Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Æviþættir Bókmenntir Erlendur Jónsson ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLD- INA. Ritstj. Gils Guðmundsson. 317 bls. Iðunn. 1987. Gils Guðmundsson er manna lagnastur að velja efni sem birt hefur verið og raða saman svo úr verði heild. En hér hefur hann ekki aðeins þurft að velja efnið heldur einnig höfundana. Fjórtán höfundar skrifa um nítján at- hafnamenn. Allir voru þeir í heiminn bomir á tímabilinu frá miðri 19. öld til aldamóta. En rit- stjóri setti þá reglu að einungis skyldi skrifað um látna menn, íslenska athafnamenn sem settu svip á öldina. Mismunandi eru þættir þessir. Sumir eru vel skrifaðir, aðrir mið- ur, sumir eru skemmtilegir, aðrir þreytandi, og enn aðrir viðunandi. Fyrsta þáttinn ritar Agnes Sig- gerður Amórsdóttir um Agúst Helgason, bónda í Birtingaholti. Agnes skrifar of mörg orð utan við efnið, byijar t.d. á óþörfum inngangi. Þar stendur meðal ann- ars: »1 lok tuttugustu aldar berast oft fréttir af smjörfjöllum og urð- uðu kindakjöti á sorphaugum. «Svona löguð predikun kemur málinu ekkert við og er að mínu viti smekkleysa. Skemmtilegur er hins vegar þáttur Vilhjálms Hjálmarssonar um Konráð Hjálm- arsson. Vilhjálmur vandar málfar sitt en skrifar samt óþvingað og hispurslaust. En um Konráð er það að segja að hann kom undir sig fótunum í Mjóafirði en flutti fyrirtæki sín til Norðfjarðar, mið- aldra maður. Sá flutningur hafði í för með sér, meðal annars, að athafnalíf ijaraði smásaman út í Mjóafírði en efldist að sama skapi á Norðfírði. Glöggt kemur fram í þætti Vilhjálms hvað það var sem olli hagsæld Austfirðinga um aldamótin síðustu. Saltfískurinn varð verslunarvara. Og síldin, sem óð um allan sjó, var notuð til beitu. Ennfremur horfði til stór- framfara að komið var á fót »frosthúsum« þar sem hægt var að geyma beituna ferska. Þá nýj- ung fluttu menn heim frá Vestur- heimi eins og fram kemur í fleiri útgerðarsögum í þessari bók. Seyðisfjörður var þá stóri staður- inn á Austurlandi, þangað var sæsíminn lagður og þar voru gef- in út blöð. Og þar var athafnamað- urinn Stefán Th. Jónsson sem Ármann Halldórsson skrifar um. Skip gengu þá beint á milli Aust- fjarðahafna og Norðurlanda og segir Ármann að ungt fólk hafi tíðum brugðið sér utan með haust- skipunum til að sjá sig um í heiminum og snúið síðan heim að vori, reynslunni ríkara. Þvílíkar lystireisur höfðu ekki áður tíðkast á landi hér. Um þetta leyti var líka mikill uppgangur á Vestfjörðum eins og fram kemur í þætti sem Jón Þ. Þór ritar um Asgeir G. Ásgeirs- son. Jón upplýsir að fyrirtæki Ásgeirs hafí verið á undan sínum tíma í tæknimálum, lagt spor- brautir og »árið 1893 lét hann smíða erlendis fískþvottavél... Vélin var knúin gufuafli og búin burstavölsum, sem hreinn sjór lék stöðugt um.« Gils Guðmundsson á sjálfur þijá þætti í ritinu, þeirra á meðal um Sigurð Kristjánsson, bóksala og útgefanda í Reykjavík. Sigurð- ur hefur verið maður sérkennileg- ur og skemmtilegur á sína vísu, t.d. orðheppinn og hreinskilinn. Ekki naut Sigurður menntunar í Góðar bækur fyrir GÓDAR STU Homo Faber er skáldsaga sem beinir spjótum sínum að blindri tcekmhyggju sem aðalpersónan Faber, eins og svo margir í hinum vestræna heimi, þjáist af Á ritunartíma verksins á sér stað vaxandi umræða um hættuna sem stafar af algerum klofningi milli raunvísinda og hinna svoköll- uðu „húmanísku hugðarefna“. Max Frisch er meðal þekktustu skálda sem skrifa á þýska tungu. Hann var einn þeirra höfunda sem voru tilnefndir til bókmenntaverð- launa Nóbels 1987. HOMO FABER £'SKÁIDS«GA EFTIII ====== MAX FRISGH Mislitt mannlíf er skáldsaga eftir Guðmund L. Friðíinnsson. Sagan er öðru fremur krufning á sálarlííi drengs sem lifir í áttlausri tilveru. Foreldrar hans skilja og drengurinn fyllist öryggisleysi og vanlíðan og leiðist út í slæman félagsskap. Sagan er áleitin, rík af mannlegum tilfinningum, full glettni og hlýju en þó með trega- blöndnum undirtón. ;:::Ensk-íslenska skólaorðabókin er Ssamin sérstaklega með skólafólk í Ýihuga og þannig tímamótaverk. •ÍNútímabók þar sem lögð er áhersla :• j:á orðaforða í tækni og vísindum. iji Handhægt og þægilegt hjálpartæki jv’bæði nemendum og öðrum. Vegna •Shinna mjög svo vönduðu íslensku Sorðskýringa nýtist hún líka vel til •i-ieflingar íslenskrar tungu. Kærkom- in gjöf inn á hvert heimili.^) ár eftir Daniel Bruun er ómetanleg heimild um gamalgróið þjóðlíf og menningararf ________ lífshcetti sem löngu eru horfnir. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi og Þór Magnússon þjóðminjavörður ritar formála og fræðilegar skýringar. Ásgeir S. Björnsson samdi myndatexta. Daniel Bruun var mikilvirkur brautryðjandi í rannsóknum á menningarminjum og lifnaðarhátt- um hér á landi. Þegar hillti undir byltingu í íslensku þjóðlífi bjargaði hann frá glötun ómetanlegum heimildum um gamalgróið þjóðlíf og menningararf á hverfanda hveli. í þessu verki endurspeglast lífshætt- ir íslendinga á liðnum öldum í hundruðum teikninga, uppdrátta, ljósmynda og vatnslitamynda, einstökum í íslenskri menningar- Thingvellir er ensk útgáfa hinnar vinsælu Þingvallabókar Björns Þorsteinssonar sem kom út á síðasta ári. Bókin hefur að geyma sagnfræði, náttúrufræði, staðfræði og sögur. Ennfremur fjölda yfirlits- korta, teikninga og mynda, flest í litum. Margar þeirra eru frá fyrri öldum og því hinar sögulegustu. Ásgeir S. Björnsson ritstýrði verk- inu en myndir í það valdi Örlygur Hálfdanarson. fj B}qob Þocsírjnsson THING VELUR 1 katoS s Sía&roai Sfcme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.