Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 46

Morgunblaðið - 28.11.1987, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987 H Franskur leikari og og leikstjóri leiðbeinir íslensku leikhúsfólki FRANSKUR leikari og leikstjóri, Maurice Benichou, er væntanleg- ur hingað til lands um helgina. Benichou verður með námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk og heldur fyrirlestur um starf sitt. Maurice Benichou sem hefur ver- ið samstarfsmaður Peter Brook síðan 1974 hóf leikaraferil sinn hjá Marcel Maréchal árið 1965. Hann lék hjá Peter Brook m.a. í Tímon frá Aþenu, Bubba kóng og nú síðast aðalhlutverkið (Krishna) í Mahab- harata. Einnig er hann aðstoðar- leikstjóri Brook á Kirsuberjagarðin- um eftir Tsjekhov og á óperunni Carmen. Hann hefur sjálfur m.a. leikstýrt Don Juan eftir Moliére. Námskeiðið sem Benichou verður með fyrir íslenskt leikhúsfólk stend- ur frá mánudeginum 30. nóvember til laugardagsins 5. desember. Einnig heldur hann fyrirlestur um starf sitt og Peter Brook mánu- daginn 30. nóvember. Fyrirlestur- inn sem er opinn almenningi verður í Lindarbæ og hefst kl. 20.30. Maurice Benichou í hlutverki Krishna er fyrir miðju á myndinni. M //íárn —úí „HVAÐ HAFA KEYPT í EYMUNDSSON FYRIR JÓIIN1887?” Langafi hennar Nönnu hét Hannes Hafstein. Hann var ráðherra íslands og var fastur viðskiptavinur hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar á árum áður. Heilii öld síðar á fjöldi manns enn erindi i verslun okkar, allan ársins hring. Ekki síst fyrir jólin. Við bjóðum allar fáanlegar íslenskarbækurog pú finnurhvergimeira úrval af eldri bókum. Höfum einstakt úrvai erlendra bóka á hagstæðu verði. Vandaðar og skemmtilegar bækur sem hæfa vel til gjafa 0G AUÐVITAÐ FÁST ALLAR JÓLABÆKURNAR HJÁ OKKUR. BÓKSALARíÆrÁR Austurstræti 18 • Nýjabæ, Eidistorgi 11 ■ Flugstöd Leifs Eiríkssonar Félag til stuðnings Palestínu- mönnum STOFNFUNDUR félagsins „ís- land-Palestína“ verður haldinn á veitingahúsinu Lækjarbrekku á sunnudag kl. 17.00, en þann dag hefur Allsheijarþing Sameinuðu Þjóðanna lýst samstöðudag með Palestínuþjóðinni. Markmið félagsins er m.a. að efla vináttu íslendinga við þjóðimar í Palestínu, að kynna baráttu Pa- lestínumanna gegn hemámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti, og að stuðla að því að íslendingar leggi sitt af mörkunum til að réttlát og friðsam- leg lausn fínnist á deilu þjóðanna beggja sem gera tilkall til Pa- lestínu, að því að segir í fréttatil- kjmningu frá aðstandendum félagsins. Þessum markmiðum hyggst fé- lagið ná með kynningar- og útgáfu- starfsemi, menningarstarfsemi, og með heimsóknum og öðrum sam- skiptum. Jólakort sem Kvenfélag Lang- holtssóknar gefur út og selt er í safnaðarheimilinu við Sólheima og víðar. Aðventuhá- tíð í Lang- holtskirkju KIRKJUDAGUR Langholtssafn- aðar er á morgun, sunnudaginn 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, upphaf nýs kirkjuárs. Verður þessa minnst með guðs- þjónustum, tónleikum og sér- stakri kvöldhátíð á fyrsta aðventukvöldi. Hátíðin hefst með guðsþjónustu bamanna, Óskastundinni, sem eins og fyrr verður í umsjá Þórhalls Heimissonar, guðfræðinema, og Jóns Stefánssonar, organista. Há- tíðarguðsþjónusta hefst síðan kl. 14. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son prédidkar og þjónar fyrir altari. Kór Langholtskirkju syngur undir stjóm Jóns Stefánssonar. Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngkona syngur einsöng í messunni. Eins og undanfarin þtjú ár, eftir vígslu Langholtskirkju, heldur Lúðrasveitin Svanur tónleika, sem heQast kl. 17.00. Stjómandi er Róbert Darling. Lokahátíðin verður svo í kirkj- unni kl. 20:30 að kvöldi hins fyrsta sunnudags í aðventunni. Hefst hún með ávarpi formanns sóknamefnd- ar, sem stjórnar hátíðarsamkom- unni. Því næst verður Lúsíuleikur þarna úr Óskastundinni undir stjórn Þórhalls Heimissonar. Ræðumaður' kvöldsins verður Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og fyrrver- andi kirkjumálaráðherra. Kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar syngur á undan og eftir ræðu ráðherrans. Samkomunni í kirkjunni lýkur síðan með stuttri helgistund í um- sjá sr. Sigurðar Hauks Guðjónsson- ar. Að lokinni hátíðinni i kirkjunni selur Kvenfélag safnaðarins kaffí í safnaðarheimilinu, þeim sem þess óska. Sóknamefnd Langholtssafnaðar hvetur sóknarböm til að gera sér hátíðlega daga í upphafí aðventunn- ar og að sjálfsögðu eru einnig allir aðrir velkomnir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.