Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 44
Kjallari félagsheimilis Þórs er nú langt kominn. „Verkið hefur gengið lygilega vel“ — segir Gísli Kr. Lorenzson formaður byggingaefndar Þórs Helgi Vil- berg sýnir í Glugg- anum UM helgina opnar Helgi Vilberg sýningu á nýjum málverkum í Glugganum, Glerárgötu 34 á Akureyri. Helgi er Akureyringur fæddur 7. nóvember 1951. Hann lauk námi við Myndlista- og handiðaskóla íslands 1973. Á sýningunni verða rúmlega tutt- ugu akrýlmálverk, flest máluð á þessu ári. Sýningin mun standa til 6. desember. Glugginn gallerí er opinn daglega frá kl. 14.00 til 20.00 en lokað er á mánudögum. Helgi Vilberg opnar sýningu í Glugganum um helgina. „HÉR ERU að gerast stórkost- legir hlutir. Við höfum ekki verið með nema þetta tvo til þrjá starfsmenn í fastri vinnu á svæðinu ásamt miklu liði sjálfboðaliða eftir vinnu á kvöldin. Verkið hefur gengið lygilega vel,“ sagði Gísli Kr. Lorenzson, formaður bygging- arnefndar nýja Þórsheimilis- ins, sem nú er verið að reisa á íþróttasvæði Þórs. Gísli sagði að bygging kjallar- ans væri nú langt komin. „Við lokum hringnum nú fyrir helgi og byijum á innveggjum seinni hluta næstu viku. Ef tíðin verður góð, höldum við ótrauðir áfram svo lengi sem við getum.“ Áætlaður byggingartími félagsheimilisins eru átján mánuðir og kostnaður við bygginguna er áætlaður um 43 milljónir króna. Gísli sagði að ef fram héldi sem horfði yrði framkvæmdum eflaust lokið fyrir áætlaðan tíma, því mikill hugur væri í Þórsurum og yrði kostnað- ur jafnvel lægri en ráð væri fyrir gert. Húsið verður kjallari, hæð og rís, alls rúmir 1.100 fermetr- ar. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. september sl. „Á meðan vel gengur, höfum við ekki beint áhyggjur af fjár- magpii. Fréttir af Iþróttasjóði eru auðvitað ekki bjartar, en við treystum á gamla Þórsara og aðra velunnara félagsins." Gísli sagði að félagið ætti hátt í sjö milljónir upp í byggingarkostnað. Nokkuð ljóst er að slá þarf lán vegna hluta kostnaðarins, en ríkissjóði ber að peiða 40% af vallarhúsi félags- ins. Um þann hlut hússins er flokkast undir félagsheimili er hinsvegar nokkuð óljóst ennþá. Akureyrarbær lánar tæki til fram- kvæmdanna endurgjaldslaust og frestar greiðslu bygggingargjalda um þijú ár, að sögn Gísla. Hann sagði að kallaðir hefðu verið út 15 til 20 Þórsarar á kvöld- in í járnabindingu og timbur- hreinsun og hefðu menn sannarlega ekki legið á liði sínu enn sem komið væri. Gísli sagði að rekstur slíkra félagshúsa væri oft meiri vandkvæðum bundin en býgging þeirra. Hinsvegar væri meiningin að setja upp heilsu- ræktarstöð þarna innan dyra sem fjármagna ætti reksturinn að ein- hveiju leyti. „Síðan treysti ég stjóm Þórs fullkomlega til að fínna flöt á rekstri hússins. Húsið verður að komast upp. Við erum í tíu fermetra herbergi í Glerár- skóla eins og málum er háttað í dag og vallarhúsið er einn gámur, sem stendur úti á íþróttasvæð- inu,“ sagði Gísli. Kammerhljómsveit Akureyrar: Sinfónískir tónleik- ar á fullveldisdaginn Morgunblaðið/GSV Malbikun í lok nóvember FYRSTU tónleikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar á þessu starfsári verða í Samkomuhúsinu þriðjudaginn 1. desember og hefj- ast klukkan 20.30. Á verkefna- skránni eru þrjú verk: Forleikur að óperunni Brúðkaupi Fígarós og Hornkonsert nr. 2 eftir Mozart og loks Fyrsta sinfónía Beethov- ens. Stjómandi Kammesveitarinn- ar er Roar Kvam og einleikari á hom Emil Friðfinnsson. Kammerhljómsveitin var stofnuð á síðasta ári og hélt ferna tónleika á fyrsta starfsárinu. í henni eru kennarar og nemendur við Tónlistar- skólann á Akureyri og jafnan fengnir til liðs hljóðfæraleikarar frá Reykjavík eftir því sem verkefni krefjast hveiju sinni. Nú eru 26 manns í sveitinni, þar af fáeinir að- komnir. Hljómsveitin er vísir að reglulegu starfi atvinnumannahljóm- sveitar á Akureyri, en rekstrargrund- völlur hennar er ekki að fullu ráðinn. Á síðasta ári naut hljómsveitin nokk- urs stuðnings hins opinbera, en á fullveldistónleikunum nú 1. desember verður látið á það reyna hvort reka má atvinnuhljómsveit sem þessa. Kostnaður við tónleikana verður þá borinn uppi af aðgangseyri áhey- renda ásamt framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Þá ræðst einnig hvort mögulegt verður að halda þá tvenna tónleika sem fyrirhugaðir eru í mars og apríl á'komandi ári. Sem fyrr segir er stjómandi hljóm- sveitarinnar að þessu sinni Roar Kvam, en hann hefur um árabil get- ið sér gott orð sem stjómandi hljómsveita á vegum Tónlistarskól- ans auk þess að stýra Passíukómum og kór og hljómsveit Leikfélags Ak- ureyrar. Einleikarinn, Emil Frið- fínnsson, er Akureyringur. Hann lærði homleik um árabil hjá Roari Kvam við Tónlistarskólann á Akur- eyri og hélt síðan til Reykjavíkur. Þar lauk hann glæsilegu einleikara- prófí á horn frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á síðasta vori. Kennari hans þar var Joseph Ognibene. Kon- sertmeistari . hljómsveitarinnar verður Hlíf Siguijónsdóttir frá Reykjavík. Eins og sjá má á efnisskránni er með þessum tónleikum höfðað til áhuga ungra jafnt sem aldinna þar sem viðfangsefnin eru, eins og í frétt- atilkynningu stendur, „vinsæl sin- fónísk tónlist". í VIKUNNI var unnið við malbik- unarframkvæmdir á Akureyri. Verið var að setja í hjólför í Kaupvangsstræti til að koma í veg fyrir frekari skemmdir í vetur, að sögn Guðmundar Guð- laugssonar bæjarverkfræðings. „Malbik hefur slitnað mikið að undanförnu þar sem flestir bílar eru nú komnir á nagladekk. Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk skipti yfir á sumardekkinn aftur þar sem ekki er möguleiki að spá um hvernig veturinn kemur til með að leika okkur í ár. Hinsvegar er ekkert þvi til fyrirstöðu að að vinna við malbikun svo framarlega sem frost er ekki í jörðu og tíðin góð,“ sagði Guðmundur. Fell hf. kynnir ALLT-hugbúnað FELL hf. bókhalds- og viðskipta- þjónusta á Akureyri stendur fyrir sýningu á ALLT-hugbúnaði sérstaklega fjárhags-, viðskipta-, sölu- og birgðabókhaldi. Sýning- in verður á Hótel KEA mánudag- inn 30. nóvember frá kl. 13 til 17. ALLT-hugbúnaður hefur á síðustu árum unnið sér vaxandi fylgi jafnt meðal smærri sem stærri fyrirtækja, en hugbúnaðurinn gengur jafnt á PC-tölvur sem og stærri fjölnotendatölvukerfi. ALLT hugbúnaður hefur verið í sífelldri þróun síðustu árin og margar end- urbætur hafa verið gerðar sam- kvæmt óskum notenda og einnig hafa ýmsar ytri aðstæður svo sem söluskattsbreytingar og væntanlegt staðgreiðsluskattkerfi krafist skjótra viðbragða við aðlögun hug- búnaðarins, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Fell hf., sem hefur nú í níu ár starfað við reikningsskil, bókhald og rekstrarráðgjöf bætir nú við starfsemi sína sölu og ráðgjöf á tölvuhugbúnaði til viðskiptanota og byggir þar á áralangri reynslu sinni við bókhald og rekstrarráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.