Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Bókmennta- greinar Sverris Olla og Pési Bökmenntir Jóhann Hjálmarsson Sverrir Kristjánsson: RITSAFN. Fjórða bindi. Mál og menning 1987. SVERRIR Kristjánsson sagnfræð- ingur skrifaði margt og mikið um bókmenntir og það er sú hlið hans sem við kynnumst í ijórða og síðasta bindi Ritsafns. í þriðja bindi sem kom út í fyrra voru m.a. grein- ar um frönsku byltingamar, verkalýðshreyfíngar, rússnesku byltinguna og byltingarhreyfíngar í Kína auk greina um spænska lýð- veldið og kalda stríðið. Marxísk viðhorf settu svip á allt sem Sverrir Kristjánsson skrifaði, en hann var nógu mikill nítjándu- aldarmaður til þess að sjá skáld og bókmenntir í rómantísku ljósi. Þessi togstreita tekur oft á sig skemmti- legar myndir hjá Sverri. Það er til dæmis gaman að lesa um hrifningu hans á Heinrich Heine í langri rit- gerð um þetta rómantíska skáld sem að mati Sverris var ekki aðeins „kynborinn sonur rómantískunnar" heldur líka og ekki síst „skáld hins einmana manns í þjóðfélagi, sem hefur slitið öll mannleg bönd og gert viðskiptagildið eitt að tengslum manns og manns í milli". Onnur grein um Heine er Gleymt ástaræv- intýri. Heinrich Heine og George Sand. í henni ijallar Sverrir um ástina og einsemdina án þess að víkja að marki að þjóðfélagslegu óréttlæti. Sverrir Kristjánsson nýtur sín að vonum best þegar hann skrifar um skáld og hugsuði sem hann metur og dáir. Meðal íslenskra skálda sem heilluðu hann voru Þórbergur Þórð- arson og Halldór Laxness og Kristinn E. Andrésson var hans maður. í eftirmælum um Kristin getur hann þess að Kristinn hafí átt marga vini og minnist þess líka að hann átti sér marga fjandmenn. Lokaorðin eru dæmigerð fyrir Sverri: „Ég held, að enginn íslenzkra kommúnískra mennta- manna kynslóðar okkar hafí verið hataður jafn innilega og Kristinn Andrésson. Hann má vera öfunds- Verður af því. Slíkur heiður veitist ekki öllum." Og þegar hrifningin á Halldóri Laxness er tekin að dofna vegna Skáldatíma sem að dómi Sverris virðist skrifaður fyrir ólæsa og óskrifandi borgara af manni sem áður var „rauðastur rauðra penna“ eins og hann orðar það, þá er Krist- inn lofaður fyrir Enginn er eyland með þeim orðum að hann þurfi ekki „að fela spor fortíðarinnar" og hafí „einskis að iðrast". Sverrir Kristjánsson (EOF) Ekki er von á góðu þegar maður með jafn ákveðnar skoðanir gefur sér tíma til áð vega að andstæð- ingi, eins og Sverrir gerir í umfjöll- unum um sjálfsævisögur Krist- manns Guðmundssonar. Greinar hans um Kristmann eru sýnishom bókmenntaskrifa sem mótuð eru af hugmyndafræði og kappræðu sem eitt sinn tíðkaðist, en er að mestu horfín. Kristmann lá vel við höggi eftir útkomu þessara bóka og Sverr- ir lét tækifærið ekki ónotað. Þetta fjórða bindi Ritsafns Sverr- is Kristjánssonar er hvað sem öðru líður með þeim læsilegustu og sum- ar greinanna völundarsmíðar. Undirrituðum lesanda voru þær flestar upprifjun, en ekki er ólíklegt að mörgum muni þykja gott að hafa þær á einum stað og geta leit- að til þeirra þegar annað lestrarefni verður um of dauflegt. Békmenntir Jenna Jensdóttir Iðunn Steinsdóttir. Olla og Pési. Myndir: Búi Kristjánsson. Almenna bókafélagið 1987. Iðunn Steinsdóttir er vel þekkt af sögum sínum fyrir böm og unglinga. Auk þess hefur hún sa- mið leikrit með Kristínu systur sinni og á þeim vettvangi unnið til verðlauna. Það er margt fmmlegt í þessari nýju sögu. Olla, rauðhærður og freknóttur telpuhnokki — tveggja ára í sögubyijun — er skilin eftir hjá Bárði gamla bónda á síðasta býlinu innan borgarmarka Reykja- víkur. Það er reyndar rétt við sjóinn. Tveir rosknir synir gamla mannsins búa einnig hjá honum. Þar sem ljóst er að ráðskona þeirra, Anna, er stungin af til Ameríku, og hefur skilið bamið eftir á þeirra vegum, ganga þeir bræður því í foreldrastað. Gísli sem er meira fýrir heimaverkin verður mamman, en Bessi sem sækir björg í bú verður pabbinn. Olla tekur hlutverkaskiptingu þeirra ofur eðlilega og kallar þá samkvæmt henni. Stóra túnið umhverfís gamla bæinn er veröld Ollu í bemsku. Hér lifír hún elskuð og vemduð af þeim feðgum, innan um dýrin úti og inni. Leikur sér að silfursk- ottum, klæðist heimaunnum fatnaði, borðar heimatilbúinn mat, og hrellist hvorki af hreinlætiskr- öfum né þægindagræðgi. Á fyrstu ámm Ollu rís upp fal- legt hús á hæðinni skammt frá býlinu. Þaðan kemur jafnaldri hennar Pétur sem er einnig töku- bam. „Foreldrar" hans höfðu fundið hann í skottinu á bíl sínum, er þau vom á ferð í Afríku. Pétur er svartur, en það verður ekki að umræðuefni milli hans og Ollu nema þegar þau hittast fyrst og henni fínnst hann þurfa að þvo sér. Þau verða einlægir vinir þótt aðstæður þeirra séu ólíkar. For- eldrar Péturs em efnuð og meta öllu fremur veraldlegan auð og gleðskap. En hamingjustundum bemsku sinnar eyðir Pétur heima hjá Ollu, á túninu, í Qömnni og inni í leik með Ollu og skilfurskottunum. Saman mæta þau vandamálum bemsku sinnar og saman reyna þau að leysa þau. En þau em al- deilis ekki ein. Kynlegir kvistir koma mikið við sögu. Margar og mislitar manngerðir stika um sögusviðið og allar hafa þær stór erindi að reka og marka stór spor í atburðarásina. Opið í dag og alla daga vikunnar kl. 11 -20 0<í'6i'Q Tímifyrirís Rammíslensk isbúð með alþjóðlegu yflrbragðl Alltaf ferskar ísnýjung- ar, m.a.: • íssamlokurúrný- bökuðum súkkulaðl- bltakökum. • Ávaxtabar með 18 tegundum af ferskum ávöxtum og hnetum. • MJúkís úr vél með JarðabeiJa-. banana-, vanlllu-. plparmlntu- eða súkkulaðlbragðl, sett saman elns og þú vllt. íshOlun Komiö og kynnist nýjum meiriháttar hamborgara og djúpsteiktum fiski. Þess virði að bragða. H.H. Pizzastaður í Kringlunni. Ljúffengar pizzur á staðn- um eða til að taka með heim. Fyllt subbs, bakaðar kartöflur m/fyllingu og salati. 0<1<ÍQQ IOVEGIS. QiöTFas kKllJUIÆ grodur JARÐAR A '?':r ■ gw Ægisgata eftir John Steinbeck Ein af bestu sögum höfundar, þýdd af Karli ísfeld. Gróður jarðar eftir Knut Hamsun Þremur árum eftir að Hamsun sendi bókina frá sér hlaut hann Nóbelsverðlaunin. Bókin er þýdd af Helga Hjörvar. Sjóarinn sem hafið hafhaði Nýr flokkur: Öndveeis- ... HAFfÐi kiljur hafnaði 1 Þrjú öndvegisverk heimsbókmenntanna nú í kiljuútgáfu. eftir Yukio Mishima Umdeildasta bók sem komið hefur út hjá Bókaklúbbi AJmenna bókafélagsins fýrr og síðar. Þýðandi Haukur Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.