Morgunblaðið - 09.12.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 09.12.1987, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 kemur auðvitað að því ein- hvemtíma, en eins og er hef ég engin slík áform á prjónunum." Morgunblaðið/Bjarni Pólýfónkórinn æfir nú stift fyrir flutninginn á Messíasi á laugardaginn kemur. Þessi mynd var tekin í fyrri viku af einni æfingunni í Vörðuskóla. Á æfingu með Pólýfónkórnum: „Það gefur sálarfrið að syngja þessa stórkostlegu tónlist“ Margt á döfinni er þrjátíu ára afmælið nálgast ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá Pólýfónkómum þessa dagana, og gróskan í starfinu hefur sjaldan verið meiri en ein- mitt nú, þegar 30 ára afmæli kórsins er á næsta leiti. Pólýfón- kórinn er nýbúinn að gefa út hljómplötu og geisladisk með flutningi sinum á Messíasi eftir Hándel i Hallgrímskirkju í fyrra, og nú á laugardaginn flytur kór- inn svo Messías aftur í Hallgríms- kirkju. Bók um sögu og starf kórsins er væntanleg fyrir jól, og undirbúningur fyrir afmælis- tónleika Pólýfónkórsins i Há- skólabió i apríl á næsta ári er þegar hafinn. Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu i Vörðuskóla fyrir skömmu til að forvitnast um það sem er á döfinni hjá kóraum, og að spjalla við nokkra kórfélaga um sönginn á laugardaginn og starfið almennt. „Ég man ekki lengur hvað ég hef sungið Messías oft“ sagði Guð- mundur Guðbrandsson, ,en hann hefur sungið lengst allra manna samfellt í Pólýfónkómum - eða allar götur síðan á vortónleikum 1959. Hvers vegna standa menn í krefj- andi, tímafreku áhugamannastaríi í jafn langan tíma? „Ég hefði ekki verið í þessu í tæp 30 ár, ef vinnan væri ekki þess virði,“ svaraði Guð- mundur, „ég hef alltaf haft ákaf- lega gaman af tónlist og söng, og þar sem ég stunda ekki hljóðfæra- leik að staðaldri hefur söngurinn með kómum komið í staðinn." iistanum hjá mér,' og annað hefur orðið að víkja." Hvemig hefur kórstarfíð breyst á þessum 28 árum sem Guðmundur hefur starfað í honum? „Fyrst í stað var kórinn fremur fámennur og veigalítill - hann söng hljómsveitar- laus minni háttar verk, svo sem madrígala og svo auðvitað pólý- fóna, en nafn kórsins er dregið af þessum miðaldastíl, þar sem hver rödd er sjálfstæð með sinni ákveðnu laglínu. Á síðari helming starfs- tímans er svo farið út í veigameiri verkefni, og þá sérstaklega þessi stóm verk eftir Bach og Handel í samvinnu við hljómsveit. Kórfélög- um hefur líka fjölgað úr um 30 í rúmlega hundrað í dag.“ Hvað er eftirminnilegasta atvik- ið? „Utanferðirnar með kómum hafa verið afskaplega mikil lífsreynsla, en ég hef farið í flestar þeirra. Sérstaklega em mér minnis- stæðar ferðir á kóramót erlendis, þar sem maður hittir fólk í kómm sem em svipað uppbyggðir, og hafa sömu áherslur í söng og Pólýfónkór- inn. Það er stórkostlegt að heyra 4-5000 manns syngja saman á hátíð, eins og gerðist t.d. í Graz í Austurríki og í Namur í Belgíu. Þa voru tónleikaferðimar til Spánar og Ítalíu ekki síður eftirminnilegar, að syngju í þessum gömlu og fom- frægu guðshúsum þar.“ Hvemig er tilfmningin að syngja Messías í Hallgrímskirkju? „Það er mjög ólík tilfinning að syngja í Hallgrímskirkju en í einhveijum „skemmum", sagði Guðmundur, „Hallgrímskirkja hefur kirkjulega tign til að bera, þó að ég sé kannski ekki alveg sannfærður um að hún sé jafn fullkomlega heppnuð sem tónleikahús". „Það hefur orðið ánægjuleg þró- un í kórsöng á þessum 30 árum,“ segir Guðmundur að lokum, „til dæmis í kórsöng meðal barna. Margir ungir kórstjórar hafa gert mjög góða hluti, bæði á meðal kirkj- unnar og skólanna. Það þarf þó að skapa skilyrði fyrir þetta fólk þann- ig að það geti helgað sig sínu starfí, það þarf að vera hópur kórstjóra og organleikara sem fá regluleg laun eins og svo margt annað lista- fólk.“ Ætlar Guðmundur að fara að hætta í Pólyfónkómum? „Það Eins og ein stór fjöl- skylda Kolfínna Sigurvinsdóttir hefur sungið næstum því jafn lengi með Pólýfónkórnum og Guðmundur, eða síðan 1961. Kolfinna er íþrótta- kennari, og hún syngur með Dómkómum við jarðarfarir, og dansar og kennir þjóðdansa. Hvern- ig hefur hún tíma til að syngja með Pólýfónkómum ofan á allt þetta? „Ég valdi mér þetta áhugamál, það gefur manni svo mikið að manni fínnst þetta alls ekki tímafrekt. Maður lærir mikið í söng og tón- list, lærir að starfa með öðru fólki, og kynnist þessúm gömlu meist- urum.“ „Það hefur auðvitað fjölgað mik- ið, það eru jafn margir í rödd núna eins og vom í öllum kómum í gamla daga“ sagði Kolfínna þegar hún var spurð um breytingar sem hafa orð- ið á starfi kórsins. „Félagsstarfið er orðið allt öðruvísi, í gamla daga vomm.við það fá að við vomm eins og ein stór fjölskylda, en nú þekkir maður ekki alla eins vel, enda rúm- lega hundrað manns í kómum. Við gemm okkur þó alltaf dagamun eftir tónleika, og svo höldum við árshátíð og fömm alltaf á Þingvell; á hveiju vori. Við höldum heldur ekki eins marga tónleika og áður fyrr, heldur einbeitum okkur að þessum stóm verkum. Samkeppnin er orðin svo mikil, nú em margir öflugir kórar þar sem áður vom aðeins Pólýfón og Fílharmonía." Er ekki óþarfi að mæta á æfing- ar þegar maður er búinn að syngja með kómum í svona langan tíma? „Alls ekki. Ég hef að vísu ekki tölu á hvað ég hef sungið Messías oft, og ég þarf ekki að opna bókina leng- ur, en maður þarf alltaf að æfa og syngja sig saman við alla aðra. Það er gott fyrir röddina að æfa. Maður verður aldrei fullnuma söngvari.“ Hver er ástæðan fyrir því að Pólýfónkórinn hefur getað haldið uppi jafn öflugu starfí og raun ber vitni í þetta langan tíma? „Það er auðvitað kórstjóranum að miklu leyti að þakka“ sagði Kolfinna, „In- gólfur er stórkostlegur söngstjóri, ég veit ekki um neinn söngstjóra sem leggur jafn mikið á sig til að kenna hveijum einstakling og radd- þjálfa hann.“ Náum að syngja betur en við getum Anna Agnarsdóttir er nýliði í Pólýfónkómum, og hún kemur í fyrsta sinn fram með kómum í uppfærslunni á Messíasi á laugar- Færri en stærri verk en áður Guðmundur var nokkuð lengi í stjóm Pólýfónkórsins, og var gjald- keri á tímabili, en dró nokkuð úr þátttöku sinni í félagsstarfsemi á vegum Pólýfónkórsins þegar hann tók við starfí sem skólastjóri Voga- skóla. Það þýðir þó ekki að hann sé latari en áður við að mæta á almennar æfíngar. „Æfingar hjá kómum eru skráðar númer eitt á Ingólfur Guðbrandsson hefur stjórnað Pólýfónkóraum í 30 ár og hann lætur engan bilbug á sér finna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.