Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 37

Morgunblaðið - 09.12.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 37 Astralía: Óður byssumaður banar átta manns og særir fimm Melbourne, Reuter. MAÐUR vopnaður öflugum riffli skaut átta menn til ólífis og særði fimm í skrifstofuháhýsi í Melbo- urne í Ástralíu áður en hann féll til jarðar af elleftu hæð og lét lífið. Að sögn lögreglu æddi maðurinn sem var 22 ára gamall um bygginguna og skaut á hvað sem fyrir varð með skotfærum sem sögð eru úr vopnabúri hers- ins. Ekki hefur verið fundin nein skýring á berserksgangi manns- ins. Sjónarvottar sáu fyrst til manns- ins á sjöttu hæð á skrifstofu lánastofnunar en byggingin er alls 20 hæðir. Þar átti hann í deilum við annan mann sem var honum kunnugur. Um klukkan fjögur í gærmorgun að staðartíma hófst skothríðin. „Hann virtist ganga af göfiunum og missa stjórn á sjálfum sér,“ sagði talsmaður lögreglu. Þeg- ar yfir lauk hafði maðurinn myrt átta manns og sært fimm, þar af einn alvarlega. Fjögur lík fundust inni í lyftu og særðir menn og dauð- ir lágu á víð og dreif á nokkrum hæðum byggingarinnar. Lögregla girti svæðið umhverfis bygginguna af og þyrlur lögregl- unnar sveimuðu yfir húsinu. Innan við klukkustundu eftir að skothríðin hófst braut byssumaðurinn rúðu á Færeyjar: Stj ómarkreppa í uppsiglingu Þórshöfn í Fœreyjum, frá Snorra Halldórssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ÞYRLUKAUP landsstjórnarinnar í Færeyjum geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir samstarf stjórn- arflokkanna fjögurra. Þegar eru menn famir að velta því fyrir sér að lögþingskosningum verði flýtt en að öllu jöfnu ættu þær að fara fram næsta haust. Í landsstjóminni em menn sam- mála um að bæta skuli einni þyrlu við flugkost Færeyinga. En stjómin virðist ekki hafa tilskilinn meirihluta til þyrlukaupanna í lögþinginu. Tord- ur Niclasen, Kristilega Fólkaflokkn- um sem er í stjóm, hefur sagt að landsstjómin hafi ekki haft heimild til þyrlukaupanna. Sjálfur segist hann ekki styðja það að „tyrludeild Strandferðslunnar“ (þyrluþjónusta hins samgönguráðuneytisins) eignist hina umdeildu þyrlu til viðbótar við þá sem hún á nú þegar. Aðra á að nota í fastar áætlunarferðir en hin á að sjá um tilfallandi verkefni. Tord- ur rökstyður afstöðu sína með því að benda á að það komi í hlut skatt- borgara að borga þyrluna og hann segist ekki sjá þörfina fyrir slíkt tæki. Á mánudag og í gær funduðu hlut- aðeigandi aðilar um hina erfíðu stöðu. Ekki bætir úr skák að búið er að panta þyrluna frá verksmiðju í Bandaríkjunum og að hún hefur þegar verið send af stað til Færeyja án þess að meirihluti sé fyrir kaupun- um í lögþinginu. Tordur hefur látið þung orð falla í garð Lassa Kleins sem fer með samgöngumál og sakar hann um að „brúka lygar til að rétt- læta margvíslegar gjörðir sínar". Atli Dam lögmaður sagði í útvarp- inu í fyrradag að landsstjórnin stæði þrátt fyrir allt saman og að hún myndi vart falla að þessu sinni. Stjómarandstöðuflokkamir Sam- bandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn styðja ekki þyrlukaupin en þingmað- ur Framsóknarflokksins segist ekki enn hafa gert upp hug sinn. Svo getur farið að hann komi landsstjóm- inni til bjargar í þessu vandasama máli. Reuter Farið er með eitt fórnarlamba óðs byssumanns í Melboume í Ástr- alíu upp í sjúkrabíl. Byssumaðurinn varð átta mönnum að bana og særði fimm í skrifstofubyggingu í miðborginni áður en hann steypti sér til jarðar af elleftu hæð. elleftu hæð og steig út á glugga- syllu. Menn reyndu að ná til hans en hann barðist á hæl og hnakka og féll til jarðar. Að sögn yfirvalda hafa lög um meðferð skotvopna verið hert í Vikt- oríufylki eftir að 19 ára gamall fyrmm hermaður myrti sex manns og særði 19 á götu í úthvérfi Melbo- ume þann 9. ágúst síðastliðinn. EINLITAR OG MUNSTRAÐAR FLISAR ODYRAR OGDYRAR / VANDADAR FLISAR VEGG OG GÓLF FUSAR UTI OGINNJ FLISAR f Rartek * • Höganás FYRIFtMYND ANNAFtfíA FLÍSA HÉÐINN SEUAVEGI 2.SÍMI 624260 öfi PIOIMEER SJÓNVÖRP ORÐALYKILL Árni Böðvarsson Höfundurinn mun áður kunnastur fyrir íslenska orðabók sem ýmist er kennd við hann eða Menningarsjóð. Orðalykill skipt- ist í þrjá efnisflokka. Hinn fyrsti nefnist Latnesk-íslenskur nafnalykill úr náttúru- fræði, annar Ýmis fræðiorð og hinn þriðji Landafræðiheiti. Bókin ætti að vera gagn- leg skólanemendum, þýðendum, blaða- mönnum og öllum öðrum sem þurfa að fá vísbendingu um íslenska þýðingu á svo nefndum “alþjóðlegum" orðum. Bökaúigáfa, /MENNING4RSJœS SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 Fells caracal parenthesis Líbía, EF. Líbíu cyðimerkurgaupa (lat., úr gr.) innskot, innskots- (úr forneg. Lebu, „Berbar í Felis calus setning vestri") N.-Afríku, opinb. hciti húsköttur parlamentarismus ríkisins Al-Dsjamahíríjah al-Ar- Felis chaus (lat., úr gr.) þingræði abíja al-Ltbíja asj-Sjabíja al- sefköttur parodia Isjtírakfja, íb. Líbíumaður, lo. Felis colocolo (lat., úr gr.) skopstæling (inn- líbískur, höfuðb. Tripolis, ríkis- kólaköttur taks) mál arabíska Felis concolor paronomia Líðandisnes púma, fjallaljón (lat., úr gr.) orðalcikur Norcgi, no. Líndesnes Felis diei-natali pars pro toto Lifland jólaköttur (lat.) hluti fyrir heild (hluti núverandi Eistlands og Felis domestica partes orationis Lettlands) íb. Líflendingur, lo. köttur, taminn köttur (lat.) orðflokkar líflenskur Felis geofTroyi participium Ljóðhús, EF. -húsa dalaköttur (lat.) lýsingarháttur, hlut- ein Suðurcyja við Skotland, c. Felis guigna taksorð Lcwis koði participium praesens Ljubljana, EF. Ljubljönu eðá Lju- Felis iriomotensis (lat.) lýsingarháttur nútíðar bljana íríómótköttur höfuðb. Slóveníu, Júgóslafíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.