Morgunblaðið - 09.12.1987, Side 28

Morgunblaðið - 09.12.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Matarskattur o g manneldi Áhrif skatta- og tollabreytinga á neysluvenjur almennings eftirJón Gíslason Á ríkisstjómarfundi þann 4. des- ember sl. náðist samkomulag um skatta- ogtollabreytingar, sem mun hafa veruleg áhrif á verðlagningu matvæla. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfír að samkomulag um tolla- og söluskattsmál sé tíma- mótaviðburður og jafnframt að engin verðbreyting yrði á mikil- vægustu neysluvörum lands- manna. Ekki skal efast um að hér eru mörkuð tímamót, en frá mann- eldissjónarmiði er það lítið fagnað- arefni, því mörg skref eru stigin afturábak. Um fullyrðingu ráðherra varðandi verðlagningu mikilvæg- ustu neysluvara landsmanna er það að ségja, að hún virðist sett fram með hagsmuni landbúnaðar í huga, fremur en hagsmuni neytenda eða út frá heilsufarslegum sjónarmið- um. Miðað við þá fyrstu útreikninga sem gerðir hafa verið, bendir allt til þess að veigamiklar breytingar komi til framkvæmda um næstu áramóta, þar sem helstu markmiðin eru að tryggja tekjuöflun ríkissjóðs, bæta skattskil og halda verðbólgu í skefjum. Þegar samkomulag ríkis- stjómarinnar er athugað nánar, kemur hins vegar í ljós, að manneld- ismarkmið, sem taka mið af því að efla heilbrigði þjóðarinnar, hafa ekki verið höfð til hliðsjónar við mótun þess. Mikilvægustu matvælin Samkvæmt upplýsingum, sem formenn stjómarflokkanna lögðu fram á blaðamannafundi, eru mikil- vægustu neysluvörur landsmanna mjólk, skyr, smjör og dilkakjöt. Það er hins vegar löngu liðin tíð að ís- lendingar lifí á svo einföldu fæði. í ritgerð, sem Baldur Johnsen læknir skrifaði um manneldi og heilsufar á Islandi, kemur fram að mjólkur- vörur og kjöt hafa verið meðal mikilvægustu neysluvara lands- manna allt frá landnámsöld. Þar kemur einnig fram að þurrkaður fískur var meðal mikilvægustu matvæla hér á landi allt fram á 19. öld og á síðari hluta 19. aldar kem- ur saltaður fískur til sögunnar í auknum mæli. Teljast fískur og fískafurðir ekki lengur til mikilvæg- ustu neysluvara íslendinga og hvemig skyldi verðlagningu þess- ara afurða verða háttað, samkvæmt nýgerðu samkomulagi ríkisstjóm- arinnar? Á síðari hluta 19. aldar koma einnig kartöflur og brauð til sögunnar í auknum mæli og á síðari ámm hefur orðið mikil aukning á neyslu grænmetis og ávaxta. Sam- kvæmt lista, sem fjármálaráðuneyt- ið lét frá sér fara um breytingar á vömverði, samkvæmt nýgerðu sam- komulagi, mun nýtt grænmeti hækka um 15—25% og það sama gildir um nýja ávexti. Þá mun fisk- ur hækka um 25% og það sama gildir um brauð og egg. Vart verð- ur um það deilt, að vömr þessar em meðal mikilvægustu matvæla okkar, þó svo æðstu valdamenn þjóðarinnar kunni að vera á ann- arri skoðun. Það vekur einnig athygli að verð á sykri hækkar aðeins um 13%, þrátt fyrir að verð á sykri sé tvisv- ar til þrisvar sinnum lægra hér á landi samanborið við önnur Norð- urlönd. Ein af forsendum ríkis- stjómarinnar er að stuðla að vömverði, sem standist betur sam- anburð við vömverð í nálægum löndum. Þetta á augljóslega ekki við um sykur, sem íslendingar neyta í miklum mæli, eins og oft hefur verið bent á. Þá vekur ekki síður athygli, að verð á gosdrykkj- um og sælgæti mun að öllum líkindum haldast óbreytt eða lækka. Er það stefna ríkisstjómarinnar að stuðla að aukinni neyslu gosdrykkja og sælgætis, á kostnað brauðvöm, grænmetis, ávaxta og fiskafurða? Telja verður að svo sé ekki, heldur sé um að ræða beina afleiðingu til- lagna, sem settar em fram í tímaþröng og því ekki að vel hugs- uðu máli. Einföldun tolla og vömgjalda, í þeim tilgangi að stuðla að betri inn- heimtu í ríkissjóð, getur ekki rétt- lætt þær breytingar sem fyrirsjáan- legar em varðandi hækkað verð á mikilvægum fæðutegundum og lækkað eða óbreytt verð á vömm sem hafa lítið hollustugildi. Þessu til.áherslu er rétt að skoða tillögur ríkisstjómarinnar til manneldis- markmiða þeirra, sem kynnt vom á síðastliðnu ári af þáverandi heil- brigðisráðherra, Ragnhildi Helga- dóttur. Manneldismarkmið Manneldisráð íslands, sem lögum samkvæmt skal vera heilbrigðis- yfirvöldum til ráðuneytis -um manneldismál, lauk á síðastliðnu ári við gerð manneldismarkmiða fyrir íslendinga. Markmiðin em sett fram í þeim tilgangi að efla heilbrigði þjóðarinnar með leiðbein- ingum um fæðuval og em byggð á þeim rannsóknum og þeirri þekk- ingu sem fyrir liggur um tengsl mataræðis og heilsu. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og þáver- andi heilbrigðisráðherra, kynnti þessi markmið í ríkisstjóm íslands, þar sem þau hlutu góðar undirtekt- ir, en markmiðin vom síðan kynnt á blaðamannafundi sem ráðherra ptóð fyrir ásamt Manneldisráði ís- lands. Manneldismarkmið gera ráð fyrir flölbreyttu fæðuvali, þar sem áhersla er lögð á fæðuflokka eins og kornmat, mjólkurmat, grænmeti og ávexti, kjöt, físk og egg. Þá er lögð áhersla á aukna neyslu flók- inna kolvetna, þ.e. sterkju og trefja, en þessi efni fást úr kornmat, græn- meti og ávöxtum. Mikil áhersla er lögð á að draga úr neyslu sykurs, í þeim tilgangi að auka hlut næring- arríkrar fæðu og draga um leið úr hættu á tannskemmdum. Neyslu- kannanir hafa sýnt að neysla sykurs er mikil hér á landi og það sama gildir um fítu. Markmiðin gera ráð fyrir að neysla fítu verði takmörkuð með því að draga úr notkun feitra kjöt- og mjólkurafurða, spara feitt viðbit og takmarka notkun fítu við daglega matreiðslu. Markmið þetta á að sjálfsögðu við um smjör, sem og annað viðbit, og dilkakjöt ekki síður en annað kjöt. Augljóst er, að samkomulag nú- verandi ríkisstjómar getur ekki talist í samræmi við manneldis- markmiðin. Er ekki rétt að staldra við og íhuga hvaða afleiðingar að- gerðir ríkisstjómarinnar muni hafa, því manneldismarkmið og þær breytingar á neysluvenjum, sem Jón Gíslason „Einf öldun tolla og vörugjalda, í þeim til- gangi að stuðla að betri innheimtu í ríkissjóð, getur ekki réttlætt þær breytingar sem fyrir- sjáanlegar eru varð- andi hækkað verð á mikilvægum fæðuteg- undum og lækkað eða óbreytt verð á vörum sem hafa lítið hollustu- gildi.“ þau fela í sér, munu aldrei nást nema til komi stjórnarfarslegar ráð- stafanir sem taka mið af þeim. Forvarnir Ríkisstjóm íslands hefur sam- þykkt aðild að áætlun 33 Evrópu- þjóða um forvarnaefni, sem nefnt er „Heilbrigði allra árið 2000“, en Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur unnið að undirbúningi þess verkefnis á síðustu ámm. Eitt af meginmarkmiðum áætlunarinnar er að vinna að öflugum forvömum, þannig að koma megi í veg fyrir sjúkdóma. Mataræði getur haft áhrif á heilsufar á fleiri vegu og tengsl mataræðis og heilsu er því einn þeirra þátta sem heilbrigðis- yfírvöld verða að leggja áherslu á, ef markmið áætlunarinnar eiga að nást. Einn veigamesti þáttur for- vama vegna langvinnra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins, sykursýki tannsjúk- dóma, er fræðsla um rétt fæðuval. Manneldismarkmið fyrir íslendinga falla því vel að áætluninni um heil- brigði allra árið 2000. Alþingi íslendinga mun að öllum líkindum taka afstöðu til heilbrigðisáætlunar fyrir íslendinga áður en langt um líður, en skýrsla um þessa áætlun var lögð fyrir síðasta þing af Ragn- hildi Helgadóttur, þáverandi heil- brigðisráðherra. í skýrslunni koma fram ákveðin markmið varðandi heilbrigða lífshætti, þar sem meðal annars er lagt til, að stuðlað verði að neyslu mjólkurvara með lágu fítuinnihaldi með fræðslu og verð- stýringu og á sama hátt skal stuðlað að minni neyslu sætinda og matar sem gefur mikinn sykur. Það er því brýnt að skoða tillög- ur ríkisstjómarinnar f tolla- og skattamálum með hliðsjón af heil- brigðisáætlun fyrir íslendinga. Manneldisstef na á Islandi Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjamason, hefur lýst því yfír að mikilvægt sé að móta opinbera manneldisstefnu hér á landi og hyggst m.a. leggja fram á Alþingi frumvarp um Forvamastofnun ríkisins. Stofnun þessari er meðal annars ætlað að stuðla að heilsu- KYNNING á HITACHI ÖRBYLGJUOFNUM Matreiðslumenn sýna hvernig hægt er að matreiða á skömmum tíma holla og ljúffenga fæðu. HITACHI örbylgjuofninn er RÖSKUR HEIMILISPJÓNN. KYNNINGARDAGAR: Föstudagur 11. des. frá kl. 16-19 Laugardagur 12. des. frá kl. 12-16 Verið hjartanlega velkomin. >»/#RÖNNING •//"/ heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI 91-685868 samlegra fæðuvali, með útgáfu upplýsinga um samhengi mataræð- is og sjúkdóma. Fræðsla er mjög mikilvæg í þessu samhengi, en eng- um dylst þó að verðlagning matvöm hefur einnig áhrif á fæðuval. Á síðastliðnu þingi lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokks, fram þingsályktunartillögu um „Manneldisstefnu íslendinga". Það mun síðan vera ætlun heilbrigðis- ráðherra að skipa nefnd til að móta tillögur um útfærslu þessarar stefnu, en ráðherrann var einn þeirra sem stóðu að flutningi áður- nefndrar tillögu. Ekki skortir því á áhuga alþingismanna á manneldis- málum. Ef ríkisstjórnin endurskoð- ar ekki sínar tillögur, hlýtur það að koma í hlut þingmanna úr öllum flokkum að gera tillögur um breyt- ingu á þeim, með tilliti til manneld- ismarkmiða og mótunar manneldis- stefnu og heilbrigðisáætlunar fyrir íslendinga. Manneldisfélag Islands stóð fyrir ráðstefnu um „manneldisstefnu á Islandi" 31. október og 1. nóvember síðastliðinn. Þegar unnið var að undirbúningi þessarar ráðstefnu, sendi félagið íjármálaráðuneytinu bréf, þar sem óskað var eftir því að fulltrúi ráðuneytisins flytti erindi á ráðstefnunni um „verðlagningu matvæla með tilliti til manneldis- markmiða". Ráðuneytið gat ekki orðið við þessari ósk og bar því við, að nú væri unnið að veigamiklum breytingum á þessu sviði. Þegar samkomulag ríkisstjómarinnar liggur nú á borðinu, er ekki úr vegi að álykta sem svo, að ráðuneytið hefði getað dregið ákveðinn lærdóm af því að taka þátt í ráðstefnunni og fylgjast með því sem þar fór fram. Ráðstefnu þessa sóttu u.þ.b. eitt hundrað manns og einnig má geta þess að þingflokkum var boðið að senda fulltrúa á hana. Að gefnu tilefni kemur hér fram ályktun sem samþykkt var samhljóða á áður- nefndri ráðstefnu: „Þátttakendur á ráðstefnu Manneldisfélags íslands fagna því sem fram hefur komið um fyrir- hugaða vinnu að frumvarpi um Forvamastofnun ríkisins og skipan nefndar, sem faiið verður að móta opinbera manneldisstefnu hér á landi. Leggja verður áherslu á að þessum verkefnum verði lokið eins fljótt og auðið er, þannig að stefnu- mótun og fræðslu varðandi tengsl mataræðis og heilsu verði á mark- vissan hátt komið á framfæri við almenning, þá aðila sem vinna við framleiðslu og sölu mtvæla, kennslu og hollustuvemd. Við mótun manneldisstefnu er nauðsynlegt að taka mið af öllum þáttum, sem hafa áhrif á neyslu- venjur fólks. Því er lagt til, að manneldisstefna verði mótuð í sam- vinnu þeirra ráðuneyta, sem fara með hollustumál, framleiðslumál, s.s. sjávarútveg, landbúnað og ann- an matvælaiðnað, fræðslu- og kennslumál, viðskipti og verðlags- mál. Manneldisstefna og manneldis- markmið byggja á þekkingu og þar með stöðugum rannsóknum. Stjóm- völd verða því, við mótun manneld- isstefnu, að tryggja, að sköpuð verði aðstaða til rannsókna á neysluvenj- um, efnainnihaldi matvæla og tengslum mataræðis og heilsu.“ Umfjöllun Alþingis Grein þessi er ekki skrifuð í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórn íslands eða þá stjómmálaflokka sem að henni standa. Hún er skrif- uð í trausti þess að í umfjöllun Alþingis verði ekki vikið af þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð af fyrrverandi ríkisstjóm. Jafn- framt er greinin unnin í trausti þess að Alþingi taki tillit til þeirra tillagna og sjónarmiða, sem fram hafa komið varðandi manneldismál, af hálfu yfírtannlæknis, sem einnig á sæti í tannvemdarráði, sem starf- ar á vegum heilbrigðisráðuneytis, af hálfu Manneldisráðs íslands og af hálfu núverandi heilbrigðisráð- herra. Höfundur er næringarfræðingur ogformaður Manneldisfélags ís- lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.