Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 80
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ♦ suzuk| síminr jaglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Þing FFSÍ: Vill breytingar á menntakerfinu Markmiðið að fá unglinga út á vinnumarkaðinn SAMÞYKKT var á 33. þingi FFSÍ að leggja til við menntamálaráð- herra að hann athugi möguleika á breytingu á menntakerfinu með þeim hætti að starfskraftar nemenda á aldrinum 16 til 20 ára nýtist betur á vinnumarkaðnum. Þingið leggur til að námsárinu verði skipt í tvær 5 mánaða annir og geti nemendur þá unnið í að minnsta kosti 5 til 6 mánuði á ári. Jafnframt er í greinargerð lagt til að lengja kennslustundir úr 40 minútum í 50 mínur. Þingið samþykkti að beina þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann hlutist til um að fram fari athugun á hvort þjóðhagslega yrði hagkvæmt að breyta núverandi menntakerfí framhaldsskóla (16 til 20 ára aldurshópanna), sem byggist Fiskmarkaður hf. í Hafnarfirði: Stærsti sölu- dagur í gær FISKMARKAÐUR hf. í Hafnar- firði hefur aldrei boðið upp eins mikið magn á einum degi og í gær, föstudag, en þá seldi fisk- markaðurinn rúmlega 261 tonn fyrir 8.284.038 krónur. Ennfrem- ur hefur verð á steinbít aldrei verið eins hátt og í þessari viku, eða 38,46 krónur að meðaltali, og verð á lúðu og skötusel hefur verið óvenju hátt. Að sögn Helga Þórissonar, skrif- stofustjóra Fiskmarkaðar hf. í Hafnarfírði, hefur fískmarkaðurinn selt 578 tonn af físki í þessari viku á alls 21.962.000 krónur. Helgi seg- ir einnig að fyrirtækið hafí aldrei selt eins mikið og síðasta föstudag, en þá seldust 261 tonn á 8.284.038 krónur á meðalverðinu 31,69 krónur. Þá segir Helgi að verð á steinbít hafí aldrei verið eins hátt og í þess- ari viku. Steinbítur hafi gengið á verðinu 12,00 til 14,00 krónur í sum- ar, en hann hafí farið á 38,46 krónur að meðaltali þessa viku, sem sé metverð, og hæst hafí verðið verið síðasta fimmtudag, 49,00 krónur. Þá hafí aldrei verið selt eins mikið af steinbít og í þessari viku, eða um 19 tonn. Þessi fískur hafi verið flutt- ur til Evrópu, aðallega Frakklands ogBelgíu, þar sem óvenju mikil eftir- spum sé eftir steinbít. Þá segir Helgi að verð á lúðu og skötusel hafí einnig verið óvenju hátt að undanförnu. Lúðan hafí mest komist upp í 219 krónur og skötuselur upp í 280 krónur. Sjá verð á fiskmörkuðunum bls. 42. í megin dráttum á einni 9 mánaða kennsluönn í tvær fímm mánaða kennnsluannir, það er 1. janúar til 31. maí og 1. ágúst til 20. desember þar sem viðkomandi unglingur myndi vinna í að minnsta kosti 5 til 6 mánuði á ári og stunda síðan 5 mánaða nám. Leiði athugun í ljós að unnt sé að lagfæra menntakerfíð til hags- bóta fyrir land og þjóð, þannig að ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára geti orðið virkari þátttakendur í námi og atvinnulífí en nú er, geri menntamálráðuneytið tillögur þar að lútandi. Markmið slíkra breytinga gæti verið að vinnustundir nemenda og kennara verði þjóðfélaginu sem mest til góða, jafnframt því sem eigi verði slegið slöku við í námskröfum og hæfnisprófun nemenda. í greinargerð er meðal annars bent á síaukna fjárþörf nemenda og sagt að þeir þurfí allt að 5.000 krón- ur á viku í eyðslufé. A sama tíma sé verulegur skortur á vinnuafli og innflutningur erlendra verkamanna sé hafínn af þeim sökum. Einnig er bent á það, að fram hafí komið sú spuming hvort ekki megi að skað- lausu lengja kennslustundir úr 40 mínútum í 50. S 9 9 rnmm MmdP i 9*** Morgunblaðið/Börkur Breskir „strokufangar“ í Grímsey SÉRSTAKUR fjáröflunardagur fyrir þurfandi böm var í Bretlandi í gær og söfnuðu menn peningum með því að keppast um það, hver kæmist lengst frá lögreglustöðinni í Ringwood í Suður-Englandi á tólf tímum. BBC-sjónvarpið annaðist framkvæmd keppninnar en „strokufan- gamir“ söfnuðu peningaáheitum hjá fyrirtækj- um. Til fslands komu 3ja manna hópar, einn varð að láta sér lynda að komast ekki lengra en til Reykjavíkur en annar hópur komst norður til Grímseyjar og tókst að hringja þaðan til BBC í London í tæka tíð og staðfesta ferðalagið. Meðfylgjandi mynd tók Börkur Arnarson ljós- myndari Morgunblaðsins þegar Grímseyjarfar- arnir tilkynntu um áfangastaðinn í gærkvöldi. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra segir að Seðlabankinn hafi brugðist í stjórnun peningamála „MISHEPPNAÐAR aðgerðir í peningamálum á þessu ári tel ég dæmi um framtaksleysi Seðla- bankans á tímum stjómmálalegr- Neyðarbíllinn: Læknir á vakt aðfaranótt laugardags og sunnudags AÐSTOÐARLÆKNIR af lyfja- deild Borgarspítalans hefur nú aðsetur i Slökkvistöðinni í Reykjavík aðfaranótt laugar- dags og sunnudags og fer þá með sjúkraflutningsmönnum i neyðarköll sem berast frá klukk- an 23.30 til 08.00. Þar með fylgir læknir bílnum í öllum útköllum, nema á sunnudögum og að næt- urlagi. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, yfirlæknis lyfjadeildar Borgarspít- alans, er viðvera læknis á Slökkvi- stöðinni til reynslu og stendur Sjúkrasamlag Reykjavíkur straum af kostnaði vegna launa læknisins. Gunnar kvaðst vonast til að þetta markaði upphaf þess, að neyðarbíll- inn yrði til taks ásamt lækni allan sólarhringinn, jafnt virka daga sem helgidaga, og stefnt yrði að því að veita læknisaðstoð við öll bráðatil- felli í sjúkraflutningum á höfuð- borgarsvæðinu. ar óvissu. Síðasta ríkisstjórn slakaði á undir lok síns starfs- ferlis. Að loknum kosningum í apríl tóku við viðræður flokkanna uns ný stjórn var mynduð í júlí. Var þá á ný mörkuð stefna í efna- hagsmálum, sem var þó fyrst nánar útfærð í október með fmm- vörpum að fjárlögum og láns- fjárlögum. Engum vafa er undirorpið, að aðhaldsaðgerða var þörf strax í upphafi ársins en engu líkara, en að Seðlabank- inn hafi beðið eftir fmmkvæði ríkisstjórnar í stað þess að hefjast handa sjálfur." Þetta sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands, í ræðu á Spástefnu Stjóraunarfélags íslands í gær, en þar gagnrýndi hann Seðla- bankann harðlega fyrir framtaks- leysi og lélega upplýsingaöflun um fjármagnsmarkaðinn. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra, tók undir gagnrýni Tryggva og sagði að Seðlabank- inn hefði bmgðist í því að beita virkri peningastjórnun. Tryggvi Pálsson benti á, að þrátt fyrir mikla þenslu í þjóðarbúskapn- um hafí Seðlabankinn ekki tekið upp lausafjárskyldu innlánsstofnana fyrr en í mars síðastliðnum og þá lækkað bundið fé samsvarandi þannig að nettóáhrifín voru engin: „Staðreynd- in er, að Seðlabankinn veitti lítið sem ekkert aðhald, þegar peningamagns- aukningin var mest, en reynir nú að draga til sín fé, þegar samdráttur er hafinn. Vegna seinagangs stuðla þessar aðgerðir lítt að hjöðnun verð- bólgu heldur því helst, að bankar og sparisjóðir greiða nú tugi milljóna á mánuði í viðurlög til Seðlabanka." Tryggvi lagði til að skilgreining Seðlabanka á lausu fé yrði víkkuð og að stjómtæki bankans beinist ekki að einstökum aðilum á fjár- magnsmarkaði heldur öllum þeim sem taka við fé til ávöxtunar og veita lán: „Með því móti eru stjórn- tækin almenn og beiting þeirra Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans: Sakar Seðlabankaim um aðhalds- og framtaksleysí brenglar ekki samkeppni þessara aðila. Taka ber upp lausafjárskyldu fyrir fjárfestingarlánasjóði og ávöxt- unarsjóði. Samtímis ber að leggja niður bindiskyldu banka og spari- sjóða og hætta öllum þvingunum til kaupa á bréfum ríkissjóðs og Fram- kvæmdasjóðs." Tryggvi gagnrýndi ennfremur Seðlabankann fyrir að standa sig illa í söfnun upplýsinga um fjár- magnsmarkaðinn. Helst sé safnað tíðum og greinargóðum upplýsing- um um banka og sparisjóði, en upplýsingar urn fjárfestingar- og lífeyrissjóði séu ekki sambærilegar og fáist seint. „Þegar spurt er um fjárstreymi í fjármögnunarleigum, kröfukaupum, ávöxtunarsjóðum, ijárvörslu, skuldabréfaútgáfum og öðrum þeim viðskiptum, sem eru á verðbréfamarkaði og eru ekki lengur minniháttar, þá hefur Seðlabankinn lítil sem engin svör,“ sagði Tryggvi og bætti við að svo margar eyður væru í upplýsingaöflun bankans, að erfítt væri að sjá hvernig hann geti metið heildarstöðuna á ijármagns- markaði og brugðist tímanlega við aðsteðjandi vanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.