Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Minning’: Jón S. Sigfússon, Sauðárkróki Tengdafaðir minn, Jón Sigtrygg- ur Sigfússon, Skógargötu 26 á Sauðárkróki, lést á sjúkrahúsinu þar þann 17. nóvember sl. á 85. aldursári. Þar er genginn mætur maður, sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum. Hann fæddist í Brekku í Svarfað- ardal 1. september 1903. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Margrét Zóphoníasdóttir frá Bakka og Sig- fús Kristinn Bjömsson frá Syðra- Garðshomi. Þau bjuggu í Brekku, en Sigfús drukknaði vorið 1904, þegar hákarlaskipið Kristján fórst með allri áhöfn út af Rit í ofviðri. „Var hann stýrimaður á því skipi og þótti góður sjómaður," segir í bókinni Svarfdælingar eftir Stefán Aðalsteinsson. Böm Sigfúsar og Sofflu em: Anna Sigfúsína, f. 1895, kona Magnúsar Sölvasonar sjómanns á Litla-Árskógssandi; Kristjana Guð- rún, f. 1897, kona Péturs Sigurðs- sonar smiðs og tónskálds á Sauðárkróki; Bjöm Haraldur, f. 1899, bílstjóri í Reykjavík; Zóphoní- as, f. 1901, pípulagningamaður í Reykjavík og Jón Sigtryggur, sem hér er minnst. Soffia giftist síðar Guðmundi Bimi Sigvaldasyni. Þau bjuggu í Ölduhrygg um skeið, en fluttu til SkagaQarðar og settust að á Sauð- árkróki árið 1915 og áttu þar heimili til æviloka. Böm Soffíu og Guðmundar vom: Svanhildur Berg- þóra, f. 1907, kona Georgs Karls- sonar á Akureyri; Svafa, f. 1909, kona Gests V. Bjamasonar hafnar- varðar á Akureyri; Sigfús Svarfdal, f. 1911, verkamaður á Sauðárkróki og Skarphéðinn Valdemar, f. 1915, dó sem bam. Jón Sigtryggur dvaldist fyrstu árin hjá móður sinni og stjúpföður, en mun snemma hafa farið í vist á ýmsum bæjum í Skagafirði. Seinna lá svo leiðin til Reykjavíkur og þar munu svo hafa legið saman leiðir hans og Sigurbjargar T. Guttorms- dóttur frá Síðu í Vesturhópi, dóttur hjónanna þar, Amdísar Guðmunds- dóttur og Guttorms Stefánssonar, sem ættaður var af Fljótsdalshér- aði. Þau Jón og Sigurbjörg gengu í hjónaband þann 11. október 1931 og bjuggu fyrsta veturinn á Síðu. Þá fluttu þau að Bjarghúsum, næsta bæ við Síðu, og bjuggu þar í tvö ár og síðar að Efra-Vatns- homi. Árið 1936 fluttu þau svo til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Þau eignuðust sjö böm, sem öll em á lífi. Þau em: Guttormur Am- ar, f. 1932, kvæntur Hrefnu Þ. Einarsdóttur úr Ytri-Njarðvík, þau búa í Ytri-Njarðvík og eiga fímm dætur; Bjöm Haraldur, f. 1933, kvæntur Elísu Vilhjálmsdóttur, ætt- aðri úr Skagafírði, þau búa í Keflavík og eiga íjögur böm; Hrafnhildur Svafa, f. 1934, gift Jóhannesi Sigmundssyni i Syðra- Langholti, þau eiga sjö böm; Lissy Björk, f. 1936, ógift en á einn son, hún býr í Keflavík; Anna Soffía, f. 1940, gift Jósep Þóroddsyni frá Hofsósi, búa á Sauðárkróki, þau eiga þijú böm; Sigurlaug, f. 1941, gift Stefáni Vagnssyni bónda á Minni-Ökmm í Blönduhlíð, þau eiga §ögur böm; Viðar, f. 1946, kvænt- ur Steinunni Egilsdóttur úr Kefla- vík, þau búa þar og eiga þrjú böm. Eins og fyrr segir fluttust þau hjón, Jón og Sigurbjörg, til Sauðár- króks árið 1936 ásamt bömum sínum, sem þá vom fædd. Þetta vom frekar erfiðir tímar og atvinnu- leysi víða, en Jónvar annálaður dugnaðarmaður að hveiju sem hann gekk, og gekk honum því oft betur en öðmm að fá vinnu. Hann átti einnig skepnur, eins og þá var títt í þéttbýli, kýr, kindur og hesta. Morgunblaðið/Sverrrir Ræðismaður Júgóslavíu, Milutin Kojic, Frú Dobrila Smiljanic og Rade Ljubojevic Ullariðnaður: Júgóslavneskur fata- framleiðandi kaup- ir íslenskan lopa Hefur hannað peysur ár Alafos- slopa i yfir 20 ár NÝVERIÐ voru tödd hér á landi þau Dobrila SmOjanic og Rade Ljubojevic, fuUtrúar júgóslavn- eska fyrirtækisins Sirogojno. Fyrirtækið Sirogojno er fata- framleiðslufyrirtæki sem framleiðir aðallega handpijónaðar peysur. Hefur fyrirtækið keypt íslenskan lopa til að pijóna úr í yfír 20 ár. Dobrila hefur frá upphafi hannað flíkumar en sveitakonur í íjallahér- uðum Serbíu i grennd við þorpið Sirogonjo pijóna þær. Nú era 2-3.000 konur sem starfa við pijónaskap á vegum fyrirtækisins. Frú Dobrila hefur getið sér gott orð fyrir hönnun sína víða um lönd og hefur meðal annars hlotið verð- laun ítalskra fataframleiðenda fyrir peysur úr íslenskum lopa. Sagði Dobrila í samtali við Morgunblaðið að eftir að hafa reynt ull frá mörg- um löndum þá hafi henni fundist eiginleikar íslenska iopans, hvort heldur er í sauðalitunum eða í lituð- um lopa, henta vel þeim flíkum sem hún hannar. Ræðismaður Júgóslavíu á ís- landi, Milutin Kojic, um árabil haft milligöngu um þessi viðskipti sem hafa verið hvati að frekari sam- skiptum þjóðanna á sviði menningar og lista. Hann hafði alla tíð mikið yndi af hestum og átti jafnan margt góðra hesta, sem hann annaðist af stakri kostgæfni sem og allar sínar skepn- ur. Að heyskap gekk hann með einstökum dugnaði og átti jafnan gnótt heyja. Sigurbjörg lést árið 1952, langt um aldur fram. Hún var að sögn allra er til þekktu mikil fríðleiks- og myndarkona, eins og hún átti kyn til. Þetta var að vonum mikið reiðarslag fyrir alla fjölskylduna, en Jón var ekki þeirrar gerðar að bugast eða gefast upp. Hann bar harm sinn í hljóði, staðráðinn í því að sjá sér og sínum farborða og koma bömum sínum til manns. Öll em þau systkin vel gefín og vel gerð og koma sér hvarvetna vel. Jón, tengdafaðir minn, verður mörgum minnisstæður er honum kynntust. Hann var ákaflega fastur fyrir og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en á hinn bóginn gat hann verið blíður og einstaklega bamgóður. Hin síðari ár bjó hann einn í litla húsinu sínu undir brekkunni, Skógargötu 26, Ketu. Þangað var gott að koma og spjalla um heima og geima, en fljót- lega vildi talið berast að eftirlæti hans, hestunum. Þrátt fyrir heilsu- leysi og nokkra fötlun síðari hluta ævinnar stundaði hann vinnu fram á hin síðari ár. Hann vildi vera óháður og sjálfbjarga alla tíð og ekki upp á aðra kominn, en hann naut nágrennis við dóttur sína, Önnu, og hennar fjölskyldu, sem býr á Sauðárkróki. Um sl. mánaðamót dró svo mátt úr þessari öldnu kempu. Hann varð að leggjast á sjúkrahús, þar sem hann andaðist eftir stutta legu þann 17. þessa mánaðar. Þar með var lokið langri vegferð, sem hófst í Brekku í Svarfaðardal, líkt og hjá frænda hans, Snorra Sigfússyni, fyrmm námsstjóra, sbr. bók hans, Ferðin frá Brekku. Blessuð sé minning Jóns S. Sig- fússonar. Jóhannes Sigmundsson Viðtalstími borqarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þartekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum og er ölium borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 28. nóvember verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginga- nefndar aldraðra, sjúkrastofnana og veitustofnana og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR og í stjórn skólanefndar og fræðsluráðs. 3 DÍSIL-L YfTARAR 2,5 tonna lyftigeta -3,3 metra lyfthæð. Kosta aðeins 750.000 REISIItJGAR - Einstök greiðslukjör. Áreiðanlegir vinnuþjarkar sem þola stöðugt álag. Gott útsýni, driflæsing, loftpressa og vökvastýri. ETÍ77TM Til afgreiðslu strax. íslensk tékkneska verslunarfélagid hf. Lágmúla 5, simi 84S25, Reykjavik. DESTXK dísil-lyftararnir eru einsaklega hagkvæmir í rekstri, þeir eru neyslugrannir og verð á varahlutum er í sérflokki. Auk þess má tengja þá við ótal fylgihluti. Sýningarlyftari á staðnum - Líttu við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.