Morgunblaðið - 28.11.1987, Qupperneq 78
78
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1987
Kevln Keegan tll Akureyrar?
I JÓN Ármann Héðinsson,
stjómarmaður í ÍSÍ, var kosinn í
stjóm Alþjóðasamtaka íþrótta-
hreyfinga á ráðstefnu sem fór fram
í Singapore á dögunum.
I HLYNUR Stefánsson, knatt-
spymumaður frá Vestmannaeyjum,
hefur gengið til liðs við 1. deiidar-
liðs Víkings. Guðmundur Hreið-
arsson, markvörður úr Val, er
byijaður að æfa með Víkingum á
fullum krafti.
■ TERRY Venables, nýji fram-
kvæmdastjórinn hjá Tottenham,
mun stjórna Tottenham i fyrsta
skipti i dag - í sjónvarpsleiknum
gegn Liverpool í London. Það eru
liðin 19 ár síðan Venables hefur
verið í eða stjómað liði til sigurs
gegn Liverpool. Hann lék með Tott-
enham þegar félagið lagði Liverpool
að velli, 2:1, 19. október 1968.
■ JUAN Antonio Samaranch,
forseti alþjóðlegu Olympíunefndar-
innar, sagði í Tokío í Japan í gær,
að bann yrði sett á þær þjóðir sem
mættu ekki til leiks í Seoul. Þær
þjóðir sem kæmu ekki til leiks í
Seoul fá ekki að taka þátt í OL í
Barcelona 1992.
■ STEFÁN Gunnlaugsson,
sem hefur unnið mikið og gott starf
sem formaður knattspymudeildar
KA, og félagar hans voru allir end-
urkjömir á aðalfundi deildarinnar.
Þeir sem em í sjóm með honum,
em Gestur Jónsson, Gunnar
Kárason, Ólafur Ólafsson, Magn-
ús Magnússon, Sveinn Brynjólfs-
son og Örlygur ívarsson.
I KEVIN Keegan til Akur-
eyrar? Þannig hljómar fyrirsögn í
Degi á Akureyri á fimmtudaginn.
Blaðið segir frá því að töluverðar
líkur séu á því að knattspymukapp-
inn Kevin Keegan, fyrmrn leik-
maður Liverpool, Hamburger SV,
Southampton og Newcastle, komi
til Akureyrar næsta sumar á vegum
KA - til að leiðbeina á knattspym-
unámskeiði. KA-menn hafa haft
samband við Keegan, sem hefur
sýnt jákvæð viðbrög. Keegan, sem
er mikill golfáhugamaður, mun þá
hugsanlega taka þátt í Aretic open,
sem fer fram á Jaðarsvellinum.
■ ATVINNUMENNSKAN
heldur áfram innreið sinni í
Olympíuleikana og eftir að ákveðið
var að bæta tennisíþróttinni við
keppnisgreinamar, tilkynntu þau
Steffi Graf og Boris Becker að
þau ætluðu sér að keppa um
olympíugull í Seoul á næsta ári.
Hin 19 ára gamla Steffi Graf er
talin besta tenniskona veraldar í
dag og landi hennar, Vestur Þjóð-
veijinn Boris Beckerer einnig í
hópi bestu tennisleikara heims.
■ FYRRUM franskur landsliðs-
maður í knattspymu, Fleury Di
Nallo, var gómaður fyrir krítar-
kortamisferli í Lyon í vikunni. Níu
manns til viðbótar, þ.á.m. eiginkona
Fleury voru einnig nöppuð. Þeim
var gefið að sök að hafa vísvitað
leyft fólki að versla í sportvöruversl-
un sinni með stolnum krítarkortum.
Di Nallo var mikil hetja hjá Lyon
á árunum 1963 til 1971 og kallaður
prinsinn af Gerland, en heimavöll-
ur Lyon heitir Gerland-stadium. Lék
hann m.a. tíu landsleiki fyrir Frakk-
land og gerðist síðar tækniráðgjafi
Lyon.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
HANDBOLTI
Bjami og
Valdimarfara
til IMoregs
Bogdan, landsliðsþjálfari ís-
lands í handknattleik, hefur
valið þá Bjarna Guðmundsson,
Wanne-Eicken og Valdimar
Grímsson, Val, til að leika með
landsliðinu í Lottó Polar Cup í
Noregi. Þeir taka sæti Þorbergs
Aðalsteinssonar, sem fékk ekki
frí frá störfum í Svíþjóð og
Karls Þráinssonar, Víking, sem
meiddist í leik gegn Aftureld-
ingu.
Fyrsti sigur
Alberto Tomba
ÍTALSKI skíðamaðurinn Al-
bertoTomba sigraði ífyrstu
grein heimsbikarsins í alpa-
greinum karla á þessum vetri,
á heimavelli sínum, í Sestriere
á Ítalíu í gær. Þetta var jafn-
framt fyrsti sigur hans í
heimsbikarnum.
Aður hafði Tomba náð best öðru
sæti í stórsvigi, í Alta Badia
í fyrra. Sigur hins 20 ára gamla
Itala kom mjög á óvart, en fögnuð-
ur áhorfenda var að sama skapi
mikill. „Ég átti ekki von á því að
sigra hér því mér urðu k mistök í
byijun seinni ferðar. En ég keyrði
eins og ég gat síðari hlutann og
það nægði mér,“ sagði Tomba eftir
sigurinn.
Tomba vakti fyrst athygli fyrir
tveimur árum og á æfingum í haust
hefur hann sýnt stöðugar framfarir
og ávallt náð bestum tíma ítalanna.
„Nú er ég sannfærður um að ég
fæ gullverðlaun á Ólympíuleikun-
um,“ sagði Tomba eftir keppnina,
en samanlagður tími hans var
1:44.96 (53.2J og 51.68).
Jonas Nilsson frá Svíþjóð varð ann-
ar tæpri sekúndu á eftir Tomba.
Guenther Mader frá Austurríki varð
þriðji einni sekúndu á eftir Nilsson.
Paul Frommelt frá Lichtenstein,
sem gekk illa í fyrra, varð fjórði á
1:47.10 og Austurríkismaðurinn
Roland Pfeifer hafnaði í fimmta
sæti.
Ingemar Stenmark frá Svíþjóð og
Joel Gaspoz frá Sviss féllu báður út
í fyrri umferð. Heimsbikarhafinn
frá í fyrra Pirmin Ziirbriggen varð
í sjöunda sæti og Bojan Krizaj frá
Júgóslavíu, sem sigraði í svigkeppn-
inni samanlagt í fyrra, varð aðeins
í 10. sæti eftir slaka fyrri ferð.
Konumar keppa í risastórsvigi í dag
og karlamir í stórsvigi á morgun.
Ásgeir og félagar leika í Homborg
Reuter
Alberto Tomba sést hér, fyrir miðju, fagna ásamt Jonas Nilsson, Svíþjóð
og Guenther, Austurríki.
Ásgeir Sigurvinsson gegnrýnir
ieik Stuttgart gegn Mannheim
í nýjasta hefti Kicker - segir
eins og hann sagði í viðtali við
Morgunblaðið í vikunni, að alla
yfirvegun hafi vantað í leik
Stuttgart gegn Mannheim.
„Við verðum að gera betur
gegn Homburg,11 sagði Ásgeir.
Við getum ekki mætt og sigur-
vissir til leiks í Homborg. Þar
máttum við þola tap, 1:2, á sl.
keppnistímabili. Þá má geta þess
að Homborg varð
fyrst liða til að
leggja Bayem að
velli í vetur, sagði
Asgeir.
Atli Eðvarðsson er ekki í leik-
mannahópi Uerdingen sem heldur
til Núrnberg í dag. Atli er ekki í
náðinni hjá Horst Köppel, þjálfara,
sem er ekki vinsælasti maðurinn
hjá Uerdingen. Markvörðurinn
Wemer Vollack var t.d. rekinn' frá
félaginu á dögunum, eftir að hann
sagði að Köppel væri ómöglegur
þjálfari. Matthias Herget leikur
ekki með Uerdingen - er í leik-
banni.
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssyni
Frankfurt, sem hefur ekki tapað
þremur síðustu leikjum sínum, eða
síðan Uli Stein fór í markið, fær
Kaiserslautem í heimsókn. Láms
Guðmundsson er ekki í leikmanna-
hópi Kaiserslautern, sem hefur ekki
unnið leik á útivelli í vetur. Wolfram
Wuttke leikur ekki næstu leiki með
félaginu. Hann er með slitin liðbönd
í hné.
Það er furðulegustu hlutir að ger-
ast hjá Kasierslautem. Nú vilja
menn þar gera Hannes Bongartz,
sem var rekinn sem þjálfari á dög-
unum, að framkvæmdastjóra!
Willy Reimann, nýji þjálfarinn hjá
Hamburger, mun ekki stjóma liði
sínu gegn Schalke í dag. Hann ligg-
ur á spítala - er að jafna sig eftir
uppskurð. Danski þjálfarinn, Júrg-
en Wahling, hjá Hannover er einnig
á spítala. Hann var skorinn upp
vegna nýrnarsteina, sem vom of
stórir. Hannover fær Werder Brem-
en í heimsókn.
Gladbach leikur gegn Bochum. Pól-
veijinn Andrzej Ivan leikur að öllum
líkindum með Bochum. Þær fréttir
hafa borist frá Gladbach að v-þýski
landsliðsmaðurinn Uwe Rahn þurfi
ekki að fara undir hnífínn vegna
meiðsla í liðþófa í hné.
Atll EAvarAsson.
Alberto Tomba sést hér á fullri
ferð í svigkeppninni í gær.
FRJÁLSAR
Pétur nálgast
olympíu-
lágmarkið
Pétur Guðmundsson.kúiu-
varparinn efiiilegi í UMSK
setti nýtt persónulegt met á
kastmóti á Valbjarnarvelii í
gærdag. Varpaði hannkúlunni
19.31 m og er óhætt að segja
að framfarimar séu örar, því í
síðustu viku setti hann einnig
persónulegt met, en þá kastaði
hann 18.78 m.
Pétur nálgast nú óðfluga
olympíulágmarkið í kúluvarpi.
Það er 20.20 m og hefur Pétur
dijúgan tíma til að ná því, eða
fram á næsta sumar. A Pétur
ekki langt í lágmarkið og er því
spáð að hann fari létt með að
ná því, að minnsta kosti miðað
við þær framfarir sem hann
hefur sýnt síðustu misseri.
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
KNATTSPYRNA
Jólamót FH
Jólamót FH í innanhússknatt-
spymu verður haldið laugardag-
inn 19. desember í íþróttahúsinu
við Strandgötu.
Öllum er heimil þátttaka, fimalið-
um, old boys-liðum, bæjarstjómum,
ríkisstjórnum og kennarahópum.
Leiktími er 2 * 7 mínútur og verður
lekið í riðlum.
Þátttaka tilkynnist I síma 622940
á vinnutíma og 53953 utan vinnu-
tíma fyrir 5. desember.
KARFA
ÍR og Haukar
EINN leikur verður í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í dag.
ÍR og Haukar leika í (þróttahúsi
Seljaskóla og hefst viðureignin
klukkan 14.
Atli og Lárus eru
enn úti í kuldanum