göngutími og ég hef alltaf verið að hringja í spítalann og spyija hvemig gengi, eins og tilvonandi feðrum sæmir." Atburðir úr Islandssögunai hafa löngum verið viðfangsefni íslenzkra myndlistarmanna og í bókinni Landið, sagan og sögurnar birtast myndir af fjölda slikra verka. Vegna útkomu bókarinnar var Snorri Sveinn Friðriksson listmálari fenginn til að mála myndir sem tengjast efninu, og hér er Einar Þorbjam- arson að falla fyrir þeirri freistingu að taka Freyfaxa, gæðing Hrafnkels Freysgoða, traustataki þótt goðinn hefði tekið honum vara fyrir því þar sem það væri dauðasök, eins og síðar kom á daginn. Sú bók sem nú er komin út er enginn frumburður höfundar og ekki lítur út fyrir að hún sé neitt örverpi heldur, en eins og titillinn gefur til kynna hefur hún að geyma sagnfræðilegan fróð- leik, samofínn landlýsingu og sjálf- um íslendingasögunum. Bókin er prýdd fjölda mynda, en úlitshönnun og umsjón með vinnslu var í hönd- um Ólafs Ragnarssonar og Ragnars Gíslasonar. Formáli að verkinu er eftir for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, sem í upphafi vitnar í Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness þar sem seg- ir svo: „Móðir hans kenndi honum að sýngja. Og eftirað hann var orð- inn fulltíða maður og hafði hlustað á saung heimsins, þá fanst honum að ekkert væri æðra en mega hverfa aftur til hennar saungs. I hennar saung bjuggu hjartfólgnustu og óskiljanlegustu draumar mann- kynsins. Þá voru móamir vaxnir við himininn. Saungfuglar loftsins hlustuðu undrandi á þennan saung; fegursta saung lífsins." í formálan- um segir síðan: „Land og saga, þjóðemi og tunga eru dýrmætustu gersamar okkar íslendinga, lykill- inn að því að við getum tekið þátt í umræðum á þingi þjóðanna með fullum þunga. Á umbrotatímum, þegar áhrifavald fjölmiðlatækni hefur sest í hásæti búið vopnum stórþjóðamenninga er full ástæða til að standa fast á sínu og minna sem oftast á hvað það er sem gerir þessa þjóð svo einstaka í heimin- um.“ „Það er einmitt það sem þessu verki er ætlað að vera,“ segir Msgnús Magnússon, „nýr lykill að fortíð þjóðarinnar. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á sagnfræði en ég hef ekki síður áhuga á því að gæða söguna lífi og auðvelda fólki þannig aðgang að henni. Upptalning á þurrum staðreyndum er lítils virði og sú saga hefur miklu meira gildi sem lesandi eða áhorfandi hefur tilfínningu fyrir. Það er einmitt þetta sem ég hef reynt að gera í bókum mínum og sjónvarpsþáttum, - að leiða fólk um söguslóðir, benda á kennileiti og vitna í munnmæli og skáldskap sem tengjast efninu, án þess þó að hvarfla frá sjálfum staðreyndunum. Eða eins og Karen Blixen segir í Síðustu sögum: „Sé sögumaður sögunni trúr fer þögnin að lokum að tala, ef sögumaður er sögunni ótrúr er ekkert að lokum annað en þögn." „En er það ekki snúið að sam- ræma skáldskap og munnmæla- sögur sagnfræðilegum heimild- um þannig að úr verði marktæk heild?“ „Það þarf ekki að vera það, ekki ef það er gert með réttum formerkj- um. Tómas Guðmundsson segir í Fjallgöngu sinni: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt." Þetta er snjallt hjá Tómasi, en það má líka snúa þessu við og halda því fram að nöfnin væru lítils virði ef ekkert væri landslagið, enda mundu fáir reyna að hrekja það að íslandssagan eigi sér rætur í sam- spili lands og þjóðar. f þessu fyrra bindi verksins er rakin saga frá fyrstu öldum íslandsbyggðar, og menn þurfa ekki að kunna mikið í íslandssögu til að vita að á þeim tíma réðst sagan mjög af land- háttum. Það nægir að benda á helztu stórviðburði á þessum tímum, auk sjálfs landnámsins stofnun Alþingis og kristnitökuna, og þá sér hvert mannsbam fyrir sér þá staði þar sem þessir at- burðir áttu sér stað.“ „Skrifarðu þetta verk sem sagn- fræðingur eða blaðamaður?" „Tvímælalaust sem blaðamaður, og það er af því að ég er blaðamað- ur. Ég er forvitinn og ég vil kynna mér málavexti frá svo mörgum hlið- um sem auðið er til þess að geta upplýst lesendur mína eins vel og hægt er. Og það er sannarlega þess virði að bregða sér á vettvang fortí- ðarinnar, ekki síður en vettvang atburða sem eru að gerast í samtí- ðinni. Blaðamenn eru sagnaritarar Viðtal: Aslaug Ragnars Þessi lágmynd er eft- ir danska listakonu, Anne Afarie Broders- en. Myndin er af Agli Skallagrímssyni þar sem hann reiðir lík Böðvars sonar síns heim að Borg. Myndin er Á Skallagríms- haugi í Borgamesi. samtíðarinnar, og það sem ég er I ~ir um atvik löngu liðinna atburða að gera er að grennslast nánar fyr- | og setja þá í samhengi þannig að skbeiMJ Góðura (húsi JP-innréttinga) ídag kl. 10-18 ——*f ^ mánudag 30. nóv. fslattur akuo-i8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.