Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 16
Bökmenntir Sigurjón Björnsson Brimöldur. Frásögn Haralds Ólafssonar sjómanns. Jón Guðna- son skráði. Mál og menning. Reykjavík 1987. 252 blaðsíður. Haraldur Ólafsson er fæddur á Breiðabólstað í Ölfusi árið 1904. í föðurætt er hann afkomandi Eiríks Ólafssonar og Helgu Jónsdóttur sem lengst bjuggu á Litlalandi í Ölfusi, en niðjatal þeirra hefur verið prent- að. Móðir Haralds, Guðrún Jónsdótt- ir, var frá Hrauni í Ölfusi og mun ættmenn hennar enn að finna í Hraunshverfinu. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiðabólstað uns móðir hans dó. Þá var hann átta ára. Þrem- ur árum síðar var heimilið leyst upp og Haraldur fór til vandalausra í Reykjakot í Ölfusi. Þar var hann fram undir tvítugt og reri síðustu þijú árin á vetrarvertíðum frá Þorlákshöfn. Þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Hann stundaði sjó allar götur til ársins 1980, lengst á togurum. Eftir að hann kom í land vann hann verkamannavinnu og gæslustörf. Árið 1984 hætti hann að vinna launuð störf. Haraldur Olafsson DAIHATSU CUORE KOMINN AFTUR OG VERÐIÐ AÐEINS FRÁ KR. 299.400 5 dyra, 5 gíra, kominn á götuna KANNTU ANNAN BETRI! 5 dyra, sjálfskiptur kr. 329.500.- 3ja dyra, 5 gíra, 4WD kr. 340.700.- Við fengum aðeins örfáa af þessum frábæru bæjarbílum, sem við seljum næstu daga á ótrúlega hagstæðu verði. DAIHATSU CUORE: Bíllinn, sem menn trúa ekki að sé smábíll! MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Frásögn Haralds skiptist í 71 smá- þátt eða kafla. Margir þeirra eru ekki lengri en 2—3 blaðsíður. Harald- ur segir sögu sína í fyrstu persónu, en „Jón Guðnason skráði". Skrásetj- ari kemur annars ekki við sögu. Frásögn þessi er einkar athyglis- verður lestur. Hún segir frá ævi bláfátæks sveitadrengs, sem elst upp í umkomuleysi rúmlega helft bemsku- og æskuára sinna. Hann venst við endalaust strit og litla nær- gætni eða hlýleika. Við kynnumst vermennsku í Þorlákshöfn, skútu- skaki og togarasjómennsku um langan aldur. Eins og skrásetjari seg- ir í formála er þessi saga „eitt til- brigðið enn við ferðasögu hinna mörgu frá gamla íslandi til nýja ís- lands". Mikill kostur er hversu látlaus og blátt áfram þessi frásögn er. Sögu- maður er fjarri allri sjálfhælni, en samt er hann ekki svo hlédrægur að frásögnin verði litlaus. Hann getur sagt bæði kost og löst á sjálfum sér, svo að sannferðugt virðist og hið sama gildir um samferðamenn hans. Þessi bók er vissulega holl og góð lesning. Hún sýnir þróttmikið og elju- samt mannlíf. Hún sýnir erfiðleika og þrek, og minnir okkur vel á það ofurefli sem alþýða til sjávar og sveita mátti glíma við fram yfir miðja öld, ofurefli sem vissulega átti sér margar rætur, mannlegar og aðrar. Sú saga er aldrei of oft sögð, sé hún vel og heiðarlega sögð eins og hér er gert. Prýðilega er frá þessari bók geng- ið á alla lund. Frásögn er skýr og einföld og á góðu máli. Prentvillur fyrirfinnast varla. Nokkrar myndir prýða bókina, en þær hefðu að ósekju mátt vera fleiri. I bókarlok er yfirlit yfir vinnuferil Haralds og er það til fyrirmyndar. Þá er loks rækileg og vönduð skrá um mannanöfn. Eru menn tilgreindir ásamt með starfí, heimilisfangi, fæðingar- og dánarári þar sem það á við. Eins og áður getur lætur skrásetj- arinn ekkert á sér kræla og í formála er fáar upplýsingar að finna um vinnubrögð. Mætti skv. því ætla að hann hafi einungis skrifað beina frá- sögn sögumanns og vélritað til prentunar. Vitaskuld hefur hlutdeild hans verið langtum meiri. Enginn talar svo hnökralaust og hreint rit- mál sem er á þessum blöðum. Enginn hefur svo óaðfinnanlega setninga- skipan eða endurtekningarlausan frásagnarmáta. Og ólíklegt er að nokkur muni svo vel hjálpargagna- laust dagsetningar og ártöl sem hér er frá greint. Það er að minni hyggju óþarfa hlédrægni af skrásetjara að greina ekki frá því hvemig hann vann úr frásögn sögumanns. Og nokkur trygging væri fyrir lesanda að vita hvort skrásetjari hefur gert sér far um að sannreyna frásögnina þar sem því varð við komið. Eða hvort sögu- maður hefur stuðst við dagbækur eða önnur gögn. Mér dettur raunar ekki f hug að dr. Jón Guðnason, dósent, sem talinn er vandvirkur og reyndur fræðimaður, hafí ekki unnið verk sitt eins vel og auðið varð. En fyrir þá sem nota ævisögur sem heimild eru þetta æskilegar upplýsingar. Ferðin frá gamla Islandi Erum með mikið úrval af vönduðum, notuðum bílum. DAIHATSUUMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 23, S. 685878 - 681733. C.S.LEWIS góðbók Tvær bamabækur fráAB SilfiirstóIIinn Fjórða ævintýrabókin eftir C.S. Lewis sem kemur út á íslandi. Elfráður, Skúti ogjúlía leita kóngssonar í töfra- landinu Narníu. Vinsældir bókanna um töfralandið aukast jafht og þétt hérlendis. Þýðing Kristínar R. Thorlacius hefúr verið verðlaunuð. Olla og Pési eftir Iðunni Steinsdóttur, myndskreytt af Búa Kristjánssyni. Ævintýraleg bók um krakkana OIIu og Pésa. Olla elst upp hjá þremur sérvitringum sem búa á síðasta bændabýlinu innan borgarmarkanna. Ásamt hestinum Rauð eiga hún og Pési í baráttu. Iðunn Steinsdóttir hefúr þegar skapað sér nafn sem einn besti barnabókahöfúndur okkar íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.