Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 Bridgesambandið ræður landsliðsþjálfara í fullt starf: Góður árangur bridslandsliðsins eykur almennan áhuga á spilinu - segir Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Bridgesambands íslands Brids GuðmundurSv. Hermannsson NAFN Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns ber oft á góma þessa dagana í sambandi við nýútkomna bók hans, þar sem deilt er harkalega á Hæstarétt. En minna hefur farið fyrir því að um það leyti sem bókin kom út var Jón Steinar kjörinn forseti Bridgesambands Islands. Það er ekki langt siðan hann fór að sjást við græna borðið í bridsmótum, þótt hann hafi lært spilið þegar hann var í menntaskóla. En hann hefur látið til sín taka á _ýmsan hátt, og var meðal annars í landsliðsnefnd Bridgesambands Islands sem valdi landsliðið, sem varð í 4. sæti á Evrópumótinu i Brighton f sumar. Landsliðsmálin urðu því eðlilega fyrsta umræðuefnið þegar undirrit- aður spjallaði við Jón Steinar Gunnlaugsson fyrir skömmu og Jón upplýsti að stjóm Bridgesambands- ins stefndi að því að ráða landsliðs- þjálfara í fast starf hjá Bridgesam- bandinu fyrir landsliðið í opnum flokki. Jón sagði að ekki væri frá- gengið hver það yrði en Hjalta Elíassyni mun hafa verið boðið starfið í framhaldi af góðum ár- angri hans sem þjálfara og fyrirliða Evrópuliðsins í sumar. Undirbúningur lands- liðsins vandaður „Meiningin er að búa eins vel og hægt er að landsliðinu og að undir- búningur verði mikll og vandaður," sagði Jón Steinar. „Liðið verður valið á svipaðan hátt og í vor. Stjóm Bridgesambandsins hefur skipað 3ja manna landsliðsnefnd sem mun ákveða hvemig, og hvaða lið verður valið. I nefndinni eiga sæti Hjalti Elíasson, Helgi Jóhannsson og Sig- urður B. Þorsteinsson. Það er gert ráð fyrir því að þjálfarinn taki við undirbúningnum þegar búið er að velja liðið og undirbúningurinn get- ur vonandi hafist fyrr en var í sumar," sagði Jón Steinar. A komandi ári verður Norður- landamót haldið hér á landi næsta vor, og síðan verður Ólympíumót um haustið á Ítalíu. Þegar Jón var spurður hvort landsliðsundirbún- ingurinn nú yrði miðaður við lengri tíma, eða td. fram til Evrópumóts- ins 1989, benti hann á að sl. vor var valinn 6 para landsliðshópur og aðeins tvö paranna halda enn sam- an. „Það er auðvitað hlutverk landsliðsnefndarinnar að leggja þetta niður fyrir sér og við höfum vissulega mikinn áhuga á því að samfella geti orðið í þessu landsliðs- starfí; að menn séu að nýta sér það sem búið er að gera áður. En það hefur óneitanlega áhrif þegar svona miklar breytingar verða á bestu pömnum milli ára,“ sagði Jón Stein- ar. Peningahliðin sí- gilt vandamál —Verða samskipti við aðrar þjóð- ir aukin í framhaldi af þessari auknu áherslu á landsliðið? „Það er auðvitað mjög æskilegt að íslenskir spilarar h'afi meiri tæki- færi en áður til að taka þátt í sterkum mótum erlendis. Bridge- sambandið hefur sent þátttakendur á Norðurlandamót, Evrópumót og Ólympíumót en hefur auðvitað áhuga á því að reyna að greiða götu bridsspilara til þess að taka þátt í öðrum mótum erlendis því stjóminni er ljóst að það er þýðing- armikill þáttur í þjálfun. En því Þetta eru engar venjulegar snjóþvegnar gallabuxur, heldur hafa þessar buxur fengið afar sérstaka meðhöndlun. Þær líta út fyrir að vera ekta gamlar og snjáðar en eru í raun nýjar og hreinar. GAUKSI fylgir sígilt vandamál, peningahlið- in, og núna í bili ráðumst við í það stórvirki að taka landsliðsþjálfara á föst laun og ég geri ráð fyrir að við höfum ekki ráð á að veija meira fé í bili, beinlínis í landsliðsþarfir. En vonandi getum við einhvemtím- ann styrkt spilara til svona utan- fara.“ Jón Steinar viðurkenndi, í fram- haldi af þessu, að Bridgesambandið ætti að fara meira út á þá braut sem aðrar íþróttagreinar hafa gert, að gefa fyrirtækjum kost á að aug- lýsa í tengslum við mótahald og annað tengt spilinu; jafnvel að mót verði kennd við fyrirtæki í auglýs- ingaskyni. „Ég held að við eigum ekki að hika við þetta. Góður árang- ur íslenska landsliðsins á erlendum vettvangi bætir mjög möguleika okkar til þess að afla fjár með aug- lýsingasöíu á þennan hátt. Jafn- framt er okkur kunnugt um að íslenska ríkissjónvarpið er núna að gera þátt um keppnisbrids og ef vel tekst til um þá þáttagerð er það líklegt til þess að styðja mjög við bakið á okkur varðandi alla íjáröfl- un fyrir bridsstarfið,“ sagði Jón Steinar. Frumkvæðið komi frá félögimum sjálfum En hlutverk Bridgesambands ís- lands íslands er ekki aðeins að búa vel að landsliðinu. Það er samband tæplega 50 bridsfélaga út um allt. land sem hafa alls hátt á þriðja þúsund félagsmenn. Jón Steinar sagði að vissulega hafi Bridgesam- bandið að gegna þýðingarmiklu þjónustuhlutverki við aðildarfélög- in, bæði að halda landsmót og styðja félögun til þess að halda uppi líflegu bridslífi hvert á sínum stað þótt frumkvæðið verði að koma frá fé- lögunum sjálfum. Síðan hafi Bridgesambandið einnig hlutverki að gegna varðandi kynningu á spil- inu og Jón nefndi að stjóm Bridge- sambandsins er nýbúin að kjósa sérstaka nefnd til að vinna að kennslumálum í brids. Þegar Jón Steinar var spurður hvort ekki væri hætta á að innra starf Bridgesambandsins skaðaðist ef áherslan færðist í auknum mæli yfir á landsliðið svaraði hann neit- andi. „Ég held ekki að öflugt starf í kringum landsliðið verði á kostnað annars starfs heldur þvert á móti muni það lyfta undir það. Við búum nú einnig við betri aðstöðu en áður því við eigum húsnæði ásamt Reykjavíkurborg við Sigtún í Reykjavík sem gerir allt bridsstarf auðveldara en áður. Við höfum meðal annars í huga að gera þar tilraunir með að hafa opið hús eitt kvöld í viku þar sem boðið verði upp á fræðslu og skemmtun. Þar fyrir utan held ég að það sé mikill hugur í stjóminni að halda uppi öflugu starfi á landsvísu og reyna að styðja félögin til þess. En ég • >c ” Tj • >c ; \Voriim að fá nýjar sendingar • títið við og skoðið iiltolo o r' o wmr Alvar Alto vasar og skálar HÖNNUNÍ V g ^ marimekkó ■HMMjjl - Í4*. - - ' Ullarfatnaður Belti -Töskur stelton oF denmark Kaffikönnur Tekönnur V|ð/»ö/u ,0*"'> Stálpottar allar stærðir m r GÆÐI • ÞJÓNUSTA " IBRB IBRBB iittalaO marimekkó stelton □ F denmark j juhava oy /heeling ky aarikka FINLAND /mm KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 Sími 625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.