Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag er komið að því að
§alla um stöðugu merkin
svokölluðu. Á ensku eru þau
kölluð „The fíxed signs".
Þessi merki eru Naut (20.
aprfl—20. maí), Ljón (23.
júlí—23. ágúst), Sporðdreki
(23. okt.—23. nóv.) og Vatns-
beri (21. jan.—21. febr.)
StöÖug merki
Stöðugu merkin eru einnig
kölluð föst merki, eða stað-
föst merki. Nafnið og eðli
sitt draga þau af því að vera
í miðju hverrar árstíðar. Þau
eru hámark hverrar árstíðar,
sá tími þegar áretíðin stendur
i blóma og er í uppgangi.
Nautið er miðja voreins,
Ljónið er hásumar, Sporð-
dreki er miðja haustsins og
Vatnsberinn er háveturinn.
Föst fyrir
Eitt hafa þessi merki sameig-
inlegt. Það er að þau leita
öll varanleika. Þau reyna að
fínna sinn persónulega stfl
og þegar það hefur tekist þá
eru þau lítið fyrir að breyta
til. Þessi merki halda t.d. oft
fast við ákveðinn klæðastfl
eða stflleysi, allt eftir því
hvað viðkomandi þóknast.
Þrjósk
Það sama gildir með skoðan-
ir og viðhorf þessara merkja.
Ef þau hafa ákveðið að eitt-
hvað sé rétt þá er það rétt.
Það er því svo að föstu merk-
in eru öll með tölu ákaflega
þijósk og óhagganleg í öllu
sínu eðli og æði.
RáÖrík
Eins og við vitum þá er per-
sónuleiki manna breytilegur
og menn ólíkir innbyrðis. Það
hvereu sterkan vilja menn
hafa er slðan einnig mismun-
andi. Fólk sem fæðist í
stöðugu merkjunum hefur að
upplagi sterkan vilja. „Ég“
þeirra er óhagganlegt. Það
er þvi kannski ekki skritið
að þessi merki eru oft frek
og ráðrík. Enda eru þau oft
kölluð valdamerki.
Valdaþörf
Ljónið hefur það orðspor að
vera frekt, enda er það opið
og einlægt og lítið fyrir að
fela vilja sinn og ætlunar-
verk. Hin merkin eru hins
vegar launfrekari. Sporð-
drekinn er ótvirætt valda-
merki og hiklaust jafn ráðrikt
og Ljónið þó hann fari oft
finna með valdaþörf sína.
Launfrekja
Hvað varðar Nautið og
Vatnsberann þá má segja að
þau séu einnig frek, en samt
sem áður launfrek likt og
Sporðdrekinn. Nautið vill
hafa stjóm á sinu eigin llfí
og er oft frekt á nánasta
umhverfí sitt en sækist oft
síður eftir þjóðfélagslegum
völdum. Vatnsberinn er einn-
ig ráðríkur en á ósýnilegri
hátt en hin merkin og oft á
tíðum einungis fyrir sjálfan
sig, eða er frekur á sjálf-
staéði sitt og rétt sinn til að
fara eigin leiðir.
Trygglynd
Það má kannski segja að það
séu stöðugu merkin sem
stefna helst að því að vera,
stefria að þvi að byggja upp
og ná ákveðnum varanleika
1 Hf sitt. Þessi merki eru því
til þess að gera trygglyndari
en önnur merki og eiga erfítt
með að breyta til. I því er
fólginn veikleiki þeirra. Þau
festast stundum, bæði ( já-
kvæðu og neikvæðu fari. Að
baki þessara merkja liggur
því oft stórt og mikið ævi-
starf, bæði f góðum og
slæmum málum.
GARPUR
GRETTIR
GRettir po etur of/viikio
AF RUSLFÆPI. BOROAÐU EITT-
BVAS> HOLlara, ■
/ HEl -- tPAO BR. j VjSULRÓT HÓR \ j
17 United Feature Syndicate, Inc. ■ xSSiíxCg::;::;; o O
j —
© PAVf5 9-10
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
TOMMI OG JENNI
E<3 VER.E> AÐ
SS'VUA GÆEHJ
FV/Z/R. J&tTT/)-},
■S/l/V}RO/yiUM*l ,1
EN ÉG VE/r,
BRtc/ WAÐEG i
‘A /QE>
SEGJA/
UOSKA
HÉR HEF ÉG )Þv! MiBOR,
HÍP FiKlA-STA (PAO.FR. OF
KðKOMÓT \ L'TIP
SfLM TIL <T" V, f-y-
ijliíiílil 1F
:::: :::: :::::::::::::::::::::::::::::::
FERDINAND
....:::::::::::::::::::::::::::::
FOR ME,TMI5 I5TME
M05T EXCITIN6 MOMEMT
OF THE YEAR... !
-S
SMÁFÓLK
Jæja, þá byijum við. Þetta finnst mér alltaf
Fyrsta uppgjöfin á keppn- mesta spennan á árinu ...
istfmabilinu ...
Ég veit ekki af hverju .
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bandaríska bridssambandið
útnefndir árlega „Bridskóng
áreins" úr hópi þeirra mennt-
skælinga sem náð hafa bestum
árangri í keppni. Titilinum fylgir
ennfremur námsstyrkur. Þekkt
nafn varð fyrir valinu í ár, Ric-
hard Pavlicek yngri, en sam-
nefndur faðir hans er kunnur
spilari og bridshöfundur vestan-
hafs. í spili dagsins eru þeir
feðgar í NS og júníorinn ákvað
að hætta sér inn á fjórum tíglum
yfír sérviskulegri hindrun aust-
ure. Og leist ekki á blikuna þegar
vestur doblaði:
Austur gefur, AV á hættu.
Norður
♦ 3
▼ D62
♦ 8753
♦ ÁG965
Austur
... ♦ K109872
¥K43
♦ -
♦ 10874
Suður
♦ ÁD5
VG985
♦ ÁKG42
♦ 2
Vestur Norður Austur Suður
— — 3 spaðar 4 tíglar
Dobl Pass Pass Pass
Vestur kom út með spaða-
íjarka og Pavlicek drap kóng
austure með ás. Lagði svo niður
tígulás og rökstuddur grunur
varð á staðreynd þegar austur
henti spaða.
Það lítur út fyrir að vömin
hljóti að fá fjóra slagi, tvo á
tromp og tvo á hjarta, en Pavlic-
ek taldi of snemmt að gefast
upp. Hann henti hjarta niður í
spaðadrottningu og spilari
hjarta. Austur drap drottningu
blinds með kóng og spilað aftur
hjarta á ás vesturs, sem sendi
laufkóng um hæl.
Pavlicek drap á laufás, tromp-
aði lauf heim, stakk hjarta í
blindum og trompaði aftur lauf.
Loks trompaði hann siðasta
spaðann og átti þá eftir heima
eitt hjarta og KG í tígli. Vestur
var nú beretrípaður af öllu nema
D109 í trompi. Hann fékk að
eiga næsta slag, en varð svo að
spila upp í trompgaffalinn.
Vestur
♦ G64
♦ Á107
♦ D1096
♦ KD3
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Tmava i
Tékkóslóvakíu í vor kom þessi
staða upp i skák alþjóðlega meist-
arans Sergei Smagin, Sovétríkj-
unum, sem hafði hvítt og átti leik,
og tékkneska stórmeistarans Jan
Plachetka.
23. Hxe6!
Miklu sterkara en 23. Hxh5 —
Dxgö, 24. Hxg5 — Kf7 og svartur
á góða möguleika á að halda enda-
taflinu.
Dxg5
(Ekki 23. - Dxe6?, 24. Bc4!)
24. Bxg5
og svartur gafst upp, þvf hann
tapar a.m.k. tveimur peðum til
viðbótar.